Alþýðublaðið - 20.07.1994, Qupperneq 3
Miðvikudagur 20. júlf 1994
TIÐINDI
FLUGLEIÐIR vilja endurskoðun vinnulöggjafarinnar.
Telja að hún standi í vegi fyrir framtíðaruppbyggingu
og hagræðingu í ferðaþjónustu landsmanna:
félög að semja
- þar af geta 10 félaganna stöðvað millilandaflugið,
oft á tíðum fámennir hópar starfsmanna.
Samningar geta staðið misserum saman
FLUGLEIÐIR: Tíu stéttarfélög eru íþeirri aðstöðu að geta stöðvað eða valdið alvar-
legri röskun á millilandaflugi fyrirtœkisins. Flugleiðir eru bundnar kjarasamning-
um við 28 stéttarfélög á Islandi. „Vinnudeilur við hvert og eittþessara félaga geta
raskað ferðum þúsunda viðskiptavina, stefnt hagsmunum fyrirtœkisins, starfs-
manna þess og hluthafa ífullkomna tvísýnu,“ segir stjórn fyrirtœkisins.
Alþýöublaðsmynd / Elnar Ólason
Tíu stéttarfélög eru í þeirri
aðstöðu að geta stöðvað
eða valdið alvarlegri
röskun á millilandaflugi Flug-
leiða. Flugleiðir em bundnar
kjarasamningum við 28 stéttar-
félög á Islandi.
„Vinnudeilur við hvert og eitt
þessara félaga geta raskað ferð-
um þúsunda viðskiptavina,
stefnt hagsmunum fyrirtækis-
ins, starfsmanna þess og hlut-
hafa í fullkomna tvísýnu og
valdið hundruðum annarra fyr-
irtækja víðsvegar um land og
þúsundum starfsmanna þeirra
tilfmnanlegu tjóni“, segir stjóm
Flugleiða í greinargerð með til-
mælum til Vinnuveitendasam-
bands íslands.
í tilmælunum er VSÍ beðið
um að beita sér fyrir samstarfi
við stjómvöld og verkalýðs-
hreyfinguna um endurskoðun
vinnulöggjafarinnar, þannig að
hún taki mið af þörfum nútíma-
atvinnulífs og þjóðfélagshátta.
„Tryggja þarf einstaklings-
bundin réttindi starfsmanna og
réttindi fyrirtækja, stuðla að
stöðugleika á vinnumarkaði og
því að samningar verði gerðir
samtímis í sömu atvinnugrein.
Jafnframt verður að takmarka
heimild smáhópa til að hindra
vinnu margfalt stærri starfs-
hóps“, segir í tilmælum Flug-
leiðatil VSÍ.
„Gildandi lög um stéttarfélög
og vinnudeilur em 8 ámm eldri
en áætlunarflug til útlanda og
voru sett hémmbil aldarfjórð-
ungi áður en íslensk ferðaþjón-
usta sleit bamsskónum. Nýjar
samskiptareglur á vinnumark-
aði verða meðal annars að taka
mið af þróun nýrra og við-
kvæmra atvinnugreina á borð
við ferðaþjónustu til að tryggja
vöxt og viðgang greinarinnar og
sameiginlega heildarhagsmuni
starfsfólks og fyrirtækja. Stjóm
Flugleiða áréttar að langtíma-
sókn í atvinnumálum verði best
tryggð með því að aðilar vinnu-
markaðarins sameinist um nú-
tímalegri samskiptareglur sem
stuðli að öryggi og ábyrgð í
þeirra eigin samskiptum“, segir
stjóm Flugleiða hf.
í greinaigerð segir að frétt um
boðun vinnustöðvunar beini
ferðamönnum samstundis ann-
að. Tjón af völdum vinnudeilna
verði fljótt víðtækt og mikið og
bitni ekki aðeins á viðkomandi
flugfélagi, heldur og þeim þús-
undum sem að ferðaþjónustu
starfa.
Flugleiðastjómin kvartar yfir
að samningar mismunandi hópa
geti staðið misserum saman og
valdi öryggisleysi í ferðaþjón-
ustunni. Þá geti lög og samn-
ingsbundin einokun einstakra
stétta staðið í vegi fyrir nýjung-
um í rekstri og hindrað félagið í
að auka hagkvæmni og lækka
flutningskostnað á hliðstæðan
hátt og samkeppnisaðilar.
Stjómin tekur fram að stéttar-
félög starfsmanna hafi í vaxandi
mæli sýnt þörfum félagsins
skilning og í mörgu mætt þeim
nýju aðstæðum sem leitt hafa af
harðnandi samkeppni. Þrátt fyr-
ir það telji stjómin að laga-
rammi um samskiptin sé nauð-
synlegur. Þær aðstæður sem nú
séu fyrir hendi séu eitt af því
sem helst ógnar framtíðarupp-
byggingu ferðaþjónustu hér á
landi.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
10 KÍLÓMETRA bókahillur
Innlendur innréttingaiðnað-
ur lítur Þjóðarbókhlöðuna
(- sjá meðfylgjandi mynd)
hýrurn augum. Þat- em fram-
undan stór og mikil verk-
efni. Innréttingar hússins eru
hiutaðar niður í 5 útboðs-
þælti. Fyrstu tvö útboðin eru frágengin, en í þeim vom boðin
út skrifborð og bókahillur. íslenskir framleiðendur urðu sigur-
sælir í þeitn útboðum. Meðal þess sent smíða þarf em 10 kíló-
metrar af bókahillum, hreint ekki lítið verkefni það. Þjóðar-
bókhlaðan á að taka til starfa í nýja húsnæðinu á Melunum 1.
desember næstkomandi.
Útilistaverk á DALVÍK
Dóntnefnd hefur valið tvö listaverk til útfærslu og uppsetn-
ingar í miðbæjarkjama Dalvíkur. Dómnefndin valdi tjóra
listamenn til að taka þátt í lokaðri samkeppni um verkin. Það
voru þau Jóhanna Þórðardóttir, Rórí, Sigurður Guð-
mundsson og Sólveig Eggertsdóttir. Verkin Alda og Sjó-
fuglar hlulu náð fyrir augum dómneliidiir sem bestu verkin.
Höfundamir reyndust vera þau Jóhanna og Sigurður Guð-
mundsson. Sýning stendur nú yfirá tillögum listamannanna í
Ráðhúsinu á Dalvík. Verkin eiga að verða sýnileg bæjarbú-
um og gestum þeirra strax í haust.
Margt líkt með MEXÍKÓ og
ÍSLANDI
r
A laugardaginn opnar ung
#"\mexikönsk listakona,
Beatriz Ezban (- sjá með-
fylgjandi mynd) sýningu á
málverkum frá Islandi í
Portinu, Strandgötu 50 í
Hafnarfirði. Sýninguna
kallarhún Undir áhrifúm ís-
lenskrar náttúru. Sýningin er opin daglega frá 14 til 18 nerna
þriðjudaga og lýkur henni 7. ágúst. Sverrir Ólafsson, mynd-
höggvari, segir myndir Ezban „virðast vera óendanlega sin-
fóníu ljóss, skugga, fólks, sögu. landslags, dulúðar og töfra“.
Hann segir að í sínum huga sé margt líkt nteð óskyldum,
Mexíkó og íslandi. þegar grairnt sé skoðað, báðar búi þjóðim-
ar við þá óvenjulegu tilvem að eiga hina raunvemlegu,
ósnoitnu töfra.
Meirihluti með
SVALBARÐAVEIÐUM
II eira en 6 af hvetjum 10 íslendingum telur það í góðu
IVl lagi að íslendingar stundi veiðar á Svalbarðasvœðinu.
Þetta kemur í ljós í skoðanakönnun Hagvangs hf. sem gerð
var4. júlí. Andvígir slíkum veiðum voru 14,7% aðspurðra, en
24,7% sögðust ekki vita svarið. Ekki reyndist marktækur
munur á afstöðu fólks eftir búsetu. Hinsvegar vekur athygli að
yngra fólkið í könnuninni var mun hlynntara Svalbarðaveið-
um en þeir sem eldri em. Þá vekur athygli hversu margir tóku
ekki afstöðu.
Nýtt DÝRAVERNDARRÁÐ
skipaö
Umhverfisráðuneytið hefur skipað nýtt dýraverndarráð.
Hlutverk þess er að vera ráðherra til ráðgjafar við urtísjón
þeirra mála sem snerta dýravemd. í ráðinu sitja nú: Árni M.
Mathiesen. alþingismaður og dýralæknir, sem er lbmiaður
ráðsins; Jónas Jónsson, búnaðarmálastjóri; Óiafur Jónsson,
dýralæknir; Sigríður Ásgeirsdóttir, héraðsdómslögmaður;
og Sigurður H. Richter, líffræðingur. Sigrún Helgadóttir.
líffræðingur er varaformaður.
ÍSLAND - Ijósmyndabók
Það er sagt að glöggt sé gests augað. Það kemur fram á ljós-
myndabók Klaus D. Francke, sem Mál og menning hef-
ur sent lrá sér. í bókinni er að finna úrval af landslagsmyndum
sem Francke hefur tekið úr lofti. Veita þær nýja og óvænta
sýn á ósnortna og stórbrotna náltúru landsins, liti hcnnar og
form. Klaus D. Francke er Þjóðverji og ferðaðist inikið um ís-
land og hefur hlotið ýmsar alþjóðlegar viðurkenningar fyrir
íslandsmyndir sínar. Thor Vilhjálmsson og Ari Trausti
Guðmundsson leggja ljósmyndaranum lið í bókinni með
texta.
GRÁSLEPPUVEIÐI lengd
Sjóivarútvegsráðuneytið hefur fitmúengt veiðitíma til grá-
Isleppuveiða í allt að einn mánuð. Samkvæmt heimild
ráðuneytisins má stunda veiðamar fyrir Vesturlandi, í
Breiðajvði og fyrir Vestjjörðum til 20. ágúst og fyrir Suður-
landi til 1. ágúst. Ákvörðun þessi var tekin að beiðni Lands-
sambands smábátaeigenda og að fenginni untsögn Hafrann-
sóknastofnunar.