Alþýðublaðið - 22.06.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.06.1994, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 22. júní 1994 HAFRO ALÞYÐUBLAÐIÐ 5 Jákvæðar niðurstöður vorleiðangurs Hafrannsóknastofhunar: / / og Tslanrissíldin er komin og farin að veiðast eftir 26 ara fjarveru af Islandsmiðuni! Arlegum vorleiðangri Hafrannsóknastofn- unar á rannsóknaskip- inu Bjarna Sœmundssyni lauk 9. júní. Leiðangursstjóri var Svend-Aage Malmberg og skipstjóri Ingi S. Lárusson. Að vanda voru gerðar ítarleg- ar athuganir á almennu ástandi sjávar, gróðri og átu á íslensk- um hafsvæðum. Athuganir voru gerðar á 139 stöðum allt í kring- um landið, bæði á landgrunninu sjálfu og utan þess. Auk hefðbundinna rannsókna voru gerðar athuganir á koltví- sýringi í sjó djúpt út af Norður- landi og á ferskvatnsmagni í sjó í Axarfirði og Skjálfandaflóa og fylgst með hvölum á miðunum. Einnig var í ferðinni unnið að verkefnum fyrir Veðurstofu Is- lands og Háskóla íslands (bakteríurannsóknir. Þrír er- lendir vísindamenn voru í för með leiðangrinum og unnu að sérverkefni. Og Íslandssíldin er komin! í vorleiðangri að þessu sinni var svo farið austar í hafið fyrir Norðaustur- og Austurlandi en venjulega, til könnunar á lífríki sjávar á þeim slóðum þar sem vænta mátti norsk-íslenskrar síldar með vaxandi stofni. Og hvað kom ekki í ljós austnorð- austur af Langanesi dagana 29. maí til 1. júní, þar var hin heimsfræga Íslandssíld komin! Þessi norsk-íslenska vorgots- síld hafði fram að þessum tíma ekki gengið á íslandsmið í 26 ár. í framhaldi af þessum stór- merkilega fundi var haft sam- band við Hafrannsóknastofnun- ina í Björgvin í Noregi og skýrt frá niðurstöðum leiðangursins um síldargöngur við austurjaðar kalda sjávarins í vestanverðu Noregshafi. Umsvifalaust var ákveðið að gera út sameiginleg- an leiðangur tveggja skipa til nánari könnunar á magni og út- breiðslu síldargangna í Noregs- hafi og Austur- og Norðaustur- djúpi. Þrjú íslensk veiðiskip komu síðan á svæðið þann 9. júní í kjölfar leiðangursins. Skipin fengu fullfermi á sólarhringnum þar á eftir og veiði var sæmileg næstu daga. Bræla á Austur- djúpi hefur þó nokkuð hamlað veiðum að undanförnu. Nýjustu upplýsingar sem herma að í kringum 8 þúsund tonnum af Íslandssíldinni hafi verið landað í gærdag. Á næstu dögum er fyrirhugað að kanna sfldargöngurnar nánar og er áætlað að í júlí liggi fyrir sameiginleg skýrsla Norð- manna og Islendinga um málið. Hvað er vitað um íslandssfldina? Fróðleiksmoli: „Þegar sfld- veiðar hófust í stórum stfl hér við land um síðustu aldamót, fyrst á Austijörðum og síðan við Norðurland, vissu menn ekki hvaðan sfldin kom á sumr- in, né hvert hún fór á haustin. Oft var hún kölluð Norður- landssfld eða einfaldlega ís- landssfld. f ljós kom að þetta var aðal- lega norsk vorgotssfld sem hrygnir meðfram öllum Noregi og vex síðan upp þar sem smá- sfld. Hún greinist í tvo stofn- hluta, suðlægu vorgotssfldina, mest á Harðangri og Mæri, hraðvaxta í hlýjum sjó, og norð- lægu vorgotssfldina við Lófót, hægvaxta í kaldari sjó. Þegar hún var fullvaxta lagði hún út á hafið og dreifði sér um allt svæðið milli Jan Mayen og Islands í ætisleit. Þegar leið á sumar þjappaði hún sér í torfur og nálgaðist ísland. Um vetur- inn safnaðist hún ætislaus aust- ur af íslandi og Færeyjum til að koma næsta vor á hrygningar- stöðvamar við Noreg. Þannig fór hún hringinn andsælis.“ (Ur bókinni „íslenskir fiskar" eftir Gunnar Jónsson.) Helstu niðurstöður um ástand sjávar og svifs En aftur að vorleiðangrinum. Helstu niðurstöður urn ástand sjávar og svifs voru þessar: Selturflci hlýsjórinn vestur af landinu var í meðallagi heitur (5-7°C) og fyrir Norðurlandi gætti hans allt austur fyrir Mel- rakkasléttu (3-5 °C), og kaldi sjórinn var þar langt undan landi. Á landgrunninu fyrir Austur- landi var sjávarhiti yfir 2°C en dýpra í Austur íslandsstraumi 1-2°C sem er heldur undir með- allagi. f hlýja sjónum fyrir Suður- landi var hitastig svo vel í með- allagi (7-8°C). Djúpt út af Norðausturlandi handan við Jan Mayen hrygg (6°V) var fyrst komið í skilin milli hins kalda Austur Islands- straums og hlýsjávar austur í Noregshafi á 68°N eða við 200 sjómílna mörkin. Þar fannst norsk-íslenska sfldin innan ís- lensku efnahagslögsögunnar í dreifðum torfum á 40-60 metra dýpi í 2-3°C heitum sjó, og áfram suður með skilunum að suðurmörkum kalda sjávarins á 64°30-65°00 N, en þar stóð ÍSLANDSSILDIN: í vorleiðangri Hafrannsóknastofnunar að þessu sinni var farið austar í hafið fyrir Norðaustur- og Austurlandi en venjulega, til könnunar á lífríki sjávar á þeim slóðum þar sem vcenta mátti norsk-íslenskrar síldar með vaxandi stofni. Og hvað kom ekki í Ijós 29. maí til I.júníaustnorðaustur af Langanesi, þar var hin heimsfrœga Islandssíld komin eftir 26 ára jjarveru af Islandsmið- um! sfldin dýpra en norðar eða á 200-300 metra dýpi, einnig í 2-3°C heitum sjó undir hlýrri sjó að austan. Einsog þrjú undanfarin ár gætti þannig hlýsjávar fyrir Norðurlandi 1994 og í heild sýna niðurstöður vorleiðangurs- ins gott ástand sjávar og lífríkis á íslandsmiðum. Vorhámark gróðurs var að venju víðast um garð gengið næst landi þar sem ferskvatns- áhrifa gætti. Á úthafinu í hlýja sjónum vestan- og norðvestanlands hafði lagskipting myndast snemma sökum hægviðris í maímánuði og þar var því gróð- urkoman með fyrra móti. Á djúpslóð austan og sunnan landsins hafði verið talsverður vöxtur svitþörunga fyrr um vor- ið en beit átu á þessu svæði hafði haldið þörungunum niðri. Sýnilega er gott jafnvægi milli vaxtar þömnga og beitar. Yfirleitt mældist meira magn dýrasvifs á athugunarsvæðinu en síðastliðna þrjá áratugi. Minnst rnagn var á gmnnslóð norðaustanlands en mikið á öll- um öðmm svæðum. Mest var átan í Austur ís- landsstraumi djúpt norðaustur og austur af landinu allt austur á sfldarslóð. Leiðangursmenn og rannsóknasvið þeirra Fyrir utan Svend-Aage og Inga S. vom leiðangursmenn í vorleiðangri Hafrannsókna- stofnunar (rannsóknasvið em í sviga á eftir nöfnunum): Krist- inn Guðmundsson og Kristín Valsdóttir (þörungar); Guð- mundur S. Jónsson og Anna Ingvarsdóttir (áta); Héðinn Valdimarsson (ástand sjávar); Magnús Danielsen og Sólveig Ólafsdóttir (efnafræði); Gísli Víkingsson, Sigurbjörn Árna- son og Sverrir Halldórsson (hvalir); Þorsteinn Sigurðsson (sfld); Guðni Alfreðsson (bakt- eríur); og auk þeirra vom um borð þrír erlendir gestir (svif).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.