Alþýðublaðið - 08.06.1994, Page 2

Alþýðublaðið - 08.06.1994, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FLOKKSÞING Miðvikudagur 8. júní 1994 MMUBUBIB HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Auglýsingastjóri: Hjörleifur Hallgríms Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Sigurjón og Stöð 2 Flestir af helstu efnahagssérfræðingum þjóðarinnar hafa bent á, að erlent fjánnagn sé ein helsta leiðin til að efla íslenskt atvinnu- og efnahagslíf. Ein helsta frétt undanfarinna daga er yfirtaka Sig- urjóns Sighvatssonar á Stöð 2, en hann hefur stóraukið hlut sinn í sjónvarpsstöðinni og á nú 18% af hlutabréfum Islenska út- varpsfélagsins hf. Með þessari yfirtöku hefur í raun erlent fjár- magn, sem Siguijón hefur aflað hörðum höndum, skilað sér til íslands. Sigurjón hefur sagt að helsta ástæða þess að hann hafi aukið hlut sinn sé arðsemissjónarmið. Hann hefur gagnrýnt stjómun félagsins, einkum Stöðvar 2 og sagt að ekkert haft ver- ið hlustað á tillögur sínar varðandi betri stjómun. Sigurjón Sighvatsson hefur haslað sér völl við gerð myndbanda og kvikmynda í háborg kvikmyndaiðnaðarins, Los Angeles. Ar- angur hans er óumdeilanlegur og hann hefur byggt upp stórveldi í kvikmyndaiðnaði ásamt félögum sínum. Þekking Sigurjóns á málefnum sjónvarpsstöðva og dagskrár- og kvikmyndagerðar er því niikil; yftrburðaþekking á íslenska vísu. Það er því nánast ótrúlegt að meirihluti stjórnar í íslenska útvarpsfélaginu haft ekki viljað hlusta á tillögur sérfræðings sem Sigurjóns. Afleið- ingar rangrar ákvörðunartöku em einnig að koma í ljós. Fjöl- varpið, léleg og lítil inniend dagskrárgerð, ásamt brokkgengri fréttastofu, hefur rýrt stöðu Stöðvar 2 gagnvart sínum helsta keppinaut, Ríkissjónvarpinu. Stærsta ábyrgðin hvílir auðvitað á stjóm félagsins sem tekið hefur rangar ákvarðanir, nokkuð sem er dýrkeypt spaug fyrir félag sem berst við langan og strangan skuldahala. Meirihluti stjómar Stöðvar 2 hefur látið hátt í fjölmiðlum að undanfömu og gagnrýnt Sigurjón fyrir óheilindi og siðleysi í viðskiptum. Um hvað em mennimir að tala? Það hefur komið fram af fréttum að Sigurjón Sighvatsson reyndi að hafa áhrif á stjóm félagsins til að bæta rekstur og dagskrá Stöðvar 2 en án ár- angurs. í slíkri stöðu á kúgaður minnihluti í íslenskum hlutafé- lögum tvo valkosti: Að selja hlutabréf sín eða kaupa ný og freista þess að komast í meirihlutaaðstöðu. Sigurjón ákvað að fara fyrri leiðina en söðlaði um og fór þá síðari. Ekkert sem Siguijón að- hafðist í þessum viðskiptum getur talist óheiðarlegt eða siðlaust. Sigurjón vill auka arðsemi fyrirtækisins og bæta dagskrá Stöðv- ar 2. Þessu fagna áskrifendur Stöðvar 2. Þeir hafa löngum þurft að búa við dagskrá sem hefur farið hríðversnandi meðan áskrift- argjöldin hafa fari hækkandi. Innlend dagskrárgerð hefur nánast verið þurrkuð út og fréttadeildin misst flugið og borið keim af pólitískri misbeitingu sem kom einkar skýrt fram í fréttaflutningi fyrir borgarstjómarkosningamar. Sannleikurinn í rekstri Stöðvar 2 er sá, að stjómarseta og meiri- hlutamyndanir í stjóminni hafa haft lítið með íjárhagslega af- komu félagsins að gera, en nánast eingöngu miðast við hags- munagæslu. Menn hafa myndað meirihluta til að halda öðmm hluthöfum frá völdum í stöðinni og að því er virðist til að hafa áhrif á fréttaflutning og sveipa atburðaröð í þjóðlífinu þeim bún- ingi sem hagsmunum þeirra hentar. Frjáls ljölmiðlun á ekki að vera undir duttlungum meirihluta stjórnar komin. Hlutverk stjómarinnar er fyrst og fremst að gæta hagsmuna allra hluthafa og skila góðu búi sem aftur skilar betri dagskrá og ánægðum við- skiptavinum. Þrátt fyrir vanstjóm á Stöð 2 hefur gengi hlutabréf- anna stigið úr l ,6 í 3,0. Það er þess vegna undarlegt að heyra stjórnarmenn meirihlutans ásaka Siguijón Sighvatsson um óheilindi og að ljárfesting þeirra sé glötuð. Glötuð á hvem hátt? Ekki sem peningaígildi, því bréfin hafa hækkað og munu vænt- anlega stíga enn með fagfólki við stýrið. Glötuð sem valdatæki í pólitík og þjóðlífí? Vonandi, því áskrifendur Stöðvar 2 borga ekki áskrift sína til að einhver pólitísk klíka haldi völdum í stjórn félagsins, heldur til að fá góða dagskrá. Þess vegna fagnar Al- þýðublaðið yfirtöku Sigurjóns Sighvatssonar og treystir því að hann færi til íslands ekki aðeins erlent fé, heldur einnig nýjar hugmyndir og ferskan blæ nýrra og heiðarlegra stjórnunarhátta sem efla munu Stöð 2 og gleðja áskrifendur stöðvarinnar. Glefsur úr skýrslu Guðmundar Oddssonar, formanns framkvæmdastjómar Alþýðuflokksins - Jafiiaðarmannaflokks Islands - frá 14. júní 1992 tíl 8. júní 1994: Skýrsla framkvæmdastjómar Skipan framkvæmda- stjórnar: Guðmundur Oddsson, formaður, Jón Baldvin Hannibalsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Sigurð- ur Arnórsson, Arnór Be- nónýsson, Jón Gunnars- son, Petrína Baldursdótt- ir, Sigurður Pétursson, Tryggvi Harðarson, Val- gerður Guðmundsdóttir. Jóhanna Sigurðardóttir sagði af sér sem varafor- maður flokksins þann 25. júní 1993, og þá um leið hvarf hún úr framkvæmda- stjórn flokksins. A flokks- stjómarfundi, sem haldinn var í Hafnarfirði 18. júlí 1993, var Rannveig Guð- mundsdóttir kjörin varafor- maður flokksins, en hún hafði áður gengt starfi rit- ara. A sama fundi var Val- gerður Guðmundsdóttir kjörin ritari flokksins og Kristján L. Möller kosinn í framkvæmdastjórn. Sig- urður Pétursson var ritari framkvæmdastjómar. Sig- urður Tómas Björgvins- son, framkvæmdastjóri flokksins, hefur setið alla fundi framkvæmdastjómar- innar. Á starfstímanum hefur framkvæmdastjómin hald- ið alls 23 fundi. Hlutverk framkvæmda- stjórnar: (I) Að vinna að undir- búningi mála og stefnumót- unar fyrir flokksstjóm. (2) Að sjá um framkvæmd á ályktunum flokksþings og stjórnar. (3) Að annast tengsl við flokksdeildir og vinna að eflingu flokks- starfs um land allt. (4) Að hafa yfirumsjón með rekstri flokksins og eignum hans. (5) Að ráða starfsmenn flokksins að fengnunt til- lögum framkvæmdaráðs. (6) Að tilgreina menn af hálfu flokksins í stjómir, ráð , nefndir og aðrar trún- aðarstöður, samanber þó 54. grein, 3. málsgrein. Framkvœmdaráö: Guð- mundur Oddsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sig- urður Amórsson. Fram- kvæmdastjóri flokksins, Sigurður Tómas Björgvins- son, sat alla fundi ráðsins. Fjármálaráö: Guð- mundur Oddsson, Jón Baldvin Hannibalsson, Sig- urður Amórsson, Stefán Friðfinnsson. Frœðsluráð: Bryndís Kristjánsdóttir, Gísli Agúst Gunnlaugsson, Margrét Bjömsdóttir, Ragnheiður Björk Guðmundsdóttir, Sigurður Pétursson. Starfsmannamál: A fyrri hluta starfstíma þessarar framkvæmda- stjómar vom starfsmanna- mál flokksskrifstofunnar talsvert til umræðu. Þar kom til, að Dóra Haf- stcinsdóttir, sem verið hafði starfs- maður um árabil, sagði upp störfum og nokkm síðar hætti Aðalheiður Frantzdótt- ir einnig. Mál þessara ágætu starfs- manna vom nokkuð í umræðunni, en lauk með fullum sátt- um. Þó starf- semi skrif- stofunnar sé afar mikil- væg, þá ákvað fram- kvæmda- stjómin að draga vem- lega saman seglin yfir sumarmán- uðina. Bæði er það, að rekstrar- kostnaður er talsverður, en ekki síður hitt, að fyrir lá að nauðsyn- legt væri að fjölga staifs- mönnum þegar undirbún- ingur sveitarstjómarkosn- inganna hæfist fyrir alvöru. Þá hefur verið gott sam- starf við Samband ungra jafnaðarmanna, en flokkur- inn hefur greitt starfsmanni SUJ nokkur laun á þessu tímabili. Á síðastliðnu hausti var Sigurður Amórs- son, gjaldkeri flokksins, ráðinn sem erindreki eða nokkurs konar kosninga- stjóri vegna sveitarstjómar- kosninganna. Verkefni hans var fyrst og fremst að aðstoða við að auka félags- starfið í hinum dreifðu byggðum landsins og ekki sfður að aðstoða með fram- boð á hinum ýmsu stöðum. Þegar litið er til baka tel ég að vel hafi tekist til. Sigurð- ur hélt mikinn fjölda funda með flokksmönnum. Hann bryddaði upp á sameigin- legum verkefnunt til fjár- öflunar. sem nýttust aðilum vel. Þá kynnti Sigurður nýj- ungar í tölvuvinnslu fyrir flokksfélögin, sem komu að góðu gagni í kosninga- starfinu. Það er alveg ljóst, að með þessu er verið að innleiða ný vinnubrögð í kosningaundirbúning, sem munu nýtast flokknum vel í framtíðinni. Þá lagði Sig- urður mikla áherslu á að forystumenn flokksins færu um landið og varð honum all vel ágengt í þeim efnum. Eftir þá reynslu sem fékkst af þessu tímabundna starfi Sigurðar, þá tel ég einsýnt að við reynum að halda því áfram. Eg þakka Sigurði sérstaklega, fyrir hönd framkvæmdastjómar, ánægjulegt samstarf og fullyrði að hér hafi fram- kvæmdastjómin farið inn á rétta braut til eflingar flokksstarfinu. Kolbrún Högnadóttir var ráðinn ritari á flokks- skrifstofu á síðastliðnu hausti, en Sigurður Tómas Björgvinsson, fram- kvæmdastjóri fiokksins, hefur farið með yfirstjórn skrifstofunnar síðastliðin tvö ár, og farist það vel úr hendi. Flokksstarfið: Þó verksvið fram- kvæmdastjómar sé mjög vítt, þá er því ekki að leyna, að sumir þættir eru öðmm mikilvægari. Öflugt starf innan stjómmálaflokks er ömgglega það sem allir vilja, en þar er vissulega brotalöm hjá okkur, sem og hjá öðmm flokkum. Auð- vitað er þetta misjafnt eftir stöðum, en á alltof mörgum stöðum liggur allt flokks- starf niðri milli kosninga. Framkvæmdastjórnin gerði ýmislegt til að blása lífi í flokksstarfið og hefur vonandi náð þar einhverj- um árangri, en betur má ef duga skal. Haldnirhafa ver- ið nokkrir sameiginlegir fundir framkvæmdastjómar og þingflokks þar sem starfsemi flokksins hefur verið aðal umræðuefnið. Þá hafa verið starfandi mál- efnanefndir um hina ein- stöku málaflokka, og er sú starfsemi afar mikilvæg. Ráðherrar og þingmenn hafa farið í all nokkrar fundaferðir út um land, en það er mín skoðun, að veru- lega þurfi að auka þessa starfsemi. Flokkurinn verð- ur að hafa þá megin reglu, að kynna flokksmönnum rækilega þau mál sem hæst bera hverju sinni, og skil- yrðislaust ef okkar menn eru þar í forystu. Það hlýtur að vera flokknum fyrir bestu ef flokksfólk vítt um landið er vel upplýst um flest mál. Mér finnst vem- lega hafa skort á að þessi þáttur sé í nægilega góðu lagi. Sveitarstjórnar- kosningarnar: Vitaskuld fór mikill tími framkvæmdastjómarinnar í að ræða og undirbúa sveit- arstjórnarkosningarnar, sem vom nú í lok maí. Eins og áður hefur verið tíundað, var aukið við starfsliðið á flokksskrifstofu síðastliðið haust. Þar skipti mestu ráðning erindreka flokks- ins, Sigurðar Amórssonar. Það er mín skoðun, að sú ráðning hafi verið rnikið gæfuspor, því hann var afskaplega ötull við að hafa sam- band við flokksmenn út um allt land og ávallt tilbú- inn að koma til hjálpar ef eftir var leit- að. V e g n a betri fjár- hagsstöðu gat flokkur- inn látið talsvert fjár- magn renna til einstakra flokksfélaga og létt þann- ig undir í kosninga- baráttunni. I april var haldin kosn- ingaráð- stefna í Munaðar- nesi og sóttu hana um 100 flokks- menn víða af landinu. Þessi ráðstefna tókst afar vel og finnst undirrituðum bæði rétt og skylt að færa starfs- liði flokksskrifstofunnar, þó einkum þeim nöfnum Sigurði Amórssyni og Sig- urði Tómasi, bestu þakkir fyrir góða skipulagningu. Kosningaúrslitin em flestum í fersku minni og ætla ég ekki að tíunda þau sérstaklega í þessari skýrslu. Eg get hins vegar leyft mér að nefna hér eitt atriði, sem að mínu mati verður að skoða, því ég hef vemlegar áhyggjur af þess- ari þróun. Það em áreiðan- lega fáir stjómmálaflokkar hér á landi sem bjóða fram undir eins mörgum nöfnum og okkar flokkur. Það er sannarlega orðið varasamt, þegar einungis tæpur helm- ingur framboða flokksins býður fram A-Iista. Samkvæmt samantekt flokksskrifstofu, þá buðu Alþýðuflokksmenn fram á 38 stöðum á landinu nú í þessum kosningum, og það er eftirtektarvert að A-lista- framboð em á 18 stöðum en flokksmenn taka þátt í sam- eiginlegu framboði á 20 stöðum. Til fróðleiks birti ég eftirfarandi lista: A-IJSTAR: Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfellsbær, Suðumesja- bær, Grindavík, Akranes, Borgames, Snæfellsbær, Vesturbyggð, Ísaíjörður, Skagaströnd, Sauðárkrók- ur, Siglufjörður, Akureyri, Bolungarvík, Eskiljörður, Húsavík. ALLS: 18. HIANDADIRIJSTAR: Reykjavík (R), Blönduós (H), Ólafsljörður (S), Dal- vík (I), Vestmannaeyjar (V), Hveragerði (H), Sel- foss (K), Sandgerði (K), Stykkishólmur (H), Seyðis- ljörður (T), Fáskrúðsfjörð- ur (F), Vogar (H), Tálkna- íjörður (H), Flateyri (L), Suðureyri (E), Dalabyggð (K), Egilsstaðir (H), Sel- tjarnarnes (N), Álftanes (Á), Kjalameshreppur (F). ALLS: 20. Flokksþing: Á framkvæmdastjómar- fundi 14. apríl síðastliðinn var borin upp tillaga for- manns flokksins um að flokksþingið yrði haldið nú í vor. Framkvæmdastjóm samþykkti að leggja þessa tillögu fyrir flokksstjórnar- fund, sem haldinn var 23. apríl síðastliðinn. Þar urðu talsverðar umræður um málið, en niðurstaðan varð sú að flokksþingið verður haldið í Suðumesjabæ dag- ana 9. til 12. júní. Undirbúningur flokks- þingsins fór strax í gang og voru skipaðir ábyrgðar- menn fyrir hveijum starfs- hópi.en hópamir vom opnir flokksmönnum. Eftirtaldir hópar vom settir í gang og ábyrgðarmenn þeirra em: (1) Efnahags- og at- vinnumál: Rannveig Guð- mundsdóttir og Bragi Guð- brandsson. (2) Kjördœma- og kosningamál: Vilhjálm- ur Þorsteinsson og Birgir Hermannsson. (3) Velferð- ar- og ríkisfjármál: Sig- björn Gunnarsson og Þröstur Ólafsson. (4) Evr- ópumál: Jón Baldvin Hannibalsson og Magnús Árni Magnússon. (5) Menntamál: Hörður Zóp- haníasson og Margrét Bjömsdóttir. (6) Umhverf- ismál: Össur Skarphéðins- son og Njáll Harðarson. (7) Neytenda- og landbúnað- armál: Gísli Einarsson og Bolli Runólfur Valgarðs- son. (8) Stjómmálaályktun: Sighvatur Björgvinsson og Össur Skarphéðinsson. (9) Framkvœmdanefnd: Sig- urður Arnórsson og Sig- urður Tóttuts ásamt heima- mönnum í Suðurnesjabœ. Starfshópamir hafa unn- ið vel og vonandi tekst að senda flokksfólki niður- stöður þeirra fyrir flokks- þing, því það skiptir vem- legur máli að þingfulltrúar komi vel lesnir til þings. Lokaorð: I þessari skýrslu hef ég reynt að gefa nokkurt yfirlit yfir starf þeirrar fram- kvæmdastjómar sem nú er að ljúka störfum. Það hvarflar ekki að mér, að þetta sé einhver tæmandi lýsing á öllu því mikla starfi sem unnið er á vegum flokksins og landsskrifstof- unnar. Hér er örugglega margt ósagt, og svo er sjálf- sagt annað sem ástæða hefði verið að fjalla betur um en hér cr gert, en undir- ritaður ber einn ábyrgð á þessari skýrslu. Þessi framkvæmdastjóm hefur margt vel gert og hún skilar nú af sér góðu búi að minnsta kosti tjárhagslega. Ég vil að lokum færa með- stjómarmönnum mínum þakkir fyrir gott samstarf og ekki síður vil ég þakka Öllu þvf fólki sem unnið hefur á skrifstofunni um lengri eða skemmri líma. Sérstakar þakkir fá þeir nafnar Sigurður Amórsson og Sigurður Tómas fyrir frábært samstarf. - Guðmundur Oddsson.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.