Alþýðublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UMRÆÐA Föstudagur 1. júlí 1994 MPYDinMDIÐ HVERFISGÖTU 8-10 - REYKJAVÍK - SÍMI 625566 Útgefandi: Alprent hf. Ritstjóri: Siguröur Tómas Björgvinsson Setning og umbrot: Alprent hf. Prentun: Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing: Sími: 625566 - Fax: 629244 Áskriftarverð kr. 1.400 á mánuði. Verð í lausasöiu kr. 140 Ávitnýira LÍftir að dregið hefur verið úr opinberum stuðningi við landbúnað hér á landi og skorið á sjálfvirk kaup nkisins á umframframleiðslu hafa forystumenn bænda hugað að nýjum leiðum til að tryggja hags- muni þessarar atvinnugreinar. Þá kemur í ljós að landbúnaðurinn á ýmsa möguleika til að komast af án þess að vera undir pilsfaldi hins opinbera. Á dögunum var maður að nafni Carl Haest, alþjóðlegur markaðsráðgjafi, staddur hér á landi til skrafs og ráðagerða með bændum og útflytjendum. Ivjarninn í merkilegum málflutningi Haest er að ísland eigi mikla möguleika á mörkuðum, þar sem neytendur vilja lífrænar og hreinar afurðir. Carl Haest segir allt mæla með því að ísland verði lífrænt land, lega landsins, loftslagið, dreifbýlið, vatnsaflið, jarðhitinn og síðast en ekki síst skipulag landbúnaðarffamleiðslunnar. Haest segir að íslenskur landbúnaður geti ekki keppt við erlendar afurðir, hvorki í verði né magni. Það þýði að við verðum að finna landbúnaðarvör- um okkar sérstöðu. Þróunin í alþjóðaviðskiptum þrýsti enn á að Is- lendingar styrki markaðsstöðu eigin framleiðslu. Með nýju GATT- samkomulagi megi vænta aukinnar samkeppni á heimamarkaði. „ís- land getur á hinn bóginn keppt á grundvelli gæða“, er dómur Carl Ha- est, „og besta vopnið í þeirri baráttu er ykkar hreina land og ómeng- uðu afurðir“. Auðvitað dugir það skammt að eiga hreint land og ómengaðar af- urðir og í rauninni er allt tal um „hreinar“ afurðir ofnýtt og útþynnt markaðshugtak. Nánast allir á markaðnum fullyrða að þeir bjóði „hreinar" afurðir. Fleira þarf að koma til. Haest segir að ísland hafí þá sérstöðu að framleiða alveg ómengaða matvöru í hæsta gæðaflokki, - en í takmörkuðum mæli. „Vandamálið sem þið glímið við er það hvernig þið komið þeim skilaboðum á framfæri á trúverðugan hátt. Einfaldasta leiðin sem ég sé, er að þið stígið skrefið til fulls og lýsið þvf yfir að Island ætli sér að verða líífænt land sem framleiði lífræna matvöm“, segir Haest. rTann segir kosti þess að markaðssetja íslenskar landbúnaðarafurðir sem lífrænar alveg ótvíræða. í fyrsta lagi segir Haest það gefa íslend- ingum markaðstækifæri sem framleiðendur „hreinna" afurða að hafa aðgang að ómenguðum náttúmauðlindum, sem aðrar þjóðir hafi ekki. Þama sé markaðsforskot. Þá segir Haest að kaupendur lífrænna vara á neysluvömmarkaði erlendis séu tryggir og stöðugir neytendur, eftir að þeir komast á bragðið. Þeir em því eftirsóknarverður markaður. Þótt markaðurinn sé aðeins 1% í Þýskalandi og um hálft prósent í Frakklandi, - þá er sá markaður risastór fyrir íslendinga, sem vissu- lega er lítill framleiðandi í hópi stórþjóðanna. Þessi hópur, sem hvar- vetna fer stækkandi, skiptir ekki svo glatt um vömmerki, og hann er tilbúinn að greiða hærra verð fyrir vömna, ef hann er ánægður. Þá bendir Carl Haest á að verði íslenskar landbúnaðarafurðir markaðs- settar sem lífrænar, þá geti íslenskir framleiðendur og útflytjendur komist í samband við virta dreifingaraðila, sem starfa á afmörkuðum markaðssillum, þar sem gerðareru miklar gæðakröfur. Ennfremur bendir Haest á að ísland mundi vekja mikla athygli á al- þjóðamarkaði með yfirlýsingu um að væri lífrænt land, nokkuð sem engin þjóð önnur er umkomin að gera. „Ekkert ríki hefur enn sem komið er lýst því yfir að það ætli að gera landbúnað sinn lífrænan. Verði ísland fyrst til þess mun það vekja óhemju athygli um heim all- an, sem mun auglýsa kosti landsins og gæði, Islendingum að kostn- aðarlausu. Það verður útflutningsatvinnuvegunum og ferðaþjónust- unni, svo dæmi séu nefnd, gífurleg lyftistöng", segir Carl Haest. rTann segir að af þeim þjóðum sem hann þekki til muni það kosta hvað minnst fyrir Islendinga að stíga það skref að gera landbúnað sinn lífrænan. Loftslagið verji landið gegn algengum meindýrum og notkun skordýraeiturs sé því í lágmarki. Lega landsins hafi varið landbúnaðinn fyrir sjúkdómum og á síðari árum illræmdri iðnaðar- mengun, sem sé eitt stærsta vandamál landbúnaðar samtímans. Hann bendir á að innlend orkuframleiðsla sé vistvæn, landið dreifbýlt og þrengslabúskapur ekki til staðar. Hér ríki velmegun, menntunarstig þjóðarinnar sé hátt og almenningur meðvitaður um umhverfismál. Allt eru þetta mikilvægar forsendur þess að unnt sé að gera land- búnaðinn lífrænan. „Þið getið keppt á grundvelli gæða en ekki verðs. Árangursríkast er því að stefna að því að landbúnaðurinn ykkar verði lífrænn. Með þeim hætti getið þið tryggt markaðsaðstöðu ykkar, fengið það verð sem þið þurfið að fá fyrir framleiðsluna og viðhaldið einstakri náttúru landsins“, sagði Carl Haest. faMjupjátt Víða á grunnslóðinni í kring um landið láta menn vel af fiskeríi og telja mörg merki þess að ástandið í hafinu sé með góðu móti. Og þetta á ekki aðeins við um grunnslóðarveiði- menn, því í vikunni heyrðist frá aflakónginum Ásgeiri Guðbjartssyni á Guðbjörgu IS, sem segir mikið af þorski á Vestjjarðamiðum. „Síldarstemmning“ hjá skökurum í Þorlákshöfn Skakkarlamir í Þorlákshöfn hafa verið að gera það gott. Að sögn er stór og fallegur þorsk- ur nú á stærra svæði en til langs tíma á skakslóðunum þar suðaustur og vestur af og í meira magni en undanfarin ár á þessum árstíma. Algengur afli hjá handfærabátum hefur verið í kringum tonnið yfir daginn af boltaþorski og kom- ist í tvö tonn. Einn skakkarlanna sagði að nú væri síldin að byrja að skríða inn á hörðu blettina til hrygningar og svokallað súlu- kastsfiskerí að byrja. Fátt er magnaðra á handfæraveiðum en að lenda í slíku fiskeríi. Þannig hagar til, að þorskurinn spennir síldartorfu upp undir yfirborð og í framhaldi af því fer súlan að kasta sér eftir henni. Þorskurinn er oft á tímum gersamlega viti sínu Ijær af græðgi og tekur króka skakar- anna af meira offorsi en orð fá lýst. Fiskleitartæki eru undir þessum kringumstæðum oft- ast með öllu óþörf og hin aldna aðferð að láta fuglinn fmna fyrir sig fiskinn í fullu gildi. „Sfidarstemmning“ getur skapast við súlukastsfiskeríið. Einn daginn er ekkert að hafa, en á þeim næsta stendur að- eins á höndum veiðimann- anna. En úr Þorlákshöfn heyrðust aðrar kannski öllu merkilegri fréttir. Línubátar hafa á þess- um árstíma sjaldnast riðið feit- um hesti, en nú bregður svo við að þeir eru að fá um 100 kfió á balann af steinbít, löngu og ýsu. Breiðafjörður gefur enn Maímánuður var gjöfull í Breiðafirði. Einmuna blíða gerði það að verkum að flest- um fleyjum var hægt að halda til veiða nánast allan mánuð- inn. Eitthvað hefur krafturinn minnkað í fiskeríinu, en er samt vel við unandi. Tíðin hef- ur að auki ekki leikið eins við mannskapinn í júnímánuði og hún gerði í maí. Um 300 trillur eru nú að á Snœfellsnesi og er það með almesta móti. Megninu af þorskinum er landað á fisk- mörkuðunum tveimur á svæð- inu og verðið hefur verið gott, eða um 80 krónur að meðaltali fyrir kflóið. Gott fyrir vestan Brælur hafa háð minni bát- um fyrir Vestfjörðum, en þeg- ar gefið hefur á sjó hefur afl- inn verið með ágætum. Frá Patreksfirði og norður um til Isafjarðar eru yfir 200 smá- bátar að veiðum og öfluðu til dæmis rúmlega 300 tonn vik- una í kringum þjóðhátíð. Síðasta sumar bar smábáta- flotinn uppi stóran hluta at- vinnunnar á Vestijörðum. Allt stefnir í að mál muni þróast með sama hætti í sumar. Glæðist á Austfjörðum Til nokkurra ára hafa veiðar minni báta gengið afar illa fyr- ir Austijörðum og svo slæmt hefur það sumstaðar verið, að þrátt fyrir hrikalegan niður- skurð veiðiheimilda hafa menn oft á tíðum verið í mestu vandræðum með að ná sínum litlu kvótum. Nú er þetta að breytast. Víða hafa smábátamir orðið ágæt- lega varir og veitt betur en til margra ára. Á Stöðvarfirði, svo dæmi sé tekið, hafa menn koinist upp í 6 tonn eftir vik- una á línunni. Lélegri grásleppuvertíð lokið fyrir norðan og austan Þrátt fyrir að heildarveiðin á grásleppuvertíðinni sé nokkru betri á þessari vertíð en þeirri síðustu er veiðin langt fyrir neðan meðallag. Heildarveið- in nálgast nú tíu þúsund tunn- ur, sem er um fjögur þúsund tunnur undir meðaltali. . Fyrir Norður- og Austur- landi eru grásleppukarlar bún- ir að taka upp net sín. Þessi vertíð er sú sjöunda lé- lega í röð og margir veiði- manna hafa þungar áhyggjur af ástandinu. Fiskifræðingar eru ekki á eitt sáttir um orsakir þessa. Stórauknar rannsóknir á grásleppustofninum hljóta að vera aðkallandi svo komast megi eftir því hvort veiðarnar séu að ganga nærri stofninum eða ekki. Heildarverðmæti grásleppu- hrognanna rokkar í kring um einn milljarð á ári svo eftir nokkru er að slægjast. Sama staðan í Kanada í fyrsta skipti síðan 1987 eru Nýfundnalendingar að upp- lifa hrun grásleppuveiðanna. Það ár tóku þeir af okkur for- ystuna í veiðunum og hafa haldið henni allar götur síðan. Gríðarleg ásókn var í veiðarn- ar á þessari vertíð, vegna hruns allra annarra veiða. Nú er sleppan að fara sömu leið- ina, megi dæma af nýjustu veiðitölum. Aðeins örfáir dag- ar eru eftir af vertíðinni hjá þeim og aflinn um það bil 8.000 tunnur. Það þýðir helm- ings samdrátt frá fyrra ári, þrátt fyrir stóraukna sókn. Væri nú ekki ráð að fiski- fræðingar á íslandi og í Kan- ada stefndu á sameiginlegt rannsóknarverkefni í ljósi alls þessa? Breyttar reglur um biíreiðagjald: EMdgrattaf óskráðum bflum Idag tekur gildi ný reglu- gerð frá Friðriki Sophus- syni fjármálaráðherra um bifreiðagjald. Samkvæmt henni verður sú grundvallar- breyting á innheimtu bifreiða- gjaldsins að ef skráningar- merki bifreiðar eru lögð inn til geymslu hjá Bifreiðaskoðun Islands í minnst þrjá mánuði samfellt verður bifreiðin und- anþegin gjaldinu. Undanþág- an miðast við þann dag sem skráningarmerkin eru lögð inn. Þessi reglugerðarbreyting kemur í framhaldi af breytingu sem gerð var á lögum um bif- reiðagjald um síðustu áramót. Fram að þeim tíma varð lög- um samkvæmt að greiða bif- reiðagjald af öllum bifreiðum sem skráðar voru í landinu án tillits til þess hvort þær voru á skráningarmerkjum og í notk- un eðaekki. Hér eftir geta þeir bifreiða- eigendur sem af einhverjum ástæðum hyggjast ekki nota bifreiðir sínar allt árið, sparað sér bæði tryggingar og bif- reiðagjald með því að leggja inn skráningarmerkin. Þessi breyting kemur fyrst og fremst til með að nýtast eigendum húsbfia sem nota þá einungis nokkra mánuði á ári svo og þeim sem eru að gera upp eldri bfla. í frétt frá fjármálaráðu- neytinu er vakin sérstök at- hygli á því að þessi breyting er ekki afturvirk. Hún tekur gildi í dag fyrir síðara gjaldtímabil ársins og mun hún þannig ekki nýtast þeim aðilum aftur í tím- ann sem lagt hafa inn skrán- ingarmerki fyrir daginn í dag. Ef skráningannerki eru tek- in út á miðju gjaldtímabili bif- reiðagjalds verður viðkom- andi að staðgreiða þann tíma sem eftir er af tímabilinu hjá Bifreiðaskoðun íslands til að fá merkin afhent. Gjalddagar bifreiðagjalds eru I. janúar og Ljúlí. Fjármálaráðuneytið tekur eftirfarandi dæmi um áhrif hinnar nýju reglugerðar: Bif- reiðagjald er lagt á bifreið 1. júlí 1994. Þann 1. júlí, eða fyrr, eru skráningarmerki hennar lögð inn hjá Bifreiða- skoðun Islands. Þann I. október fer fram breytingarálagning og ef skráningarmerkin liggja enn inni, þá fellur niður álagning alls tímabilsins þannig að ef eigandi hafði greitt bifreiða- gjaldið, þá myndast hjá hon- um inneign sem viðkomandi innheimtumaður mun sjá um að endurgreiða. Ef skráningarmerkin eru síðan tekin út aftur, til dæmis 1. nóvember, verður lagt á bif- reiðina miðað við þann tíma sem eftir er af gjaldtímabilinu, það er út árið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.