Alþýðublaðið - 08.06.1994, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 08.06.1994, Qupperneq 1
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins: ,y41þýðuflokkurinn þarf ekki að fyrirverða sig fyrir störf sm í ríkisstjórn á þessu túnabiii. Hann hefur orðið að heyja erflða vamarbaráttu með þjóðinm“. Jón Baldvin segir árangur hafa náðst: „Störf Alþýðuflokksins í rík- isstjórn hafa mótast af þeirri vamarbaráttu sem þjóðin hefur orðið að heyja. Til þess að varð- veita efnahagslegt sjálfstæði lýðveldisins og komast hjá því að sökkva í erlendar skuldir höfum við orðið að grípa til vandasamra og viðkvæmra að- gerða, sem orðið hafa tilefni harkalegra árása á Alþýðu- flokkinn, einkum þó heilbrigð- isráðherra flokksins og for- mann. Fyrir okkur hefur hins vegar vakað að verja það vel- ferðarkerfi sem við höfum byggt upp, án þess að veðsetja framtíðina", segir Jón Baldvin Hannibalsson í bréfi sínu sem hann ritaði til fulltrúa á 47. flokksþingi Alþýðuflokksins - Jafnaðannannaflokks íslands. Alþýðublaðið birtir bréf Jóns Baldvins í dag. Jón Baldvin bendir í bréfinu á að flokkurinn hefur látið verkin tala í ríkisstjóm á síðustu 7 ár- um, og að árangurinn sé ekki til að skammast sín fyrir. Bendir formaðurinn á að tek- ist hefur að draga úr kostnaði í ríkisrekstri án þess að skaða fé- lagslega samhjálp og samstöðu, sem flokkurinn byggði upp í fortíðinni. Verðbólga er hjöðn- uð. Ríkisstjómin greiddi fyrir kjarasamningum með mörgum aðgerðum, á vinnumarkaði ríkir nú friður. Fjölmörgum varan- legum umbótum á stjómarfari hefur flokknum tekist að koma m JÓN BALDVIN: „Til þess að varðveita efnahagslegt sjálfstœði lýðveldisins og komast hjá því að sökkva í erlendar skuldir höfum við orðið að grípa til vanda- samra og viðkvœmra að- gerða, sem orðið hafa tilefni harkalegra árása á Alþýðu- flokkinn...Fyrir okkur hef- ur hins vegar vakað að verja það velferðarkerfi sem við höfum byggt upp, án þess að veðsetja framtíðina." inn í stjómartíð sinni, aðgerðum sem tvímælalaust hafa orðið til þess að bæta hag heimilanna í landinu. „Alþýðuflokkurinn þarf ekki að fyrirverða sig fyrir störf sín í ríkisstjóm á þessu tímabili. Hann hefur orðið að heyja erf- iða vamarbaráttu með þjóðinni. A sama tíma og við höfum orð- ið að spara ríkisútgjöld hefur samt tekist að koma fram varan- legum umbótum og halda uppi uppbyggingarstarfi á mörgum sviðum. Islendingar em meira að segja hættir að safna skuld- um í útlöndum, en þess í stað teknir að greiða þær niður. Það er afrek í vamarbaráttu iiðinna ára“, segir Jón Baldvin meðal annars. Jón Baldvin endar bréf sitt með þessu orðum: „Alþýðu- flokkurinn þarf ekki að fyrir- verða sig fyrir störf sín í ríkis- stjóm á þessu tímabili. Hann hefur orðið að heyja erfiða vamarbaráttu með þjóðinni. Á sama tíma og við höfum orðið að spara ríkisútgjöld hefur samt tekist að koma fram varanleg- um umbótum og halda uppi uppbyggingarstarfi á mörgum sviðurn. íslendingar eru meira að segja hættir að safna skuld- um í útlöndum, en þess í stað teknir að greiða þær niður. Það er afrek í vamarbaiáttu liðinna ára. Vamarbaráttan hefur því skil- að árangri. Nú er tímabært að snúa vöm í sókn. Nú þurfum við að svara andstæðingum okkar með málefnalegum rökum. Síst af öllu eigum við að taka undir með þeim. Þvert á móti þurfum við að sameina kraftana til sóknar og vamar góðum mál- stað. Þessi greinargerð er til þess hugsuð að styrkja vígstöðu okkar allra sameiginlega í þeirri baráttu sem framundan er.“ - Sjá „Verkiii tala“ á blaðsíðu 3. Fákeppnin á fóðurvörumarkaðnuni mikil, segir formaður Neytendasamtakanna. Hann segir ljóst að svara verði til dæmis spumingunni um grunngjaldið: Hver fékk lækkunina í vasann? „Það hefur lengi legið ljóst fyrir að mikil fákeppni ríkir á fóðurvörumarkaðnum", sagði Jóhannes Gunnarsson, for- maður Neytendasamtakanna í viðtali við Alþýðublaðið í gær. Hann sagði það með öllu óþol- andi að stjómvaldsaðgerðir skiluðu sér ekki til neytenda. Þar vísaði Jóhannes í frétt Al- þýðublaðsins á þriðjudag, þar sem greint er frá því að lækkun á gmnngjaldi kjúklingafóðurs úr 25% í 12% skilaði sér aldrei til neytenda. „Neytendasamtökin skrifuðu ö i 1 u m f ó ð u r - v ö r u - framleið- e n d u m landsins, sem þá vom fjór- ir, í ág- ú s 11 o k 1990, og óskuðu e f t i r ýmsum upplýsingum um verð- myndun fóðurvöm, til dæmis flutningskostnað og fleira. Við vildum gjaman geta áttað okkur sem best á þessu máli. Það fór nú svo að enginn þessara fram- leiðenda sá ástæðu til að ansa okkur einu orði“, sagði Jóhann- es Gunnarsson. Jóhannes sagði að það væri alveg ljóst að aðgerðir stjóm- valda hefðu beinst í þá átt að ná fram verðlækkun sem kæmi neytendum til góða. Neytenda- samtökin hlytu því að beina því til Landbúnaðarráðuneytisins að ganga í málið. Það hlyti að vera sameiginlegt áhugamál ráðuneytisins og Neytendasam- takanna að fá botn í þetta mál og skoða þennan fákeppnismarkað í sameiningu. Jóhannes sagði að bera þyrfti saman verð á fóðri hér á landi og í nágrannalönd- unum, og einnig það livers vegna lækkun gmnngjaldsins skilaði sér aldrei til neytenda. „Það hefur verið talað um að fella þetta gjald niður með öllu, en ég óttast það nú að menn hætti við, þegar þeir sjá áiang- urinn af lækkuninni. Menn hljóta að spyrja sig hvers vegna lækkunin skilaði sér ekki lil neytenda, og hver það var sem fékk hana í vasanrí', sagði Jó- hannes Gunnarsson. Flokksþingsblað! Alþýðublaðið í dag er helgað 47. flokksþingi Alþýðuflokksins * - Jafnaðarmannaflokks Islands - sem haldið verður 9. til 12. júní í Suðumesjabæ. JÓHANNES. Allt í plati „Þetta er allt í plati, hreinn leikaraskapur", sagði Skúli Jón Sigurðarson í Loft- ferðaeftirlitinu við Alþýðu- blaðið í gær, þegar spurst var fyrir um „flug“ 12 ára gam- allar stúlku, Vicky Van Meter, frá Meadville í Penn- sylvaníu. Að sjálfsögðu flaug telpan ekki flugvélinni milli landanna, það gerði flugkennarinn. I sjónvarpinu í fyrrakvöld var greint frá hingaðkomu stúlkunnar á einshreyfils Cessnu 210. Ekki var annað að heyra á fréttinni en að Vicky litla hefði flogið vél- inni og lent henni á flugvell- inum í Reykjavík. „Við höfum ekki viljað gera neitt illt út úr svona uppákomum, en manni virð- ist að þetta sé ekki annað en sýndannennskan ein“, sagði Skúli Jón. Hann sagði hinsvegar að þetta væri mál sem yfirvöld þyrftu að athuga nánar. Aðrir aðilar sem blaðið hafði tal af sögðu að bama- flugin sem nú væm farin að tíðkast svo mjög væm ekki annað en sýndarmennska og eftirsókn eftir að komast í heimsmetabækur og fjöl- miðlafréttir. Böm á þessum aldri hefðu hvorki hreyfing- ar, þroska né getu til ákvarð- anatöku sem nauðsynleg eru í flugi. „Hér em á ferðinni of- dekmð böm, foreldramir of- boðslega rík og vilja allt fyrir böm sín gera“, sagði einn viðmælandi blaðsins suður á Reykjavíkurflugvelli. Sagan segir að strákur sem „flaug“ hingað á dögunum hafi fengið mikla ágimd á vélinni að lokinni „hetjudáð" sinni sem tjöhniðlar tíund- uðu. Pabbi hans keyptu rell- una á stundinni. Með honum í för var ein frægasta ferju- Ilugkona heims, - og flaug vélinni allan tímann!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.