Alþýðublaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 6
6 (a) ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FLOKKSSTARFIÐ
Fimmtudagur 19. maí 1994
Aukaþing
Sambands ungra
jafnaðarmanna
verður haldið
3.og4.júníá
LA-Café
í Reykjavík
Aukaþing Sambands ungra jafnaðar-
manna verður haldið 3. og 4. júní á
LA-Café við Frakkastíg í Reykjavík.
Aukaþingið verður sett föstudaginn
3. júní klukkan 19.30 og mun því ljúka
með hátíðarkvöldverði
laugardagskvöldið 4. júní.
Málefnahópar þingsins verða:
(1) Atvinnumál ungs fólks
Abyrgðarmenn: Jón Þór Sturluson
og Benóný Valur Jakobsson
(2) Jafnréttismál
Abyrgðarmenn: Jóhanna Þórdórsdóttir
og Sigríður Björk Jónsdóttir
(3) Evrópumál
Abyrgðarmenn: Kjartan Emil Sigurðsson
og Eiríkur Bergmann Einarsson
(4) Innri mál SUJ
Abyrgðarmenn: Magnús Árni Magnús-
son og Bolli Runólfur Valgarðsson
*
A aukaþinginu munu ungir jafhaðar-
menn undirbúa þau málefni sem farið
verður með inn á flokksþing Alþýðu-
flokksins (haldið 10. til 12. júní). Auka-
þingið mun einnig taka til samþykktar þá
fulltrúa sem Félög ungra jafnaðarmanna
hafa valið til setu á flokksþingi. Ekki
verður kosið í embætti á aukaþingi SUJ
og lagabreytingar eru ekki leyfílegar á
slíku þingi.
Rétt til þátttöku hafa allir þeir félagar í
Sambandi ungra jafnaðarmanna sem
tilkynntir hafa verið sem þátttakendur af
stjórnum Félaga ungra jafnaðarmanna til
framkvæmdastjórnar SUJ.
Nánari upplýsingar gefa Magnús Árni
Magnússon (hs. 14123 / vs. 15200 og
29244) og Bolli Runólfur Valgarðsson
47. flokksþing
Alþýðuflokksins,
J afnaðarmanna-
*
flokks Islands
Með vísan til 29. og 30. greinar
flokkslaga Alþýðuflokksins
- Jainaðarmannaflokks íslands -
er hér með boðað til 47.
flokksþings Alþýðuflokksins
- Jafhaðarmannaflokks íslands
sem samkvæmt ákvörðun
flokksstjórnar verður haldið
dagana 10. til 12. júní 1994 í
íþróttahúsinu í Keflavík.
Með vísan til 16. til 19. greinar
flokkslaga er því hér með beint til
stjóma allra Alþýðuflokksfélaga
að láta fara fram kosningu
aðal- og varafulltrúa á
flokksþing, svo sem nánar er
mælt fyrir í flokkslögum.
Með vísan til 18. greinar
flokkslaga er því hér með beint til
aðildarfélaga að kosningar fari
fram á tímabilinu 5. maí til 5. júní
næstkomandi.
Félagsstjóraum er skylt að
tilkynna kjör fulltrúa að
kosningum loknum til skrifstofu
Alþýðuflokksins (Hverfísgötu
8-10 í Reykjavík, sími 91-29244),
sem veitir allar nánari
upplýsingar.
Með vísan til 21. greinar
flokkslaga skulu kjördæmisráð
Alþýðuflokksins í öllum
kjördæmum hafa lokið kosningu
fulltrúa sinna í flokksstjóra fyrir
reglulegt flokksþing.
Með vísan til 24. og 25. greinar
flokkslaga skulu stjórair allra
félaga hafa sent flokksstjóra
skýrslu um starfsemi félagsins á
kjörtímabilinu, félagaskrá miðað
við áramót og greiðslu
félagsgjalda samkvæmt þeirri
skrá.
Dagskrá flokksþings
Alþýðuflokksins
- Jafnaðarmannaflokks íslands
verður auglýst síðar.
Jón Baldvin Hannibalsson
• formaður.
Málefiiaundirbúningur
47. flokksþings Alþýðuflokksins
- Jafiiaðarmannaflokks íslands
Fundir
málefnahópa
Málefnaundirbúningur 47. flokksþings Alþýðuflokksins
- Jafnaðarmannaflokks íslands - er hafínn.
Málefnahóparnir eru opnir öllum flokksmönnum.
Velferðarmál og ríkisfjármál
Fundir á þriðjudögum frá klukkan 08.00 til 09.00 í
Alþýðuhúsinu í Reykjavík.
Ábyrgðarmenn: SIGBJÖRN GUNNARSSON,
formaður fjárlaganefndar Alþingis, og ÞRÖSTUR
ÓLAFSSON, aðstoðarmaður utanríkisráðherra.
Efnahags- og atvinnumál
Fundur þriðjudaginn 24. maí klukkan 12.00 í
Alþýðuhúsinu í Reykjavík.
Ábyrgðarmenn: RANNVEIG GUÐMUNDSDÓTTIR,
varaformaður Alþýðuflokksins, og BRAGI
GUÐBRANDSSON, aðstoðarmaður
félagsmálaráðherra.
Landbúnaðar- og neytendamál
Fundir á þriðjudögum klukkan 17.15 í Alþýðuhúsinu í
Reykjavík.
Ábyrgðarmenn: GÍSLIEINARSSON alþingismaður og
GUÐMUNDUR ÓLAFSSON hagfræðingur.
Kjördœmamál og stjórnsýslumál
Fundur fimmtudaginn 19. maí klukkan 17.00 í
Alþýðuhúsinu í Reykjavík.
Ábyrgðarmenn: BIRGIR HERMANNSSON,
aðstoðarmaður umhverfísráðherra, og VILHJÁLMUR
ÞORSTEINSSON framkvæmdastjóri.
Evrópumál
Ábyrgðarmenn: JÓN BALDVIN HANNIBALSSON
utanríkisráðherra og MAGNÚS ÁRNIMAGNÚSSON,
formaður Sambands ungra jafnaðarmanna.
Menntamál
Næsti fundur verður eftir hvítasunnuhelgina. Þeir sem
óska eftir upplýsingum um starf hópsins geta snúið sér
til ábyrgðarmanna hópsins, MARGRÉTAR
BJÖRNSDÓTTUR, aðstoðarmanns iðnaðar- og
viðskiptaráðherra (sími 609070), eða HARÐAR
ZOPHANÍASSONAR, fyrrverandi skólastjóra
(sími 651511).
Umhverfismál
Fundir á þriðjudögum klukkan 17.15 í Alþýðuhúsinu í
Reykjavík.
Ábyrgðarmenn: ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
umhverfísráðherra og NJÁLL HARÐARSON
framkvæmdastjóri.