Alþýðublaðið - 20.07.1994, Page 8
Munið Flateyjardagana 12. til 14. ágúst!
!f
ALLA DAGA
Munið Flateyjardagana 12. tii 14. ágúst!
Miðvikudagur 20. júlí 1994
108. TOLUBLAÐ - 75. ARGANGUR
REYKJAVÍKURBORG og handboltínn:
Bjóða hálfa íþróttahöll
- vilji ríkið eða aðrir aðilar koma á mótí með samsvarandi framlag
Greinargerð íþrótta- og tóm-
stundaráðs Reykjavíkur-
borgar og byggingardeildar
borgarverkfræðings ásamt viðauka
um íjölnota íþrótta- og sýningarhús
í Laugardal var lögð fram á fundi
borgarráðs í gærdag.
Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir, lagði fram tillögu í
borgarráði þar sem ráðið lýsir sig
reiðubúið að verja allt að 270 millj-
ónum króna til byggingar íjölnota
íþróttahúss austan Laugardalshall-
ar.
Húsið á að vera tilbúið fyrir HM
í handknattleik á næsta ári. Áætlað
er að húsið kosti fullbúið 520 til
540 milljónir króna.
Tilboð Reykjavíkurborgar er háð
því skilyrði að Handknattleikssam-
band Islands geti tryggt þátttöku
nkisvaldsins og annarra aðila
vegna byggingarinnar með sam-
svarandi fjárframlagi.
Tillaga borgarstjóra var sam-
þykkt af borgarráði. HSI og fjár-
málaráðherra eiga næsta leik.
Kaupfélag SKAGIIRÐINGA í Varmahlíð:
Glæsilegur viðkomustaður
- sem ferðamenn kunna að meta
Okkar takmark er að veita
sem besta þjónustu og þar
sem þeim fjölgar stöðugt
sem kjósa að hafa hér viðkomu er
greinilegt að fólk kann að meta það
sem við höfum upp á að bjóða,“
sagði Helgi Gunnarsson verslun-
arstjóri í útibúi Kaupfélags Skag-
fírðinga í Varmahlíð í samtali við
blaðið.
Glæsilegt útibú Kaupfélagsins í
Varmahlíð vekur athygli allra sem
þar hafa viðkomu. Þar er rekin stór
og rúmgóð verslun ásamt veitinga-
sölu í nýju og glæsilegri byggingu.
Auk þess er þama bensínstöð með
tilheyrandi þjónustu.
„Fólk kann að meta þá aðstöðu
sem hér er og við kappkostum að
þjóna því sem best. Hér er til dæm-
is mjög góð hreinlætisaðstaða sem
rúmar fleiri en tvo í einu. Við eig-
um enn nokkuð eftir við að laga
umhverfið hér í kring en það verður
gert á næstunni. Hér hefur tekist að
gera verslun og veitingasölu svo
vel úr garði að fólk hefur á orði að
þetta sé með glæsilegustu við-
komustöðum við hringveginn,”
sagði Helgi Gunnarsson.
Góður gróði hjá ÞORMÓÐIRAMMA HF. á Siglufirði:
Hagnaður 32 milljóiiir
fvrstu fimm mánuðina
Um 250 manns starfa hjá fyrirtækinu yfir sumarmánuðina (íbúar á
Siglufirði eru um 1.800) en að jafhaði voru starfsmenn um 200 í fyrra
■ ekstur Þormóðs ramma hf.
á Siglufirði hefur gengið vel
XX.það sem af er þessu ári.
Hagnaður fyrstu fimm mánuðina
nam 32,6 milljónum króna og var
veltan á tímabilinu 602 milljónir
króna. Þetta eru svipaðar tölur og á
sama tímabili í fyrra þegar hagnað-
ur var 37,9 milljónir króna og velt-
an 577 milljónir.
Þormóður rammi hefur bmgðist
við kvótaskerðingu undanfarin ár
með því að auka veiðar skipa sinna
fyrir utan 200 mflna Jandhelgina.
Fyrirtækið gerir nú út tvö skip til
rækjuveiða á Flæmingjagrunni við
Nýfundnaland, Arnarnes og
Sunnu.
Auk fyrmefndra skipa gerir Þor-
móður rammi út Sigluvík og Stál-
vík sem stunda rækjuveiðar við
landið. Þá rekur fyrirtækið frysti-
hús, rækjuverksmiðju, saltfiskverk-
un og reykhús.
Um 250 manns starfa hjá fyrir-
tækinu yfir sumarmánuðina en að
jafnaði vom starfsmenn um 200 í
fyrra. Verulegar endurbætur hafa
verið gerðar á rækjuvinnslu Þor-
móðs ramma.
Rýmingarsala
Vegna breytingar á verslun.
Mikill afsláttur af öllum vörum.
DTfDarion
Reykjavíkurvegi 64 • Hafnarfirði • Sími 651147
á fifatU
Sýningunni „ALÞINGI Á LÝÐVELDISTÍMA“ sem staðið hefur í AL-
ÞINGISHÚSINUfrá 18. júní lýkur senn og er jostudagurinn 29. júlí síðasti
sýningardagurinn. Aðsókn að sýningunni hefur verið mikil og hafa um 8
þúsund manns heimsótt Alþingishúsið afþessu tilefni. Markmiðið með sýn-
ingunni er að gefa fólki kost á að koma í þinghúsið og kynnast störfum
þingsins. í þingflokksherbergjum á fyrstu hœð hafa verið sett upp vegg-
spjöld og á þeim fjallað um aðdraganda lýðveldisstofnunarinnar og starf-
semi ALÞINGIS í máli og myndum. Einnig eru sýnd brot úr lýðveldishátíð-
arkvikmynd. A annarri hœð hússins hafa verið settar upp myndir aföllum
þingmönnum á lýðveldistímanum (- sjá meðfylgjandi mynd). I sal efri deild-
ar eru til sýnis gjafir og ávörp sem þinginu bárust árið 1930 og í ár í tilefni
af 50 ára lýðveldisafmœlinu. A lestrarsal eru síðan verkefni þingsins og störf
þingmanna kynntá veggspjöldum. Ýmis prentaðurfróðleikur liggurframmi
fyrir sýningargesti. Kaffistofa þingsins hefur verið opin almenningi á opn-
unartíma sýningarinnar og þar er hœgt að setjast niður og fá sér kaffi og
meðlceti. Sýningin er opin alla daga nema laugardaga frá klukkan
13:30 til 16:30. Alþýðublaðsmynd/EinarÓlason
Hinir árlegu
HAFNARDAGAR
við Gömlu höfnina
í Reykjavík
22 - 24 júlí
Föstudag - Laugardag og Sunnudag
Dagskrárliðir m.a.:
> Fisk- og grænmetismarkaður
> Útileikhús
> Götuleikhús
> Skemmtisigling um sundin
> Siglingakeppni
> Harmonikkuball á hafnarbakkanum
> Flugeldasýning
REYKJAVÍKURHÖFN
MÞYBUBUW