Alþýðublaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
TILVERA.N
Miðvikudagur 13. júlí 1994
Reykjankurborg og Mos-
fellsbœr hyggjast standa
.sainan að byggingu nýs
framhaldsskóla í Borgarholti II í
Reykjavík ásamt ríkinu. Aðilamir
gerðu með sér samning á siðasta
ári um stofnun hins nýja Borgar-
holtsskóla. Hann verður 10 þús-
und fermetrar að stærð, bóknáms-
og verknámsbygging.
Byggingamefnd skólans ákvað
að efna til samkeppni um hönnun
skólans að undangengnu forvali
sem sex arkitektastofur fengu að
spreyta sig á.
Dómnefnd hefur nú lokið störf-
um og lagt til við byggingamefnd
að teknu tilliti til gæða- og kostn-
aðarmats að leitað verði samninga
við Arkitektastofu Finns og
Hilmars, Aðalstræti 8 í Reykja-
vík. Tillögurnar eru til sýnis til 22.
júlí að Hlégarði í Mosfellsbæ
milli klukkan 15 og 18.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Húsnæði óskast
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra
leitar eftir kaupum á 350-400 m2 iðnaðar- eða verslun-
arhúsnæði á Akureyri.
Nauðsynlegt er að húsnæðið sé á jarðhæð og allt að-
gengi innan dyra sem utan í góðu lagi með tilliti til fatl-
aðra.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -
efni, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og
söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins,
Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 1. ágúst 1994.
Fjármálaráðuneytið, 12. júlí 1994.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Húsnæði óskast
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Norðurlandi eystra
leitar eftir kaupum á einbýlishúsi fyrir skammtímavist-
un fatlaðra á Akureyri, um 250 m2 að stærð að meðtal-
inni bílgeymslu.
Nauðsynlegt er að húsnæðið sé á einni hæð með 6-8
rúmgóðum svefnherbergjum og allt aðgengi innan
dyra sem utan í góðu lagi með tilliti til fatlaðra.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -
efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, af-
hendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjár-
málaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 1.
ágúst 1994.
Fjármálaráðuneytið, 12. júlí 1994.
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Húsnæði óskast
Svæðisskrifstofa málefna fatlaðra á Reykjanesi
auglýsir eftir kaupum á húsnæði fyrir skammtímavis-
tun fatlaðra í Kópavogi, helst í austurbænum.
Um er að ræða a.m.k. 200-250 m2 einbýlishús í góðu
ásigkomulagi með 5 rúmgóðum herbergjum.
Nauðsynlegt er að húsnæðið sé á einni hæð og allt
aðgengi innan dyra sem utan í góðu lagi með tilliti til
fatlaðra.
Tilboð, er greini staðsetningu, stærð, byggingarár og -
efni, herbergjafjölda, brunabóta- og fasteignamat, af-
hendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjár-
málaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 1.
ágúst 1994.
Fjármálaráðuneytið, 12. júlí 1994.
Fjölskylduhátíð
AUSTFIRÐINGA
og gesta þeirra
um verslunar-
mannahelgina:
Neskaupstaður
mun bjóða
ókeypis
tjaldstæði og
ókeypis aðgang
að hátíðasvæðinu
BUBBIKÓNGUR verður án efa í miklu dálœti hjá mótsgestum Neistaflugs ’94 í Neskaupstað um verslunarmannahelgina.
Stóra sumarhátíðin á Austfjörð-
um um verslunarmannahelg-
ina verður í Neskaupstað, -
Neistaflug ’94. Slfk hátíð var haldin
þar í fyrra og þótti gefast vel. Mið-
bær Neskaupstaðar verður allur
skreyttur og ljósum prýddur í tilefni
af Neistafluginu, og þar verður tjald
eitt veglegt, meira en 200 fermetrar
á stærð og mun setja svip sinn á
miðbæjargötumar þar sem sönn há-
tíðarstemmning mun ríkja.
Það er Ferðamálafélag Nes-
kaupstaðar sem stendur fyrir hátíð-
inni og er hún tjármögnuð af bæjar-
sjóði ásamt fyrirtækjum í Neskaup-
stað.
Hátíðin hefst í miðbænum og
næsta nágrenni á föstudagskvöld, en
hápunktur hátíðarhaldanna er
skemmtidagskrá á sunnudag, sem
lýkur með varðeldi og flugeldasýn-
ingu í Lystigarði bæjarins.
Landskunnir listamenn koma við
sögu á Neistaflugi ’94. Má þar
nefna Bubba Morthens, Hljóm-
sveit Geirmundar Valtýssonar, Pál
Oskar og Milljónamœringana,
Ullarbandið, Dixie-drengi, Oz,on
og Síva.
Margt annað verður á dagskránni,
tíl dæmis má nefna útitónleika
Brúðuleikhúss og Spírólí-leiktœk-
in, enskan fjöllistamann, hjólreiða-
keppni, útibíó, útidansleiki, inni-
dansleiki, unglingadansleiki, kara-
okekeppni, hljómsveitakeppni, sjó-
skíðasýningu, götukörfubolta,
bridgemót, sjóstangveiði, auk flug-
eldasýningar og varðelds.
Þeir í Neskaupstað ætla að taka
vel á móti gestum og ætla ekki,
gagnstætt því sem venjan er á úti-
mótum um verslunarmannahelgi, að
blóðmjólka gesti sína. Neskaupstað-
ur mun bjóða ÓKEYPIS tjaldstæði
og ÓKEYPIS aðgang að hátíða-
svæðinu.
SKELJUNGUR - fhunleiðir Bónax-bílabón í Skerjafirði:
Fjögur ný störf skapast
og með því að framleiða hér á landi hefur tekist að lækka verðið á bóninu um helming
Atímum þegar munar um hvert
nýtt starf er það athyglisvert að
Skeljungurhf býr til fjögur ný störf
með því að framleiða hér á landi
bflabónið Bónax. Og ekki nóg með
það, - með því að framleiða hér á
landi hefur tekist að lækka verðið á
bóninu um helming.
Hráefni í bónið kemur í tunnum
ffá Þýskalandi og er síðan blandað
og átappað í minni umbúðir á lager
Skeljungs í Skerjafirði.
Þessi tilhögun skapar eins og fyrr
segir ijögur ný störf beint, en við
það er að bæta að þessi starfsemi
skapar ennfremur aukin störf í um-
búðagerð hér á landi. Sigurplast hf.
í Mosfellsbæ ffamleiðir umbúðimar
og Vörumerking hf. prentar lím-
miða á þær.
Bónax var kynnt hér á landi í
mars síðastliðnum. Verður ekki
annað sagt en að kynning þess hafi
gengið vel. Samkvæmt upplýsing-
Tilkynning frá
Sölu Varnarliðseigna
Skrifstofa vor og verslanir í Reykjavík verða lok-
aðarfráog með 18. júlítil 15. ágústvegna sumar-
leyfa.
Sala Varnarliðseigna.
Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa í fastar stöður og til
sumarafleysinga.
Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
96-71166.
Sjúkrahús Siglufjarðar.
um frá Skeljungi hf. hafa á tæpum
þrern mánuðum selst um 10 þúsund
lítrar, rúmlega 110 lítrar á dag að
meðaltali. Salan er þrefalt meiri en
áætlanir söludeildar Skeljungs í
Skerjafírði gengu út á.
Bónað með BONAX-bílabóni, - íslenskri framleiðslu, sem gefur ný störf.
Kamival ÍTR
Hið árlega Kamival félagsmið-
stöðva ÍTR verður haldið mið-
vikudaginn 20. júlí næstkomandi.
Dagurinn byrjar á því að böm af
sumamámskeiðum félagsmiðstöðv-
anna mæta klædd í skrautlega bún-
inga klukkan 11 á planið fyrir fram-
an Austurbæjarskóla.
Það verður því lífleg og skrautleg
skrúðganga sem fer klukkan 11:30
frá Austurbæjarskóla, niður Baróns-
stíg, niður Laugaveg, áfram eftír
Lækjargötu út í Hljómskálagarð.
í Hljómskálagarðinum verða
skemmtiaUiði flutt af krökkunum
og að þeim loknum spilar hljóm-
sveitin Fjörkallar fyrir dansi og fer í
ýmsa hópleiki.
Leiktæki verða á víð og dreif um
garðinn. Það verður sannkölluð há-
tíðarstemmning í miðborg Reykja-
víkur þennan dag eftír viku.