Alþýðublaðið - 11.05.1994, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 11.05.1994, Qupperneq 1
ítarleg stefiiuskrá REYKJAVÍKURLISTANS lögð fram: Breyttír stjómarhættír „STEFNUSKRÁ Reykj- avíkuriistans er árangur funda í málefnahópum þar sem ailir sem áhuga höfðu voru boðnir velkomnir hvar í fiokki sem þeir standa. Auk þess voru haldnir þrír opnir fundir í borginni þar sem ýmsar tillögur komu fram. Urvinnslunni er lokið og hér er Iögð fram ítarieg stefnuskrá þar sem megin- áherslur eru lagðar á at- vinnumál, skólamál og breytingar á stjórnkerfi borgarinnar,“ sagði Ingi- björg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni Reykjav- íkurlistans, á hlaðamanna- fundi í gær. Ingibjörg Sólrún sagði að varðandi atvinnuleysið þá væru 600 til 700 manns í borginni sem hefðu verið án vinnu í hálft ár eða lengur. Strax í sumar yrði að skapa störf handa þessu fólki. Einn- INGIBJÖRG SÓLRÚN: „Meg- ináherslur eru lagðar á atvinnu- mál, skólamál og breytingar á stjornkerji borgarinnar.“ Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason ig þyrfti borgin að útvega fimm til sex þúsund skóla- nemum vinnu í sumar. I stefnuskránni segir að Reykjavíkurlistinn ætli að fjölga starfsfólki f þjónustu og umönnunarstörfum og flýta viðhaldsverkefnum á vegum borgarinnar. Stofnaður verði atvinnuþróunarsjóður. Sett verði á laggimar „útungunar- stöð“ fyrir ný smáfyrirtæki. Húsnæði, ráðgjöf og aðstaða verði látin í té frumkvöðlum sem vilji spreyta sig við at- vinnusköpun. Borgin veiti hagstæð lán til nýrra verkefna sem gætu orðið vaxtarbrodd- ur í atvinnulífi borgarinnar. Reykjavíkurborg taki frum- kvæði að því að stórefla verk- og starfsmenntun í framhalds- skólum borgarinnar. Það kom fram á fundinum að það kost- ar samfélagið eina og hálfa milljón króna á ári að láta einn mann ganga atvinnulaus- an. Miðað við atvinnuleysið í Reykjavík kostar það um fimm milljarða á ári. Reykjavíkurlistinn ætlar að láta gera heildarúttekt á dag- vistarþörf um leið og nýr meirihluti tekur við. Vandi 2.300 forskólabama á biðlist- um verður leystur í þremur áföngum. Markmiðið er að á næsta ári fái öll böm þriggja ára og eldri þá dagvistun sem foreldrar óska fyrir haustið. Fyrir haustið 1996 nái þetta einnig til allra tveggja ára bama og eldri. Fyrir lok kjör- tímabilsins fái böm eldi en eins árs þá dagvistun sem for- eldrar óska. Ingibjörg Sólrún sagði að efla mætti einkarekna leik- skóla, kaupa notað húsnæði til þessara nota og byggja nýja leikskóla. Gmnnskólar borg- arinnar verða einsetnir á 4 til 6 ámm. A hverju ári verða tekn- ar í notkun 25 til 30 kennslu- stofur eða 4 til 5 skólar ein- setnir. Skipulag og starfshættir Félagsmálastofnunar Reykja- víkurborgar verða endurskoð- aðir með tilliti til breyttra að- stæðna. Forgangsverkefni verður að afnema biðlista eft- ir fyrsta viðtali en nú er bið- tíminn þtjár vikur. Reykjavíkurlistinn vill breytta stjómarhætti í borg- inni; skýra stefnumótun í helstu málaflokkum, tjár- hagsáætlanir sem standast, vandaðan undirbúning verk- legra framkvæmda, inn- kaupa- og útboðsstefnu sem tekur mið af innlendri fram- leiðslu og fastmótaðar starfs- reglur við úthlutun verðmætra lóða. Einkavæðing þjónustufyr- irtækja verður stöðvuð og S VR gert aftur að borgarfyrir- tæki. Stofnað verður sjálfstætt embætti umboðsmanns borg- arbúa á þessu ári til þess að fólk geti fengið aðstoð við að leita réttar sfns innan borgar- kerfisins beint og milliliða- laust. Upplýsingaskylda emb- ættismanna verði ljós, útvarp- að verði frá fundum borgar- stjómar og haldnir reglulegir fundir borgarstjóra á hveiju ári með borgarbúum um helstu mál. Alfur unglinganna Hópur unglinga úr Alftamýrarskóla á aldrinum 13 til 14 ára brugðu á leik með risavöxnum álfi í húsnœði SÁÁ í gœr. Tilefnið var kynning á Alfasölu SÁA sem fer fram um nœstu helgi 13. til IS.mat'. Kjörorð Álfasölunnar er: Fyrir unga fólkið en samtökin beita sér nú fyrir átaki að stemma stigu við áfengis- og vímuefna- neyslu unglinga undir 16 ára aldri. Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason Þarft þú að skipta um olfu? Tilboð út maí 20% afsláttur af olíuskiptum og efni á Volvo fólksbíla, Saab, Ford og Chrysler - aðeins hjá: Eru bremsurnar búnar? Við skiptum um bremsuklossa fyrir aðeins 1.000, - Efni ekki innifalið, en ef pantað er með fyrirvara þá fást bremsluklossar á lægsta fáanlega verði. SMURSTOÐ HJALLAHRAUNI 4 - SÍMI 65-44-40

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.