Alþýðublaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 13.07.1994, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 13. júlí 1994 LANDSMÓT ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 y Dagskrá Landsmótsins að Laugarvatni: Fyrsta atriði íþróttakeppninnar á 21. Landsmóti UMFÍ að Laugarvatni er knattspymu- keppni í karla- og kvennaflokki sem hefst á morgun klukkan 16. Síðan er lýðveldishlaup, blak og skák á dag- skrá morgundagsins. A föstudag hefst keppni klukkan níu um morguninn með blaki, drátt- arvélaakstri og lýðveldishlaupi. Fram að hádegi er auk þess undan- rásir í sundi, bridds, skák, hand- knattleikur og knattspyma karla og kvenna og karate. Eftir hádegi á föstudag verður línubeiting klukkan 13 en klukkan 13.30 fer fram vígsla aðalleikvangs- ins. Síðan eru ftjálsar íþróttir, körfu- knattleikur, júdó, úrslit í sundi, jurtagreining, boccia fatlaðra, æsku- hlaup, lýðveldishlaup, og land- græðsla. Klukkan 20 er setningarat- höfn á aðalleikvangi. Tjaldball hefst klukkan 22 fyrir íjölskyldur, kepp- endur og aðra og sveitaball klukkan 23 að Borg. Dagskrá Iaugardags Á laugardagsmorgun verður byrj- að klukkan átta á borðtennis og hálfri stundu síðar er það körfu- knattleikur. Fram til hádegis er svo á dagskrá bridds, morgunleikfimi fyr- ir alla undir stjóm Magnúsar Sche- ving, lýðveldishlaup, frjálsar íþrótl- ir, knattspyma karla, undanrásir í sundi, skák, hestadómar, söguferð og úrslit í handknattleik. Klukkan 12 er knattspyma kvenna, úrslit, 5.-6. sæti og 3.-4. sæti. Knattspyma karla er á dagskrá á sama tíma, landgræðsla og nátt- úruskoðun. Síðan er glíma, skóg- rækt og stafsetningarkeppni. Keppni f pönnukökubakstri hefst klukkan 15 í samkomutjaldinu og þ;u' verður eflaust margt um mann- inn. Klukkustund síðar eða klukkan 16 er margt á dagskrá. Þá er knatt- spyma karla, úrslit í knattspymu kvenna og fjölskylduskemmtun með þrautakóng og ratleik. Þvf næst er lýðveldishlaup og ’65-boðhlaup. Heimsmeistarakeppnin í knatt- spymu mun að sjálfsögðu fanga at- hygli margra klukkan 19.30 þegar keppni fer fram um 3.-4. sætið. Leikurinn verður sýndur á risaskjá og í fjölda sjónvarpstækja, en kvöldvaka hefst klukkan 20, tjald- ball klukkan 22 með Hljómum og sveitaball einni klukkustund síðar. Lokadagskrá á sunnudag Á sunnudag fara fram úrslit í öll- um greinum. Keppni hefst með fím- leikum klukkan átta. Síðan tekur við bridds, skák og morgunleikfimi. Að því loknu er helgistund, lýðveldis- hlaup og frjálsar íþróttir. Klukkan 10 er keppt í að leggja á borð, und- anrásir í sundi, söguferð og 10.30 er Bláskógaskokk sem er 16,1 kfló- metrar og 5,5 kílómetrar. Klukkan 11 er knattspyrna karla, úrslit í 3. til 6. sæti sem og skógrækt. Klukkan 12 em hestaíþróttir, úrslit í körfu- knattleik og náttúmskoðun. Þá er á dagskrá ’65-boðsund, axlatök, stafsetningarkeppni og landgræðsla. Urslit í sundi em klukkan 15 og á sama tíma úrslit í knattspyrnu karla, starfshlaup og Ijölskylduskemmtun. Mótsslit verða í Nýja íþróttahúsinu klukkan 17. En það er ekki þar með sagt að allir ætli að drífa sig af staðnum strax í kjölfarið. Klukkan 19.30 verður úrslitaleikurinn á HM í knatt- spymu og verður hann sýndur á skjám bæði í Menntaskólanum og í Gamla íþróttahúsinu. Lokaball hefst klukkan 21 í samkomutjaldinu. Formaður UMFÍ er Þórir Jóns- son, formaður Landsmótsnefndar er Þórir Haraldsson og frant- kvæmdastjóri mótsins er Olafur Örn Haraldsson. Tjaldmífiítóð L a u g a r v »t n s (j«11 21. Landsmót UMFÍ Tj«ldrt«8i Ræktun týðs og lands Usknir t'Oiiii' í»g iimi Versiumr, H»$ei Berwtrr og otfuf &afreitur $um*rbústaðir 8ll»stai6í Gr*6r»sv0ð Grund l.nam Biiasneö. íþrOvtöh: SftMMeftt - TjatdstæSi Upptýstngaf/SljómstöS «8«“ c Matarvöltuo Sjoppa Aðaileikviingur irOttl miðstOÖ' Optð sv*Si Tjaldst*6t Laugarvatn

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.