Alþýðublaðið - 26.05.1994, Page 3

Alþýðublaðið - 26.05.1994, Page 3
Fimmtudagur 26. maí 1994 FLOKKSSTARF ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 (a) > Hólaskóli, Hólum íHjaltadal Á Hólum er stundað lifandi starfs- nám á fögrum og f riðsælum stað! Brautarskipt bunaðarnám: Búfjárrækt - hrossarækt - reiðmennska - tamningar - sauðfjárrækt - fiskeldi - fiskrækt- umhverfisfræði - ferðamálafræði Mýbyggð kennslufjárhús fyrir 300 fjár! Miðstöð bleikjurannsókna og kynbóta! Reiðskemma, 1.000 m2! Hesthús fyrir 90 hross! Fullkomið tölvuver! Inntökuskilyrði: Viðkomandi þarf að hafa lokið 65 einingum úr framhaldsskóla, eins árs starfsreynslu og vera a.m.k. 18 ára. Eða vera a.m.k. 25 ára með starfsreynslu. Námstfmi er 1 ár. Umsóknarfrestur er til 10. júní. Möguleíki er á að Ijúka stúdentsprófi við skólann! Námið er lánshæft samkvæmt reglum LÍN! Nám á hrossaræktarbraut getur veitt rétt til inngöngu í Félag tamningamanna! Nám á fiskeldisbraut veitir námsheitið: Fiskeldisfræðingur! Hólaskóli, Hólum íHjaltadal, 551 Sauðárkrókur, sími 95-35962, símbréf95-36672. ' Iðnskólinn í Reykjavík SUMARSTARFSNAM 1394 Nú í sumar verður starfræktur sumarskóli í Iðnskólanum í Reykjavík. Skólinn verður starfræktur frá 13. júní til 12. ágúst og fer skráning fram í Iðnskólanum og Hinu Húsinu frá 24. - 31. maí næstkomandi. Skilyrði fyrir þátttöku er að umsækjandi sé á atvinnuleysisskrá og á aldrinum 16-25 ára. Nemendur fá greiddar 30.000 kr. á mánuði fyrir þátttöku í verkefninu. E-FiTll RiT'flUD flRMH AM SBRAUiTll R ®3D 1 aimfe TlRPIÐNfl'ÐU.R Fífl'T'fll Q.U flÐU R B.O.K'fi 10.11 fl Ð.U.R B:l L'G.R E:l IJflR STIiYiRlTll IÐ.HflÐ.U.R iTlO.Lfll.U.NflM » UÉMMIKMlíl iCTnoD^aiyíifiiiTTníiiTiii • [MFma!33II3 Auk ofantalinna iðngreina verður boðið upp á fjölbreytt námskeið sem tengjast skólagöngu, þátttöku á vinnumarkaði, daglegu lífi fólks og félagslífi. Allar nánari upplýsingar eru veittar í Iðnskólanum í síma 26240 og í Hinu Húsinu síma 624320. Innritun fer fram eins og áður sagði 24. - 31. maí frá kl. 10 -16 í Iðnskólanum og Hinu Húsinu. Reykjavíkurborg 62-92-44 PALLBORÐIÐ: Sævar Stefánsson skrifar Sundmcnn erulang- þreyttir ásviknum loforðum um 50 metra innisundlaug Opið bréf til bæjar- og sveitarstjórnarmanna í Reykjavík og nágrenni Nú líður að kosningum og allir keppast við að gefa loforð um hvað þeir muni nú gera haldi þeir völdum eða komist þeir til valda. Það á að byggja, bæta og breyta öllu sem þeim finnst ábótavant. Og viti menn, einn og einn talar um að það þurfi 50 metra yfirbyggða keppnislaug fyrir sundíþróttafólk, og er það góðs viti. En sundmenn hafa svo oft heyrt gefin loforð um slíkt að þeir eru orðnir langþreyttir á slíku tali. Gífurlegt skilningsleysi Það virðist ríkja gífurlegt skilningsleysi á því hvers vegna sundíþróttin þurfi 50 metra innilaug, en það virðast allir skilja að það sé nauðsyn að fá þak yfir knattspymuvöll, skautasvell, tenni- svelli, verslunargötur og Guð veit hvað. Það er alltaf sama sagan þegar sundmenn tala um að fá 50 metra innilaug: Hvað er þetta, það em laugar um allt, þið þurfið nú ekki fleiri laugar. Og svo er bætt við: En þetta em að vísu allt útilaugar því aimenningur vill það. Þama komum við að meginmálinu, það hefur ekkert gerst síð- an að Sundhallimar í Reykjavík og í Hafnarfirði vom byggðar, að vísu með einni undantekningu sem er Sundhöllin í Vest- mannaeyjum en hana gáfú Norðurlandaþjóðimar eftir gos og er það eina nothæfa keppnislaugin sem til er. Þolinmæðin er á þrotum Nú er svo komið að þolinmæði sundfólksins er að þrotum komin, framundan er einn stærsti íþróttaviðburður í sundi sem haldinn hefúr verið hér á landi, það er að segja í maí árið 1997, verða haldnir hér Smáþjóðaleikar. Ólympíunefnd íslands hefur farið ffam á það við Sundsamband íslands að það sjái um sund- keppnina, það er að segja undirbúning og skipulagningu. Sundsambandinu er það ljúft að taka að sér þetta verkefni svo framarlega sem það finnst einhver laug sem hægt er að nota á Stór-Reykjavíkursvæðinu, en þar stendur hnffurinn í kúnni að mati Sundsambandsins. Það er ekkert mannvirki sem er boðlegt eða hreinlega hægt að nota í keppni sem þessa. Áætlaður kostnaður 200 milljónir Það er skemmst að minnast þess þegar haldið var hér Norður- landameistaramót í sundi. Þátttakendur í því móti hlæja enn þeg- ar minnst er á mótið á Islandi vegna þeirra sundaðstöðu sem boð- ið var upp á. Sundsambandið ætlar ekki að verða aðhlátursefni Smáþjóð- anna sem sækja þetta mót heim og hrópar því í örvæntingu til sveitarstjórnarmanna um aðstoð við uppbyggingu á 50 metra innilaug. Áætlaður kostnaður er um 200 milljónir með því að samtengja þetta við sundstað eða íþróttahús sem er í notkun. Eftirsóknarvert verkefni Það bæjar- eða sveitarfélag sem ræðst í jjessa ffamkvæmd mun tryggja séröll stærstu sundmót næstu ára, innlend og erlend, það er að segja Smáþjóðaleika, Norðurlandameistaramót, Evr- ópumeistaramót og önnur þau stórmót sem hægt væri að fá til landsins. Ef bæjar- og sveitarstjómarmönnum vex þessi kostnaður í augum þá er til vara ein lausn. Hún er sú, að sveitarfélögin sam- einist um verkið, að byggja og reka 50 metra innilaug í samein- ingu. Með sundkveðju. Höfundur er varaformaður Sundsambands islands. Fyrirsögn og millifyrirsagnir: Alþýðublaðið. Sveitíirstjómarkosiiingar 1994: Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra verður á ferð um landið fram að kosningum Fimmtudagur 26. maí SIGLUFJÖRÐUR: Viðtalstími á bæjarskrifstofunum klukkan 09.00 til 10.00. SAUÐÁRKRÓKUR: Klukkan 12 til 15. Fundur með flokksfólki klukkan 12.00 til 13.30. Viðtalstími á bæjarskrifstofum klukkan 14.00 til 15.00. HÚSAVÍK: Klukkan 20.30. Stjómmálafundur. Föstudagur 27. maí HÚSAVÍK: Viðtalstími á bæjar- skrifstofum klukkan 09.00 til 10.00. AKUREYRI: Klukkan 13 til 18. Viðtalstími á bæjarskrifstofum klukkan 13.00 til 14.00. Kratarós dreift með frambjóðendum síðdegis. Bókun viðtala og nánari upplýsingar em gefnar á skrifstofum viðkomandi bæjar- og sveitarstjóra og á kosningaskrifstofum jafnaðarmanna. Á öllum stöðunum heimsækir Jóhanna vinnustaði og stofnanir, ræðir við sveitarstjómarfólk og hittir jafnað- armenn á kosningaskrifstofunum. Alþýðuflokkurinn - Jaj'naðannannaflokkur íslands.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.