Alþýðublaðið - 28.06.1994, Side 4

Alþýðublaðið - 28.06.1994, Side 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ BÍ LA.SÍÐA.N Þriðjudagur 28. júní 1994 MOLAR SKYNDIKYNNI ALFAROMEO 145 Illu heilli hefur ekki borið mikið á ALFA ROMEO bflum hér á landi undanfarin ár. Hvort það er umboðið eða kaupendur, sem telja sig þurfa að sleikja sárin, er ekki á hreinu. En því er ekki að neita að nokkuð ryðsækin þótti ALFAN hér áður og komu of margir illa undan saltausnum götum hér á höfuðborgarsvæðinu. Nú er fullyrt að jtessi vankantur, sem ryðið er, sá á undanhaldi, öll ffum- og undir- vinna varðandi ryðvöm sé komin í gott lag. Hér er bfllinn kominn sem gæti aukið hróður ALFA ROMEO hér innanlands. Alfa 145 er fáanlegur með vélum frá 90 hestöflum til 129 hestöflum og hámarkshraða allt að 200 kfló- metrum. Þeir sem áttu áður ALFA ROMEO vita sem er að nokkur leitun er að skemmtilegri keyrslubfl. BÍLL OG BÁTUR Litlir pallbflar hafa átt vaxandi vinsældum að fagna nú síðari ár og hafa reynst óskabflar fjölskyldunnar jtegar að frítíma kemur. FORD-verksmiðj- umar hafa fylgt þróuninni vel eftir og bjóða nú bát og bfl, það er pallbfl og kanó, hvor tveggja málaðir í ferskum litum. Með því telja þeir sig ná enn betra sambandi við þá sem stunda veiðar og öræfaferðir. FORD PALLBÍLL AHNÓ 2000 FORD POWER STROKE F 350 er forsmekkur næstu kynslóðar minni pall- bfla frá FORD. Hann kemur varla óbreyttur á markaðinn 1995, en tónninn sem myndin gefur mun líklega verða ráðandi. Bfllinn verður knúinn nýrri 210 hestafla díselvél sem mun verða í þeirn pallbflum sem koma frá verk- smiðjunum á jtessu ári. FIAT COUPE Þær móttökur sem FIAT COUPE hefur fengið hafa farið ffarn úr björtustu vonum framleiðenda. Bfllinn þykir einn sá glæsilegasti í sfnum verðflokki og virðist alvarleg ógnun við Volkswagen Corrodo og Opel Calibra. Þó hann komi ekki til með að snúa tryggum aðdáendum þessar tveggja, þá er sá hóp- ur nokkuð stór, sem vill og ætlar að fá sér kraftbíl en á eftir að gera upp hug sinn. Augu þess hóps leita óneitanlega í átt til FIAT-bflsins, áleitið og jafn ögrandi útlit er ekki á hverju stfái. Þá skemmir ekki vélin, 16 ventla, 195 hestafla túrbó útgáfa, en hún kemur bflnum úr kyrrstöðu í 100 kflómetra hraða á 7,5 sekúndum og hámarkshraði hans er 225 kflómetrar á klukku- stund. MEXÍKANAR AUKA VIÐ SIG Vaxandi áhugi er hjá bifreiðaffamleiðendum á jreim möguleikum sem bjóð- ast í MEXIKO. Ford-verksmiðjumar eru nú að leggja drög að því að hefja framleiðslu á Contour/Mondeo og Mercury Mustique þar í landi innan skamms. OPEL í OFURSLA.G Flogið hefur fyrir að OPEL SUPER ASTRA verði sett á markað innan skamms. Verður hún knúin 200 hestafla Calibra vél, verður Astran með fjór- hjóladrif, og má ætla að verðugur andstæðingur Volkswagen Golf VR6 sé þar með kominn á markaðinn. BMW 850 CSi RENAU LT Eftir Skyndikynni af RENAULT19 trúi, égþvíaðþess verði ekki langt að bíða að RENAULT verði íhópiþeirraþriggja tilfjögurra bfítegunda, sem mest verð- ur flutt inn til landsins á nœstu árum.“ Frá því að RENAULT 19 var kynntur fyrir kaupendum nýrra bfla hafa móttökur verið fádæma góðar, ekki bara í Frakklandi held- ur og líka í öðrum löndum og þá ekki síst í Þýskalandi, en þar hefur hann verið sölu- hæsti innflutti bfllinn. Segir það nokkuð, því Þjóðveijar kalla ekki allt ömmu sína þegar að kröfupólitík varðandi gæðafram- leiðslu er komið. Hér á landi fékk hann strax ágætar móttök- ur og fer ekki milli mála að breytt er það orðspor sem RENAULT hafði hlotið (að ósekju) meðal áhugamanna. I dag er hann viðurkenndur sem góður og spennandi bfll. Síðan hagamúsin leið, sællar minningar, hefur ekki verið mikið um RENAULT-bfla hér á götum, voru þar ýmsir samverkandi þættir að verki. Sumum þótti hann of sér- stakur og franskur, en aðrir settu fyrir sig endursöluverð, sem ekki var til að hrópa húrra fyrir. í dag er orðin mikil breyting á, salan hefur farið vaxandi og stór hópur ánægðra við- skiptavina gerir það að verkum, að endur- sala er orðin auðveldari og verð endursölu- bifreiða er vel ásættanlegt. SKEMMTILEGUR RENAULT 19 hefur verið hægt að fá með vélum frá 80 hestöflum og upp í 113 slík. Bfllinn sem ég fékk lánaðan, var með 4 cy- lindra 1400 cm3 vél og var 80 hestöfl, bein- skiptur og fimm gíra. Að innan er útlit bfls- ins skemmtilegt, mælaborð er sveigmyndað og mælar mjög læsilegir. I bflnum er mælir sem ég hef saknað í sumum af jreim ódýru bflum sem ég hef ekið í Skyndikynnum, það er að segja snúningshraðamælir, en hann er mikill og nauðsynlegur kostur þeg- ar vélaraflið krefst þess að spilað sé á gir- ana. Rafmagnsrúðuvindur eru að framan en snerlar að aftan, sætin falla vel að og áklæði er fallegt milli sæta. Stjómrofar fyrir mið- stöð liggja vel við og ljósa- og þurrkurofa er auðvelt að ná til. Gírstöng fellur vel í hendi og bfllinn er mjög léttur í skiptingu, en með því að nota gírana nokkuð fijálslega er bfllinn virkilega skemmtilegur í akstri. Maður finnur ekki að afls sé vant og reynd- ist bfllinn vel snarpur hér innanbæjar og ekki var hann síðri á siglingunni utanbæjar. Eg brá ekki af vananum og sem fyrr var ek- ið austur á bóginn. FERÐABÍLL Sem ferðabfll er hann skemmúlegur og rými er nægilegt hvort sem er fyrir öku- mann eða farþega. Hann svarar vel þegar inngjöf er aukin, finnur ekki fyrir þótt ekið sé á mölinni og er furðu snarpur ef þess er gætt að hafa vélina á góðum snúningi. Það fer ekki mikið fyrir veghljóði þótt greitt sé ekið, en gæta varð þess að gleyma sér ekki varðandi hámarkshraða, ef ekki var fylgst með mæli þá átti bfllinn það til að vera á meiri hraða en ökumaður ætlaði. Farangursgeymsla rúmar allan venjulegan farangur og engin goðgá að hlaða hann þannig að ekki þurfi að nota toppgrind á bflinn. Það fer vel um mann í bflnum og sviptivindar sem koma frá stærri flutninga- bflum hafa lítil áhrif þó hraðinn á þeim sé nokkuð drjúgur. Bfllinn var það skemmti- legur og þokkalega vel búinn að ég sá lítinn tilgang í því að setja þúsundir króna auka- lega í það að kaupa dýrari gerðina. Samt taldi ég rétt að fá einn af þeim dýrari lánað- an svona til þess að gera sanngjaman sam- anburð. Ég fékk sjálfskiptan RENAULT RT með 1800 vél lánaðan, vélin er 95 hestöfl og munaði allmiklu um þau 15 hestöfl sem hann hafði umfram RN-bflinn. Vélaraflið reyndist nægilegt og skiptingin sem er fjög- urra þrepa var sérstaklega mjúk og skemmtileg, hægt er að stilla hana á sport ef mikið liggur við en ég kunni betur við hana á ljúfu nótunum. Að innan er meira lagt í klæðningu og áklæði en í RN-bflnum, stýri er hallastillanlegt, ökumannssæú er hægt að hækka og lækka með lítilli fyrirhöfn, hirslur eru rýmri, hægt er að fella niður aftursæti og bfllinn að innan virkilega vandaður. Staðreyndin er sú að ekki er alltaf auðvelt að sjá í fljótu bragði í hveiju verðmunur liggur. Maður fer af ágæmm bfl og er mjög sáttur við hann efúr Skyndikynni, gæú vel hugsað sér að eiga hann en sér litla skyn- semi í því að henda 150 úl 300 þúsund krónum í að fá sér bfl sem meira er borið í. En svo kemur að því að maður reynsluekur álíka bfl sem meira er í borið og þá kemur í ljós að þessi smáatriði sem maður vart sá og saknaði því ekki, vega nokkuð þungt. Þegar litið er úl þess að vélin er öflugri, og á 90 kflómetra hraða snýst hún hægar en vélin á þeim beinskipta með minni vélinni, þá fara að renna á mann tvær grímur. Þegar upp er staðið er viðhorfið orðið breytt, manni finnst ekkert því til fyrirstöðu að dekra aðeins við sjálfan sig, þó nokkru sé eytt til þess, ef málið er tekið í hnotskum og kaupum velt fyrir sér. Þá er hægt að fá þokkalega velbúinn bfl, skemmtilegan í akstri og þægilegan á allan hátt, með 80 hestafla vél og fimm gíra, á 1149 þúsund krónur. Innifalið í þessu er verði er meðal annars: Rafdrifnar rúðuvind- ur að framan, olíuhæðarmælir í mælaborði, fjarstýrðar samlæsingar og ljarstýrðir úti- speglar. Það virðist ekki margs að sakna. RÍKULEGUR Vilji maður aðeins meiri lúxus, þá er mögu- leiki á að fá sér bfl sem er með 1800 vél, annað hvort beinskiptan fimm gfra eða með ljögurra gíra sjálfskiptingu, það er nokkru meira í hann borið. Vélarorkan er áberandi meiri, meira lagt í áklæði og fleiri atriði sem sjást og eða finnast. Ég játa að efúr akstur RN-bflsins með 1400 vélinni, var ég það ánægður að mér fannst varla koma til greina að setja einhver hundruð í lúxus sem litlu sldpú. Eftir að hafa ekið sjálfskiptum RN með 1800 vél- inni, var ég búinn að skipta um skoðun. Það að vera á aflmeiri bfl með súllanlegu afl- stýri, Iituðu gleri, höfuðpúðum aftur í, fjöl- stillanlegu framsæti, skiptanlegu aftursæti og fleiru og fleiru, er líklega minn stfll. Efúr Skyndikynni af RENAULT 19 trúi, ég því að þess verði ekki langt að bíða að RENAULT verði í hópi þeirra þriggja úl fjögurra bfltegunda, sem mest verður flutt inn til landsins á næstu árum. UMSJÓNARMAÐUR BÍLASÍÐU ER JÓNAS S. ÁSTRÁÐSSON Fyrir þá sem eru þokkalega fjáðir gefst nokkur dýrari kostur en Fiat Coupe, stærri og kraftmeiri að auki, BMW 850 CSi. Fyrir þá sem hafa áhuga og nokkra getu þá 'eru helstu tölur sem hér segir. Vélin er 12 cylindra, 5576 cm3, 372 hestöfl, gíramir eru sex og drif að aftan ásamt ökumanns er rými fyrir þijá farþega. Þyngdin er 2200 kg, hámarkshraði er rúmir 250 km á klst. og viðbragð er úr kyrrstöðu í 100 km hraða á 5,3 sekúndum. Það skal játað að fleiri en tvo Fiat Coupe er hægt að fá fyrir þann pening, sem þarf að snara út fyrir þessum eðalvagni. KAPPAKSTURSFRÉTTIR: FORMULA 1 Schumacher ökuþórinn þýski er efstur á stigum í FORMULA l en hann vann fjórar fyrstu Grand Prix keppnir ársins. Hann er jafnframt fyrsú Þjóð- veijinn sem nær að sigra í Monaco Grand Prix keppninni. Eftir tíu umferðir í var hann búinn að ná þrettán sekúndna forskoti á næsta keppinaut. Það jók hann jafnt og þétt og svo rækilega að þrátt fyrir stopp í 24. og 29. umferð var hann enn í forystu þegar hann ók út á brautina á ný. Damon Hill vann aftur á móti í spænska Grand Prix en Schumacher varð þar í öðm sæti. SUBARU LEGACY Nýr og skemmtilegur SUBARU LÉGACY er nú farinn að sigla um ýmsar hraðbrautir í Evrópu. Hjólhaf hefur verið aukið um 5 sentimetra sem gefur meira innanrými vélarinn- ar, sem verður 16 ventla, 2,0 og 2,2 lítra. DOLLARAGRIN OlDsMoBHe Það var árið 1897 sem bflaverksmiðja Randsom E. Oldsmobile var sett á laggimar. Því má með sanni segja að OLDSMOBILE sé elstur þeirra bandarísku bfla sem enn eru framleiddir. Ekki fór mikið fyrir vélarafli á þeim tímum, því í byrjun var hann fram- leiddur með eins cylindra vél. A árunum 1901 til 1905 voru ekki framleidd nema 20 þúsund eintök. Á þeim tíma þótti það þó nokkuð og er því hægt að segja með sanni að hann hafi verið fyrsti fjöldaframleidid bfllinn þar í landi. Árið 1904 urðu þær breytingar á rekstrinum að stofnandinn Oldsmobile hætti hjá fyrir- tækinu og setti á stofn nýjar verksmiðjur. Þar hóf hann framleiðslu á Reo-bflum og framleiddi þá til ársins 1936. Þá sameinuð- ust verksmiðjur hans öðrum og munum við flest eftir Reo Studebaker-bflum sem meðal annars voru til hér á landi. Þótt stofnandinn væri farinn frá fyrirtækinu var framleiðslu á bílum undir nafni Oldsmobile haldið áfram. Árið 1908 varð sú breyúng á að, William Crapo Durant, keypti OLDSMOBILE-fyrir- tækið og lagði það undir nýstofnaða sam- steypu General Motors. Þar voru Buick- verksmiðjumar fyrir og stuttu síðar var Oak- land, síðar Pontiac, keypt ásamt Cadillac. Núverandi burðarás Chevrolet lenti ekki í samsteypunni fyrr en árið 1918. Það var í kringum 1940 sem Oldsmobile var notað til þess að kynna þær nýjungar sem samsteyp- an ákvað að setja á markaðinn og má geta þess að þá þegar var hann fáanlegur með Hydra Matic þriggja gíra sjálfskiptingu sem Cadillac setti síðan í sína bfla. Hydra Matic var það vel heppnuð að Rolls Royce töldu hana falla vel að sínum bflum. Eftir stríð var OLDSMOBILE enn notað af General Motors sem fmmheiji breytinga og nýjunga. Það kom því ekki á óvart að árin 1966 til 1967 yrði OLDSMOBILE fyrir val- inu þegar General Motors ákvað að setja framdrifinn bfl á markaðinn. Ekki er hægt að tala um þann fyrsta í Bandaríkjunum því við munum öll eftir Cordinum. OLDSMO- BILE Toronado kom á götuna árið 1966, hann var rúmlega tveggja tonna dreki, vélin var sjö lítra, 385 hestöfl og hröðunin frá kyrrstöðu upp í 100 kílómetra hraða, var ekki nema átta sekúndur. Hámarkshraðinn var í ágætu lagi en hægt var að þenja gripinn upp í 204 kflómetra hraða. Heimavinnuna höfðu þeir hjá General Motors unnið af- spymu vel og á þessum tíma var enginn am- erískur bfll sem nálgaðist aksturshæfni Tor- onado. Bfllinn var vel stór en málin, svona til skemmtunar, vom eftirfarandi; lengd 5,36 metrar, breidd 1,99 metrar, hæð 1,34 metrar, og vélin 6965 cm3, þjappa 10,5; 1 og hest- öflin 385, miðað við 4800 snúninga. Það var ekki löng reynsla komin á OLD- SMOBILE Toronado, en hún var áfallalaus, þegar Cadillac taldi sér óhætt að feta í spor- in og frá þeim kom enn einn gæðabíllinn, Cadillac Eldorado, sem byggði á framdrifs- reynslu OLDSMOBILE Toronado. Ekki var honum síður tekið. Fékk þessi fyrsti fram- drifsbfll frá Cadillac frábærar viðtökur kaupenda, og náði að breikka kaupendahóp- inn til mikilla muna.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.