Alþýðublaðið - 26.07.1994, Side 7

Alþýðublaðið - 26.07.1994, Side 7
Þriðjudagur 26. júlí 1994 HAFNARFJORÐUR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Beinar pólitískar ofsóknir - segja bæjarftilltrúar ALÞÝÐUFLOKKSINS í HAFNARFIRÐI um þá ákyörðun meirihlutans að segja forstöðumanni húsnæðisnefiidar upp störftun Að gefnu tilefni vilja bæj- arfulltrúar Alþýðu- flokksins í Hafnarfirði koma eftirfarandi á framfæri vegna brottrekstrar fyrrverandi forseta bæjarstjómar, Jónu Oskar Guðjónsdóttur, for- stöðumanns skrifstofu húsnæð- isnefndar Hafnaríjarðar, sem nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags í Hafnar- firði hafa staðir fyrir. „Það er fáheyrt á síðari ámm fólki sé vikið fá störfum af pól- itískum ástæðum, eins og raun- in var þegar forstöðumanni húsnæðisnefndar Hafnarfjarðar var sagt upp. I uppsagnarbréf- inu eru engar ástæður tilgreind- ar fyrir uppsögninni eins og al- mennar siðavenjur segja til um, stjómsýslulög kveða á um og bundið er í samningum milli Starfsmannafélags Hafnarfjarð- ar og bæjarins. Þar segir meðal annars meðal í 10. grein: „Lausn skal veita skriflega og jajhan greina orsakir svo sem vegna umsóknar, heilsu- brests, tiltekinnar ávirðingar og svo framvegis. I lausnar- bréfi skal jafnan kveðið á um það.frá hvaða degi starfsmað- ur skuli lausn taka og með hvaða kjörum...“ Ekkert af framangreindum atriðum koma fram í uppsagn- arbréfinu frá hinum nýja meiri- hluta íhalds og komma í Hafn- arfirði. Þá var málið ekki svo mikið sem kynnt í húsnæðis- nefnd áður en meirihluti bæjar- ráðs afgreiddi málið. Kosningastjórinn ráðinn Eitt af því sem hinn nýi meirihluti íhalds og komma í Hafnarfirði hefur haldið fram ljóst og leynt, er að kratar hafi verið búnir að hlaða svo sínum mönnum í æðstu embætti bæj- arins að það væri nauðsynlegt að hreinsa út. Það fæst ekki staðist þar sem enginn af æðstu yfirmönnum í stjóm bæjarins á síðasta kjörtímabili voru kratar, utan bæjarstjórans, sem var yfírlýst pólitískt ráðinn. Bæjar- ritari, ijármálastjóri, bæjarverk- fræðingur og bæjarlögmaður em hvorki í Alþýðuflokknum né hafa starfað með honum, reyndar sumir flokksbundnir í þeim flokkum sem nú hafa tek- ið við stjóm bæjarins. Meirihlutanum finnst þó greinilega ekki nóg um þar sem þeir hafa þegar ráðið nýjan starfsmann, sem var kosninga- stjóri Alþýðubandalagsins í síð- ustu bæjarstjómarkosningum, inn á skrifstofur bæjarins. Lúaleg aðför Það er lítilmannlegt og lúa- legt þegar tveir fyrrverandi meirihlutamenn í húsnæðis- nefnd Hafnarfjarðar, Magnús Gunnarsson, nú formaður bæjarráðs, og Lúðvík Geirs- son, nú bæjarráðsmaður og for- maður húsnæðisnefndar, vilja af dæmigerðri karlrembu nú sem fyrr skella allri skuld á því sem miður hefur farið í störfum nefndaiinnar á forstöðumann húsnæðisnefndar. Báðir þessir aðilar hafa stað- ið að og samþykkt þau við- skipti sem húsnæðisnefnd hefur staðið fyrir á undanfömum ár- um. Stærsti vandi húsnæðis- nefndar hafa verið svokallaðir flýtisamningar sem vom gerðir af meirihluta nefndarinnar áður en Jóna Osk tók við starfi for- stöðumanns húsnæðisnefndar og var þá Magnús Gunnarsson sérstakur ijárhaldsmaður nefndarinnar en Lúðvík vara- formaður hennar. Jóna Ósk hefur hins vegar unnið ötullega að því að greiða úr þeirri vit- leysu og fleiri vandamálum frá fyrri tíð í samvinnu við Hús- næðisstofnun ríkisins. Vanda húsnæðisnefndar má því rekja að stærstum hluta beint til ákvarðana sem Magnús Gunn- arsson og Lúðvík Geirsson, og flokkar þeirra, bera fulla ábyrgð á. Óháð úttekt . Þá er rétt að geta þess að meirihluti húsnæðisnefndar og minnihluti Alþýðuflokksins í nefndinni stóðu saman að því að láta gera óháða úttekt á fjár- hagsstöðu og starfsemi nefndar á fyrstu mánuðum þessa árs. Þá úttekt gerði endurskoðunar- skrifstofan Þema. Meginniður- staða hennar hvað varðaði starfsmannahald var að ráða sérstakan tæknimann á skrif- stofu nefndarinnar en bókhald allt væri komið í mjög gott horf. Þeir sem harðast sóttust eftir þessari óháðu úttekt vildu síðan og vilja enn ekkert með hana gera eða mark á henni taka. Það var hins vegar sam- þykkt samhljóða í nefndinni að ráða sérstakan tæknimann þann 25. maí síðast liðinn en greini- legt er að nýbökuð forysta íhalds og komma í Hafnarfirði fannst ekki nóg að gert þegar hún komst til valda. Það verður því ekki annað séð en hér sé um beinar pólitískar ofsóknir að ræða á hendur forstöðu- manni húsnæðisnefndar af sið- lausum meirihluta. Fyrir hönd bæjarfulltrúa Al- þýðuflokksins í Hafnarfirði, Tryggvi Harðarson.“ Bókun bœjarfulltrúa Alpýðuflokksins íbœjarráði: „ Við lýsum yfirfyllsta trausti á stöif forstöðumanns húsnœð- isnefndar. Aðför meirihluta Al- þýðubandalags og Sjálfstœðis- flokks að forstöðumanni hús- næðisnefndar er siðlaus og ber vott um pólitískt ofstæki þar sem einn starfsmaður bæjarins er hrakinnfrá störfum á pólit- ískum forsendum. Þetta háttalag meirihlutans er þeim mun óskiljanlegra þar sem það gengur þvert á það sem meirihluti húsnæðisnefnd- ar samþykkti samhljóða varð- andi starfsmannamál húsnæð- isnefndar þann 25. maí síðast liðinn. Þar sátu þá í meirihluta húsnœðisnefndar núverandi formaður bœjarráðs og bœjar- ráðsmaður Alþýðubandalags- ins. Þeir hafa því snúist eins og vindhanar í málinu. Þá er rétt að geta þess að fyrr á árinu var látinfara fram óháð úttekt á starfsemi hús- nœðisnefndar sem framkvœmd var af endu rskoðuna rskrifstof- unni Þemu. Forkastanleg upp- sögn á forstöðumanni húsnœð- isnefndar er engan veginn í samrœmi við niðurstöður þeirr- ar úttektar. Ekki verður aiinað séð en þeir bœjarráðsmenn meirihluta Alþýðubandalags og Sjálfstœð- isflokks séu með þessari aðför að forstöðumanni húsnœðis- nefndar aðfría sjálfa sig ábyrgð á gerðum sínum erþeir mynduðu meirihluta í húsnæð- isnefnd á síðasta kjörtímabili.“ Sumarferð verkakvennafélagsins Framsóknar Hin árlega sumarferð Verkakvennafélagsins Framsókn- ar verður farin þann 6. ágúst nk. um Borgarfjörð. Farið verðum um Þingvöll, Kaldadal að Húsafelli. Kvöldverður verður snæddur að Bifröst. Upplýsingar á skrifstofu í síma 688930. |jjp| INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útboð F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík er óskað eftir til- boðum í verkið: Lagnir yfir Borgarholt, jarðvinna. Helstu magntölur eru: Skurðgröftur 1.600 m, lagning = 0400 PEH 1.600 m útdráttur jarðstrengja 4.000 m og fylling í skurð 1.600 m. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 15. nóvember 1994. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 26. júlí 1994, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 9. ágúst 1994, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Bifreiðasalar athugið: Lög um sölu notaðra ökutækja hafa tekið gildi Lög nr. 69/1994, um sölu notaðra ökutækja tóku gildi í maí 1994. Samkvæmt þeim skal hver sá sem vill reka verslun eða umboðssölu með notuð ökutæki hafa til þess sérstakt leyfi sýslumanns. Leyfisveiting er m.a. háð því skilyrði að viðkomandi einstaklingur hafi sótt nám- skeið og lokið prófum á vegum prófnefndar bifreiðasala. Vakin er athygli á því að þeir sem nú stunda sölu not- aðra ökutækja í atvinnuskyni skulu sækja um leyfi til starfseminnar innan sex mánaða frá gildistöku laganna. Að liðnum níu mánuðum frá gildistöku þeirra er með öllu óheimilt að stunda sölu notaðra ökutækja í atvinnuskyni án leyfis. Prófnefnd bifreiðasala mun í haust standa fyrir nám- skeiðum í Reykjavík og Akureyri og víðar er þörf krefur fyrir þá sem hyggjast sækja um leyfi til að stunda sölu notaðra ökutækja. Þeir sem huga hafa á því að taka þátt í þessum námskeiðum eru beðnir um að tilkynna vænt- anlega þátttöku sína í bréfsíma 91-26806 eða í pósthólf 198,121 Reykjavík, merkt Prófnefnd bifreiðasala. Nám- skeiðin verða auglýst síðar. Reykjavík, 22. júlí 1994, Viðskiptaráðuneytið, Prófnefnd bifreiðasala. Skólaþjónustudeild - deildarstjóri Skólaskrifstofa Reykjavíkur óskar að ráða deildar- stjóra í Skólaþjónustudeild skrifstofunnar. Deildar- stjórinn hafi meðal annars með höndum faglega og rekstrarlega ráðgjöf og eftirlit með starfsemi heils- dagsskóla og skóladagheimila. Hanni vinni að stefnumótun og verði ráðgefandi við gerð fjárhags- áætlunar fyrir sömu starfsemi. Þá er deildarstjóran- um ætlað að sinna ýmsum öðrum þjónustuþáttum, sem Skólaskrifstofan hefur með höndum eða til kann að verða stofnað: Umsóknir sendist undirrituðum forstöðumanni Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarnargötu 12, 101 Reykjavík, fyrir 3. ágúst 1994, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar um starfið. ViktorA. Guðlaugsson, sími 28544, fax 28546. Leikskólar Reykjavíkurborgar Leikskólinn Hálsaborg, Hálsaseli 27, auglýsir eftir leikskólakennara í 100% stöðu. Upplýsingar hjá leikskólastjóra í síma 78360. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Leikskólar Reykjavíkurborgar Óskum að ráða leikskólakennara eða annað uppeldis- menntað starfsfólk í störf í neðangreinda leikskóla: Hagaborg, v/Fornhaga, s. 10268. Jöklaborg, v/Jöklasel, s. 71099. Stakkaborg, v/Bólstaðarhlíð, s. 39070. Steinahlíð, v/Suðurlandsbraut, 2. 33280. Einnig vantar í 50% starf e.h. Seljaborg, v/Tungusel, s. 76680. Nánari upplýsingar gefa viðkomandi leikskólastjórar. Dagvist barna, Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 27277. Verkamanna- félagið Dagsbrún Verkamannafélagið Dagsbrún hefur ákveðið að standa fyrir þriggja daga helgarferð, dagana 19.-21. ágúst nk. um Suðurland. Farið verðurfrá Reykjavík föstudaginn 19. ágúst kl. 9.00 og ferðast um Suðurland. Fyrstu nóttina verður gist á Laugarlandi í Holtum. Næsti áfangi er um Landmanna- laugar og Eldgjá, en gist á Höfðabrekku. Ferðin þriðja daginn liggur svo um Vík, Dyrhólaey og Skóga og kom- ið til Reykjavíkur um kvöldmatarleytið. Verð kr. 9.500,-. Innifalið: Gisting, fæði, leiðsögn og rúta. Vegna erfiðleika á gistingu er einungis hægt að bjóða upp á 30 sæti. Skráning og nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins, Lindargötu 9, sími 25633. Stjórn Dagsbrúnar.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.