Alþýðublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 01.07.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ Föstudagur 1. júlí 1994 MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Auglýsing Laus er til umsóknar staða skólameistara Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu fyrir 20. júlí nk. Menntamálaráðuneytið, 29. júní 1994. Ný safnplata: Ýktböst Eftir einn - ei aki neinn! IUMFERÐAR RÁÐ SKRIFSTOFUR REYKJAVIKURBORGAR - BYGGINGARFULLTRÚI Skrifstofustjóri Byggingarfulltrúinn í Reykjavík óskar eftir að ráða skrifstofustjóra. Umsækjendur skulu helst hafa íokið lögfræði- prófi, en önnur háskólamenntun kemur einnig til greina. Þeir skulu og hafa reynslu af skrif- stofustörfum og tölvum. Umsóknir með greinargóðum upplýsingum um menntun og fyrri störf, berist fyrir 20. júlí nk. til starfsmannastjóra borgarverkfræðings Skúlatúni 2, þriðju hæð sem ásamt byggingar- fulltrúa gefur upplýsingar um starfið. Ykt böst er ný safnplata með 18 lögum af ýmsu tagi. Tólf laganna eru af íslenskum toga með hljómsveit- um sem eru sumar hverjar að stíga sín fyrstu skref en önnur lög eru í flutningi þekktra hljómsveita. Sex laganna em flutt af ensku listafólki og þar á meðal er nýjasta smáskífulag hljómsveitarinnar Saint Eti- enne sem kom fram á frábærum tónleikum á Listahátíð í Reykjavík fyrir skömmu. 1 hópi íslensku hljómsveit- anna ber fyrst að nefna Blackout sem eru með sitt ann- að lag til þessa sem kallast Days, þá er hljómsveitin Alvar- an með endurgerðir af tveimur lögum, Hvað er að ske og Leik- ur að vonum. Stefán Hilmars- son er hér í félagi við hljóm- sveitina Fantasíu í laginu Negli þig nœst úr samnefndri stutt- mynd. Fantasía á annað lag á Ýkt böst, sem nefnist N 1 0 (enn einn hring). Þá kveða sér hljóðs hinar bráðefnilegu hljómsveitir In Bloom og Dead Sea Apple í fyrsta sinn á plötu. Lagið sem fyrmefnda sveitin flytur heitir Pictures og síðamefnda hljóm- sveitin er með mjög áhugavert lag sem kallast Mist OfThe Mo- urning. Hljómsveitin Vitrun sem vakti mikla athygli fyrir lag sitt Disappearíng Into The Voicl sem var að finna á plötunni Al- gjört kúl, sýnir hvers hún er megnug í ballöðunni Child. Þá syngur hin stórgóða Valgerður Guðnadóttir nýtt lag eftir Þor- vald Bjarna Þorvaldsson, Touch Me, en Valgerður vakti verðskuldaða athygli í hlutverki Maríu Magdalenu í uppfærslu Verslunarskóla Islands á Jesus Chríst Superstar fyrr á árinu. Lipstick Lovers em með flunkunýtt lag sitt, On My Way To Paradise og hljómsveitin Jet Black Joe flytur nýja útfærslu á lagi sínu Running Out OfTitne. Þá má ekki gleyma stórgóðri ballöðu, Þrá, með hljómsveit Sigríðar Guðnadóttur og Bergþórs Morthens, Rask. Lag þetta mun aðeins vera for- smekkurinn að nýrri plötu sem kemur út með Rask fyrir jólin. Utlendu lögin em ekki af verri endanum. Fyrst má telja Like A Motorway, með Saint Etienne, en hljómsveitin vakti mikla athygli á Listahátíð í Reykjavík á einum bestu tón- leikum sem haldnir hafa verið. Þá er þama að finna nýtt lag með hljómsveitinni Primal Scream sem eignast hefur fjöl- marga aðdáendur hér á landi fyrir lag sitt Rocks. Breski dúettinn Erasure hef- ur átt dyggan aðdáendahóp í gegnum árin og hér er nýtt lag ineð þeim Vince Clark og Andy Bell, Always. Breska söngkonan Misty Oldland flyt- ur lagið A Fair Ajfair sem mik- ið hefur heyrst á öldum ljósvak- ans og margir hafa beðið eftir að komi út á plötu. Síðast en ekki síst eru hér tvö lög með tveimur frískum rokk- hljómsveitum, Inspiral Carpets með lagið Uniform og Oasis með lagið Supersonic. Bæði þessi lög hafa notið mikillar hylli á óháða listanum og munu væntanlega ná eyrum fjöldans á næstunni. Það er ljóst á fyrrgreindu að Ýkt böst er sneisafull af úrvals- tónlist - þetta er geisladiskur sem ber ferskan andblæ sumars með sér. Það er Spor hf sem gefur geislaplötuna út og eintakið kostar 1999 krónur. Guðmund- ur Jón Guðjónsson hannaði umbúðir, Sony DADC fram- leiddi. Spor hf. annast dreifíng- una. Fyririestrar um hamingjuna - í Mennttiskólanuin á Laugirvatni V Amorgun, laugttr- dag, munu heim- spekingamir Páll Skúlason og Vilhjálniur Árnason halda fyrirlestra um hamingjuna. Fyrirlestr- arnir verða haldnir í Menntaskókmum á Laug- arvatni og standa frá klukkan 17 til 19. Þeir Páll og Vilhjálmur inunu segja frá kenningum heimspekinga, ljalla um viðhorf Islendinga og greina frá eigin niðurstöð- um um eðli hamingjunnar og á hvaða forsendum menn geti lalist hamingju- samir. Páll Skúlason er löngu landsþekktur fyrir greinar og bækur sem hann hefur sent frá sér undanfarna tvo áratugi. Má þar nefna Pœ- lingar, sem er greinasafn, og Siðfrœði sem er nýjasta bók hans. Vilhjálmur Ámason sendi í vetur leið frá sér bókina Siðfrceði lífs og dauða þar sem hann fjallar um ýmis siðfræðileg álita- mál í starfi heilbrigðis- stétta. Bókin sú var til- nefnd til íslensku bók- menntaverðlaunanna. Þess má geta að fyrir- lestramir verða endurtekn- ir á sama stað og sama tíma þann 6. ágúst. Fjölniennuni í suinarferð um Suðuriand! Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands Sumarferð 2. júlí Sumarferð Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands - verðurfarin laugardaginn 2. júlí. Farið verðurfrá Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu í Reykjavík á laugardagsmorgni klukkan 09 og ekið sem leið liggur í Skálholt. Þar verður áð um stund og síðanfarið að Gullfossi um Brúarhlöð. Frá Gullfossi verður svo farið að Geysi og þaðan að Laugarvatni og loks um Þingvelli að Nesjavöllum þar sem verður grillað. Komið verður til Reykjavíkur um Nesjavallaveg um klukkan 22. Reykjavík - Skálholt - Brúarhlöð - Geysir Laugarvatn - Þingvellir - Nesjavellir - Nesjavallavegur - Reykjavík. Takið með ykkur sundföt! r

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.