Alþýðublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 5
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Föstudagur 29. júlí 1994 FÖSTUDAGSMAÐURINN! úðinn framkvœmdastjóri SAMBANDS UNGRA JAFNAÐARMANNA. evintýrið um Reykjavíkurlistann. Það hlýtur að vera merkilegur maður hagsmunatengsl og klíkuskap. Utsendari Alþýðublaðsins rakti garnirnar ilþingi, spilaði á bassa ípönkhljómsveitum, vann sem dyravörður og if hugsjón og œtlar félögum sínum stóra hluti. Ekkert mun stöðva unga jafnaðarmenn." - Heyrðu. Eigum við ekki að segja þetta ágætt af pólitíkinni? „Það varst þú sem aulaðist til að teyma mig inn á þessar brautir. En fyrst þú vilt fara hina leiðina þá get ég svo sem laumað einni léttri: Þannig var að ég og Óli Jón, frændi minn, vorum í pönkhljómsveit, einni fer- lega góðri sem nefndist því frumlega nafni Ghosts. Þetta var á tíunda aldursári mínu, Óli Jón var ári eldri og er það enn. Héldum við þá stórtónleika í bílskúr afa míns í Kópavoginum, því eðla Fræbblabæli. Dró að múg og margmenni. Heppn- uðust tónleikamir ágætlega og klykktum við út með söng sem hljómaði eitthvað á þessa leið: // Á Borginni er pönkið fílað // og vímugjafar með // afbrot er á pönkið stílað // þó enginn hafi það séð // því pönkið leiðir liðið saman // ekkert fær því breytt // að slæpast það er voða gaman // og löggan orðin þreytt. // Því Reykja- víkurborg er spillt // og lög- gæslan er pass // liðið æst og alveg tryllt // og reykir stöð- ugt hass. // Tónleikamir hlutu síðan snubbóttan endi þegar Jói kaupmaður, sem bjó við hliðina á afa, kom trylltur útúr búðinni, slökkti á græjunum og skipaði okk- ur að snáfa. Ég og Óli Jón ákváðum að hætta á toppn- um og höfum ekki hist síð- an. Hvar ætli hann sé?“ - Fín saga. Skemmti- legur boðskapur. Komdu með aðra. „Allt í lagi, vinur. Þú ætlar að spila þetta svona. Þannig var að einu sinni sem oftar var ég villtur á Grænlandi og óvinveittur ættflokkur Inúíta tók mig til fanga. Mér kross- brá, ég var alveg hvumsa. Höfðingi þeirra sagði, að það eina sem gæti orðið mér til lífs væri að leysa þrjár þrautir. Fyrst átti ég að drekka heila ámu af sel- spiksbrennivíni Iþví rót- sterka glundri]. Því næst átti ég að drepa risastóran ís- bjöm sem tjóðraður var inni í helli þar skammt frá. Að lokum skyldi ég eðla mig með Iuuuuuquuiqqeq Iiq, hinu akfeita vændiskvendi þorpsins. Gekk ég nauðugur að þessum afarkostum. Hellti í mig sullinu á tveim- ur sekúndum sléttum, ropaði duglega og skundaði síðan reikull í spori til hellisins. Samkvæmt fomum munn- mælasögum Inúíta bámst úr hellinum torkennileg hljóð allnokkra stund og er þeim linnti kom ég illa rifinn og tættur fram í hellismunnann og spurði: Hvar er svo vændiskvendið sem ég átti að drepa? Ég gat nú aldrei togað það upp úr Inúítunum hvað væri svona fyndið, en sagan er góð engu að síður.“ - Ég þarfað fara heim, það er að koma matur. Takk fyrir spjaUið. Það var..., athyglisvert. Bless. „Matur ?“ - Nákvæmlega. „Ég kem þar sterkur inn og tek allan pakkann.“ -Ha? „Ég kem með, fíflið þitt!“ Alþýðublaðsmynd / EinarÓlason

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.