Alþýðublaðið - 19.05.1994, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 19. maí 1994
TIÐINDI
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 (a)
Ársskýrsla OECD um íslensk efiiahagsmál 1994:
Vilja afhema afskipti stjómvalda af búvöruframleiðslu
„Á árinu 1993 gætti enn þeirrar efnahagslegu
stöðnunar sem verið hefur í íslenskum þjóðar-
búskap. Landsframleiðslan jókst um 1% sem
var betri niðurstaða en gert hafði verið ráð fyr-
ir. Þetta er mesti hagvöxtur síðan 1987 og vel
yfir meðallagi. OECD-landa í Evrópu. Þessi ár-
angur er þó ekki að öllu leyti byggður á varan-
legum grunni. Þrátt fyrir spár um verulegan
samdrátt jókst verðmæti sjávarafurða á föstu
verði um 4%, þar sem aðlögun veiða vegna
minnkandi þorskstofns var frestað fram til árs-
ins 1994. Jafnframt sýndu íslenskir útvegs-
menn mikla útsjónarsemi við að nýta tíma-
bundið aðrar fisktegundir sem og göt í kvóta-
kerfinu sem stendur til að loka. Þessu til viðbót-
ar má nefna veiðar á fjarlægum miðum. Fisk-
verkendur gátu einnig haldið uppi vinnslu með
kaupum á fiski frá erlendum fiskiskipum. Lak-
ari viðskiptakjör komu þó í veg fyrir að aukin
framleiðsla í greininni leiddi til tekjuaukningar,
en verðlag á sjávarafurðunt lækkaði um 14% á
heimsmarkaði. Þrátt fyrir að atvinnuleysi hafi
farið vaxandi á árinu varð það þó minna en ótt-
ast hafði verið. Verðbólgan hélst í skefjum sem
telst markvert sérstaklega í ljósi áhrifa gengis-
fellingarinnar í júní á innflutningsverð, og hall-
inn á viðskiptum við útlönd varð að engu.
Samdráttur landsframleiðslu
Ósennilegt er að þessi hagstæðu áhrif endur-
taki sig á þessu ári. Þorskveiðikvótinn hefur
verið skorinn niður um 20% á yfirstandandi
fiskveiðiári og hlutfallslega stór hluti aflans var
þegar kominn á land um áramótin. Litlar líkur
eru á því að þorskkvótinn verði aukinn á næsta
fiskveiðiári og því næsta víst að þorskaflinn
dragist verulega saman á árinu. Þrátt fyrir lítils-
háttar aukningu annars útflutnings eru því allar
líkur á að útflutningsgreinamar stuðli ekki að
hagvexti á árinu og að viðskiptajöfnuðurinn
snúist yfir í lítilsháttar halla, nema til komi
veruleg verðhækkun á fiski á heimsmarkaði.
Tekjusamdráttur heldur aftur af eftirspum
heimilanna og atvinna gæti dregist saman.
Samið hefur verið um óbreytta launataxta og
skattar á einstaklinga gera varla meira en að
jafna út samdráttaráhrifín. Þá er stefnt að sam-
drætti i útgjöldum hins opinbera. Spáð er
áframhaldandi samdrætti í íjárfestingu atvinnu-
veganna vegna hins daufa eftirspumaástands,
þótt búast megi við jákvæðum áhrifum vegna
lækkandi vaxta. Þegar á allt er litið er geit ráð
fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 1%
og atvinnuleysi haldi áfram að aukast og verði
að meðaltali um 6%. Verðbólgan á mælikvarða
neysluvöruverðlags gæti hins vegar orðið lægri
en opinberar spár benda til (2%) og jafnvel
engin í árslok.
Annmarkar á kvótakerfinu
Langvarandi lægð í þjóðarbúskapnum er
gjaldið sem íslendingar þurfa að greiða fyrir
óhjákvæmilega eflingu þorskstofnsins vegna
ofveiði um árabil. Nú er ekki lengur hægt að
skjóta á frest nauðsynlegum samdrætti í þorsk-
veiðum án þess að tefla í tvísýnu framtíð þorsk-
stofnsins. Hætta á mengun sjávar virðist ekki
vera mikil, en stjórnun fískveiða er lykilatriði
hvað varðar mótun skynsamrar efnahagsstefnu
til langs tíma. Ef takast á að ná fram hámarks-
nýtingu á þessari endurnýjanlegu auðlind verða
stjómvöld að fylgja ráðleggingum fískifræð-
inga og miða veiðina við það sem þeir telja ör-
uggt. Núverandi kvótakerfi í sjávarútvegi með
framseljanlegum veiðiheimildum er prýðilegt
og sanngjarnt fyrirkomulag til að ná fram hag-
kværnni í greininni. Engu að síður eru enn ann-
markar á kvótakerfinu sem nauðsynlegt er að
sníða af sem fyrst. Sérstaklega má nefna að
smábátar em enn utan við kvótakerfið, en stefnt
er að því að frá og með september verði veiðar
þeirra alfarið háðar kvóta. Þessi undanþága er
ein af skýringunum á of mikilli fjárfestingu og
vinnuafli í greininni. Þrátt l'yrir að færa megi
rök fyrir því að taka þurfi tillit til hins slæma
efnahagsástands við fækkun smábáta, er óhjá-
kvæmilegt að auka hagkvæmnina í sjávarút-
vegi óháð áhrifum þess á einstök byggðalög (ef
grípa þarf til sérstakra aðgerða í byggðamálum
til að vega á móti áhrifum hagræðingar í sjávar-
útvegi eiga þær að vera beinar og gegnsæjar).
Auðveldara væri fyrir stjómvöld að standast
þrýsting frá aðilum í sjávarútvegi um gengis-
fellingar ef arðsemi greinarinnar batnaði og
fjárhagsstaða styrktist. Frumvarp um Þróunar-
sjóð sjávarútvegsins (sem ætlað er að minnka
framleiðslugetu og stuðla að úthafsveiðum),
verðskuldar því stuðning, sérstaklega ef sjóður-
inn verður fjármagnaður með auðlindaskatti.
Slíkt gjald má réttlæta með því að benda á þá
auðlindarentu sem gengur til kvótaeigenda og
jafnframt er auðlindaskattur hagkvæm tekju-
öflun fyrir ríkið.
Umbætur í landbúnaði
Landbúnaður er önnur frumatvinnugrein þar
sem frekari umbóta er þörf. Þrátt fyrir að mikil-
væg umbótaskref hafi verið stigin með samn-
ingi ríkisins og Stéttarsambands bænda árið
1991, hefur stuðningur við íslenska bændur í
formi verð- og framleiðslustjómunar verið með
því mesta sem þekkist innan OECD. Óyfirstíg-
anlegar innflutningshindranir hafa stuðlað að
sjálfsþurftarbúskap í landbúnaðarframleiðslu
sem leitt hefur til hærra inatvælaverðs en þekk-
ist í flestum OECD-ríkjum. Þetta hefur einnig
haft í för með sér óeðlilega samkeppnisstöðu
fyrir atvinnugreinar utan sjávarútvegs og þar
með staðið í vegi fyrir því að aukinn fjölbreytni
í atvinnulífinu drægi úr hagsveiflum. Verð-
myndun, sem byggist á kostnaðarframreikningi
og ákveðin er i nefndum og ráðum, ásamt
ákvæðum um hámarksálagningu í heildsölu,
dregur úr hvata til að nota bestu framleiðslu-
tækni til að hámarka hagkvæmni bæði til
skamms og langs tíma. Þetta fyrirkomulag ber
að leggja af hið fyrsta og taka í staðinn upp
kerfi þar sem markaðsöflin ráða. Stuðningurinn
við landbúnaðinn hefur haft í för með sér veru-
leg útgjöld fyrir ríkissjóð og þar með stuðlað að
skuldasöfnun hins opinbera auk annarra óæski-
legra áhrifa ká efnahagsframvinduna. Breyting
frá niðurgreiðslum og útflutningsbótum yfir í
beinar greiðslur til bænda árið 1992 og með-
fylgjandi 36% lækkun á útgjöldum hins opin-
bera til landbúnaðarmála var lofsverð stefnu-
breyting í þá átt að laga framleiðsluna að sam-
drætti í innlendri eftirspum. Þessarbeingreiðsl-
ur ætti nú að gera alveg óháðar framleiðslu-
magni og afnema síðan srnám saman til þess að
ná fram aukinni hagræðingu f greininni. Einnig
ætti að endurmeta önnur inngrip stjómvalda í
landbúnaðarmál, svo sem álagningu gjalda til
að fjármagna niðurgreiðslur á fjárfestingum,
aðgerðir til vemdunar innlendri framleiðslu,
eða niðurgreiðslu á einu framleiðslustigi á
kostnað annars. Afskipti stjómvalda af þessu
tagi ætti ýmist að gera gegnsærri eða jafnvel af-
nema að fullu.
Gróðureyðing er vandamál
Landbúnaðarstefnan hefur einnig á óbeinan
hátt stuðlað að gróðureyðingu, sem ótvírætt er
stærsta umhverfisvandamál íslendinga. Stuðn-
ingskerfi landbúnaðarins hefur um langt skeið
leitt af sér offramleiðslu á viðkvæmum svæð-
um á hálendinu, hefur komið til viðbótai' þeirri
langtíma gróðureyðingu sem ertiðar veðurfars-
aðstæður hafa leitt af sér. Stefna stjómvalda í
þessum efnum hefur í langan tíma verið sú að
beina beitinni til svæða á láglendi, meðal ann-
ars með því að girða af viðkvæmustu svæðin.
Þessi stefna ásamt mikilli fækkun sauðljár síð-
asta áratuginn hefur leitt til þess að ofbeit er nú
að mestu úr sögunni nema á afmörkuðum
svæðum. Með því að afnema verðstuðning við
landbúnaðinn væri hægt að útrýma að mestu
þeim vanda sem enn er til staðar í þessu efni.
Staða umhverfismála góð
Fyrir utan gróðureyðingu em umhverfismál
á Islandi í góðu horfi. Mengun andrúmslofts er
lítil og útlit fyrir að hún minnki enn, aðallega
vegna staðsetningar landsins og lítillar olíu-
notkunar vegna mikils framboðs á rafmagni og
jarðvarma. Endurvinnsla og eyðing hættulegra
efna er fremur stutt á veg komin, en stjómvöld
hafa uppi áform um að bæta þar um á næstu ár-
um. Ekki er mikið um að fullkomin hreinsun
frárennslis fari fram, enda erfitt að réttlæta mik-
il útgjöld til slíks í ljósi þess á hve auðveldan
hátt slík úrgangsefni brotna niður á náttúmleg-
an hátt í sjónum. Hins vegar kann það að skipta
máli fyrir ímynd landsins til lengri tíma og
halda við þeim orðstír að Island sé „hreinasta
land í vesturálfu“, ef það tekst að koma í veg
fyrir staðbundna vatnsmengun. AUkin áhersla
á landvemd og betri landnýtingu þarf þó að öll-
um líkindum að koma til ef takast á að nýta
þessa jákvæðu ímynd landsins til að byggja
upp ferðamannaþjónustuna. Jafnvel þó að tekin
verði upp sú regla sem nú er viðurkennd í flest-
um löndum, að sá sem mengar skuli bera af því
kostnaðinn, er líklegt að frekari umbætur í um-
hverfismálum verði kostnaðarsamar og muni
auka hlut þessa málaflokks í útgjöldum ríkis-
ins. Það er því sérstaklega inikilvægt að draga
úr útgjöldum til annarra síður áríðandi málefna
svo að hægt verði að forða auknum útgjalda-
vanda í ríkisfjármálum.
Slaki í ríkisfjármálum
Þrátt fyrir að halli og skuldastaða ríkissjóðs
sé ekki eins alvarlegt vandamál á íslandi og í
flestum öðrum OECD- ríkjum hafa skuldir hins
opinbera farið stöðugt vaxandi frá því að efna-
hagssamdrátturinn hófst árið 1987. Á síðustu
árum hefur slaki í ríkisfjármálum orðið að við-
varandi vandamáli. Oftast eru samþykkt Ijárlög
með litlum halla en þegar á reynir er látið und-
an þrýstingi frá hagsmunaaðilum (yfirleitt til
þess að auðvelda gerð kjarasamninga á vinnu-
markaði) og afleiðingin verður meiri halli en
stefnt var að og munar það stundum umtals-
verðu. Niðurstaðan hefur því orðið stöðug
skuldasöfnun hvort sem litið er á verga eða
hreina skuldastöðu, þrátt fyrir að hreinar skuld-
ir ríkissjóðs séu nú einungis urn 30% af lands-
framleiðslu. 1 fjárlögum þessa árs hafa stjóm-
völd þó að líkindum markað raunsærri stefnu í
ríkisfjármálum. Erfiðai' ákvarðanir um niður-
skurð hafa verið teknar til að halda aftur af
aukningu heildarútgjalda. Eðlilegt var að beina
niðurskurðinum að niðurgreiðslum til landbún-
aðarmála og aðhald í opinberri fjárfestingu
kann að hafa verið óhjákvæmileg, en líta má á
lækkun launaútgjalda sem fyrsta skrefið í að
auka hagkvæmni í ríkisbúskapnum. Þegar litið
er til lengri tíma er ljóst að einungis verður
hægt að stöðva skuldasöfnun ríkissjóðs með
því að skera enn frekar niður útgjöld, nema
hagvöxtur glæðist umtalsvert eða viðskiptakjör
batni vemlega. Hvað sem því líður ættu stjóm-
völd að huga að mótun langtímastefnu þar sem
sett væm fram skýr markmið um lækkun ríkis-
sjóðshallans í því skyni að auka trúverðugleika
efnahagsstefnunnar.
Erfiðleikar í útflutningi
Stjómvöldum hefur tekist að halda verðbólg-
unni í skefjum. 1 Ijósi þess að atvinnuleysi ernú
um 5% vinnuaflsins og gildandi kjaiasamning-
ar fela í sér engar launahækkanir það sem eftir
er ársins em einu kostnaðaitilefnin af erlendum
toga. Gengisfellingin íjúní á síðast áii, sem var
önnur í röðinni á sjö ámm, var skiljanleg í ljósi
áhrifa samdráttarins í fiskveiðum á jafnvægis-
gengi íslensku krónunnar. I kjölfar gengisfell-
ingarinnar hefur raungengi krónunnar farið
lækkandi og er um þessar mundir lægra en það
hefur verið í þrjá áratugi. Þetta lága raungengi
ásamt lækkun á sköttum fyrirtækja hefur bætt
vemlega samkeppnisstöðu íslenskra fyrirtækja.
En gengisfellingin hefur einnig hækkað erlend-
ar skuldir í krónum talið, þrátt fyrir að skuldim-
ar séu óbreyttar að raungildi. Stjómvöldum er
vandi á höndum við að koma til móts við þarf-
ir útflutningsgreina annars vegar og samkeppn-
isgreina hins vegar. Afkoma samkeppnisgrein-
anna hefur verið góð, en í útflutningsgreinum
hefur lágt verðlag skapað erfiða rekstrarstöðu.
Þessir erfiðleikar í útflutningsgreinum ættu þó
að vera tímabundnir þar sem að baki liggur al-
mennur samdráttur í efnahagsmálum í heimin-
um.
Vaxtalækkunin tímamót
Lækkun vaxta markaði mikilvæg tímamót í
efnahagsmálum. Erfitt hefur verið að skýra
hina háu vexti, sérstaklega á verðtryggðum
skuldabréfum í ljósi lágrar verðbólgu og lítillar
eftirspurnar atvinnulífsins eftir fjármagni.
Helstu skýringamar eru án efa mikil lánsfjár-
eftirspum hins opinbera og óvissa um stefnuna
í ríkisíjármálum, ásamt umtalsverðri lánsfjár-
eftirspurn heimilanna. Þessir þættir em þó ekki
fullnægjandi og hugsanlegt að sálfræðilegar
hindranir hafi haldið vöxtum uppi. Vextir
lækkuðu urn leið og stjómvöld mörkuðu afger-
andi stefnu í peningamálum síðastliðið haust án
þess að vart yrði við nokkum þrýsting á gengi
krónunnar. Þá hafði þegar verið tekið á „verð-
tryggingarhalla“ bankakerfisins með vaxta-
skiptasamningi Seðlabankans og viðskipta-
bankanna þar sem Seðlabankinn tók á sig hluta
af þeirri áhættu sem skammtíma verðbólgu-
sveiflur hafa á afkomu bankanna. Langtíma-
lausn í því máli virðist þó vera sú að draga úr
verðtryggingu í bankakerfinu sem er arfur frá
tímum mikillar verðbólgu.
Framþróun á peningamarkaði
Aukin samkeppni peningastol'nana auk frek-
ari framþróunar og skipulagsbreytinga á inn-
lendum peningamaikaði gæti lækkað varan-
lega vaxtamun í bankakerfinu. Opnun Ijár-
magnsmarkaðarins gagnvart útlöndum, sem nú
er að mestu komin til framkvæmdar, hefur án
efa hagstæð áhrif á þjóðarbúskapinn þegar til
lengri tíma er litið. I því sambandi má nefna að
Island hefur nú að fullu dregið til baka undan-
þágur frá reglum OECD um ljármagnsflutn-
inga. Reglur um verðbréfaviðskipti hafa verið
færðar í nútímalegt horf, komið hefur verið á
fót gjaldeyrismarkaði og ljölbreytni í útboðum
ríkisskuldabréfa hefur verið aukin til að auð-
velda skuldastjómun hins opinbera. En mikil-
væg endurskoðun á löggjöf um Seðlabankann
þar sem stefnt er að því að auka sjálfstæði
bankans hefur þó enn ekki séð dagsins ljós.
Sömuleiðis hefur orðið bið á því að hrinda í
framkvæmd frekari einkavæðingu í bankakerf-
inu.
Bjartari framtíðarhorfur
Þrátt l'yrir nokkur vonbrigði hvað varðar þró-
un þjóðartekna og horfur um kyrrstöðu á næstu
árum, hillir undir eflingu þorskstofnsins, bæði
vegna ábyrgari stefnu stjómvalda í sjávarút-
vegsmálum svo og vegna hagstæðari umhverf-
isskilyrða í sjónum. Gildistaka EES-samnings-
ins um síðustu áramót og sterk staða íslands
varðandi nýtingu náttúruauðlinda af ýmsu tagi
og hátt menntunarstig þjóðarinnar skapa mögu-
leika á því að takast megi að snúa efnahagsþró-
uninni til betri vegar þegar líður á áratuginn.
Árangur í þessum efnum er þó háður því að
leyst verði úr þeim vanda sem skuldasöfnun
ríkisins veldur, aukningu erlendra skulda, há-
um vöxtuin og ónógri samkeppni á innanlands-
markaði. Með því að vinna að lausn þessara
vandamála og hindra að verðbólgan fari af stað
á ný, verður lagður gmndvöllur að auknum
hagvexti í framtíðinni."
Fyrirsögn og millifyrirsagnir: Alþýðublaðið.