Alþýðublaðið - 05.08.1994, Síða 1

Alþýðublaðið - 05.08.1994, Síða 1
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON og umræðan um haustkosningar: Alþýðuflokknum er ekkert að vanbúnaði - að leggja stefinu sína og verk undir dóm kjósenda, segir Jón Baldvin JÓN BALDVIN. Alþýðublaðsmynd ur þingrofsvaldið myndi hann mánaðar. Þetta boðaða sam- taka ákvörðun innan hálfs ráð hefur ekki farið fram, svo ég sé ekkert beint tilefni til þess að taka afstöðu til hug- mynda, sem ekki hafa verið ræddar milli stjómarflokk- anna“, sagði Jón Baldviní gær. „Ég geri hinsvegar ráð fyrir því að við forsætisráðherra hittumst á næstunni og að hann geri mér þá grein fyrir hvað hann er að hugsa um kosningar og hvaða rök hann hefur fram að færa. Ef niður- staðan er sú að boðað verður til kosninga, þá er Alþýðu- flokknum ekkert að vanbún- aði að leggja stefnu sína og verk undir dóm kjósenda. Við munum hittast, þing- flokkur, framkvæmdastjóm og formenn kjördæmisráða um land allt, uppi á Skaga á laugardaginn klukkan 14 og ráða þar ráðum okkar. Það er ekki að orðlengja um þetta meir fyrr en málin hafa skýrst og við höfum haft samráð innan Alþýðuflokksins uin málið", sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Haustkosningar eða sama ríkisstjóm út kjörtímabilið? Það er spumingin sem almenningur veltir fyrir sér í dag, þegar Ijölmiðlar í gúrkutíð heimta haustkosningar. Almenningur sér ekki þörfina fyrir kosning- ar eftir því sem best verður séð, en aðrir ráða för. Al- þýðublaðið hafði tal af Jóni Baldvin Hannibalssyni, utanríkisráðherra og formanni Alþýðuflokksins í gærkvöldi og spurði hann um haust- kosningar. „Það hefur gripið um sig mikil kosningataugaveiklun hjá annars hinum dagfars- prúðustu mönnum í kjölfar yfirlýsingar forsætisráðherra að afloknum maraþonfundi þeirra sjálfstæðismanna um stjómmálaástandið. Forsætisráðherra boðaði þá að hann myndi hafa samráð við formann Alþýðuflokksins og forystu stjómarandstöð- unnar eftir verslunarmanna- helgina. En þar sem hann hef- SIGBJÖRN GUNNARSSON, formaður íjárlaganefndar Alþingis: Engin rök fyrir kosningum - „Ég tel að ríkisstjómin og Alþingi eigi að ljúka kjörtnnabilinu og þeim verkum sem kjósendur treystu mönnum fyrir. Annars eru menn einfaldlega að heykjast á verkefninu,4í segir þingmaðurinn Eg hef aldrei heyrt önn- ur eins rök eins og þau að kjósa þurfi í haust vegna fjárlagagerðarinnar. Við óttumst þá vinnu ekki meira nú en áður, gerð ljár- laga er mikið vandaverk hveiju sinni, en ekkert fremur nú en endranær", sagði Sig- björn Gunnarsson, alþingis- maður jafnaðarmanna og for- maður fjárlaganefndar í við- tali við Alþýðublaðið í gær. Sigbjöm segist alfarið á móti haustkosningum og sjái SIGBJÖRN. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason engan tilgang með þeim og hafi ekki séð nein haldbær rök fyrir slíkum kosningum. „Ég tel að ríkisstjómin og Alþingi eigi að ljúka kjör- tímabilinu og þeiin verkum sem kjósendur treystu mönn- um fyrir. Annars em menn einfaldlega að heykjast á verkefninu", sagði Sigbjöm og sagði að ýmislegt jákvætt væri að gerast og ríkisstjóm og Alþingi ættu að vinna að áframhaldandi góðum gangi mála í þjóðfélaginu. Hann sagðist undrandi á þeirri hásumammræðu um pólitík sem í gangi er. Það væri líkast því að ganga ætti til kosninga í haust fyrir þrá- beiðni fjölmiðlanna. Sagði Sigbjöm að ef Sjálfstæðis- flokkurinn sliti stjómarsam- starfinu þá liti hann á það hreina uppgjöf samstarfs- flokksins, og að þá hlytu að búa að baki samningar sjálf- stæðismanna og framsóknar- manna um stjómarsamvinnu að kosningum loknum. BÆJARHRAUNI 14 • HAFNARFIRÐI 653900 „Menn á þeim bæjum ættu að minnast afleiðinga samstarfs þeirra flokka síðast, - það endaði með miklu hmni beggja flokkanna árið 1978, - og stómm sigri A-flokk- anna. Vissulega hefði ég ekkert á móti sigri þeirra, en ég bendi á að afleiðingar stjómarslita nú gætu orðið hroðalegar fyrir þjóðfélagið í heild. Það sem máli skiptir í dag er að ríkisstjómin haldi þeim stöðug- leika sem skapast hefur, ella verður hann í hættu. Mér hreinlega blöskr- ar ýmis ,/ök“ sem færð em fyrir haustkosningum, til dæmis veðrinu, maður hefur heyrt ýmislegt ógáfu- legt, en fátt í líkingu við þetta“, sagði Sigbjöm Gunnarsson.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.