Alþýðublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 9
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9 Föstudagur 29. júlí 1994 UMHVERFI Lniliverflsráðhcrra, ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON, heimsækir nokkrar náttúruperlur á NORÐAUSTURHORNI landsins. Ráðherrann er ánægður með starf síns fólks á viðkvæmum ferðamannastöðum. Starfefólkið hefur efint til ýmissa nýjunga í þjónustu sinni við ferðafólk: Lítilsháttar gjaldtöku á ferðamannaslóð má fliuga - segir Össur Skarphéðinsson uniliverfisráðherra Að mínu áliti kemur það alveg til greina að íhuga minniháttar gjaldtöku í framtíðinni á ýms- um stöðum sem ferðafólk leitar til, að fólk greiði fyrir ýmsa þá þjónustu sem því er veitt. Ég • var á dögunum í heimsókn á Höfða í Mývatnssveit, þar sem Héðinn heitinn Valdimarsson átti sér bústað. Þar kostar það 100 krónur að fara inn á svæðið og skoða þá stórbrotnu náttúru sem við blasir. Þarna voru 200 til 300 ferðamenn, langflestir útlendingar, og var ekki annað að heyra en að þeim þætti eðli- legt að greiða lítilsháttar að- gangseyri“, sagði Össur Skarphéðinsson umhverfis- ráðherra í viðtali við Alþýðu- blaðið í gær. Hann segir að í þessu efni geri margt smátt eitt stórt, sem geti nýst við áfram- haldandi uppbyggingu þjón- ustu, ferðafólki til góða í allri framtíð. Náttúruperlur HÖFUÐSTÖÐVARNAR - hér er aðseturþjóðgarðsvarðar og landvarða í Jökuls- árgljúfrum. A myndinni, taliðfrá vinstri: Arný Sveinbjörnsdóttir,jarðfrœðingurog eiginkona Össurar; umhverfisráðlierrann; Sigþrúður Stella; og Aðalheiður Jó- hannsdóttir, framkvœmdastjóri Náttúruverndarráðs. Alþýðublaðsmynd/GuðriðurÞorvarðardóttir Stefnir í metaðsókn á gljúfrasvæðinu „I fyrrasumar var ferða- mannastraumur í þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum með minna móti, enda veður válynd lengst af. En í sumar bregður til hins betra og ljóst að þetta verður vísiteraðar Össur hefur undanfarna daga vísiterað þjóðgarða landsins, sem heyra undir umhverfis- ráðuneytið. Núna í vikunni var ráðherrann í Jökulsárgljúfrum, í Herðubreiðarlindum, við Öskju og við Mývatn. Hann segir að þarna séu einstakar perlur ís- lenskrar náttúru, sem heilli ferðamenn, innlenda sem er- lenda. , Jökulsárgljúfur eru í mínum huga einhver fallegasti staður á jarðríki með þrem fallegum fossum og ótnílega fögm um- VELKOMINN RAÐHERRA! - Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, líffrœðingur og þjóðgarðsvörður, tekur á móti Össuri Skarphéðinssyni við komu ráðherrans íþjóð- garðinn í Jökulsárgljúfrum í vikunni. Alþýðublaðsmynd / Guðriður Þorvarðardóttir hverfi. Það er alveg ljóst að við framkvæmdir af ýmsu tagi í framtíðinni verður alltaf að hafa í huga hina stórbrotnu feg- urð landsins, sem er alveg ein- stök. Ferðafólk, bæði innlent sem erlent, er að sækjast eftir að komast í snertingu við þessa ósnortnu náttúru. Því er haldið fram að útlendur ferðamaður sem hingað kemur í þessu skyni, sé ígildi þúsund kílóa af þorski. Það er því eftir nokkru að slægjast að vemda náttúmna fyrir öllum hugsanlegum skakkaföllum af hendi okkar mannanna“, sagði Össur. * Anægður með sitt fólk Össur segir að hann hafi hrif- ist mjög af störfum sinna manna, landvarða og þjóðgarð- svarða. Þeir vinni sín verk af sannri fagmennsku og af mikl- um áhuga og natni. Sagði Össur að landverðir og þjóðgarðsverðir ynnu að nýj- ungum og stórbættri þjónustu. Meðal annars fyrirlestrum á ýmsum þjóðtungum um svæðin sem þeir annast um, skipulögð- um gönguferðum og nú síðast með svokölluðum gestastofum þar sem rætt er um náttúm og sögu staðarins. Blómplöntur væm merktar og veittu fróð- leiksfúsu fólki svör við spurn- ingum sem á því brenna. Ráðhemann ræddi framtíðar- áform um þjóðgarðinn við hinn nýja þjóðgarðsvörð, og land- verði sem þar starfa í sumar, og sagði Össur að þær viðræður allar hefðu verið hinar upp- byggilegustu, enda ljóst að þama er áhugasamt og fram- sækið fólk að störfum. metsumar. Menn búast við að 16 þúsund ferðamenn heim- sæki þjóðgarðinn. Ég er ekki í nokkmm vafa um að það var hárrétt ákvörðun að ráða þar þjóðgarðsvörð. Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir er vel menntuð kona, líffræðingur að mennt, og þar að auki hagvön á þessum slóðum, ættuð ffá Vík- ingavatni í Kelduhverfi“, sagði Össur. I þjóðgarðinum í Jökulsár- gljúfrum, sem er rúmlega 15 þúsund hektara svæði skoðaði Össur nokkra staði sérstaklega, meðal annars botn Ásbyrgis, Dettifoss, Hafragilsfoss, Hólmatungur, Hljóðakletta og Vesturdal. Þjóðgarðurinn er annar tveggja þjóðgarða sem Náttúmverndarráð ber ábyrgð á. Þjóðgarðurinn var formlega stofnaður 1973 og hefur verið stækkaður tvisvar sinnum. 10 þúsund gestir - lítil ánauð Auk þess að dvelja drjúgan tíma á gljúfrasvæðinu fagra, fór Össur og fylgdarlið í Herðu- breiðarlindir og í náttúmvættið í Öskju. Össur segir að það hafi vakið athygli sína hversu lítil ánauðin er á þessari litlu gróð- urvin í Herðubreiðarlindum, sem talið er að 10 þúsund gestir heimsæki í sumar, þar af em 8 þúsund erlendir ferðamenn. Gróðurinn hefði komið vel undan vetri og veður hlý, gróð- urþekjan væri því með sterkara móti að þessu sinni, og umferð fólks vel skipulögð. Össur hélt eilítið lengra inn í landið, inn á Krepputanga, sem er svæði milli Jökulsár á Fjöll- um og árinnar Kreppu. Svæði þetta þykir sérstætt og áhuga- vert og margar raddir eru uppi um friðlýsingu þess, en svæðið er á svokallaðri náttúmminja- skrá. Sagði Össur að friðlýsing svæðisins yrði skoðuð sérstak- lega. Lífríki Mývatns í einstökum blóma Á ferð sinni kom umhverfisráðherra að sjálf- sögðu við í Mývatns- sveit hinni fögm og ræddi þar við landverði og ferðamálafólk. Fór hann þá meðal annars á báti út í Slútnes ásamt þeim bræðmm, Ár- manni og Snæbirni Péturs- sonum í Reynihlíð. „Þama er ótrúlegur gróður af ýmsu tagi og sérstaklega var það gleðilegt að heyra af vör- um þeirra góðu bræðra að líf- nkið hefur aldrei staðið í slík- um blóma sem nú. Ennfremur að veiði í vatninu er betri en oftast áður“, sagði Össur Skarphéðinsson, umhverfisráð- herra, að lokum. / BOTNl ÁSBYRGIS - Össur og Sigþrúður Stella þjóðgarðsvörður. Alþýðublaðsmynd / Guðriður Þorvarðardóttir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.