Alþýðublaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MPiotmnuiu
Miövikudagur 13. júlí 1994
GREENPEACE fagnar sigri í Þýskalandi í stríðinu gegn MAGNÚSIGUÐMUNDSSYNI, kvikinyndagei'ðannanni.
Málið stendur aðeins um 23 sekúndna myndskeið í myndinni, segir Magnús:
Greenpeace gerir atlögu að Magnúsi
- Grænfriðungar segja Magnús í vafasömum félagsskap og að hann láti stjómvöld hvalveiðiþjóða
um að kosta starfsemi sína. Grænfriðungar segja einnig að Magnús hafi nýverið fært út kvíamar og
sé nú farinn að ganga erinda kjaniorkuiðnaðarins
að er alrangt að lögbann
hafi verið veitt nema fyrir
einu þeirra atriða sem
Greenpeace setti fram fyrir
þýska dómstólnum. Annað í
þessum upplýsingum Green-
peace til fjölmiðla er í sama dúr,
lygar og skætingur. Þeir ljúga
þessu sama í sífellu og ætlast til
að fólk trúi að lokum, sagði
Magnús Guðmundsson, kvik-
myndagerðarmaður í samtali við
Alþýðublaðið. Hann sagðist til
dæmis nú í fyrsta sinn heyra að
hann væri á förum til Reno í Ne-
vada í Bandaríkjunum til að
sækja leiðtogaráðstefnu Wise
Use hreyfingarinnar, en hún er
sögð berjast af alefli gegn um-
hverfissamtökum. „Eg er ekki
að fara eitt né neitt, allra síst á
þessa ráðstefnu, enda hef ég
ekkert þangað að gera,“ sagði
Magnús.
Tuttugu og þrjár sekúndur
Greenpeace í Bretlandi sendi
frá sér fréttatilkynningu þar sem
segir að þýskir dómstólar hafi
lagt lögbann á Manninn í regn-
boganum og stutt allar þijár
meginkröfur samtakanna, sem
kröfðust banns á sýningar
myndarinnar í Norddeutsche
Rundfunk - NDR.
Eina atriðið, að sögn Magnús-
ar, sem lögbann var sett á, var
notkun 23 sekúndna í myndinni,
sem Greenpeace telur sig eiga
og séu notaðar í óleyfi. Magnús
Guðmundsson segir að þessir
filmubútar hafi verið keyptir af
sjónvarpsstöðvum í Evrópu. Sé
það rétt að Greenpeace eigi rétt-
inn, þá sé það ekki mikið mál að
klippa þá út.
Asökunum um að vinnubrögð
við myndina feli í sér rógburð og
óvönduð vinnubrögð, textum sé
kippt úr samræmi við raunveru-
leika og annað í þeim dúr var
vísað frá dómstólnum að sögn
Magnúsar. Hann segir að viðtöl í
myndinni hafi margoft verið
yfirfarin og fréttamenn, meðal
annars Ríkisútvarpsins, fengið
að ganga úr skugga um að þar er
engu hnikað, ekkert klippt úr
samhengi. Greenpeace segir
þvert á móti hafa sannanir fyrir
því að í myndinni séu svör við
spumingum sem aldrei voru
lagðar fram.
Eiðsvarnir fyrir þýskum
dómstóli
Fyrir dómstólnum í Þýska-
landi mættu talsmenn Green-
peace, doktor Francisco Pal-
acio og David McTaggart og
sögðu eiðsvamir rangar þær að-
dróttanir sem fram koma í
myndinni, segja Greenpeace
samtökin.
Segir ennfremur að myndin
hafi verið grannskoðuð innan
NDR- sjónvarpsins, og að þar
hafi menn komist að ósiðlegri
fréttamennsku sem hefði verið
beitt, meðal annars með klipp-
ingum og misnotkun á viðtals-
bútum. Vegna þessarar óná-
kvæmni myndarinnar hefði
NDR boðið Greenpeace að
koma fram með viðbrögð sín og
hefði það verið ætlunin að
þekkjast það boð. NDR hafi
fengið að sjá fmmgögnin að við-
tölunum og samþykkt að endan-
leg gerð myndarinnar væri
blekking og ósönn saga. Danski
framleiðandinn hefði hinsvegar
neitað að afhenda þessar filmur
til notkunar í umræðum að lok-
inni sýningu í sjónvarpi. Þarmeð
hefði verið ákveðið að krefjast
lögbanns á sýningu myndarinn-
ar.
Dómurinn uppreisn æru, segir
Greenpeace
„Greenpeace álítur að það hafi
fengið fullkomna uppreisn æm
gagnvart kvikmyndinni Mann-
inum í regnboganum. Sú mynd
er ekki og var aldrei ætlað að
vera málefnaleg rannsóknavinna
blaðamanns, heldur miklu frem-
ur pólitískt útreiknuð tilraun
sem mnnin er undan rifjum
öfgamanna til hægri, en hópur
þeirra átti þátt í gerð þessarar
myndar", fullyrða Greenpeace-
menn og em hróðugir yfir sigri
yfir TV2 í Danmörku, - og
Magnúsi Guðmundssyni.
Samtökin segja að tilgangnum
sé best lýst af Ron Arnold, sem
í myndinni sé lýst sem hlutlaus-
um rannsóknamanni, en sé í
raun stofnandi Wise Use hreyf-
ingarinnar, sem beijist gegn um-
hverfissamtökum. Hann hafi
verið skráður útsendari Americ-
an Freedom Coalition í Banda-
ríkjunum, hins pólitíska arms
Sameiningarkirkju séra Sun
Myung Moons, sem alræmdur
er. Amold hafi sagt: „Markmið
okkar er að eyðileggja, - að
kremja umhverfíshreyfingam-
ar“.
Vitnað í viðtal Aiþýðublaðsins
Þá segir að myndin Maðurinn
í Regnboganum hafi að stómm
hluta verið komið á legg fyrir til-
stuðlan tímaritsins 21st Century
Science and Technology og
myndinni dreift til fulltrúa Al-
þjóða hvalveiðiráðsins af
Magnúsi Guðmundssyni, einum
af ráðgjöfum myndarinnar.
Greenpeace vitnar í viðtal Al-
þýðublaðsins 6. janúar síðastlið-
inn þar sem Magnús segist vera
framleiðandi myndarinnar
ásamt TV2 í Danmörku. Segir
Greenpeace að TV2 hafni því að
Magnús hafi haft annað hlutverk
við myndina en ráðgjöf. Full-
yrða Greenpeacemenn að
Magnús sé á förum til Reno í
næstu viku á fund Wise Use-
hreyfingarinnar. Þetta segir
Magnús hins vegar hið mesta
bull, aldrei hafi komið til álita að
fara þá ferð.
Tugthúslimur með ógeðfellda
lífssýn
Tímarit þetta segir Green-
peace að spegli skoðanir eins
þekktasta hægri öfgamanns
Bandaríkjanna, Lyndon
Larouche. Lyndon þessi sé ný-
sloppinn úr fangelsi eftir að hafa
setið inni fyrir stórfelld fjársvik
og ásakaður um samblástur
gagnvart stjómvöldum. Larouc-
he sé fyrirgangssamur gyðinga-
hatari og hafi hann varið tveim
áratugum ævi sinnar í að koma
sér upp hópi skoðanasystkina
öfgafólks á hægri væng, sem
óski þess heitast að koma á fas-
istastjóm í landi sínu. í Vestur-
Evrópu eigi Larouche sér mál-
svara í svokallaðri Schiller Ins-
titute í Þýskalandi, - með skrif-
stofur í Kaupmannahöfn og
Stokkhólmi - og leggur „stofn-
un“ þessi aðaláherslu á yfirburði
germanska kynstofnsins.
Magnús fjármagnaður af
Wise Use?
Því er haldið fram fullum fet-
um af Greenpeace að tímaritið
21st Century Science and
Technology hafi staðið fyrir og
kostað sýningu á fyrri mynd
Magnúsar Guðmundssonar í
blaðamannaklúbbnum í Wash-
ington 9. júní 1989.
Þá segir í fréttinni frá Green-
peace, sem samtökin sendu Al-
þýðublaðinu í fyrradag:
„Guðmundsson hefur í nokk-
ur ár haft lífsviðurværi af því að
ráðast að Greenpeace með kvik-
myndum og staðhæfingum sem
sannanlega hafa reynst æm-
meiðandi. Arið 1989 úrskurðaði
norskur dómstóll hluta af fyrstu
mynd hans, heimildarmynd sem
var meðmælt hvalveiðum,
„Lífsbjörg í Norðurhöfum",
æmmeiðandi fyrir Greenpeace
og krafðist þess að þeir hlutar
myndarinnar yrðu fjarlægðir.
Guðmundsson var dæmdur til
að greiða Greenpeace 30.000
norskar krónur, sem hann hefur
enn ekki greitt“.
Ennfremur segir:
„Kynningarferðir Guðmunds-
sons hafa verið íjármagnaðar af
Ron Amold, sem og hagsmuna-
aðilum í fiskveiði- og hvalveiði-
iðnaði á Islandi, Noregi, Nýja
Sjálandi og Japan. Nýlega færði
hann út starfsemi sína yfir í
kynningu á kjarnorkuiðnaði.“
Enn er grafið
á Ingólfctorgi!
Vegfarendur um hið ágæta
Ingólfstorg í miðborg
Reykjavíkur rekur í rogastans.
Enn á ný er farið að grafa, löngu
eftir að torgið átti að vera tilbúið.
Er ekki að undra þótt það sé orð-
ið einn helsti höfuðverkur gatna-
málastjórans í Reykjavík og
borgarskipulagsins.
Enn eitt vandamál hefur kom-
ið upp, - ekkert var hugsað um
almenningssalemi við torgið og
leitar borgin því á náðir ná-
grannanna, meðal annars til eig-
anda veitingahúss sem senn
opnar í Alafosshúsi, til að fá úr-
lausn þeirra mála.
Hjá borgarverkfræðingi var
Alþýðublaðinu tjáð í gærdag að
nýjasti uppgröfturinn á torginu,
stafi af því að verið sé að laga
fláa sem var á götunni. Þama var
flái úr timbri og var hann til
bráðabirgða. Nú á að ganga end-
anlega frá götunni. En miklar
hafa hremmingamar verið og
lýsa miklu óskipulagi í fram-
kvæmdum borgarinnar, - sem
vonandi heyra senn liðinni tíð til
með nýjum stjómendum borgar-
innar.
ENDALAUSAR FRAMKVÆMDIR:
Tveir kornungir starfsmenn Reykjavík-
urborgar við nýjasla uppgröftinn á Ing-
ólfstorgi, verið erað laga akstursbraut-
ina suðaustanvert við torgið.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
BÍLASKOÐUN fær faggildingu
„Þetta er allt samkvæmt Evrópubylgjunni, við fengum vottun
og faggildingu, sem á að vera til þess falin að tryggja fagleg
vinnubrögð og hlutleysi, gagnvart opinberum aðilum og al-
menningi“, sagði Karl Ragnars, Ifamkvæmdastjóri Bifreiða-
skoðunar íslands í samtali við Alþýðublaðið. í sænska blað-
inu SWEDAC magazinet birtist þessi mynd. Þar kemur fram
að sænska faggildingarstofnunin hefur aðstoðað hina ís-
lensku við mat og viðurkenningu á gæðaregluin Bifreiða-
skoðunar íslands. Á myndinni má sjá Gæðaráð Bifreiðaskoð-
unar íslands. Sitjandi á myndinni em þeir Ársæll Þorsteins-
son, verkfræðingur og forstöðumaður faggildingarstofu Lög-
gildingarstofunnar, og Karl Ragnars, framkvæmdastjóri Bif-
reiðaskoðunar...
REYNIR efstur í Motorcross
Reynir Jónsson er efstur í íslandsmeistaramótinu í Motorc-
ross, torfæmkeppni í mótorhjólaakstri. Hann er með 75 stig
að afloknum tveim umferðum, en sú þriðja og úrslitasennan
er 24. julí. I öðm sæti kemur Guðmundur Sigurðsson með 68
stig og Jón K. Jacobsen þriðji með 65 stig...
HJÓLREIÐAKEPPNI
í Hafnarfirði
Æskulýðs- og tómstundaráð Hafnarfjarðar gengst fyrir hjól-
reiðakeppni á morgun, fimmtudag, á Víðistaðatúni. Þátttak-
endur mæti klukkan 13. Keppnin er fyrir krakka á aldrinum 8
til 14 ára og felst í að hjóla ákveðna vegalengd á sem
skemmstum tíma. Keppt um góð verðlaun. Geir Bjamason í
félagsmiðstöðinni Vitanum veitir nánari upplýsingar í síma
50404...
LOÐNAN gerir mikið
Fyrstu dagar loðnuvertíðar lofa góðu unt framtíðina. Komin
em á land nærri 60 þúsund tonn. Það má nærri geta að smá-
fiskurinn gerir rnikið fyrir sjávarplássin eystra. Dagana 7. júlí
til II. júlí bámst á land um 19 þúsund tonn og 2.600 lonn
vom á leiðinni til lands...
SVÍNIÐ sækir á í sölu
Framleiðsla á kjöti var meiri í maí í ár en í fyrra, þegar á heild-
ina er litið. Bændasamtökin segja að þegar litið er til 12 mán-
aða tímabils sé framleiðslan hinsvegar ekki meiri. Salan á
kjöti í maí í ár er hinsvegar minni en í fyrra, en hefur aukist
lítillega á síðustu 12 mánuðum. Framleiðsla og sala á svína-
kjöti hefur aukist töluvert meira í maí en á sama tíma í fyrra
og það sarna hefur mátt sjá á yfirlitum síðustu rnánaða. Þá
hefur framleiðsla hrossakjöts aukist töluvert frá í rnaí 1993,
eða um 58%, en salan aftur á móti 33% minni en í sama mán-
uði í fyrra og hefur heidur dregið úr henni á síðustu 12 mán-
uðum, eða sem nemur 6,8%. Enn hefur orðið samdráttur á
sölu kindakjöts, en nokkur aukning í sölu nautakjöts...
SJÚKRALIÐAR og HJÚKRUN-
ARFRÆÐINGAR
Landlæknir hefur sent bréf „af gefnu tilefni". Þar segir að á
síðustu mánuðum hafi sjúkraliðar og hjúkrunarfræðingar
skipst á skoðunum um ýmis mál er snerta þessa tvo starfs-
hópa. Landlæknir hefur rætt við ýmsa aðila um nokkur efnis-
atriði og umtjöllunina um þau. „Það skal hins vegar tekið
fram að enginn, hvorki hjúkrunarfræðingur né sjúkraliði, hafa
fengið áminningu frá landlækni í tengslum við það“, segir í
þessu stuttabréfi...