Alþýðublaðið - 26.07.1994, Síða 4

Alþýðublaðið - 26.07.1994, Síða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MENNTAMAL Þriðjudagur 26. júlí 1994 + Hér á miðopnunni er birt ályktunin um MENNTAMAL sem Alþýðuflokkurinn - Jajhaðarmannaflokkur Islands - samþykkti á 47. flokksþingi sínu sem haldið var í Suðumesjabœ íjání síðastUðnum. Jajhaðarmenn hafa löngum gert sér ljósty að mesta auðlindin á Islandi erfólgin ífólkinu sjálfu. Það er hluíi mannréttinda að einstakUngurinn geti þroskast og notið menntunar á eigin forsendum og þaif skólakerfið að taka mið afþví Menntun erogáað vera arðbœrfjárfestingfyrir einstakUnginn og samfélagið. Framundan em óhjákvœmilegar breytingar íatvinnu- og ejhahagstifi þjóðarinnar. Forsenda fyrir því, að vel takist tij er traust og skUvirkt menntakerfi og vehnenntuð þjóð. Kjarninn í menntastejhu hlýturað verða: Jafnaðarmenn hafa löngum gert sér ljóst, að mesta auð- lindin á Islandi er fólgin í fólkinu sjálfu. Það er hluti mannréttinda að einstaklingur- inn geti þroskast og notið menntunar á eigin forsendum og þarf skólakerfið að taka mið af því. Menntun er og á að vera arðbær fjárfesting fyrir einstak- linginn og samfélagið. Með menntun er átt við alla þá fræðslu og sérhæfða þekk- ingu í bóklegum, listrænum og verklegum efnum sem skóla- nám og starfsþjálfun veita. Framundan eru óhjákvæmi- legar breytingar í atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar. For- senda fyrir því, að vel takist til, er traust og skilvirkt mennta- kerfi og velmenntuð þjóð. Kjaminn í menntastefnu hlýtur að verða: Menntun til nýsköpunar. Stefnumótun í menntamálum verður að taka mið af heildstæðu skólakerfi er taki til forskóla, grunnskóla, framhaldsskóla, háskólastigs og símenntunar. Skólinn mun gegna lykilhlutverki í umbylt- ingu íslensks samfélags í upp- hafí nýrrar aldar. Nýir arðbærir atvinnuvegir sem byggja á áræði, framtakssemi og góðri undirstöðumenntun munu standa undir bættum lífskjörum og velferð á 21. öldinni. Góður skóli með hæfu starfs- fólki og breytt hlutverk skólans kalla á breytta forgangsröðun á fjárveitingum í samfélaginu. Aðgangur að framhaldsskólum á að vera æskunni opinn án til- lits til búsetu, fötlunar eða efna- hags. Þjóðfélagið á að bera kostnað af menntakerfmu þar sem menntun stuðlar að bættum hag alls samfélagsins enda verði ekki sett á skólagjöld sem leiði af sér misrétti til náms. Stefnumið íslenskra jafnaðar- manna eru meðal annars þessi: Stjórnun, ábyrgð og vald Til að gera skóla að skilvirk- um sjálfstæðum stofnunum, sem bjóði nemendum námsefni og kennslu við hæfí, færum við ábyrgð og vald til að taka ákvarðanir eins nálægt vett- vangi og frekast er unnt. Til að auka aðlögunarhæfni skóla að síbreytilegu umhverfi, beitum við rammastjómun í stað smáatriðastjómunar. Þann- ig veitum við skólum sveigjan- leika og starfsmönnum svigrúm til leggja alúð við störf sín. Nýir stjómunarhættir, innra gæðaeftirlit Alþýðuflokkurinn vill inn- leiða nýja stjómunarhætti al- tækrar gæðastjómunar í opin- berri þjónustu. Við eflum innra eftirliti og aukum þannig gæði þjónust- unnar. Það er eitt af framlögum okkar til velferðar. Fjármunir munu nýtast betur til lang- frama. Samkeppnishæfni Til að búa skólana þannig úr garði, að þeir geti gegnt breyttu hlutverki sínu í nýrri skipan Evrópu, leggjum við mikla áherslu á gæðaeftirlit og auknar rannsóknir á árangursríku skólastarfi. Skólana þarf að búa vel úr garði; við skólana á að vera vel menntað starfsfólk og aðbúnaður eins og hann gerist bestur. Gerðar em miklar kröfur til skólanna og verða þeir að vera samkeppnisfærir við bestu er- lendu skólana. Þá þurfa þeir að geta keppt við atvinnuvegi um hæfasta starfsfólk hveiju sinni og þurfa launakjör starfsfólks að taka mið af því. Skólinn mun gegna þjónustuhlutverki í atvinnu- og byggðaþróun Setja þarf skólahaldi mark- mið sem taka tillit til þarfa at- vinnuveganna, þarfa einstak- lingsins og samfélagsins. Leita þarf eftir víðtækri samstöðu um mer.ntastefnu sem þjóðin öll hefur velþóknun á. Skólinn mun í auknum mæli verða upplýsingamiðstöð og gegna þjónustuhlutverki í at- vinnu- og byggðaþróun. Auk almennrar undirstöðumenntun- ar verður framhaldsskólinn að veita sveitarfélögum, fyrirtækj- um og einstaklingum stuðning í menntun starfsfólks og ráðgjöf. Stjórnvöld viðurkenni mikilvægt uppeldishlutverk skólanna Stjómvöld viðurkenni í allri stjómsýslu sinni hið mikilvæga uppeldishlutverk skóla og mik- ilvægi félagsstarfs í skólum. Með þessu er á engan hátt dregið úr ábyrgðarhlutverki forráðamanna í uppeldi nem- enda. Sérstakt tillit verði tekið til samfélags nemenda á heima- vistum í þessu samhengi. Engin skólagjöld skulu innheimt vegna almenns rekstrar. Skólakerfið á að koma til móts við misjafnar þarfir og á að byggja á því gmndvallar- sjónarmiði að allir geti lært sér og samfélaginu til gagns. Skólastarf þarf að taka mið af aðstæðum fjölskyldna og er nauðsynlegt að skipa fjöl- skyldufræðslu í námskrá á öll- um skólastigum. Þar sem al- gengt er að báðir foreldrar vinni utan heimilis er aðgangur að leikskólum jafnréttiskrafa jafnt sem menntunarleg. Alþýðuflokkurinn minnir á að lögfestur hefur verið réttur bama til leikskóladvalar. Samt sem áður skortir mikið á að öll- um bömum bjóðist leikskóla- dvöl í samræmi við þörf. Nauð- synlegt er að sveitarfélög geri áætlanir um uppbyggingu leik- skólans og vinni markvisst a því að koma til móts við óskir foreldra og þarfir bama fyrir gott leikskólauppeldi. Jafnframt verði nauðsynleg menntun tryggð fyrir starfsfólk leikskól- anna. Skólinn taki mið af samfélagi, umhverfí og atvinnulífí Veita skal nemendum ráð- gjöf frá upphafi skólagöngu til loka hennar. Námsframboð á að taka mið af þörfum atvinnu- lífs til lengri tíma litið og upp- fylla jafnframt þarfir einstak- lingsins fyrir þátttöku í lýðræð- islegu samfélaginu og persónu- þroska. Námskrá skal sérstaklega hvetja til samvinnu og hlúa að tjáningarþættinum. Þá skal end- urskoða námsskrá og hafa til hliðsjónar það besta sem býðst í öðmm löndum á þessum vett- vangi. Hafi nemandi ekki náð tilteknum námsmarkmiðum verði skólum skylt að finna viðeigandi úrræði. Þess skal gætt í öllu skólastarfi að nem- endur gangi ekki á rétt skóla- systkina sinna. Skilgreina þarf réttindi nemenda og starfs- manna í samfélagi skólans. Sjálfstæði skóla aukið Sjálfstæði skóla verði aukið og þeim heimilað að afla sér tekna með aukinni þjónustu við sveitarfélög, fyrirtæki og ein- staklinga. Skulu skólar hvattir til að leggja sitt af mörkum til nýsköpunar í framleiðslu og þeim umbunað þegar árangur næst. Lögum og reglugerðum verði breytt svo aukins sam- ræmis gæti milli ábyrgðar og verksviðs. Meðal annars verði skipun skólanefnda og verkaskipting milli ráðuneytis, skólameistara, skólanefndar, skólastjómar og kennarafunda endurskoðuð í ljósi þessa. Fulltrúar nemenda og starfsmanna hafi málfrelsi og tillögurétt en ekki atkvæðis- rétt í skólanefnd. Aðgreina skal ábyrgð skólanefndar og skóla. Fari skólanefnd með íjárhags- lega ábyrgð en skólinn með hina faglegu. Tryggja þarf áhrif nemenda og starfsmanna á innra starf skólans. Upplýsingar um skólahald, innra eftirlit skólanna Safna skal með skipulegum hætti og fyrir opnum tjöldum upplýsingum um skólahald, greina þær og tengja við mark- mið, gildi og einkenni skilvirks skóla. Skólum skal gert kleift að annast innra eftirlit á eigin for- sendum og þróa það með sér. Koma skal á samræmdum könnunarprófum fyrir fram- haldsskóla. Umrædd könnunar- próf skulu ekki vera hluti af prófskírteini nemenda heldur vera þáttur í mati á skólastarfi. Rannsóknarstofnun uppeldis- og menntamála skal annast framkvæmd þeirra og skipulag. Viðmið (norm) fyrir búnað og fjárveitingar til skóla Setja skal viðmið (nonn) fyr- ir aðbúnað skóla og starfsemi og skólar væddir samkvæmt þeim. Þá skal beita hlutlægum við- miðunum (reiknilíkan) við Ijár- veitingar til skóla og þannig sneitt hjá ómarkvissum og til- viljanakenndum íjárveitingum. Sveigjanleiki í námi Skil grunnskóla og fram- haldsskóla verði gerð sveigjan- legri, meðal annars með því að tengja saman efstu bekki grunnskólans við framhalds- skólastigið. Heilsvetrarfomám verði í boði fyrir seinfæra nem- endur úr gmnnskóla. Skipulag fyrstu ára gmnn- skóla verði endurskoðað og meiri áherslu verði lögð á ein- staklingsmiðaða kennslu en nú er gert, til dæmis láti ráðuneyti gera kennsluforrit í megin- greinum námsskrár sem geri nemendum kleift að ástunda sjálfsnám í auknum mæli. Skólar meti sjálfir námsstöðu nemenda og innrita þá burtséð frá aldri þeirra til dæmis með stöðuprófi, er fari fram í hveij- um skóla. Framfarir í verkmenntun forsenda betri árangurs í atvinnumálum Námsleiðir í verk- og starfs- menntun þurfa að vera sveigj- anlegar. Hafist verði handa um að fjölga námsleiðum og í sam- vinnu við verkalýðshreyfing- una og atvinnurekendur. Nám- ið verði þrepaskipt þannig að hægt verði að ljúka námi í sjálfstæðum áföngum. Framfarir í verkmenntun eru mikilvæg forsenda betri árang- urs í atvinnumálum til fram- búðar. Horfast verður í augu +

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.