Alþýðublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.07.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. júlf 1994 MOLAR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 (nriiw Triirii 1711 lViir 11 f ji ^ 11 1 1 rlilj 1 1 llii VERÐBREFASJOÐIR vaxa Frá því í ársbyrjun hafa verðbréfasjóðir Landsbréfa hf. vaxið um hvorki meira né minna en 2 milljarða króna og þar hafa um 4.000 aðilar fjárfest. Ástæðurnar fyrir þessu segja þeir Landsbréfamenn að séu þær helstar að eignasamsetning sjóðanna sé traust sem og að ávöxtunin er góð, í mörgum tilvikum sú besta þegar miðað sé við sambærilega verðbréfasjóði... Bullandi SAMKEPPNI Omega Farma heitir nýjasta lyfjafyrirtækið á íslandi og er það til húsa að Kársnesbraut 108 í Kópavogi. Þar vinna 10 starfsmenn og er Friðrik Krisljánsson framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Hann segir í viðtali við Lyfjatíðindi að samkeppnin á markaðnum sé' hörð, sérstaklega við erlendu fyrirtækin. Fyrirtækið kappkosti að bjóða 20 til 30% lægri verð en á frumlyfjunum, en nú hafi erlendu lyfjafyrirtækin í auknum mæli lækkað verð sinna lyfja. Friðrik segir það þversögn að á sama tíma og talað sé um að draga úr lyfjakostnaði séu samþykkt lög sem gera munu erlendum lyfja- framleiðendum kleift að halda uppi háum verðum á einkaleyfis- vernduðum lyfjum. Hann segir að það yrði íslenskum lyfjaiðnaði lyftistöng ef aðlögunartíminn yrði lengdur í að minnsta kosti 10 ár. Islenska ríkið myndi spara hundruð milljóna á hverju ári aðlögun- artímans, enda séu íslensk lyf yflrleitt ódýrari en samsvarandi er- lend lyf... ÍSLENSKT og gott Tœknisvið Flug- kiða hugsar stórt. Það býr yfrr úr- vals húsnæði og úrvals mannskap, vel menntuðum flugvirkjum og öðrum sem að tæknimálum flug- véla koma. Nú hefur tæknisviðið gert tilboð í stórskoðanir á sex Fokker 50 flug- vélum írska flugfélagsins Air Lingus og fleiri tilboð erlendis í at- hugun. Unnið er að 12 þúsund tíma skoðunum á Fokkervélum norska flugfélagsins Norwegian Air Shuttle, einni skoðun lokið og tvær eftir. Norðmenn eru afar ánægðir með alla þjónustu Flug- leiða. „Þetta er tiltölulega lítill markaður og fljótt að spyrjast út hvernig vinnu og þjónustu menn fá", segir Guðmundur Pálsson framkvæmdastjóri tæknisviðs Flugleiða. Hann segir að öllu skipti að hægt sé að bjóða hagstæð verð og fyrsta flokks þjónustu. Á meðfylgjandi mynd má sjá Sigurð Helgason, forstjóra Flugleiða, taka við staðfestingu á viðurkenningu Evrópusambands flugmála- stjórna, sem Flugleiðir fengu fyrr í sumar. Með honum á myndinni er hluti af hinum færu flugvirkjum félagsins og Björn Bjarnason deildarstjóri flugöryggisdeildar íslensku flugumsjónarinnar... FERÐAHELGIN mikla Um helgina er um að gera að vanda sig í umferðinni. Spáð er góðu veðri - og þarafleiðandi verður umferðin á vegum landsins með allra mesta móti um verslunarmannahelgina, mestu umferðarhelgi ársins. Umferðarráð> mun ísamstarfi við lögregluna um iand allt starfrœkja upplýsingamiðstöð á skrifstofu ráðsins atta helg- ina. Útvarp Umferðarráðs mun verða með útsendingar á öllum útvarpsstöðvum eftir þörfum. Umferðarráð hvetur ökumenn til að aka með jöfnum hraða, framúrakstur er klára vitleysa í umferð verslunarmannahelgar. Varúð skal höfð í hávegum næstu daga sem endranær... Nýr ÚTIBÚSSTJÓRI Nýr útibússtjóri hefur verið ráðinn að útíbúi Islandsbanka í Lækj- argötu í Reykjavík. Þrjátíu og fjórir umsækjendur voru um stöðuna en fyrir valinu varð Árni Gunnarsson viðskiptafræðingur. Árni er 43 ára gamall, fyrrum framkvæmdastjóri Stjórnunarfélagsins og síðar Fóðurblöndunnar. Árni er nú framkvæmdasrjóri Rekstrar- félagsins Sólar hf. og tók við því starfi þegar lánastofnanir tóku yfir rekstur Sólar hf. í fyrra. Arni mun hefja störf í bankanum 15. ágúst... Vinningstölur ,-------—----— miðvikudaginn:) 27. júlí 1994 Aðaltölur 35)f37)/40 6. ágúst opna þrjár sýningar á KJARVALSSTÖÐUM; Kristínn G. Harðarson, Sigurður Arni Sigurðsson og Kjarval Það er margt á döfinni á Kjarvals- stöðum um þessar mundir. Laugar- daginn 6. ágúst, klukkan 16:00, verða þar formlega opnaðar hvorki meira né minna en þrjár sýningar; það er á verk- um Kristins G. Harðarsonar og Sigurð ar Arna Sigurðssonar ásamt sumarsýningu á verk- um Jóhannesar Sveinsson- ar Kjarval. Sýningarnar eru opnar daglega til 11. septem- ber frá klukkan 10 til 18. Hin rómaða kaffistofa Kjarvals- staða er opin á sama tíma. I Miðsal verður sýning á verkum Kristins G. Harðar- son. Hann hefur markað sér persónulegt svið með list- sköpun sinni, sem umfram allt felst í því að taka hvers- dagslega viðfangsefni - oft- ast byggð á reynslu úr hinu daglega lífi - úr sínu upp- runalega umhverfi og gefa þeim nýja og óvænta merk- ingu. Þótt verk hans séu oft fátækleg að efni og gerð búa þau ávallt yfir furðulegri ljóðrænu. Kristinn G. dvelst nú vestan hafs og hefur gert um nokkurt skeið. f Vestursal verður Sigurð- ur Árni Sigurðsson með sýn- ingu. Hann hefur verið bú- settur í París undanfarin ár og hafa verk hans vakið at- hygli þar og víðar í Evrópu. Sigurður Arni sýnir málverk og teikningar. Meðal þeirra eru verk unnin út frá hug- myndum um almennings- garða. I verkum sínum bygg- ir hann á náttúruformum en forðast rökhyggju natúral- ismans. ÍAustursal verður sýning á verkum úr eigu Kjarvals- safns. Jóhannes Sveinsson Kjarval er óumdeilanlega einn helsti meistari íslend- inga á myndlistarsviðinu og skipa verk hans sérstakan sess í hugum þjóðarinnar. Hann fæddist á Efriey í Með- allandi árið 1885 og lést í Reykjavík árið 1972. Kjarval skildi eftir sig lífsstarf sem verður að telja einn af mikil- vægari hlutunum í menning- ararfi íslensku þjóðarinnar. Kjar- valsstaðir eiga mikið safn verka eftir listamanninn og stofninn af því er gjöf hans til Reykjavíkurborgar sem afhent var ár- ið 1968. Síðanþá hafa fjölmargir einstaklingar gefið safninu ómetanleg verk og hafa þann- ig með velvilja sínum stuðlað að því, að halda minningu hins stórkostlega Kjar- vals hátt á lofti á verðugan hátt. Sýningin verður að teljast einstakt tækifæri fyrir al- menning til að skoða verk eftir meistarann. Alþýðublaðsmynd/ BnarÓlason Oýnum henni þá virðingu sem hún verðskuldar. UMHVERFISRÁÐUNEYTIÐ AUGLYSING UM INNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ*) ÁKR. 10.000,00 1984-1.fl. 01.08.94-01.02.94 kr. 66.678,20 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, júlí 1994. SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.