Alþýðublaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.06.1994, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 28. júní 1994 TIÐINDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Rofar heldur til í byggingaframkvæmdum, segir Þjóðhagsstofiiun: Uppsveiflan er mest í Kópavogi og Hafnarfirði Eftir nokkur mögur ár virðist loks að rofa til í byggingastarfsemi á ís- landi, segir Þjóðhagsstofnun. Rúmmetrum í samþykktum ný- byggingum íbúða í Reykjavík hefur fjölgað um 70% fyrstu fimm mánuði þessa árs, þegar miðað er við sama tíma á síðasta ári. Hinsvegar hefur verið upp- sveifla í byggingastarfsemi í Kópavogi og í Hafnarfirði und- anfarin ár. Fram kemur í Hagvísum Þjóðhagsstofnunar að í fyrra voru um 450 íbúðir með um 170 þúsund rúmmetrum samþykktar í Reykjavík. Árið 1989 fékkst leyfi fyrir um það bil tvöfalt fleiri íbúðum. En Þjóðhags- stofnun slær vamagla: „Ekki er gott að segja til um hvort úr ijölda samþykktra ný- bygginga á höfuðborgarsvæð- inu dragi á síðari hluta ársins. I ljósi óhagstæðra skilyrða í þjóð- arbúskapnum er ólíklegt að eft- irspum eftir íbúðarhúsnæði auk- ist að einhvetju ráði á næstunni. Þannig hafa færri óskað eftir mati á greiðslugetu á þessu ári en í fyrra. Fasteignamarkaður- inn hefur tekið ömm breyting- um í samdrætti síðustu ára. Þannig hefur hlutur félagslegra íbúða og þjónustuíbúða fyrir aldraða aukist mjög. Auk þess hefur færst í vöxt að verktakar ráðist í framkvæmdir án þess að hafa vísa kaupendur", segir Þjóðhagsstofnun. Stofnunin spáir 2% aukningu ljárfestingar í íbúðarhúsnæði á þessu ári. Sala á sementi er önnur vís- bending um umsvif í bygginga- starfsemi. Frá árinu 1988 hefur dregið mjög úr sölu á sementi í takt við minnkandi umsvif í byggingastarfseminni. Þannig var salan um 40% minni í fyrra en þegar hún náði hámarki 1988. Á þessu ári hefur se- mentssalan aftur á móti aukist umtalsvert og er nú 15% meiri en á sama tíma í fyrra. Verð íbúðarhúsnæðis hefur haldist stöðugt þrátt fyrir efna- hagslægðina. Raunverð íbúða í ljölbýlishúsum í Reykjavík hef- ur því lítið breyst frá því 1988 samkvæmt upplýsingum frá Fasteignamati ríkisins. Þó hef- ur verð á einbýlishúsum og stærri eignum lækkað nokkuð að því er virðist, - og atvinnu- húsnæði hefur fallið í verði. Töílur: Þjóðhagsstotnun Óbundin innlán: Verðtrygging verður óheimil eítir áramót - stuðlað að því að tjármagnsniarkaður hér líkist því sem þekkist meðal annarra þjóða Seðlabankinn gaf út fyrir stuttu nýjar reglur urn verðtryggingu sparifjár og lánsfjár. Megin- breytingin frá fyrri reglum er að frá næstu áramótum verð- ur óheimilt að verðtryggja óbundin innlán. Til þessa hafa ýmsir óbundnir innláns- reikningar getað notið verð- tryggingar hafi innistæða staðið óhreyfð í heilt ár. Þrátt fyrir þessar nýju regl- ur verður áfram heimilt að verðtryggja innlánsreikninga sem bundnir eru í að minnsta kosti 12 mánuði í upphafi og minnst sex mánuði í senn eftir það. Nýju reglurnar fela ennfremur í sér nokkrar breytingar sem miða að því að sem fyrst náist jöfnuður milli verðtryggðra eigna og skulda innlánsstofnana, segir í tilkynningu frá Seðlabank- anum. Afnám heimildar til að verðtryggja óbundin inn- lán var boðað fyrir réttu ári er Seðlabankinn gaf síðast út reglur um þetta efni. Þá var því lýst að stefnt væri að nið- urfellingu heimildar til verð- tryggingar sparifjár á óbundnum reikningum frá 1. janúar 1995. Breytingin er einnig í aðalatriðum í sam- ræmi við tillögur nefndar sem viðskiptaráðherra skip- aði á síðasta ári til að fjalla um vaxtamyndun á lánsfjái'- markaði. Ríkissjóður hefur smám saman aukið útgáfu óverð- tryggðra verðbréfa. Nú em í boði ríkisvíxlar með allt að tólf mánaða lánstíma og óverðtryggð nkisbréf með tveggja ára lánstíma. Seðla- bankinn telur brýnt að áfram verði unnið að því að auka við útgáfu óverðtryggðra skuldbindinga, til dæmis til lengri tíma en hingað til hef- ur boðið upp á. Þannig yrði stuðlað að því að fjámtagns- markaður hér líktist meir því sem þekkist meðal annarra þjóða. Samþykktar nýbyggingar í Reykjavík 12 mán. %-br. rúmmetrafjölda, uppsafn. innan árs 1991 1992 1993 1994 Sementssala Vísitala, 1980—100 1991 1992 1993 1994 Raunverð íbúða í fjölbýli Vísitala, janúar 1984=100 Leigjendasamtökin: Þakka Jóhönnu Astjómarfundi í Leigj- endasamtökunum á föstudaginn samþykkti stjómin að þakka Jóhönnu Sig- urðardóttur, fyrrverandi fé- lagsmálaráðherra samstarfið á liðnum ámm. Stjómin lýsir yfir stuðningi við Jóhönnu og baráttu hennar fyrir félagslegu réttlæti og jöfnuði í þjóðfélaginu. „Stjómin hvetur hana til að halda þessari baráttu áfram, því alþýðuna í landinu vantar bar- áttufólk sem starfar að málefn- um hennar af heilum hug“, segir í samþykkt stjómar Leigjenda- samtakanna, en formaður þeirra er Jón Kjartansson frá Pálm- holti. JTTFRETTIll Þjarmaö aö SIGHVATI M c t f j ö 1 d i blaðamanna sótti að Sig- hvati Bjiirg- vinssyni (iðn- aðar-, við- skipta-, heil- brigðis- og tryggingamála- ráðherra...) að loknum sögu- legum ríkis- síjómaríúndi í síðustu viku. Auk hins þaulsetna liðs íslenskra fréttamanna í stjómarráðshúsinu, voru mættir tii leiks nokkrir norskir blaðamenn í leit að Svalbarða- og Smugufréttum. Hérer Sighvatur bókstafiega kotninn inn í hom og að honum þjarmað með spurningallóði... Alþýðublaðsmynd/ Einar Ólason LOÐNUvertíð framundan Heimilt verður að hefja loðnuveiðar 1. júlí næstkomandi. Bráða- birgðakvótinn er 950 þúsund lesúr, eða 2/3 af því ntagni sem ftsld- fræðingar telja að verði endanlegur kvóti. Samkvæmt samningi ís- lands, Noregs og Grœnlands um nýtingu loðnustofnsins koma 78% af endanlegum kvóta f hlut íslands, en afgangurinn skipúst jafnt milli Noregs og Grænlands. Verði endanlcgi kvóúnn 1.425 þúsund lestir, er hlutur Islands 1. 111 þúsund lesúr, auk þess sem við fáum 30 þús- und lestir frá Evrópusambandinu til að veiða í janúar til apríl á næsta ári. Með samningi sem gerður var síðasta vor varð sú breyting að Nor- egi og Grænlandi var úthlutað nokkiu stærri hlut úr bráðabirgðakvót- anum, eða 16,5% hverju landi. Konia því 67% bráðabirgðakvótans í hlut íslands. Hlutur okkar verður síðan leiðréttur við útgáfu endanlega kvótans í nóvember. Bráðabirgðakvóú íslensku skipanna er því 636.500 lonn... Afhenti SPÁNARKÓNGI trúnaðarbréf Sverrir Haukur Gunnlaugsson. sendiherra, afhenti í síðustu vil<u Juan Carlos I., konungi Spánar, trúnaðarbréf sitt sem sendiherra ís- lands á Spáni... 58 LAXAR núna - 4 í fyrra Norðurá opnaði glæsilega þann 1. júní, raunar er opnunardagurinn sá glæsilegasti í sögunni, þá veiddust 35 laxar eða 4 löxum meira en gamla metið á opnunardaginn, feitur og fallegur lax. Meðalvigtin á fyrstu 58 löxunum sem opnunarhollið fékk er um 10 pund. I fyrra veiddust aðeins 4 laxar á opnunardaginn, en engu að síður varð Norð- urá toppáin það iaxveiðisumar... Gjöf til Landgræðslunnar Ixmdgrœðslu ríkisins var afhent í síðustu viku dánargjöf Guðrúnar Guðvarðardóttur, sem lést 12. janúar á þessu ári, íbúð að Eskihlíð 14 í Reykjavfk. Guðrún var kunn fyrir störf að félagsmálum og öfluga baráttu fyrir bættum kjöoun vericafólks. Hún var fædd í Súðavík 12. apríl 1916. Maður hennar var Eyjólfúr Árnason, gullsmiður. og voru þau bamlaus. í erfðaskrá sinni arfleiddi Guðrún Landgræðslunu að skuldlausri íbúð sinni og skyIdi andvirði hennar varið úl landgræðslu- verkefna á Norðausturlandi. „Þessi ráðstöfun Guðrúnar. sem ávallt hefur borið hag alþýðunnar fyrir bijósti, ber vitni um þá sannfæringu að aukin gróðursæld muni stuðla að því að auðga mannlíf á íslandi. Hún var ræktunarkona í þess orðs fyllstu merkinu", sagði Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri... Aðeins fimm BÍLAR þurftu aðstoð FÍB Það er athyglisvert að í þeim aragrúa bfla, sem sóttu að Þingvöllum á þjóðhátíðina, þurftu aðeins 5 áðstoðar við hjá Vegaþjónustu Félags íslenskra bifreiðaeigcnda. Flestar beiðnir urn aðstoð voru vegna ein- faldra og auðleystra bilana og aðeins fimm bfla þurfti að flytja með krana- eða pallbíl til Reykjavikur að afloknum hátíðahöldunum... Götukort af REYKJAVÍK og nágrenni Bætt hefur verið út brýnni þörf fyrir vandað götukort ai Reykjavík og ná- grannabæjunum. Nú er komið út al- mennilegt kort af höfuðborgarsvæð- inu. Fyrir því framtaki standa upp- lýsingafulltrúi horgarinnar og borgarverkfrœðingur. Kortið mun ekki aðeins koma í góðar þarfir hjá feröafólki f borginni, heldur íbúum borgatinnar almennt, því ekki þckkja innvígðir allar götur borgarinnar. Með kortinu fylgir ágætur upplýs- ingabæklingur og götuskrá með úl- vfsunum inn á kortið. Ennfrcmur sér- koit af miðborginni, - og aftan á að- alkortið _eru strætisvagnaleiðir merktar. Ólaftir Jónsson, upplýs- ingafulltrúi borgarinnar, á þakkir skildar fyrir ágætt verk... »3 ,. -j R F n L m Y K j A Y 1 r NÁ G R*E N N * I STREET PUM ÖF RETKjAVtK 1 | Á«D SURRÖUNDIMG TOWNS §

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.