Alþýðublaðið - 26.07.1994, Qupperneq 5

Alþýðublaðið - 26.07.1994, Qupperneq 5
Þriðjudagur 26. júlí 1994 við kostnaðarhlið þessa veru- leika og efna fyrirheitin um auknar ijárveitingar til þessa þáttar skólahaldsins. Vinna þarf að aukinni samvinnu skóla, verkalýðshreyfmgar og at- vinnurekenda um starfsmennt- un í landinu og tengja gerð kjarasamninga og skólagöngu á þessu sviði. Samvinna nái til rekstrar og námsskrár og aðilar deildi ábyrgð. Um er að ræða langatímaverkefni. Mikilvægt er að starfs- menntabrautir framhaldsskóla tengist námsleiðum til stúdents- prófs og öðru framhaldsnámi. Þjóðarsátt um skólastarf Það þarf að ríkja sátt um framhaldsskólann. Til þess að svo megi verða þarf meðal ann- ars að gera eftirfarandi breyt- ingar á kjarasamning: (a) Kennslutímabil verði lengt til að unnt verði að hafa skólaannir jafnlangar. Jafn- framt þarf að gæta þess að eðli- legur undirbúningur skólastarfs geti farið fram. (b) Skólastjómendum verði gert kleift að virkja betur kenn- ara til þróunarstarfs í skólum með því að fella niður og/eða einfalda hin bindandi ákvæði kjarasamninga um viðveru þeirra. Þá verði verkstjóm í skólum efld. (c) Stefnt verði að því að stytta gmnnskóla og framhalds- skóla um eitt ár án þess að stytta námstíma nemenda. (d) Stefnt skai að því að gefa nemendum framhaldsskóla og á háskólastigi kost á að stunda sumamám með það að mark- miði að flýta námi sínu. „Æviráðningar verði afnumdar“ Kaflinn um ráðningarreglur í lögum númer 48 frá árinu 1986 um lögvemdun á starfsheiti og starfsréttindum grunnskóla- kennara, framhaldsskólakenn- ara og skólastjóra verði tekinn til endurskoðunar. ,,Æviráðningar“ verði af- numdar og skólastjórar og kennarar ráðnir ótímabundinni ráðningu enda verði tekið dllit til þessarar breytingar í kjara- samningum. Til þess að ná fram nauðsynlegum breyting- um í skólastarfi verður að end- urskoða starfsskyldur og starfs- kjör uppeldisstétta. Aætlun um uppbyggingu skóla líkt og nú er gert um vegagerð Uppbygging framhaldsskóla er of hæg í landinu og getur skólakerfið ekki lengur sem skyldi uppfyllt þau markmið er því em sett. Þörf er fyrir auknar fjárveit- ingar til húsnæðismála skóla í ríkari mæli en veittar hafa verið undanfama áratugi. Gerð verði áætlun um uppbyggingu skóla með viðlíkum hætti og nú er gert um vegagerð. Nýjar leiðir í háskóla til menntunar kennara Skilgreina þarf nýjar leiðir innan skora háskóla sem upp- MENNTAMAL fyllt geta þarfir framhaldsskól- anna fyrir menntun kennara í einstökum greinum. Mikil þörf er fyrir þetta til að mynda á sviði raungreina. Alþjóðlegur háskóli á sviði sjávarútvegs. Stuðla skal að auknum möguleikum Islendinga til að starfrækja alþjóðlega háskóla í samvinnu við aðrar þjóðir eða samtök þjóða svo sem Samein- uðu þjóðimar einkum á sviði sjávarútvegs. Þjónusta íslenskra framhaldsskóla við erlenda nemendur Skoða skal möguleika ís- lendinga til að bjóða ffam þjón- ustu íslenskra framhaldsskóla á erlendum vettvangi, til dæmis með nemendaskiptum og ráð- gjöf- Grunnskólar til sveit- arfélaga, framhalds- skólar ríkisreknir Þar til markmiðum Alþýðu- flokksins í sameiningu sveitar- félaga (30 sveitarfélög í land- inu) er náð, verður framhalds- skólinn ríkisrekinn að öllu leyti að undanskildum stofnkostnaði en gmnnskólinn verður fluttur í hendur sveitarfélaga eða sam- taka þeirra innan þriggja ára. Tekjustofnar verða fluttir til sveitarfélaga til samræmis flutningi verkefna. Einsetnir grunnskólar, samfelldur skólatími nemenda og skólamáltíðir Alþýðuflokkurinn vill að allir grunnskólar verði einsemir fyr- ir næstu aldamót og skólatími nemenda verði samfelldur. Grunnskólanemendum gefist kostur á skólamáltíðum á vægu verði, þar sem nemendur greiði efniskostnað en viðkomandi sveitarfélög greiði annan kostn- að. Sveitarfélög geta falið einka- aðilum eða samtökum rekstur skóla í þeirra umboði, svo framarlega sem þeir fullnægi þeim menntunar- og ábyrgðar- kröfum sem löggjafinn setur og að ekki verði innheimt sérstök skólagjöld til rekstrar. Uppbygging háskólastigsins markist af framsýni og víðsýni Efla ber rannsóknir, þróunar- starf og kennslu á öllum skóla- stigum og ekki síst á háskóla- stigi. Skilgreina þarf ítarlegar og betur háskólastigið. Glöggri verkaskiptingu þarf að koma á milli einstakra sérskóla og há- skóla. Uppbygging háskólastigsins þarf að markast af framsýni og skilningi á þeirri verðmæta- sköpun sem þar fer fram í þágu íslenskrar þjóðar. Uppbygging- in þar að taka mið af langtíma- sjónarmiðum og má aldri lúta skammtímahagsmunum at- vinnulífs og ríkisvalds á kostn- að langtímahagsmuna síns og þjóðarbúsins. Sjálfstæði og skilvirkni rannsóknastofnana aukið Rannsóknastarf og tækniþró- un eru forsenda efnahagslegra framfara og hluti háþróaðs menningarsamfélags. Auka þarf hlut þjóðartekna til þessara þátta. Markmið þessa er að auka ljölbreytni, arðsemi og bæta samkeppnisstöðu íslensks at- vinnulífs. Því ber að efla rann- sóknarsjóði, auka sjálfstæði og skilvirkni rannsóknastofnana og loks að hvetja fyrirtæki til að sinna rannsóknum og þróun- arstarfi með skattalegum íviln- unum. Jafnrétti til nám óháð efnahag, búsetu eða féiagslegum aðstæðum Til að tryggja jafnrétti til náms óháð efnahag, búsetu eða félagslegum aðstæðum, þarf ríkisvaldið að sjá námsmönn- um í háskólanámi og í viður- kenndu verknámi fyrir aðgangi að námslánum og námsstyrkj- um. Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir þar lykil- hlutverki. Sjóðurinn skal greiða láns- hæfum námsmönnum fram- færslueyri jafnóðum á náms- tíma. Námslán skal að öllu jöfnu endurgreiða og skal end- urgreiðsluhlutfallið tekjutengt. Jafnhliða lánum skal veita styrki til að kosta hluta langs sérhæfðs framhaldsnáms. 47. flokksþing Alþýðu- flokksins - Jafnaðarmanna- flokks íslands - hvetur þing- menn flokksins og ráðherra til að beita sér fyrir því í ríkis- stjóm og á Alþingi að lögum um Lánasjóð íslenskra náms- manna verði breytt við fyrsta tækifæri. I þessu sambandi verði tekið tillit til niðurstaðna starfshóps Alþýðuflokksins um málefni LÍN þegar þær liggja fyrir og fyrirliggjandi samþykkta 46. og 47. flokksþings. Flokksþingið hvetur jafnframt forystumenn sína til að þrýsta á menntamála- ráðherra, Olaf Garðar Einars- son, til að hefja boðað samstarf við námsmenn um endurskoð- un laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Fjölbreytt fræðsla og endurmenntun fyrir alla aldursflokka Alþýðuflokkurinn ætlar ríkis- valdi að sjá öllum íbúum fyrir fjölbreyttri fræðslu og endur- menntun allt lífið í samstarfi við sveitarfélög, samtök verka- lýðshreyfingarinnar, samtök at- vinnurekenda, fyrirtæki, skóla og einstaklinga. Sérstök áhersla er lögð á þessa fræðslu fyrir þá sem ekki hafa notið skólagöngu sem skyldi. Listaháskóli - Þáttur lista aukinn í almennu skólastarfí Styrkja þarf skipulag listahá- skóla og leggja aukna áherslu á þátt lista í almennu skólastarfi. Lög um listamannalaun verði endurskoðuð með það að leið- arljósi að draga úr dilkadrætti listgreina. Alþýðuflokkurinn vill veita ftjálsu framtaki einstaklinga og samtaka listamanna aðstöðu til að hafa áhrif á aðgerðir ríkis- valdsins á þessu sviði. Til greina kemur að breyta sumum listastofnunum í sjálfseignar- stofnanir. Alþýðuflokkurinn vill efla menningar- og listasjóði og taka tillit til alþjóðlegra sam- þykkta á þessu sviði. Kennsla í táknmáh fyrir alla Alþýðuflokkurinn vill að nemendum á öllum skólastig- um standi til boða að hljóta kennslu í táknmáli fyrir heym- arlausa. Heymarlausir búa við félags- lega einangran. Telur Alþýðu- flokkurinn mikilvægt að heym- arlausir og þeir sem heym hafa geti átt sem eðlilegust tjáskipti sín á milli. Málræktarsjóður efldur 47. flokksþing Alþýðu- flokksins telur mikilvægt að efla úrræði þjóðarinnar til þýð- ingarstarfa vegna aukinnar þátt- töku íslendinga í alþjóðlegu samstarfi. I þessu skyni verði Málrækt- arsjóður efldur í samvinnu ríkis og annarra. __________ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Háskólar veiti nýrri þekkingu inn í íslenskt þjóðlíf Ríkissjóður skal efla nýsköp- unarsjóði námsmanna háskóla á Islandi og starfsemi nem- endafyrirtæki þeirra (svo sem Hástoðar). Þess er vænst að ís- lenskir háskólar standi að rann- sóknum sem era hlutgengar í alþjóðlegu samstarfi og veiti nýrri þekkingu inn í íslenskt þjóðlíf. Tengja skal íjárveitingar til þessara þátta hversu vel háskól- um tekst til að veita atvinnulífi landsmanna aðstoð með ráð- gjöf, vandamálagreiningu, vott- unarstarfi, endurmenntun, rann- sóknastarfi og framkvæði að nýsköpun. Námsframboð Tækni- skóla íslands aukið Efla ber Tækniskóla íslands til að auka námsframboð sitt svo styrkja megi betur atvinnu- vegi landsmanna. Islendingar aðilar að samnorrænum og evrópskum menntamarkaði Tryggja þarf að íslendingar geti áfram verið aðilar að sam- norrænum og evrópskum menntamarkaði. Nánara samband starfsmenntabrauta og námsleiða til háskólanáms Greina þarf vandamál mis- vægis í innritun á námsbrautir framhaldsskólans og finna við- eigandi lausnir. í raun hafa framhaldsskólar landsins tekið stórstígum framförum undan- farandi áratugi án þess að að- sókn nemenda á einstakar námsbrautir hafi ráðist af námsframboði skólanna ein- göngu. Fullyrða má að íslenskir framhaldsskólar veiti ekki síðri þjónustu en skólar í öðram löndum á flestum sviðum. Frekar hafa íhaldssöm viðhorf foreldra og samfélags meira ráðið um dreifingu þeirra á námsbrautir en þarfir samfé- lagsins eða atvinnulífsins eins og marka má af brottfalli nem- enda af einstökum námsbraut- um. Lfldegt er að nánara sam- band starfsmenntabrauta og námsleiða til háskólanáms verði til þess að hvetja nemend- ur frekar til að íhuga að innrit- ast á starfsmenntabrautir. Rúmlega helmingur lands- manna starfar á sviði viðskipta og þjónustu og er því rík ástæða til að vanda skipulagn- ingu námsframboðs á því sviði. * Abyrgðarmenn vinnuhóps um mótun menntastefnu Alþýðuflokksins Ábyrgðarmenn vinnuhópsins sem lagði fram drög að menntamálastefnu Alþýðu- flokksins - Jafnaðarmanna- flokks íslands - á 47. flokks- þinginu í Suðumesjabæ voru Margrét Bjömsdóttir, aðstoðar- maður Sighvats Björgvinsson- ar, og Hörður Zóphaníasson, skólastjóri.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.