Alþýðublaðið - 11.05.1994, Page 5

Alþýðublaðið - 11.05.1994, Page 5
Miðvikudagur 11. maí 1994 SKULDIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Skýrsla félagsmálaráðherra um skuldastöðu heímilanna: Skuldirnar eru 3,9 milljónir á hverja Qögurra manna fjölskyldu og skuldir eru hlutfallslega hæstar hjá þeim tekjulægstu SAMKVÆMT bráðabirgða- tölum námu skuldir hcimilanna við lánastofnanir í árslok 1993 um 256 milljörðum króna sem svarar til 113,9% af ráðstöfun- artekjum. Aætlanir benda til að skuldirnar hafi aukist á síðasta ári um 18 milljarða króna eða um 7% að raungildi. Reiknað á mann námu skuldir heimila við síðustu árslok um 970 þúsund- um króna, eða 3.875 þúsundir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Skuldir eru hlutfalls- lega hæstar hjá þeim sem telja fram lægstu tekjurnar. Þetta kemur fram í skýrslu Jó- hönnu Sigurðardóttur félagsmála- ráðherra um skuldastöðu heimil- anna sem lögð hefur verið fram á Alþingi. Fyrir utan skuldir við lánastofnanir standa skattaskuldir einstaklinga við ríkissjóð, sem nániu um 7,3 milljörðum króna í árslok 1992 samkvæmt Rfkis- reikningi, greiðslukortaskuldir sem námu um átta milljörðum króna auk nokkurra annarra skulda utan lánastofnana. Lánaviðskipti milli einstaklinga eru ekki í þess- um tölum, en löngum tíðkaðist að greiða íbúðarhúsnæði að hluta með handhafabréfum. Skuldir íslenskra heimila hafa vaxið með miklum hraða á undan- fömum áratug. Frá 1980 til 1993 6,1-földuðust skuldir heimilanna á föstu verðlagi, sem svarar til þess að skuldir hafi aukist um 15% á ári. Reiknaö á mann er aukningin 4,3- föld, eða 14% á ári. Hins veg- ar var kaupmáttur ráðstöfunar- tekna á mann aðeins 13% hærri ár- ið 1993 en 1980. Þróun skuldastöðu Skuldir heimilanna við lána- stofnanir jukust mest milli áranna 1982 og 1983 eða um 102%. Árið 1983 náði verðbólgan hástigi um leið og vísitölubinding launa var afnumin. Þetta hefur verið kallað misgengi lána og launa. Utlán lánastofnana til heimil- anna hafa aukist umtalsvert á síð- ast liðnum 13 árum. Á árinu 1980 námu lán til heimilanna 18 til 19% heildarútlána en á árunum 1992 til 1993 var þessi tala komin upp í 35 til 36%. Arið 1980 gengu 72% út- lána lánakerfisins til fyrirtækja og helst hlutur þeirra hár fram til 1986 er vextir voru gefnir fljálsir. Aukin samkeppni milli lánastofnana leiddi til þess að lánastofnanir beindu viðskiptum sínum í aukn- um mæli til heimilanna sem gátu boðið mun tryggari veð en at- vinnufyrirtækin og voru því mun heppilegri viðskiptavinir. Sérstaka athygli vekur að hlut- fall húsnæðisskulda í heildarskuld- um heimila hefur farið lækkandi þrátt fyrir hina miklu aukningu sem orðið hefur á heildarskuldum á síðustu árum. Skuldir vegna hús- næðisöflunar eru nú um 70% af skuldum heimilanna. Samkvæmt skattframtölum árs- ins 1993 eru skuldir hlutfallslega mestar hjá þeim sem telja fram lægstar tekjur. Þar kemur meðal annars fram að hjón, sem eru með tekjur undir einni milljón króna, greiða að meðaltali um 20% sinna tekna í vexti, en hjón með fimm milljónir króna og yfir í árstekjur greiða að meðaltali tæp 5% tekna sinna í vexti. Skuldahlutfallið lækkar því eftir því sem tekjur auk- ast. Þá eru skuldir mestar á aldurs- bilinu 31 til 35 ára og lækka hratt eftir að þeim aldri er náð. JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR: Samkvœmt skýrslu sem félagsmála- ráðherra lét vinna námu skuldir heim- ilanna við lánastofnanir í árslok 1993 um 256 milljörðum króna sem svarar til 113,9% af ráðstöfunartekjum. Reiknað á mann námu skuldir heimila við síðustu árslok um 970 þúsundum króna, eða 3.875 þúsundir króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Fólki á aldrinum 30 til 34 íjölgar hins vegar um 29%, 35 til 39 ára um 49% og fólki á aldrinum 40 til 44 ára um 66%. En einmitt á þess- um aldursbilum era skuldir fjöl- skyldunnar hvað mestar. Þjóðhagsstofnun telur að breytt aldurssamsetning þjóðarinnar á þessu tímabili skýri um 20% af aukningu á skuldum heimilanna. Mikill hluti þess stóra árgangs, sem kom inn á vinnu og fasteigna- markað upp úr 1980, hafði lang- skólanám að baki og tilheyrandi námsskuldir. Námslán námu tæp- lega 31 milljarði króna í árslok 1993. Að raunvirði hafa námslán ellefufaldast ffá 1980. í því sam- bandi er einnig rétt að hafa í huga að námslán era verðtryggð og að námstími hefur lengst. Mikil eignatilfærsla í umfjöllun um skuldir heimil- anna er greining á skiptingu skuld- setningar þeirra milli aldurs- og tekjuhópa mjög brýnt .úrlausnar- og athugunarefni. Sú eignatil- færsla, sem átti sér stað í tíð mikill- ar verðbólgu og óverðtryggðra lána, hefur það meðal annars í för með sér að eignum og skuldum heimilanna er mjög ójafnt skipt milli aldurshópa. í húsnæðismála- könnun, sem Félagsvísindastofnun gerði 1988, kom meðal annars í ljós að 67% íbúðaeigenda 50 ára og eldri höfðu greitt upp öll sín húsnæðislán og bjuggu í íbúðum sfnum skuldlausum. Inneignir ein- staklinga í innlánsstofnunum era að stóram hluta í eigu 50 ára og eldri. I árslok 1993 voru rúmlega 70% innlána í eigu miðaldra eða eldri. Með hliðsjón af ólíkri skulda- stöðu aldurshópa telur félagsmála- ráðuneytið ástæðu til þess að láta fara fram sérstaka athugun sem leiði frekar í Ijós þann mun sem virðist vera á rnilli kynslóða með tilliti til lífskjara, skulda, eigna og afkomumöguleika. Nú er á vegum ráðuneytisins verið að kanna það hvemig best verði staðið að slíkri athugun. Nauðsyn fræðslu I skýrslunni er bent á að aukin útlán vegna íbúðakaupa og lenging lánstíma hafi vissulega aukið á skuldir heimilanna. Það sé hins vegar engum vafa undirorpið að aukin lán til húsnæðismála vora nauðsynleg. fbúðarkaup era auð- veldari og húsnæðiskostnaður dreifist betur yfir æviskeið einstak- linganna en áður. Mikilvægt er að gjalda varhug við aukningu á skuldunt heimil- anna og gæta sérstaklega að neysl- uslánum og ótímabæram íbúðar- kaupum. Fjármagnsmarkaðurinn hefur gerbreyst á örfáum áram, aðgang- ur að lánsfé er mjög auðveldur og tilboð um skuldsetningu era á hverju horni. Breyttar aðstæður á fjármagnsmarkaði kalla á öflugt forvamarstarf, öfluga fræðslu til handa heimilunum og ungu fólki um lykilatriði fjármála. Annars staðar á Norðurlöndum hefur tekist að snúa þróuninni við og skuldir heimilanna hafa lækkað á síðustu misseram. Við þurlum að læra af reynslu þessara þjóða og líta til þeirrar áherslu er þær hafa lagt á forvamir. Nauðsynlegt er að stórefla fræðslu og ráðgjöf við almenning ásamt því að endurskoða útlánastefnu innlánsstofnana þannig að fram- vegis taki hún mið af raunveralegri greiðslugetu fólks frekar en að setja hina ljárhagslegu ábyrgð á vini og venslafólk, segir í skýrslu félagsmálaráðherra. Norrænn samanburður Þegar skuldsetning íslenskra heimila er borin saman við stöðu heimila hinna Norðurlandaþjóð- anna, annarra en Dana (upplýsing- ar skortir frá þeim), kemur í Ijós að skuldir íslenskra heimila vora lægri en hjá hinum þjóðunum í hlutfalli við ráðstöfunartekjur á ár- inu 1980. Vekur sú niðurstaða sér- staka athygli vegna þess hversu stór hluti íslenskra tjölskyldna býr í eigin húsnæði. Á árinu 1980 vora skuldir norskra heimila hæstar. Þróun á níunda áratugnum er á sama veg hjá öllum þjóðunum ffarn undir lok áratugarins, þá auk- ast skuldir veralega umfram vöxt ráðstöfunartekna allt til ársins 1988. Skuldahlutfallið nær há- marki á hinum Norðurlöndunum um 1988, en um það leyti snar- hækkar hlutfallið á milli skulda og ráðstöfunartekna hér á landi. Þær skýringar, sem hafa verið nefndar á þeim umskiptum sem orðið hafa á hinum Norðurlöndun- um, má rekja til afleiðinga atvinnu- leysis, hækkunar raunvaxta, dregið hefur úr skattafrádrætti vegna vaxtagreiðslna, lækkunar fast- eignaverðs, veralegs samdráttar í útlánum bankanna vegna rekstrar- erfiðleika þeirra, aukins spamaðar og að dregið hefur veralega úr einkaneyslu. í Þýskalandi og á Ítalíu, svo dæmi séu tekin, er skuldahlutfallið vel undir fimmtungi ráðstöfunar- tekna, en 100% til 120% í Banda- ríkjunum og Japan. Skuldastaða eftir aldri Ein mikilvæg skýring á aukn- ingu skulda heimilanna er sú að á sama tíma og breytingar á lánsfjár- markaði era gerðar koma inn á húsnæðismarkaðinn hinir stóra ár- gangar Islendinga sem fæddust á áranunt 1950 til 1960. Ef borin er saman aldursskipting þjóðarinnar 1980 og 1992 kemur 'í ljós að landsmönnum ljölgar um 14,5%. RAÐAUGLÝSINGAR Aðalfundarboð Aðalfundur Steinullarverksmiðjunnar hf. verður hald- inn 18. maí 1994 klukkan 16.00 í Safnahúsinu á Sauðár- króki. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf, en samkvæmt 16. grein samþykkta félagsins, skal taka fyrir eftirtalin mál: 1. Skýrslu stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár. 2. Efnahags- og rekstrarreikningar fyrir liðið reikningsár, ásamt skýrslu endurskoðenda, verður lagður fram til staðfestingar. 3. Tekin skal ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu. 4. Tekin skal ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og endurskoðenda. 5. Kjósa skal stjórn og varastjórn og tilnefna fulltrúa ríkisins. 6. Kjósa skal endurskoðanda. 7. Önnur mál, sem löglega eru upp borin. Dagskrá fundarins, ársreikningur og skýrsla endurskoð- enda liggur frammi á skrifstofu félagsins viku fyrir aðalfund samkvæmt 14. grein samþykktar þess. Steinullarverksmiðjan hf. ALtáí>UUAi>V> lUtjbMZ'hWk 62-92-44 Sj LANDSVIRKJUN Vinnubuðir til sölu Til sölu eru hjá Landsvirkjun notaðar vinnubúðaeiningar, sem framleiddar voru af fyrirtækinu Moelven í Noregi. Lengd hverrar einingar er 7,4 m, breidd 2,5 m, hæð 2,85 m (utanmál) og þyngd 2000-3000 kg. Húseiningarnar verða til sýnis við Blöndustöð í Húnavatnssýslu dagana 12.-14. maí nk. frá kl. 10.00-18.00. Nánari upplýsingar veitir innkaupastjóri Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, sími 91-600700. Útboð Póstur og sími, umdæmi II, óskar eftir tilboðum í land- póstaþjónustu frá Hólmavík. Landpóstaþjónustan er ann- ars vegar við Kirkjubóls- og Broddaneshreppi að Brodda- nesi og hins vegar við Hólmavíkur- og Kaldrananeshreppi og póstflutninga á milli póst- og símstöðvanna Hólmavík og Drangsnes. Afhending útboðsgagna fer fram hjá stöðvarstjóra á póst- og símstöðinni á Hólmavík frá og með mánudeginum 9. maí 1994, gegn 2.000 kr. skilagjaldi. Tilboðum skal skilað á sama stað eigi síðar en mánudag- inn 6. júní 1994 kl. 14.00. Tilboð verða opnuð sama dag kl. 14.00 á póst- og sím- stöðinni Hólmavík, að viðstöddum þeim bjóðendum, sem þess óska. Réttur er áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Póstur og sími, umdæmi II, 400 ísafjörður.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.