Alþýðublaðið - 19.07.1994, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 19.07.1994, Qupperneq 6
6 ALÞYÐUBLAÐIÐ MENNING Þriðjudagur 19. júlí 1994 Opna Flugleiða- mótíð í golfi s - Ovenju glæsileg verðlaun Opna Flugleiðamótið í golfi var haldið á Hlíð- arendavelli á Sauðár- króki helgina 16. til 17. júlí. Keppt var með og án forgjafar í þremur flokkum; karla, kvenna og unglinga. Flugleiðir gáfu öll verðlaun sem voru óvenju glæsileg og vill Golfkliibbur Sauðárkróks koma á framfæri kærum þökk- um til fyrirtækisins fyrir stuðn- inginn. Sigurvegarar í karla- og kvennaflokkum án forgjafar hlutu Evrópuferð að eigin vali á einhverri flugleið Flugleiða og aðrir verðlaunahafar hlutu flug- ferð innanlands. Úrslit í einstökum flokkum urðu eftirí’arandi: Karlar ÁNforgjafar: (1) Ein- ar Bjarni Jónsson G.KJ. 156 Aðalfundur Alþýðubrauðgerðarinnar hf. Aðalfundur Alþýðubrauðgerðarinnar hf. verður haldinn mánudaginn 25. júlí næstkomandi, klukkan 16:00, að Hverfisgötu 8-10 í Reykjavík. Dagskrá: 1. Lagabreytingar. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. NESJAVALLAVIRKJUN högg. (2) Eiríkur Haraldsson G.A. 157 högg. (3) Guðjón B. Gunnarsson G.S.S. 162högg. Karlar MEÐ forgjöf: (1) Ei- ríkur Haraidsson G.A. 139 högg. (2) Kristján Guðjónsson G.H. 142 högg. (3) Einar Örn Jónsson G.ÓS. 144 högg. Konur ÁN forgjafar: (1) Ar- ný Lilja Árnadóttir G.S.S. 169 högg. (2) Andrea Ásgríms- dóttir G.A. 171 högg. (3) Sól- veig Skúladóttir G.H. 200 högg. Konur MEÐ forgjöf: (1) Ár- ný Lilja Árnadóttir G.S.S. 145 högg. (2) Halla B. Erlends- dóttir G.S.S. 147 högg. (3) Andrea Ásgrímsdóttir G.A. 149 högg. Unglingar ÁN forgjafar: (1) Örvar Jónsson G.S.S. 156 högg. (2) Gunnlaugur Er- lendsson G.S.S. 160 högg. Kári Emilsson G.KJ. 164 högg. Unglingar MEÐ forgjöf: (1) Davíð Már Jónsson G.KJ. 128 högg. (2) Eggert Jóhannsson G.A. 128 högg. (3) Örvar Jónsson G.S.S. 134högg. KVIKMYNDIR Tonleikar t kvold t Listasafm SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR: Sónötur fyrir fiðlu og píanó Atónleikum í Lista- safni Sigurjóns Ól- afssonar í kvöld koma fram Hlíf Sigurjóns- dóttir fiðluleikari og David Tutt píanóleikari. Þau flytja sónötur fyrir fiðlu og píanó eftir Sergei Prokofieff og Richard Strauss. Tónleikamir hefjast klukkan 20.30. Hlíf Sigurjónsdóttir lauk einleikaraprófi frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík undir htmdleiðslu Björns Ólafs- sonar konsertmeistara. Hún stundaði framhaldsnám við háskólann í Indiana í Banda- ríkjunum, við háskólann í Toronto og Listaháskólann í Banff í Kanada. Hlíf starfaði síðan í kammerhljómsveitum í Þýskalandi og Sviss uns hún snéri heim til Islands. Hlíf hefur kennt við Tónlistarskól- ann á Isafirði og við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssson- ar auk þess sem hún hefur tekið þátt í margs konar tón- listarflutningi og haldið sjálf- stæða tónleika. David T utt er fæddur í Kan- ada. Hann stundaði píanónám í heimalandi sínu og við há- skólann í Indiana í Bandaríkj- DAVltí TUTTog HLÍF SIGURJÓNSDÓTTIR leika íUsta- safni Sigurjóns í kvöld. unurn. David hefur komið víða fram sem einleikaii hér- lendis og beggja vegna Atl- antshafsins, meðal annars með sinfómuhljómsveit ung- verska útvarpsins í Búdapest og sinfóníuhljómsveitum í Calgary, Edmonton og Tor- onto. David kennir nú við Al- berta College Conservatory of Music í Edmonton, Kan- ada. Samstarf Hlífar og David hófst í Listaháskólanum í Banff, þar sem þau dvöldust bæði sem styrkþegar á árun- um 1979 til 1981. Þau hafa haldið fjölda tónleika og léku síðast saman á ísiandi sumar- ið 1991. Nesjavallavirkjun er opin til skoðunar alla daga frá klukkan 10:00 til 12:00 og 13:00 til 17:00 fram til 1. september. Tímapantanir fyrir hópa í síma 98-22604 og 985-41473. Vetrartími auglýstur síðar. Hitaveita Reykjavíkur. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR UTBOÐ F.h. Gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir tilboðum í gerð bílastæða við Holtaveg í Reykjavík og frágang umhverf- is þau. Verkið skal vinnast í sumar og vera lokið 1. október 1994. Helstu magntölur eru: Jarðvegsskipti 1.400 m2 Malbikslag 1.100 m2 Kantsteinn 230 m Steypt gangstétt 300 m2 Grasþökur 860 m2 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykja- vík, frá og með þriðjudeginum 19. júlí 1994, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 27. júlí 1994, kl. 11:00. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum eftir að ráða leikskólakennara eða annað upp- eldismenntað starfsfólk í störf við neðangreinda leik- skóla: Hálsaborg v/Hálsasel, s. 78360 Sólborg v/Vesturhlíð, s. 15380 Ægisborg v/Ægissíðu, s. 14810 Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. tyehUenkílm'tooðíkðá.., Lögguskólinn í Moskvu Sagabíó: Leyniför til Moskvu (Police Academy - Mission To Moscow) Aðalhlutverk: George Gagn- es, Michael Winslow Stjörnugjöf: *1/2 Að kalda stríðinu loknu og niðurfelldum kommúnískum stjómarháttum, losnaði um viðjar margs austur í Rússlandi. Aukins svigrúms njóta svo glæpastarfsemi ýmis konar, að yfirvöld í Moskvu leita ásjár Lögregluskólans í New York, sem er sjónvarpsáhorfendum að góðu kunnur. Á vettvang sendir skólinn flokk lögreglu- manna og nýliða til atlögu við rússnesku mafíuna. Þótt hún hafi allar klær úti, þarf ekki að spyrja að leikslokum. Brotajárn Háskólabíó: Græðgi (Greed) Aðalhlutverk: Kirk Douglas, MichaelJ. Fox Stjörnugjöf: ★ ★ 1/2 Gamla kempan Kirk Dou- glas birtist nú á hvíta tjaldinu eftir nokkurt hlé, en allur annar en áður var, þótt enn sé hann sjálfum sér líkur um margt. Nú er hann afdankaður braskari með brotajám, sem nýtur upp- safnaðs auðs í bústað sínum með ungum einkaritara og þjóni. Samningu erfðaskrár læt- ur hann þó bíða. Neyta ættingj- ar hans (þar á meðal Michael J. Fox) hvers tækifæris til að koma sér í mjúkinn hjá honum. En sá gamli kann leið til að prófa einlægni þeirra og hug til sín. Enginn viðvaningsbragur er á þessari glómlausu gaman- mynd. Utan bandarískra stórborga fyrr og nú Bíóhöllin: Þrumu-Jack (Lightning Jack) Aðalhlutverk: Paul Hogan, Cuba Gooding jr. Stjörnugjöf: ★ 1/2 Frá bankaráni kemst Jack einn af í skjóli svarts gísls, síð- ar lagsmanns hans í ránum. Jack (leikinn af Paul Hogan) hreykist af ódæðum sínum. Bregst hann hinn versti við, ef í blaðafréttum er lítið gert úr rán- um hans og áræði. Að honum er þannig skopast og stiga- mönnum villta vestursins. Hér er sem sagt á ferðinni grínmynd ffá villta vestrinu, kúrekum og indíánum. Mannleg reisn Bíóhöllin: Hvað angrar Gilbert Grape? (What’s Eating Gilbert Grape?) Aðalhlutverk: Johnny Depp, Juliette Lewis Stjörnugjöf: ★ ★ ★ Að söguefni er haft daglegt líf tjölskyldu í smábæ í Banda- ríkjunum, móður sem haldin er offitu og fjögurra bama hennar, - uppkomins sonar, annars yngri þroskahefts, og tveggja dætra á táningsaldri. Uppkomni sonurinn er afgreiðslumaður í matvömbúð, en sá þroskahefti hleypur út undan sér. Samskipti fjölskyldunnar við aðra bæjar- búa eru ýmist ánægjuleg, skondin eða erfið. Af þeim hlýtur myndin þó smám saman reisn. Bændalýður í Beverly- hæðum Saga-bíó: Bændur í Beverly Hills (The Beverly Hillbillies) Aðalhlutverk: Lily Tomlin, Jim Varney Stjörnugjöf: ★ ★ Bóndi, ekkjumaður, kemst skyndilega í álnir, bregður búi og flyst með fjölskyldu sinni til Hollywöod, í fínasta hverfi borgarinnar. Þar heldur fjöl- skyldan þó fyrri lífsháttum, ek- ur jafnvel um á gömlum mjólk- urbíl. Um koll keyrir loks er sá gamli fer að svipast eftir konu- efni og leitar til hjúskaparmiðl- unar. Minnir þessi græskulausa gamanmynd lítið eitt á sænska kvikmynd, sem lukku gerði í Regnboganum í fyrra. Strákur verður fjármálamaður í viku Bíóhöllin: Tómur tékki (Blank Check) Aðalhlutverk: Karen Duffy Stjörnugjöf: ★ ★ 1/2 Litlum snáða finnst hann vera útundan heima hjá sér. Pabbi hans lætur eldri bræður hans tvo ganga fyrir og hann er ekki talinn hafa vit á neinu. Og þegar hann ætlar að opna bankareikning, hrekkur sparifé hans ekki til þess. Utan bank- ans ekur bófi á hjól stráksa, og áður en hann nær að fylla út tékka til að bæta tjónið, sér hann til ferða lögreglumanna og forðar sér. Eftir stendur strákur með undir- ritaðan, óútfylltan tékka. En strákurinn er tölvufíkill og læt- ur tölvuna útfylla tékkann upp á eina milljón dollara. Hefur strákur þá umsvif fjármála- manns, en undir dulnefni, og að viku liðinni er milljónin uppurin. Bráðskemmtileg og geðfelld bama- og unglingamynd frá Disney-kvikmyndafélaginu.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.