Alþýðublaðið - 22.06.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.06.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Miðvikudagur 22. júní 1994 MÞBVBLMD HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Harmleikur ÍSARK - íslenski arktitektaskólinn var nýverið stofhaður. Við undirbúning hefur verið lögð áhersla á að efla tengsl við erlenda arkitektaháskóla og menningarstofhanir: Fimm heimskunnir arkitektar koma í umgengm frændþjóða Atök íslendinga og Norðmanna á hafsvæðinu við Sval- barða og í Smugunni eru harmleikur í umgengni frænd- og vinaþjóða. Hingað til hefur deilan einkennst af lögmálum handanna þar sem íslendingar hafa óhikað veitt á veiði- svæði sem þeir telja alþjóðlegt þrátt fyrir beiðni Norð- manna um að tillit verði tekið til uppbyggingar fískstofns- ins á umræddu hafsvæði. Norðmenn hafa í kjölfarið beitt mikilli og allt að því óskiljanlegri hörku með fallbyssu- skotum og klippingu á togvíra og teflt lífi og limum ís- lenskra sjómanna í tvísýnu. Veikleikinn í ofbeldisaðgerð- um Norðmanna er auðvitað sá að freista ekki þess að færa íslenska togara til hafnar í Noregi og rétta yfir áhöfnum skipanna fyrir meint brot á fiskvemdarsvæðinu við Sval- barða. ✓ Ymis stóryrði hafa verið höfð uppi af hálfu norskra ráða- manna. Það sama gildir um slíkar umsagnir og ofbeldisað- gerðir: Engin viðunandi lausn á deilu frændþjóðnna fæst með þessu móti. Það mikilvæga í þessari deilu er að hefja samningaviðræður sem leiði til farsællar lausnar eða fá úr deilunni skorið með réttamiðurstöðu sem hlýtur að enda fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. Það er mikilvægt fyrir íslendinga að átta sig á réttarstöðu sinni í þessu máli. Það er því ekki óhyggilegt að ríkisstjómin leiti álits erlendra þjóð- arréttarfræðinga um lykilþætti í þessu máli. Alþýðublaðið birti úrdrátt í októbermánuði á síðasta ári úr fréttaviðtali norska útvarpsins við Geir Ulvstein, lektor við lagadeild Háskólans í Osló, þar sem hann hélt því fram, að réttur Norðmanna til að ráða yfir fiskveiðum við Svalbarða væri mjög óljós og Norðmenn myndu reyna að komast hjá málarekstri við dómstólinn í Haag af ótta við að tapa mál- inu. Einnig er álitamál hvort veiðar Islendinga standist al- þjóðalög. Það er því mikilvægt fyrir íslensk stjómvöld að eyða þeirri réttaróvissu sem virðist ríkja um deiluna og knýja fram alþjóðaákvörðun í þessu máli. Einnig er nauðsynlegt að leitað verði eftir lögfræðiaðstoð í Noregi vegna atburðanna á Svalbarðasvæðinu þegar norsk strandgæsluskip hafa veist að íslenskum togumm. Menn verða jafnframt að átta sig á því, að til veiða íslensku togaranna á Svalbarðasvæðinu og í Smugunni er stofnað á ábyrgð íslenskra útgerðarmanna, ekki síst eftir að ríkis- stjóm íslands hefur varað við veiðum á umræddu haf- svæði. Flestir íslensku togaranna em nú á heimleið af Sval- barðasvæðinu eftir aðgerðir norskra strandgæsluskipa. Það er óráðlegt að halda áfram veiðunum fyrr en réttarstaða Is- lendinga hefur skýrst. Framkvæmdastjóm Vinnuveitenda- sambands íslands hefur gert samþykkt þess efnis að mikil- vægt sé að leiða til lykta deilur Islendinga og Norðmanna með samningum um veiðiheimildir við Svalbarða og í Smugunni. Margþættir og um margt sameiginlegir hags- munir Norðmanna og íslendinga á sviði sjávarútvegsmála knýi á um viðræður sem taki með sanngjömum hætti á hagsmunum beggja aðilja í þessum málum. Deilum fslendinga og Norðmanna verður að linna, annað hvort með samningum með alþjóðlegum, réttarfarslegum úrskurði. til landsins * - tíl að kenna á alþjóðlegu sumamámskeiði ISARK sem verður haldið 27. júní tQ 23. júlí næstkomandi ISARK, íslenski arkitekta- skólinn var formlega stofn- aður á hátíðarfundi Arki- tektafélags Islands, sumardag- inn fyrsta, þann 21. apríl síðast- liðinn. Skólinn byijar starfsemi sína með alþjóðlegu sumar- námskeiði fyrir nemendur sem hafa lokið minnst tveggja ára námi í arkitektúr. Við undir- búning skólans hefur verið lögð áhersla á að efla tengsl við er- lenda arkitektaháskóla og menningarstofnanir. Námskeið ÍSARK munu hafa alþjóðlegt yfirbragð en verkefni miðast við íslenskar aðstæður hverju sinni. Á námskeiðum næstu ára verður lagður grunn- ur að frekari mótun kennslu í arkitektúr hérlendis. í skólaráði ÍSARK sitja arki- tektamir Guðjón Bjarnason, Hildigunnur Haraldsdóttir, Jes Einar Þorsteinsson, sem jafnframt er formaður skóla- ráðs, Sigríður Magnúsdóttir, Steve Christer og Valdís Bjarnadóttir. Undirbúningur fyrsta námskeið hefur gengið vonum framar Undirbúningur fyrsta nám- skeiðs skólans hefur gengið vonum framar. íslensk yfirvöld, stofnanir og fyrirtæki hafa styrkt námskeiðið. Norrœni menningarsjóðurinn í Kaup- mannahöfn hefur einnig styrkt skólann svo og finnska mennta- málaráðuneytið og arkitektahá- skólarnir í Finnlandi, Stokk- hólmi, Kaupmannahöfn og Os- ló. Námskeið ÍSARK er viður- kennt af öllum arkitektaskólum Norðurlanda auk USA Seminar háskólakeðjunnar í New York. Fyrsta námskeið skólans verður haldið 27. júní til 23. júlí næstkomandi. Hingað til lands koma fimm heimskunnir erlendir arkitektar sem leið- beina nemendum á námskeið- inu ásamt íslenskum arkitekt- um. Kennarar verða að þessu sinni: Doktor Maggi Jónsson arkitekt FAÍ, sem jafnffamt verður yfirumsjónarmaður námskeiðsins. Frá Bandaríkjun- um kemur Susana Torre, deildarstjóri arkitektúrs- og umhverfisdeildar Parsons School of Design í New York, en hún var nýlega útnefnd heið- ursfélagi Bandaríska arkitekta- sambandsins. Frakkinn Henri Ciriani er prófessor við l’Ecole d’Architecture de Paris- Belle- ville en hann hlaut Grand Prix National d’Architecture France verðlaunin árið 1983 fyrir arki- tektúr. Kunnastan leiðbeinanda má telja portúgalska arkitekt- inn, Alvaro Siza, prófessor við arkitektaháskólann í Porto, en verk hans hafa vakið mikla at- hygli á síðari árum og hlaut hann árið 1988 Mies van der Rohe verðlaunin og Alvar Aalto verðlaunin. Hin virtu Pritzker verðlaun fékk hann í sinn hlut árið 1992. Aðstoðarkennarar á nám- skeiðinu verða Christian Seet- haler (6B) sem er ungur fram- úrstefnuarkitekt frá Austurríki, Guðjón Bjamason, myndlistar- maður og arkitekt FAÍ, og Sig- ríður Magnúsdóttir, arkitekt FAÍ. Fjöldi innlendra og erlendra gesta og gagnrýnenda munu koma að námskeiðinu og má þar helst nefna Högnu Sigurð- ardóttur, arkitekt frá París, Guðmund Jónsson, arkitekt frá Osló, og hinn athyglisverða bandaríska arkitekt Thom Mayne (Morphosis) sem mikið hefur kveðið að í heimalandi sínu og víðar síðastliðinn ára- tug. Viðfangsefjii fyrsta námskeið ISARK er hönnun menningarseturs/ minnismerkis á Þingvöllum í tilefni 50 ára afmælis ís- lenska lýðveldisins verður við- fangsefni fyrsta námskeiðs ÍS- ARKS hönnun menningarset- urs/minnismerki á Þingvöllum, er vísar til sögu þjóðarinnar. Nemendur munu þar taka af- stöðu til sambands manns og náttúru í friðuðu umhverfi og gildi minnismerkja í samtíman- um. Verkefni námskeiðisins verður jafnframt hönnunarsam- keppni milli nemenda. Veitt verða verðlaun Hitaveitu Reykjavíkur fyrir bestu verkin. Laugardaginn 23. júlí verður opnuð sýning á samkeppnis- verkum nemenda í Ásmundar- sal. Til að tryggja gæði námsins og ná fram sem bestum árangri nemenda er námskeiðið tak- markað við 28 þátttakendur. Námskeiðið er nú jregar full- skipað, auk íslenskra nemenda koma hingað til lands nemend- ur frá Frakklandi, Bretlandi, Italíu, Þýskalandi, Grikklandi, Bandaríkjunum og Norður- löndunum. Kennsla fer fram á ensku. Nánar um fyrirlestraröð ISARKS í tengslum við námskeiðið verða haldnir fyrirlestrar, sem jafnframt verða opnir áhuga- mönnum um byggingarlist. Fyrirlestramir fara fram í Ás- mundarsal, Norræna húsinu og Odda á þriðjudags- og fimmtu- dagskvöldum á tímabilinu 30. júní til 21. júlí næstkomandi og hefjast þeir klukkan 20.00. All- ir fyrirlestramir verða haldnir á ensku. Fyrirlestramir verða sem hér segir: í Ásmundarsal, fimmtudag- inn 30. júní, Dr. Maggi Jóns- son. Kynning námskeiðsins / eigin verk (Introduction to IS- ARK seminar/own work). í Ásmundarsal, þriðjudaginn 5. júlí Christian Seethaler (6B). Austurrískir staðhættir / nýir straumar (Art Austrian situati- on / new movements). í Odda, fímmtudaginn 7. júlí, Susana Torre Kenningar um starfshætti; kennsla í arkitektúr í lok aldar (Theories of pract- ice: architectural education at the end of the millenium). I Norræna húsinu þriðjudag- inn 12. júlí, Henri Ciriani. Franskir staðhættir / eigin verk (The French situation / own work). í Ásmundarsal, fímmtudag- inn 14. júlí, Guðmundur Jóns- son. Viðfangsefni / uppmni / sköpun / eigin verk (Issue / or- igin / lmorphology / own work). í Norræna húsinu þriðjudag- inn 19. júlí, Alvaro Siza. Portú- galskir staðhættir / eigin verk (The Portuguese situation / own work). f Odda fimmtudaginn 21. júlí, Thom Mayne (Morphosis). Hitt og þetta (Bits & Ifs). Þátttökugjald fyrir alla fyrir- lestraröðina er krónur 7.000,-. Miðar verða seldir á skrifstofu Arkitektafélags Islands, Freyju- götu41, 101 Reykjavík. Námskeiðsstjórar ÍSARK em arkitektamir, Guðjón Bjamason og Sigríður Magnúsdóttir. Þau veita allar nánari upplýs- ingar um námskeiðið og fyrir- lestrana á skrifstofu ÍSARK að Freyjugötu 41,2. hæð, 101 Reykjavík í síma 19970, fax 620465.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.