Alþýðublaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 26.05.1994, Blaðsíða 1
I Glæsilegur viðburður á vegum Reykjavíkurlistans: Hátíð í regnbogans litum RÖKSTÓLAR Alþýðublaðsins í dag: „Svekktir sjálfstœðismenn kjósa Reykjavíkurlistann“ B-blað Alþýðublaðsins í dag er GLÆSILEG útihátíð Reykja- víkurlistans verður haidin í dag. Gengið verður með iúðra- blæstri og bumbuslætti um göt- ur miðborgarinnar og út á Ing- ólfstorg þar sem hátiðahöldin fara fram. Reykjavíkurkórinn mun syngja og þjóðþekktir listamenn flytja glæsilega skemmtidagskrá. Aðalræðu- maður dagsins verður borgar- stjóraefni Reykjavíkurlistans. Reykjavík í regnbogans litum er yfirskriftin á glæsilegri útihátíð Reykjavíkurlistans á Ingólfstorgi í dag. Safnast verður saman í Hljómskálagarðinum klukkan 17:00 og þaðan verður gengið með lúðrablæstri og bumbuslætti út á Ingólfstorg. í Lækjargötu syngur Reykja- vfkurkórinn, sem samanstendur af félögum úr Háskólakómum, Karlakór Reykjavíkur, Fóst- bræðrum og Kvennakór Reykja- víkur. A sama tíma mun ganga unga fólksins koma niður Lauga- veginn. A Ingólfstorgi mun glæsileg skemmtun fara ffam þar sem ijöldi þjóðkunnra listamanna mun koma fram. Meðal annars spila félagar úr Lúðrasveit Reykjavík- ur, Ríó-tríó flytja nokkur lög, Flosi Ólafsson leikari flytur ávarp, Nýdönsk spilar, Kuran Swing tekur léttklassíska sveiflu, Vigdís Gunnarsdóttir og Stein- unn Óh'na Þorsteinsdóttir syngja, Þokkabót spilar nokkur lög og Ólafía Hrönn Jónsdóttir kemur fram í gervi Fjólu. Kynnar verða Edda Heiðrún Bachman og Pétur Óskarsson. Sem íyrr sagði verður aðalræðumaður dagsins borgarstjóraefni Reykja- vikurlistans, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. C-blað Alþýðublaðsins í dag er MOSFELLSBÆR R-listinn fyrír íþróttir Helena Ólafsdóttir knattspyrnukona, Magnús Orri Schram knattspyrnumaður, Ólafur Ari jónsson knattspyrnumaöur, Ceirlaug Ceirlaugsdóttir frjálsíþróttakona, Óskar Þorvaldsson knattspyrnumabur, Bryndís Ernstdóttir frjálsíþróttakona, Þórhallur Víkingsson knattspyrnumabur, Torfi Magnússon þjálfari körfuknattleikslandsliðsins, Einar Kristjánsson frjálsíþróttamabur, Elsa Nielsen badmintonkona, Árni Þór Hallgrímsson badmintonmaöur, Svanhildur Kristjánsdóttir frjálsíþróttakona, Jónína Olesen karatekona, Sigurbjörg Haraldsdóttir knattspyrnukona, Björn Einarsson knattspyrnumaður, Pétur Þ. Óskarsson knattspyrnumaður, Vilhjálmur Vilhjálmsson knattspyrnumabur, Orri Hlöðversson knattspyrnumaður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.