Alþýðublaðið - 28.06.1994, Page 2

Alþýðublaðið - 28.06.1994, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Þriðjudagur 28. júní 1994 MÞBU6LMÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Sigurður Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasölu kr. 140 Eftirþankar PALLBORÐ: Baldvin Björgvinsson Við verðuni að viðhalda atvmnuleysinu með öflum tíltækum ráðum! Jóhönnu Miorgunblaðið birti síðastliðinn sunnudag ítarlegt viðtal við Jó- hönnu Sigurðardóttir, fyrrverandi félagsmálaráðherra og fyrrum varaformann Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands. I viðtalinu útilokar Jóhanna ekki sérframboð og lætur ennfremur þau orð falla, að hún efíst um að Alþýðuflokkurinn rúmi bæði hana og Jón Baldvin Hannibalsson formann flokksins. Þetta eru vægast sagt undarleg orð eða réttara sagt þröng skilgreining á stefnumálum Alþýðuflokksins. Jóhanna heldur því meðal annars fram í viðtalinu að hinn djúpi ágreiningur milli hennar og for- mannsins felist í grundvallaratriðum um efnahagsstjómun Iands- ins. Þannig segir Jóhanna orðrétt: „Agreiningurinn er um gmnd- vallaratriði í efnahagsstjóm landsins eins og ég lýsti áðan. Ég sé enga breytingu frá því sem verið hefur í þeim áformum sem uppi em nú við efnahagsstjórnun og í ríki.sfjármálum.“ Af viðtali Morgunblaðsins við Jóhönnu Sigurðardóttur kemur fram, að meintan ágreining hennar og Jóns Baldvins sé einkum að flnna í ríkisútgjöldum. Deilumar vom „um þjónustugjöld, velferðarkerfið og einkavæðingu. Við höfum deilt um skatta- stefnuna, það er hve stóran hluta samneyslunnar eigi að íjár- magna með sköttum á þá sem betur mega sín í stað þjónustu- gjalda, skólagjalda og þjónustugjalda í heilbrigðiskerfinu, niður- skurð á þjónustu við fatlaða og aldraða, félagslegum íbúðum, skerðingu á vaxtabótum og lækkun greiðslu vegna fæðingaror- lofs, einkavæðingu bankakerfísins og Pósts og síma, segir Jó- hanna meðal annars í viðtalinu.“ RjTcisstjómir á hverjum tíma bera tvöfalda ábyrgð. Ábyrgð á tekjum ríkisins og útgjöldum. I því harðæri sem gengið hefur yf- ir þjóðina á undanfömum ámm hefur ríkisstjóm Davíðs Odds- sonar sýnt mikla ábyrgð í ríkisíjármálum. Þrátt fyrir minnkandi þjóðartekjur vegna fiskveiða, hefur ríkisstjómin sýnt fordæmi hvað varðar aðhald í ríkisútgjöldum án þess að ógna velferðar- kerfinu sem slíku. Ríkisstjómin hefur verið samhent að þessu leyti þótt upp hafi komið ágreiningur í einstökum málum eins og með hvaða hætti eigi að minnka ríkisútgjöld vegna landbúnaðar- mála. Ráðherrar þurfa að sjálfsögðu að sýna þá samstöðu að standa saman um stefnu ríkisstjómar í ríkisfjármálum. Það er auðvitað freistandi að slá sig til riddara vegna niðurskurðar í eig- in ráðuneyti. En í sjálfu sér gæti hver einasti ráðherra gert hið sama. Og hvemig myndi slík ríkisstjóm líta út? Hvaða ábyrgð myndi slík ríkisstjóm axla gagnvart skattgreiðendum? Jóhanna Sigurðardóttir hefur valið þann kostinn að segja bæði af sér varaformennsku í Alþýðuflokknum og embætti félags- málaráðherra í ríkisstjóminni. Þetta gerði hún á þeim forsendum að sú umgjörð sem stefna formanns Alþýðuflokksins og ríkis- stjómarinnar væri henni það þröng að hún gæti sig hvergi hreyft. „Ég get ekki starfað í pólitík, með hendur mínar reyrðar fyrir aft- an bak, en það var það sem blasti við mér, sæti ég áfram sem ráð- herra.“ Enginn ráðherra fær þá draumastöðu að vera ávallt frjáls og óbundinn af fjárlagagerð og ytri aðstæðum. Engum alvarlega þenkjandi ráðherra dettur í hug að biðja um slíkan lúxus. I erfíðu árferði em hendur allra ráðherra reyrðar á bak aftur. En þá ber mönnum að losa hnútana hægt og sígandi uns hendur þeirra verða frjálsari á ný. Það er ekki rétt pólitík að ganga frá borði þegar staðan er þröng. Og það er heldur ekki rétt pólitík að hetja sjálfan sig upp með því að níða skóinn af öðmm. Jóhanna Sigurðardóttir verður að sætta sig við starfsaðstæður ríkisstjómar jafnt sem niðurstöðu flokks- félaga sinna á nýafstöðnu flokksþingi. Það þjónar tæpast hags- munum jafnaðarstefnunnar eða Alþýðuflokksins að gefa í skyn sérframboð og ráðast opinberlega gegn stefnu formanns Alþýðu- flokksins. Þeir eftirþankar Jóhönnu sem birtust í viðtali Morgun- blaðsins hljóta að teljast óréttlátir í garð forystu Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands. Það er sómi hverri þjóð að hafa hæfilegt atvinnuleysi og það er atvinnulífinu nauðsynlegt. Skítt með það þótt það kosti íslensku þjóðina ekki minna en tíu milljarða á árinu í formi at- vinnuleysisbóta, í töpuðum tekjuskatti, söluskatti og fleiru. Það er algjörlega nauðsynlegt að sjá til þess að þau úrræði sem eru í boði leysi engan vanda. Sveltum nýsköpunarsjóð stúdenta og allar rannsóknir. Setjum alla fjármuni sem hægt er í átaksverkefni, þannig verður menntun þátttakenda só- að á fullkominn hátt og af því að átaksverkefnin skila engu til framtíðar þá viðhalda þau ástandinu frábærlega vel. Og það nám sem atvinnulaus- ir mega stunda má alls ekki vera neitt annað en einhverskonar „Alla nýsköpun verður að stoppa hvað sem það kostar og gera það ómögulegt að stoftia smáfyrirtæki... Stöðva verður alla aukningu á fullvinnslu hráefha.u stuttir kúrsar og tómstundanám- skeið. Það hreinlega verður að koma í veg fyrir að atvinnulausir geti stundað hagnýtt nám. Alla nýsköpun verður að stoppa hvað sem það kostar og gera það ómögulegt að stofna smáfyrirtæki. Stöðva verður alla aukningu á fullvinnslu hráefna. Sfðast en ekki síst skulum við loka augunum fyrir því að ná- grannaþjóðir okkar hafa komið fram með ýmsar lausnir til að vinna bug á atvinnuleysi. Það hlýtur að vera stolt okkar og metnaður að leggja líf og framtíð sem flestra íslenskra (jölskyldna í rúst, það er nú einu sinni ár fjölskyldunnar og stór- afmæli lýðveldisins... Höfundur er rafvirki. Hann situr ístjórn Félags ungra jafnaðarmanna í Kópavogi. Málshættimir eru úr þjóðfræðiritinu jslenskir máishættih' eftir Bjama Vithjálmsson og Úskar Hatidórsson. Aþýðublaðsmyndir1 Enar Ólason „Þetta er ungt og leikur sér.“ „Oft verður galiimfoli góður hcstur.“ „Margt crgott ígömlu noutinu." „Grenja myndi grís, ef gölturinn vœri drcpinn." „Guð d ci gœgjumatminn nema hálfan." „Bctri er Utiílftsktir en tnmur diskur.“

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.