Alþýðublaðið - 28.06.1994, Side 1

Alþýðublaðið - 28.06.1994, Side 1
Ásatrúamienn og Alniaiinagjá: Munu hundsa synjun Þmgvallanefiidar Synjun Þingvallanefndar á beiðni Ásatrúarfélagsins um að fá að halda innsetn- ingarathöfn nýkjörins allsherjar- goða í Almannagjá hefur að því er virðist vakið undrun manna. Þetta kemur meðal annars fram í Tímanum á föstudag þar sem fulltrúar kristinna safnaða og Landverndar undrast afgreiðsl- una. Ásatrúarmenn ætla að halda athöfnina í Almannagjá í trássi við bann Þingvallanefndar. Auður Sveinsdóttir, formað- ur Landvemdar segir bannið út í hött, Ólafur H. Torfason kaþ- ólikki segist ósáttur við þessa ákvörðun nefndarinnar, í land- inu ríki trúfrelsi; og Gunnar Þorsteinsson forstöðumaður Krossins segist í Tímanum leggja sig fram við að veija rétt Ásatrúarmanna til að dýrka sinn guð, þótt hann trúi ekki á hann. í bréfi Ásatrúarmanna til Björns Bjarnasonar, alþingis- manns, sem er formaður Þing- vallanefndar, segir: „ Við höfðum í hyggju að koma saman í Almannagjá að venju, að þessu sinni klukkan 19:30. Það sem nýtt er varðandi samfund okkar, er kjör nýs alls- herjargoða, en því átti að lýsa í heyranda hljóði. Því nœst átti goðinn að sverja eið að embœtti sínu að fornum hœtti. Gert var ráð fyrir að athöfn þessi myndi vara í allt að þrjá stundatfjórðunga. Ekki var gert ráð fyrir miklu fjölmenni af þessu tilefiii, en búist var við að þrjátíu til fjöratíu manns yrði viðstatt, eins og áður hefur kom- ið fram. Að athöfii lokinni vceri horfið afvettvangi". Segir Erlingur A. Jónsson, lögsögumaður Ásatrúarmanna að félagar hafi ekki talið þörf á að sækja um leyfi fyrir stuttir, fá- mennri helgistund í Almanna- gjá, ekki frekar nú en endranær. Segir hann að erfitt sé að sjá muninn á þessu samkomuhaldi og því að skipuleggja fjölmenn- ar hópferðir á þessa staði af ferðaskrifstofum, þá séu for- dæmi fyrir samkomum í Al- mannagjá, hjónavígslum og skímarathöfnum. Bent er á í bréfinu að það vom Ásatrúarmenn hinir fomu sem stofnuðu Alþingi á fimmtudegi í tíundu viku sumars árið 930, en innsetning allsherjargoða, Jör- mundar Inga, átti að fara fram þann dag í síðustu viku. Allsheijargoðinn, Jörmundur Ingi, segir nú að athöfnin muni fara fram í Almannagjá án tillits til banns Þingvallanefndar. Fyrst skrifa Ásatrúarmenn formönn- um þingflokkanna, ráðhermm og forseta Alþingis og biðja þá að finna lausn á málinu. Verði enginn árangur af þeim bréfa- skriftum em Ásatrúarmenn ákveðnir í að hafa ákvörðun nefndarinnar að engu og halda innsetningarathöfnina í Al- mannagjá. Hafrannsoknastofiiun: nýtil r» Þorsteinn Pálsson sjáv- arútvegsráðherra skip- aði í gær Jakob Jak- obsson á ný í stöðu forstjóra Hafrannsóknastofnunar- innar til næstu fimm ára. Einnig skipaði ráðherra í tvær stöður aðstoðarforstjóra stofnunarinnar til næstu fimm ára þá Vigni E. Thor- oddsen, sem rekstrarlegan aðstoðarforstjóra og Jóhann Sigurjónsson sem aðstoðar- forstjóra á sviði vísinda. Forstjóri og aðstoðarfor- stjórar skulu samkvæmt lög- um skipaðir til fimm ára í senn. Umsóknarfrestur um stöðumar rann út 10. júní. Jakob Jakobsson sótti um endurráðningu sem forstjóri og aðrar umsóknir um for- nm ára stjórastöðuna bárust ekki. Sex umsóknir bámst um stöður aðstoðarforstjóra og þar af var ein umsókn um endurráðningu til næstu fimm ára í stöðu rekstrarlegs aðstoðarforstjóra. Auk Vign- is E. Thoroddsen og Jóhanns Siguijónssonar sóttu um stöður aðstoðarforstjóra þeir Haraldur Þór Teitsson og Hjálmar Vilhjálmsson. Einn umsækjenda óskaði nafnleyndar og annar dró umsókn sína til baka. Jakob Magnússon sem verður 68 ára á þessu ári læt- ur af starfi aðstoðarforstjóra Hafrannsóknastofnunar 1. júlí næstkomandi en mun starfa áfram sem sérfræðing- ur við stofnunina. - ríkisst)(>niiii hdiir akiná verið vinsæflí og mikíll fjifldi hefiir gengiðtflliðsviðJaihaðannaiinaflakkMands á undaníönuiiii niániiduni Aþingflokksfundi Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - síðastliðinn föstudag var gengið frá breytingum innan ráðherraliðs flokksins vegna afsagnar Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra. Formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, lagði fram þá tillögu á fundinum að Guðmundur Árni Stefánsson tæki við embætti félagsmálaráðherra og Sighvatur Björgvinsson myndi bæta á sig ráðuneytum heil- brigðis- og tryggingamála. Fyrir hafði Sighvatur ráðuneyti iðnaðar og viðskipta á sinni könnu. Tillaga þessi var samþykkt samhljóða og án athugasemda. Eitthvað voru jafnaðarmenn smeykir um að þessar hrókeringar myndu ganga illa í kjósendur sem gjaman eru fastheldnir í slíkum málum. Sá ótti reyndist þó með öllu ástæðulaus því í könnun sem DV birti þennan ágæta föstudag kom í ljós að jafnaðarmenn eru með yfir 14% fylgi og ríkisstjómin verður stöðugt vinsælli! Brattir jafnaðarmenn glotta nú næstum allan hringinn og benda spekingslegir á að flokk- urinn fái alltaf 5 til 10% minna fylgi í skoðanakönnunum en í kosningunum sjálfum. Þannig sé það augljóst að breiðfylking jafnaðarmanna í Jafnaðarmannaflokki íslands sé að verða að raunveruleika. Fregnir af skrifstofum Alþýðuflokksins og Sambands ungra jafnaðarmanna herma að mikil og góð hreyfing sé á fólki til liðs við flokkinn og hafi svo verið undanfama mánuði. Ef til vill er spámennska „glottaranna“ ekki langt frá lagi... Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason SamningarEFT4ogESB: Mendingar \Hja einföldun á landamæraeftirliti amningaviðræður eru hafnar í Briissel milli EFTA og ESB urn ein- földun á landamæraeftirliti með innflutningi matvæla til ESB. Islendingar hafa beitt sér fyrir því að EFTA-ríkin semdu við ESB um einföldun á eftirlitinu sem fæli í sér til dæmis 5% slembisýnatöku úr innfluttum matvælum frá EFTA. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Evrópufrétta, fréttarits um málefni Evrópu. Allt frá því að nýjar reglur um samræmt eftirlit með innfluttum matvælum tóku gildi innan ESB hefur fram- kvæmd eftirlitsins verið háð duttlungum tolla- og heilbrigð- isyfirvalda í hveiju aðildarríki. Þau fyrirmæli voru gefin út að óheimilt væri að auka eftirlitið frá því sem verið hefði en í franrkvæmd hafa aðildarríkin túlkað L,u fyrinnæli frjálslega, svo sem innflutningshömlur á Frakklandi í upphafi þessa árs sönnuðu, segir blaðið. Þessar takmarkanir renna út í byijun október í haust. Verði ekki komnar samræmdar vinnu- reglur um eftirlitið verður það í valdi sérhvers aðildarríkis að ákveða fyrirkomulag og um- fang eftirlitsins. Nú þegar liggja fyrir tillögur frá dýralækna- nefnd ESB um eftirlitið en sam- kvæmt þeiin yrðu tekin sýni úr 25 til 50% allra innfluttra sjáv- arafurða. Allar almennar sjávar- afurðir verða samkvæmt tillög- unum í lægri kantinum. íslend- ingar hafa þess vegna beitt sér fyrir því að EFTA ríkin semdu við ESB um einföldun á eftirlit- inu, sem fæli þá í sér til dæmis 5% slembisýnatöku úr innflutt- um matvælum ffá EFTA. Hagsmunir íslendinga eru sérstæðir í þessu efni þar sem landbúnaðarafurðir eru ekki hluti af samningi íslands. Aðrar EFTA þjóðir þurfa hins vegar að láta samninga um einfaldara eftirlit ná yfir landbúnaðaraf- urðir en á því hafa þær takmark- aðan áhuga, segir í Evrópufrétt- urn. Eflirþankar Jóhönnu Það er ekki rétt pólitík að ganga frá borði þegar staðan er þröng. Og það er heldur ekki rétt pólitík að hefja sjálfan sig upp með því að níða skóinn af öðrum. Jóhanna Sigurðardóttir verð- ur að sætta sig við starfsaðstæður ríkisstjómar jafnt sem niðurstöðu flokksfélaga sinna á nýafstöðnu flokksþingi. Það þjónar tæpast hagsmunum jafnað- arstefnunnar eða Alþýðuflokksins að gefa í skyn sérframboð og ráðast opinberlega gegn stefnu for- manns Alþýðuflokksins.“ - Sjá leiðara á blaðsíðu 2.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.