Alþýðublaðið - 11.05.1994, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 11.05.1994, Qupperneq 7
- Miðvikudagur 11. maí 1994 FUNDIR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Málefnaundirbúningur 47. flokksþings Alþýðuflokksins j| - Jafnaðarmannaflokks Islands Málefnahópur um velferðar- og ríkisfjármál hefur hafið starfsemi sína og mun funda á hverjum þriðjudagsmorgni frá kiukkan 08.00 til 09.00. Málefnahópurinn er opinn öllu flokksfólki. Ábyrgðarmenn hópsins eru Sigbjörn Gunnarsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, og Þröstur Ólafsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra. Sigbjörn. Þröstur. mörkum við mótun jafnaðarstefnu framtíðarinnar. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur íslands Jafnaðarmannaiéi ag Íslands heldur félagsfund á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti í kvöld, miðvikudaginn 11. maí, klukkan 20.30. Umræðuefni: HLUTVERK JAFNAÐARMANNAFLOKKS Frummælendur: Fundarstjóri: Jóhanna Sigurðardóttir - félagsmálaráðherra Sighvatur Björgvinsson - iðnaðar- og viðskiptaráðherra Aðalsteinn Leifsson - oddviti málefnaráðs Auk þessa verður rætt um undirbúning aðalfundar félagsins og flokksþings Alþýðuflokksins. Kaffigjald er 500 krónur. Allir jafnaðarmenn velkomnir. Lúmskur kosningaáróður FRAMSÓKNARMANNA í Kópavogi Góðkunningi Alþýðublaðsins úr Kópavogi fékk óvænta sendingu í póstinum fyrir skömmu. Upphaf bréfsins hljóðar svo: „Kópavogi2. maí 1994. KœriNorðlendingur, Ég óska þér og þínufólki gleðilegs sumars. I síðustu viku hittumst við nokkur sem er- utn œttuð úr Norðurlandskjördœmi eystra og ákváðum að Imlda skemmtikvöld að Digranesvegi 12 fimmtudagskvöldið 5. maí.“ Okkar maður kættist nú heldur betur. Já, sniðugt verður að hitta gamla félaga að norðan, hugsaði hann. En heldur þyngdist nú á kunningja okkar brúnin þegar hann las áfram: „Þingmennimir Guðmundur Bjamason og Valgerður Sverrisdóttir koma í heimsókn, efstu menn B-listans í Kópa- vogi til bœjarstjómarkosninganna verða á staðnum og veitingar verðafram bomar. Efþú lumar á vísu eða öðru efni er það vel þegið og endilega taktu með þér gesti. Hittumst þann 5. maí klukkan 20.30. Fyrir hönd Norðlettdinga, Hulda Pétursdóttir frá Húsavík(sign).“ Lúmskur áróður atama, eða hvað... Varla. Stuttu síðar kom aug- lýsing um þessa skemmtun framsóknarmanna í bæjarmálgagni þeirra í Kópavogin- um. Sýning á list GUÐMUNDAR FRÁ MIÐDAL í Listhúsinu í Laugardal Sýning á verkum Guðmundar Einarssonar frá Miðdal var opnuð í Listhúsinu við Engjateig í Laugardal um síðástliðna helgi. Sýningin spannar aðeins fyrstu tvo ára- tugi Guðmundar sem listamanns en gefur engu að síður vísbendingu um mikla fjöl- hæfni hans. Á sýningunni er að finna fjölbreytt safn myndverka ffá árunum 1919 til 1939, svo sem olíumálverk, vatnslitamyndir, teikningar, grafíkmyndir og leirmuni auk höggmynda sem Guðmundur var hvað kunnastur fyrir. Meirihluti verkanna hef- ur sjaldan eða aldrei verið sýndur opinberlega áður, en alls verða á fjórða tug verka til sýnis í Listhúsinu. Hluta myndverkanna vann Guðmundur erlendis þar sem hann dvaldist við listnám á árunum 1919 til 1926. Á næsta ári verða liðin 100 ár ffá fæð- ingu Guðmundar ffá Miðdal. Sýningin í Listhúsinu er önnur í röð viðburða sem marka aldarafmæli hans, en markmið þeirra er að varpa nýju ljósi á ffamlag Guð- mundar til lista á íslandi og ýta undir þá endurskoðun á ffamlagi hans sem nú er haf- in. Guðmundur lést árið 1963, aðeins 67 ára gamall. Sýningin í Listhúsinu er opin ffá klukkan 10 til 18 alla virka daga og klukkan 14 til 18 um helgar. Henni lýkur á hvíta- sunnudag, 22. maí. ÞORSTEINN V. GUNNARSSON skipaður rektor Háskólans á Akureyri Ólafur G. Einarsson menntamálaráðherra hefur skipað doktor Þorstein V. Gunn- arsson rektor við Háskólann á Akureyri samkvæmt tillögu háskólanefndar. Skipun- in er til fimm ára og gildir frá 1. september næstkomandi. Doktor Þorsteinn er fædd- ur 21. október 1953. Eiginkona hans er Árþóra Ágústsdóttir kennari og eiga þau tvö böm. Þorsteinn lauk stúdentsprófi ffá Menntaskólanum á Akureyri árið 1973, BA- prófi í sálarffæði frá Háskóla Islands árið 1976 og prófi í uppeldis- og kennslufræði til kennsluréttinda frá sama skóla árið 1979. Hann lauk MA-prófi í uppeldis- og menntunarfræði ffá Ohio University í Bandaríkjunum árið 1986 og doktorsprófi frá sama skóla árið 1990. Doktorsritgerð hans fjallaði um námskrárgerð og kennsluffæði á ffamhaldsskólastigi. Þorsteinn hefur meðal annars starfað sem kennari við Víghóla- skóla í Kópavogi árin 1977 til 1979; Menntaskólann á Egilsstöðum árin 1979 til 1983; Fjölbrautaskólann á Akranesi árin 1983 til 1985 og sem stundakennari við Háskóla íslands árin 1990 til 1993. Hann starfaði sem deildarsérffæðingur í háskóla- og vísindadeild menntamálaráðuneytisins ffá 1990 til 1993 og hefur síðastliðið ár verið vísindafulltrúi menntamálaráðuneytisins við sendiráð íslands í Briissel. 14 þúsund heimili tóku þátt í SKIÐAPAKKALEIK Burton’s kex og Skátabúðarinnar Rúmlega 14 þúsund heim- ili tóku þátt í Skíðapakkal- eik Burton ’s kex og Skáta- búðarinnar sem ffam fór í mars og apríl síðastliðnum. í verðlaun vom fimm skíðapakkar ffá Skátabúð- inni að verðmæti 30 þús- und krónur hver. Nýlega vom verðlaunin afhent og hlutu þau Eva Mjöll Ág- ústsdóttir, Sólfríð Joen- sen, Anna S. Þórðardótt- ir, Andri Sveinn Jónsson og Guðrún M. Jóhannsdóttir. Á meðfylgjandi mynd má sjá vinningshafa taka við verðlaunum sínum í Skátabúðinni.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.