Alþýðublaðið - 28.06.1994, Síða 8

Alþýðublaðið - 28.06.1994, Síða 8
$ A Rli ,T O K UM ADSKILNAD RÍKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda Bjorgvin s: 95-22710 (kl. 17-19) J Munið Flateyjardagana 12. til 14. ágúst! ÍS A IHI .T 5 k1 UM ADSKILNAD RlKIS OG KIRKJU upplýsingar og skráning stofnenda ^Bjórgvin s: 95-22710 (kl. 17-19) J Munið Flateyjardagana 12. til 14. ágúst! Þriðjudagur 28. júní 1994 95. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR Það ætlar ekki að fara hjá því að sumarið verði upp- spretta magnaðra veiðisagna. Nú þegar hafa verið dregnir á land á annan tug laxa sem vigta yfír 20 pund- in og enn stærri hafa sloppið. Það er þó leitun að jafn harðri viðureign manns og físks sem þeirri er átti sér stað í Þverá í Borgar- fírði síðastliðinn fimmtudag. Þar glímdi veiðimaður- inn við 25 punda nýgenginn risalax í hvorki meira né minna en sjö klukkustundir - og hafði að lokum betur. Slíkur viðburður er söguefni langt inn í framtíðina. Islenskir stórfískar Stærsti lax sem nokkru sinni hefur veiðst á stöng á íslandi, svo óyggjandi sé, er lax Marinós Jónssonar, trillukarls í Bakkafirði. Laxinn veiddi Marinó í Bakkaá árið 1992. Þessi metfiskur vóg 43 pund og var 130 sentimetra langur. Þessi fiskur hefur þá sérstöðu meðal metlaxa að hann var ekki að ganga í ána, heldur úr henni. Það er því auðvelt að leiða líkur að því að fiskurinn hafi nýr- unninn vegið í það minnsta í kringum 50 pundin. Það er ekki víst að Marinó hefði gengið eins vel að glíma við risann hefði hann sett í fiskinn í því ásigkomulagi. Eins og frægt varð á sínum tíma var Marinó nefnilega ekki með neinar „metgræjur" við veiðiskapinn, heldur notaðist hann við veiðitæki sem hann hafði skömmu áður keypt í Kaupfélaginu á Bakkafirði á heilar 2.000 krónur. Margir stangveiðimanna efuðust á sínum tíma um að veiðisagan væri sönn. Svo reyndist að sjálfsögðu vera. Það er reyndar allmerkilegt að sagan skyldi nokkru sinni hafa verið rengd og það af stangveiðimönnum sjálfum. Engir hafa nefnilega verið duglegri við að halda þeirri fullyrðingu á lofti að allar lygilegustu veiðisögumar séu dagsannar. A hitt ber þó að líta að það er náttúrulega ekkert grín fyrir veiðimenn sem hafa fjárfest í stöngum og tækjum upp á hundruðir þúsunda - leg- ið yfir öllum upplýsingum og lesmáli um brellumar við að ná þeim stóm og eytt jafnvel megninu af veiðimannsævinni í að eltast við þá - að fá slíka veiðifrétt af Marinóslaxinum í hausinn, og það í byijun veiðitímans! Til að kóróna allt saman var þetta svo maríulax veiðimannsins! Norskir stórfískar Þar sem vinfengi okkar við Norðmenn er {hámarki um þessar mundir er ekki úr vegi að glugga í heimildir um norska metfiska. Stofninn þeirra er jú umtalsvert stærri en okkar og efnið því for- vitnilegt. Norðmenn eiga heimsmetið í stangveiddum laxi. Fiskurinn sá vóg 72 pund og veiðimað- urinn hét Henrik Henriksen, bóndi og póstmaður í Tanadalnum. Fiskinn veiddi hann á heimasmíð- uð tæki. Heimsmetið sló Henrik dag einn í júnímánuði árið 1928 á breiðunni neðan við svokallað- an Stórafoss í Tanaánni. Viðureignin stóð yfir í um það bil 9 klukkustundir; fiskurinn tók spón veiðimannsins um klukkan 9 að kvöldi og alla nóttina glímdu þeir uns yfir lauk klukkan rúmlega 6 morguninn eftir. Þvílíkt var afl þessa fisks að honum munaði ekkert um að draga bátinn sem Henrik notaði í veiðiskapinn fram og aftur um ána. Að lokum lagðist fiskurinn ofan í djúpa gjá og var sem botnfastur. Ráðið sem Henrik beitti gegn þessari lævísi er mörgum kunnugt; alla nóttina henti hann grjóti í fiskinn nánast linnulaust til að fá hann til að hreyfa sig úr stað. Længdin á þess- um 72 punda metlaxi var ekki mæld, en þegar bóndinn knái lagði laxinn yfir öxl sér þá lá fiskhaus- inn á öxlinni á meðan sporður nam við jörðu. Þess má geta að bóndinn var að vísu ekki hár í loft- inu, aðeins 162 sentimetrar. Fleiri stórir Tanaáin á að öllum líkindum annað sætið líka, því seinast á áttunda áratug síðustu aldar veiddi sveitarstjórinn í Utsjok 67 punda lax á stöng þar. Laxar á bilinu 63 til 68 pund hafa veiðst í nokkr- um ám í Noregi og enn hendir að mjög stórir laxar veiðist þar. Vænir urriðar Þrátt fyrir.stærðarmuninn á norska laxastofninum og þeim íslenska er, eða réttara sagt, var þessi munur ekki fyrir hendi hvað varðar urriðastofnana. Stórurriðinn sem bjó í Þingvallavatni er hugs- anlega sá stærsti sem vitað er um í heiminum. Stærsti urriði sem veiðst hefur í Noregi var 36,5 pund, en gamlar heimildir greina frá því að í Þingvallavatni hafi veiðst 39 punda bolti. Draumar Hvort sem stangveiðimenn viðurkenna það eða ekki er draumurinn þeirra flestra, ef ekki allra, að ná í þann stóra. Sumar sem þetta mun án vafa uppfylla drauma einhverra, en fyrir þeim getur samt farið eins og unga drengnum sem snemma tók stórfiskabakteríuna. Þegar fyrsti draumurinn rættist tók bara annar helmingi ævintýralegri við - og svo koll af kolli... % „Stœrsti lax sem nokkru sinni hefur veiðst á stöng á Islandi, svo óyggjandi sé, er lax Mar- inós Jónssonar, triilukarls i Bakkafirði. Laxinn veiddi Marinó í Bukkaá árið 1992. Þessi metfiskur vóg 43pund og var 130 sentimetra iangur.“ 0f lítil verðbólga? Þyngdarpunkturinn í um- ræðu um efnahagsmál liggur víða ekki í því hvort ógn stafi af verðbólgu, - ólíkt því sem áður var. Nú er spurt: Getur verðbólga verið of lítil? Eða kannski: Hvert er hag- kvæmasta verðbólgustigið? Víða um lönd er verðbólga ekki mælanleg, og hér á landi, þar sem verðbólga geisaði um árabil og náði árið 1983 að verða um 80% á ári, er hún nánast engin lengur. I blaði Samvinnubréfa Landsbankans er einmitt fjall- að um þetta atriði í síðasta blaði, sem kom út fyrir helgina. Þar segir: „Ahrifamiklar samlíkingar verðbólgu við skrímsli, drauga og önnur kvikindi eru hinsvegar á undanhaldi, eins og nátt- myrkrið í dögun. Sama hefur gerst á Islandi og annars stað- ar. Verðbólgan hefur hopað og reyndar er hún um þessar mundir með því lœgsta þekkist í iðnríkjunum. Áður var hún meiri en í flestum öðrutn löndum". Leitast er við að svara þeirri spumingu hvert sé hagkvæm- asta verðbólgustigið. Segir í greininni að svör flestra sé trú- lega það að skynsamlegt væri að stefna að lágri og stöðugri verð- bólgu, ef til vill á bilinu 1-3%. Ástæðumar fyrir því að velja slíkt markmið fremur en að stefna að jöfnu verðlagi - núll prósent verðbólgu - séu einkum ijórar. Hófleg verðbólga veitir sveigjanleika I fyrsta lagi séu laun treg- breytanleg. Það séu gömul sannindi og ný að erfiðara sé að lækka launafjárhæðir en að lækka raunlaun með verðbólgu. Aðstæður í efnahagslífinu séu hins vegar síbreytilegar og því nauðsynlegt að raunlaun og launahlutföll geti breyst til þess að tryggja hagkvæma nýtingu vinnuaflsins. Hófleg verðbólga stuðli að slíkum sveigjanleika; auðveldi efnahagsstarfseminni að laga sig að breytilegum að- stæðum. Smurning á gangverkið I öðm lagi getur hæfileg verð- bólga aukið aðlögunarhæfni efnahagslífsins almennt. Það sé einfaldlega svo að verðhlutföll breytist greiðlegar við verðbólgu en verðstöður. Verð- bólga virðist því geta þjónað þeim tilgangi að vera einskonar smuming á gangverk efnahags- starfseminnar. Við þetta megi því við bæta að í hagstjómartilgangi getur reynst skynsamlegt við vissar aðstæður að hafa raunvexti á skammtíma- markaði neikvæða. Því sé auðvitað erfitt að koma við ef verðbólga er engin. Svigrúm til að breyta raungengi gjaldmiðla í þriðja lagi segir greinarhöf- undur að lág verðbólga feli í sér ákveðið svigrúm til að breyta raungengi gjaldmiðla, án þess að breyta nafngengi þeirra. Slfk- ar breytingar á raungengi geti reynst skynsamlegar, ef efna- hagsþróun er mismunandi milli landa. Þannig geti það verið æskilegt fyrir land sem hreppir andbyr að stuðla að lækkun raungengis í því skyni að treysta viðskiptajöfnuð og bæta sam- keppnisstöðu sína. Pólitískar ástæður geti hins vegar legið að baki því að halda nafngenginu föstu. Engu að síður megi ná fram raungengislækkun með minni verð- og kostnaðarhækk- unum en annars staðar. Þessu sé að sjálfsögðu öfugt farið ef efnahagsforsendur séu fyrir raungengishækkun. sem Verðbólga ofmetin í reynd I ijórða lagi segir greinarhöf- undurinn að til komi tæknileg rök. Verðbólgu sé ekki auðvelt að mæla nákvæmlega. Flestar rannsóknir bendi til að verðvísi- tölur ofmeti verðbólguna í reynd. Þetta stafi ekki síst af því að við útreikning slíkra vísitalna sé erfitt að meta að fullu þátt gæðabreytinga. í þessu felist að vísitölur hneigist til að ofmeta verðhækkanir. Rannsóknir bendi til að slíkt ofmat kunni að jafngilda um 1-1,5 verðbólgu á ári, þegar litið sé yfir langt tíma- bil. Leikur að eldinum? Tekið er fram að enda þótt flestir hagfræðingar geti tekið undir áðurgreind sjónarmið, þá vilji sumir ganga lengra og setja stefnuna á algerlega stöðugt verðlag. Rökin fyrir því eru ann- ars vegar þau að lág verðbólga bjóði ávallt hættunni heim, sé leikur að eldinum. Hinsvegar benda þeir á að stöðugt verðlag sé trúverðugra markmið en að miða við að halda verðbólgunni innan ákveðinna marka. Þessi viðhorf telur greinarhöfundur þó ekki ráðandi og bendir á að flest lönd sem á annað borð hafa sett sér verðlagsmarkmið í töl- um, miða við að halda verðbólg- unni á bilinu 1 til 3% á ári. „Sjónarmiðin sem lýst er hér á undan eiga að sjálfsögðu ekki síður við hér á landi en annars staðar. Ekki síður, því við al- menn rök bætist að líklega er að öllu jöjhu skynsamlegt fyrir Is- lendinga að fylgja fastgengis- stefnu (nema efnahagslegarfor- sendur breytist stórlega). Hún veitir efnahagslífmu aðhald sem vandséð er aðfáist með öðrum hœtti. Hins vegar geta verið rök fyrir því að þoka raungenginu upp eða niður eftir aðstœðum hverju sinni. Þetta er hœgt að gera með mismunandi verð- bólguhraða, meiri verðbólga felur í sér hœkkun á raungengi og minni verðbólga lcekkun þess“, segir í greininni í Frétta- bréft um verðbréfaviðskipti. Góður kostur að halda raungengi óbreyttu um sinn Um þessar vangaveltur segir höfundurinn að lokum: „Sennilega er góður kostur að halda raungengi krónunnar óbreyttu um sinn, að minnsta kosti œtti ekki að lœkka það frekar en orðið er. I þessu felst að skynsamlegt er að stefiia að því að verðbólga hér á landi verði svipuð á nœstu misserum og í helstu samkeppnislöndum. Ef hún verður minni þyrfti að hœkka gengi krónunnarjafnt og þétt til að vega upp muninn á verðbólgu hérá landi og annars staðar. Slík gengishœkkunarleið er að vísu ekki útilokuð en hún gœti meðal annars haft óhag- stœð áhrif á innlenda vaxta- myndun og því dregið batann í efnahagslífinu á langinn. Þetta stafar einkum afþví að ólíklegt er að minni verðbólga hér en annars staðar komi að fidlu fram í lœgri nafnvöxtum. Fyrir vikið gœtu raunvextir hneigst til að vera ofháir. Því má segja að verðbólga hér á landi gœti orð- ið of lítil í Ijósi efnahagshotfa eins og þœr eru nú metnar.“ Niðurstaðan er því að öllu samanlögðu sú að skynsamlegt sé að stefna að því að verðbólg- an á næstu misserum verði svip- uð hér á landi og spáð er í helstu viðskiptalöndum, - það er á bil- inu 2-3% á ári. Vinningstölur VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING 1 5af5 0 1.730.825 £3+4a,s 2 150.318 0 4af 5 58 8.941 F1 3 af 5 2.136 566 Aðaltölur: 25. júní 1994 M (28) (35) BONUSTALA: 18 v—^ Heildampphæd þessa viku: kr. 3.759.015 UPPLÝSINGAR, SÍMSVARI 91- 6« 15 11 LUKKUU'NA 99 10 00 - TEXTAVARP 451

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.