Alþýðublaðið - 26.07.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 26.07.1994, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 26. júlf 1994 TÍE> INDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 HVAÐ FLYTJUM VH) ÚT - <>r hvað fáum við fyrir afiirðimar? Hrossið leggur sig á 70-80 þúsund krónur - Igulkerjahrogn og humar eru dýrustu afurðimar sem héðan em fluttar út Bandaríkjamenn borga hærri verð en Evrópuþjóðir fyrir ýmsa framleiðsluvöru frá Islandi HROSS til útflutnings á síðasta ári lögðu sig á 70-80 þúsund krónur til jafnaðar samkvœmt VERSLUNARSKÝRSLUM HAG- STOFUNNAR fyrir 1993. Þar segir að fluttir hafi verið út 2.449 hestar. Þar af eru 1.081 hestur til undaneldis jyrir 83,5 milljónir króna; og 1.247 reiðhestar fyrir 89 milljónir. Alþýðublaðsmynd t Einar Ólason Hestar til útflutnings á síðasta ári lögðu sig á 70-80 þúsund krónur til jafnaðar samkvæmt Verslunar- skýrslum Hagstofunnar fyrir 1993. Þar segir að fluttir hafi verið út 2.449 hestar. Þar af eru 1.081 hestur til undaneldis fyrir 83,5 milljónir króna; og 1.247 reiðhestar fyrir 89 milljónir. Hrossaverð lægra en menn héldu Þessar tölur þýða að meðal- hross til undaneldis hefur kost- að 77 þúsund krónur; reiðhest- ur rúmar 71 þúsund krónur og er það fob-verð hrossanna. Auk þessara tveggja tollskrámúmera er talað um „önnur hross“, alls 121 að fobverðmæti 5,3 millj- ónir króna. Lágt verð á hross- unum kemur á óvart, eflaust hafa menn haldið þennan út- flutning meiri gullnámu en hún í raun er. Langstærsti hrossamarkaður- inn er í Þýskaland, en þangað voru flutt 1.252 hross, eða rétt rúmlega helmingurinn. Næst- stærsta útflutningslandið er Svíþjóð, en þangað voru fluttir á fimmta hundrað hestar. Lambið á lágu verði Verslunarskýrslur varpa Ijósi á ýmislegt. Þær segja til dæmis að lambakjötið okkar góða er selt á um 185 krónur kílóið frítt um borð að meðaltali, eða fob eins og það er kallað á verslun- armáli. Verð til einstakra landa er afar mismunandi. Seld hafa verið 852 tonn af kindakjöti til útlanda á síðasta ári. Þannig hafa fengist 243 krónur fyrir kílóið í sölu til Færeyja, sem er næststærsti kaupandinn að frystum lamba- skrokkum, heilum og hálfum. Svíar keyptu mest, 220 tonn og borguðu 158 krónur fyrir kfló- ið. Hollendingar og Bretar greiddu hinsvegar 136 krónur fyrir kflóið. Sviðakílóið á tíkall - Færeyingar borga áttfalt það verð Svið eru útflutningsvara, 108 tonn fyrir 9,4 milljónir króna, - kílóverðið 86,45 krónur. Fær- eyingar keyptu 73 tonn en aðrar þjóðir rúmlega 35 tonn. Færey- ingar borguðu 123 krónur fyrir kflóið, en tvær aðrar þjóðir fengu sviðin að meðaltali á að- eins 10.54 krónur fyrir kflóið eða nánast ókeypis. Fyrir frysta kindaskrokka, heila og hálfa, fæst enn minna, að meðaltali er fob-verðið 94 krónur fyrir kflóið. Hinsvegar er tollflokkurinn „Annað fryst kindakjöt með beini“ í hærra verði, því fyrir það kjöt fengust 198 krónur kílóið, og fór það næstum allt til Svíþjóðar. Athygli vakti áhugi Japana á hrossakjötinu okkar. Þeir tóku 97 tonn og greiddu fyrir 48,4 milljónir króna fyrir nýtt og ferskt hrossakjöt - kflóverðið því um 50 krónur komið á flutningstæki. Stóru tölurnar í fiskinum Stærri tölur er að sjálfsögðu að sjá í þeim tollskrámúmerum sem geyma fiskafurðir okkar. Þannig höfum við flutt út fersk- an, heilan þorsk fyrir 1.140 þúsundir milljóna, 1,1 milljarð, alls 10.337 tonn. Meðalverðið 110 krónur. Af 95 milljarða króna út- flutningi vega sjávarafurðir þungt, eða 73,2 milljarða króna, 78,8% af útflutningnum, hraðfrystingin þar af 49,5% út- flutningsverðmætisins. Land- búnaðarafurðir eru 1,6% út- flutningsins og iðnaðarvörur 17,5%, aðrar vörur 2,1%. Ferskur, heill eldislax hefur selst á 324 krónur kflóið í fyrra. Alls voru seld 1.294 tonn á 419 milljónir króna, þar af 448 tonn til Bandaríkjanna. Fyrir heil- fyrstan eldislax fengust 316 krónur, en 109 tonn fóru á er- lendan markað, þar af helming- urinn til Danmerkur. Fyrir haf- beitarlax fengust 122 krónur á kflóið, útflutningur nam 13 tonnum. Meira fékkst fyrir 11 tonn af villtum laxi, eða 316 krónur kflóið. Fyrir heilfrystan eldissilung fengust 257 krónur kflóið, út- flutningurinn nam aðeins 22 tonnum. Fullvinnslan snarhækkar verðið Fullvinnsla hefur mikið að segja fyrir verðið. Þannig feng- ust 11 milljónir fyrir 22,3 tonn af ferskum laxaflökum, 498 krónur kflóið. Sama er með sil- unginn, fyrir 10 tonn fengust 5,6 milljónir eða 567 krónur kflóið. Þegar borin eru saman sala á landfrystum og sjófrystum heil- um þorski kemur í ljós að land- frystingin skilar betra verði. Fyrir 136,1 tonn af landfrystum heilum þorski voru greiddar 18,7 milljónir króna - eða 137,75 krónur kflóið. Fyrir þann sjófrysta fengust 168,8 milljónir fyrir 1.843 tonn, - eða sem nemur 91.58 krónur á kfló- ið. Þegar skoðað er verð á fryst- um þorskflökum í blokk kemur í ljós að samtals hafa verið seld nímlega 23.500 tonn af þeirri vöru. Sjófrystu flökin í blokk- um alls 3.036,8 tonn og meðal- verð þeirra um 299 krónur kfló- ið. Landfrystu blokkimar voru 20.449,3 tonn og meðalverð þeirra 236 krónur. Mest verð í Bandaríkjunum Fyrir þessar afurðir greiddu Bandaríkjamenn hagstæðustu verðin. Fyrir landfrysta þorsk- blokk greiddu þeir 253 krónur kflóið, meðan Bretar greiddu 207 krónur, Frakkar 241 krónu. Þjóðverjar greiddu 253 krónur eða sama verð og Bandaríkja- menn. Fyrir sjófrysta blokk greiddu Bandaríkjamenn 361 krónu fyrir kflóið miðað við 261 krónu sem Bretar greiddu fyrir sömu afurð. Igulkerin dýrasta afurðin Án efa er dýrasta sjávaraf- urðin frá Islandi fersk ígul- keijahrogn. Flutt vom utan, langmest til Japans, 46,2 tonn og fyrir það fengust 91,5 millj- ónir króna, - eða 1980,67 krón- ur fyrir kflóið. Næstdýrasta afurð okkar virðist vera frystur humar í skel. Seld vom 758 tonn til út- landa á síðasta ári, fyrir 674 milljónir króna. Nærri helming- ur aflans fór til Bandaríkjanna, og þar í landi fékkst besta verð- ið, eða 1273 krónur til jafnaðar fyrir kflóið. Danir keyptu 93 tonn og greiddu okkur 497 krónur fyrir kflóið, Italir svip- að. Þjóðverjar keyptu aðeins 800 kíló og greiddu hátt meðal- verð, eða 1.799 krónur. Ávextir og grænmeti í útflutningi Ýmislegt er flutt út frá ís- landi og dálítið skondið að sjá ávaxtaútflutning. Smámagn af ávöxtum auk grænmetis hefur verið flutt til Grænlands og jafnvel Færeyja. Þá hafa frændur vorir, Svíar og Danir hesthúsað nokkmm tonnum af fylltu súkkulaði frá íslandi, en kílóverðið á góðgæt- inu er ekki hátt, eða 300 krón- ur. Langmest flutt út til landa Evrópusambandsins íslendingar fluttu út vömr fyrir 56,6 milljarða króna til landa Evrópusambandsins á síðasta ári; en fyrir 8,5 millj- arða til félaga okkar í EFTA. Til Bandaríkjanna vom ílutt- ar út vörur fyrir 15 milljarða; og til Japana fyrir 8,8 milljarða. Til annarra landa var flutt út vara fyrir 4,9 milljarða. Tónleikar í SIGURJÓNSSAFNI Á þriðjudagstónleik- uni í Ustasafni Sigur- jóns Ólafssonar í kvöld munu tveir ung- ir tónlistarmenn koma fram, þau Hávarður Trjggvason bassa- leikari og Steinunn Birna Ragnarsdóttir píanóleikari. Þau leika verk fyrir kontrabassa og píanó, tónlist eftir Adolf Misek, Giovanni Bottesini og Nino Rota. Tón- leikamir hefjast klukkan 20:30. Á meðfylgjandi myndum má sjá Hávarð og Steinunni Bimu, -ung og vel menntuð í tónlist. Hávarður er fastráðinn við ílæmsku óperuna í Antwerpen. Steinunn kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík... ÞÝSK TÍMARIT á sölustöðum á útgáfudegi Fyrirtækið Birningur hf, sem Friðrik Friðriksson, blaða- kóngur og útgefandi Pressunnar, er eigandi að, hefur tekið að sér dreifingu þýskra tímarita á Islandi. Bimingur og Jón Þ. Árnason hafa samið um að Birningur taki við dreifingarmál- unum, en um þau hefur Jón annast um árabil. Úrval þýskra tímarita er mikið og gott. Má þar nefna vikublöðin Spiegel, Stem og Focus og tískutímaritin vinsælu Burda, Verena, Anna og Carína. En titlamir eru maigir, alls um 70 og mun Bimingur hf. kappkosta að koma tímaritunum svo fljótt setn auðið er í sölu. Sem dæmi má nefna að Spiegel og Focus verða á sölustöðum um miðjan mánudag, sama dag og þau koma út í Þýskalandi. Þýsk blöð þykja afar góður kostur og ekki spillir verðið sem er lágt... SÉRA SIGURÐUR vígður í Skálholti Síðastliðinn sunnudag var séra Sigurður Sigurðarson, sókn- ítrprestur á Selfossi, vígður til embætlis vígslubiskups í Skál- holti. Athöfnin fór fram á Skálholtshátíð. Biskup íslands, hen-a Óiafur Skúlason, annaðist vígsluna og þjónaði fytir alt- ari, ásamt séra Guðmundi Óla Ólasyni, sóknarpresti í Skál- holti, séra Kristjáni Val Ingóifssyni, rektor, og hinum nýja vígslubiskupi, sem einnig predikaði. Vígslu lýsti séra Sigurð- ur Helgi Guðmundsson og aðrir vígsluvottar vom séra Sig- urjón Einarsson, prófastur, séra Tómas Guðmundsson, prófastur, séra Karl V. Matthíasson, sóknarprestur og séra Kristján Búason, dósent. Kirkjukórar Skáiholts- og Selfoss- kirkju sungu við athöfnina undir stjóm organistanna, Hiimars Arnar Agnarssonar og Glúms Gylfasonar... Sturlungaöld JÖHANNESAR GEIRS Síðastliðinn sunnudag opnaði sýning í Safnahúsinu á Sauð- árkróki á verkum Jóhannesar Geirs Jónssonar, listmálara. Sýninguna kallar Jóhannes Geir Sturlungaöld - úr sögu Skagafjarðar 1208-1255. Uppistaðan em verk sem listamað- urinn vann fyrir Gagnfrœðaskóla Sauðárkróks. Efni mynd- anna er sótt í örlagaatburði Sturlungaaldar í Skagafirði. Opið daglega fráklukkan 15 til 18 og 20 til 22 til 14. ágúst... MÓTMÆLA byggingu Hæstaréttarhúss Hópur lolks sem stóð að söfnun undirskrifta síðastliðinn vetur til að mótmæla staðsetningu húss Hœstaréttar innan urn þrjú stórhýsi miðborgarinnar, hefur mótmælt byggingu Hæstarétt- arhússins formlega. Hefur hópurinn sitthvað að segja um þau vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið í málinu og telur að mál- inu sé engan veginn lokið, enda þótt stórvirkar vinnuvélar róti nú upp svæðinu. Vill hópurinn afstýra enn einu „slysinu" í miðborg Reykjavíkur. Talsmenn hópsins em þau Kristín Ást- geirsdóttir, alþingiskona, Gerður Steinþórsdóttir, kennari, Skúli Norðdahl og Guðrún Jónsdóttir arkitekt... Er FALL fararheill? Og attur að byggingu húss Hœstaréttar á bflastæðinu fyiir aft- an Safnahúsið við Hverfisgötu. Vfst er að einhvetjir „mót- mælendur*1 glottu í kampinn síðastliðinn fnnmtudag þegar vinnuvélamönnum við nýju bygginguna varð það á að slíta háspennustreng með þeim afleiðingum að rafrnagn fór af stór- um hluta tniðbæjaríns í klukkustund. Fylgjendur byggingar hússins á þessutn stað létu þó hvergi á sér bilbug finna og sögðu fail vera fararheill. Þegar biaðamaður Alþýðublaðsins hringdi í ákveðna veitustofnun og spurðist fyrir um hverju raf- magnsleysið sætti varð þar fyrir svömm einn pirraður sem svaraði: „Helvítis fíflin slitu í sundur háspennustreng við lng- ólfsstræti"...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.