Alþýðublaðið - 05.08.1994, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FANGELSISMÁL
Fðstudagur 5. ágúst 1994
lertu með «
- draumurinn gæti orðið að veruleika !
Betra Litla-Hraun
Verulegar breytingar og endurbœtur voru gerðar á húsnœði fangelsisins að LITLA-HRA UNI á
árinu 1993.1 Ijósi tíðra stroka frá fangelsinu á liðnum árum og loks uppþots í ágúst 1993 (- sjá
mynd) var ákveðið að gera gangskör að því að betrumbceta öryggismál öll á staðnum.
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
Með breytingum sem
gerðar hafa verið á
fangelsinu á Litla-
Hrauni er nú fyrst hægt að
tala um að deildarskiptingu
hafi verið komið á í þessu að-
alfangelsi landsins. Fyrirhug-
að er að skipta föngunum enn
meir við tilkomu nýs fangels-
is. Elsti hluti hússins verður
þá aflagður sem fangahús, en
þess í stað innréttað sem
stjómstöð, aðstaða fyrir lækna
og hjúkrunarfólk og starfsfólk
fangelsismálastofnunar. Það
sem eftir stendur af núverandi
fangahúsnæði verður skipt
niður í fámennar deildir.
Þetta kemur fram í skýrslu
Fangelsismálastofnunar rík-
isins fyrir árið 1993. í skýrsl-
unni er sérstakur kafli helgað-
ur fangelsinu að Litla-Hrauni,
en þar hafa ýmsar endurbætur
verið gerðar auk þess sem
verið er að byggja nýtt fang-
elsi að Litla-Hrauni.
Færri fangar
Á árinu 1993 komu einung-
is 56 fangar til afplánunar, en
til samanburðar má geta þess
að árið 1992 voru þeir 78 og
83 árið 1991. Um töluverða
fækkun er því að ræða. Þessi
fækkun er ekki tilkomin
vegna þess að fangelsisyfír-
völd hafi ekki fullnýtt þau
pláss sem fyrir hendi eru.
Nýtingin hefur verið tæp
100% á árinu 1993, eins og
raunar er öll undanfarin ár.
Þijá orsakir eru aðallega
fyrir fækkun fanga. í fyrsta
lagi hafa fangelsisyfírvöld
lagt af minnstu klefana á
staðnum, þar sem þeir voru,
og höfðu um langa hrið verið
óhæftr sem mannabústaðir, en
einnig tekið klefa úr notkun
til að bæta við sameiginlegt
tómstundarými og aðra að-
stöðu fyrir fanga. í öðru lagi
er það staðreynd, að mikil
ljölgun hefur verið á lengri
dómum sem borist hafa til
fullnustu og hver fangi því
verið mun lengur í afplánun. I
þriðja lagi ber að nefna að
fangelsismálastofnun hefur á
seinni árum framfylgt stífari
reglum og skilyrðum fyrir
veitingu reynslulausna þannig
að ávallt verður nokkur hluti
fanga að ljúka afplánun dóma
að fullu. Einkum er hér um að
ræða erfiða síbrotamenn sem
margoft hafa verið látnir laus-
ir til reynslu en brotið af sér á
nýjan leik. Þetta leiðir meðal
annars til þess að meðalaf-
plánunartími lengist og því
pláss fyrir færri fanga.
Sértekjur
Fjöldi fastráðinna starfs-
manna við fangavörslu var
36, eða sami fjöldi og árið á
undan. Tveir fangaverðir
sinna eingöngu fangaflutning-
um, en rými er fyrir 51 fanga
á staðnum. Rekstrarkostnaður
í heild nam 145,9 milljónum
króna, þar af voru laun tæp-
lega91 milljón en annar
rekstrarkostnaður um 55
milljónir. Nettó sértekjur
námu 34,5 milljónum króna,
en bflnúmer voru seld fyrir
framleiðsla, einkum steypu-
vörur ýmsar, fyrir 20 milljón-
ir króna. Virðisaukaskattur er
meðtalinn í báðum síðast-
nefndu tölunum.
Sértekjur vegna bflnúmera-
framleiðslu jukust um 5,5
milljónir frá árinu áður, en
skýringin er stóraukin fram-
leiðsla á númeraplötum fyrir
bifreiðar sem eru undanþegn-
ar virðisaukaskatti. Steypu-
vöruframleiðslan dróst heldur
saman og voru tekjur af henni
um 800 þúsund krónum
minni en árið áður. Rétt er að
vekja athygli á því að samtals
er hér um að ræða umtals-
verðar sértekjur sem létta
verulega undir með kostnað-
arsömum rekstri fangelsisins
og á starfsfólk og fangar hrós
skilið vegna þessa. Rekstrar-
afgangur á árinu nam 5,3
milljónum króna og var hann
fluttur á árið 1994. Þá voru
þijár milljónir króna yfirfærð-
ar á sérstakan reikning hjá
dómsmálaráðuneyti til þess
að standa straum af kostnaði
við ýmsar framkvæmdir.
Greiðslur vegna vinnulauna
og dagpeninga til fanga voru
8,4 milljónir króna, þar af
laun rúmlega sjö milljónir.
Hluti af föngum er ávallt
óvinnufær og eru þeim
ákveðnir dagpeningar lögum
samkvæmt um sjö þúsund
krónur á mánuði.
Vinna fanga var með hefð-
bundnum hætti við steypu-
vöruframleiðslu, bílnúmera-
gerð, jámsmíði, viðhald
tækja, brettasmíði, öskjugerð,
hreingemingar og viðhald
húsakosts og lóðar. Einn
fangi stundaði vinnu á Sel-
fossi og annar á Stokkseyri
hluta úr árinu. Hellusteypu-
framleiðslan á Litla-Hrauni
býr við mjög erfiðar aðstæður
vegna fomfálegs húsakosts,
en hún er staðsett í gömlu
ljósi og hlöðu. Þegar kalt er í
veðri á vetmm frýs allt efni
og verður þá að hætta fram-
leiðslu þangað til efnið þiðnar
á ný.
Endurbætur
Vemlegar breytingar og
endurbætur vom gerðar á
húsnæði fangelsisins á árinu.
í Ijósi tíðra stroka frá Litla-
Hrauni á liðnum ámm og loks
uppþots í ágúst 1993 var
ákveðið að gera gangskör að
því að betmmbæta öryggis-
mál öll á staðnum. Vestur-
álma fangelsisins, sem að
hluta til hafði á seinni ámm
verið notuð fyrir fyirirmynd-
arfanga, var aflögð sem slík
og tekin í notkun sem örygg-
isálma. Hér vom nú vistaðir,
um lengri eða skemmri tíma,
þeir fangar sem gerst höfðu
sekir um alvarleg agabrot í
refsivistinni svo sem vímu-
efnaneyslu, strok eða þátttöku
í uppþoti. Var húsnæðinu
breytt til samræmis við það
hlutverk sem því var ætlað að
gegna. Sett var öflugt net yfír
útivistargarð og lausafög í
gluggum álmunnar vom fjar-
lægð og í staðinn setta loft-
ristar að innanverðu og gata-
plötur úr stáli að utanverðu.
Þá hefur verið bætt við eftir-
litsmyndavélum og skjám.
Starfsháttum öllum á staðnum
hefur verið breytt.
I aðalfangahúsi vom tveir
fangaklefar á efri hæð teknir
úr notkun og þeim bætt við
setustofu fanga og er það
mikill aðstöðumunur frá því
sem áður var. Salemisaðstaða
á hæðinni var endurbætt og
tveir sturtuklefar settir upp.
Þá var 12 manna gangur á efri
hæðinni gerður að sérdeild
fyrir fanga sem skara fram úr
í hegðun. Utbúin var setustofa
og borðstofa þar sem þessir
fangar matast sér og hafa ekki
samneyti við aðra fanga nema
í vinnu, námi eða útivist.
Kortasími er á deildinni sem
fangar hafa fijálsan aðgang að
en þeir greiða fyrir öll símtöl
eins og aðrir fangar. í kjallara
var settur upp veggur úr stál-
grind með öryggisgleri milli
eldhúss og matsalar fanga. Þá
vom settar upp öryggishurðir
á milli ganga og hæða í fang-
elsinu sem að öllu jöfnu em
hafðar opnar, en er hægt að
loka ef tilefni þykir til.
Segja má að þessar breyt-
ingar hafi leitt til þess að nú
sé í fyrsta sinn hægt að tala
um að deildarskiptingu hafi
verið komið á að Litla-
Hrauni. Fyrirhugað er að
skipta föngum enn meir við
tilkomu nýs fangelsis og þeg-
ar hafa verið lögð drög að
endurskipulagningu eldra
húsnæðis á staðnum þegar hið
nýia verður tekið í notkun.
Skólahald á Hrauninu
Skólastarf gekk almennt
vel. Það er Fjölbrautarskóli
Suðurlands sem rekur skól-
ann. Á vorönn innrituðust 18
nemendur, en að auki sótti
einn nám á Selfossi og annar
sótti þangað einstaka kennslu-
stundir. Alls vom þreytt 62
próf á önninni og vom staðn-
ar einingar 110. Ellefu náms-
greinar vora kenndar á staðn-
um en tvær greinar vom
kenndar með fjarnámi. Einn
nemandi brautskráðist af iðn-
braut húsasmíða. Bryddað var
upp á þeirri nýjung að láta
nemendur undirrita skjal þar
sem þeir undirgangast skóla-
reglur. Misbrestur á að fylgja
þeim og slælegur námsárang-
ur getur leitt til þess að frekari
skólasókn verði stöðvuð og
það kemur fyrir.
Á haustönn innrituðust 17
nemendur, en auk þess hugð-
ust nokkrir þeirra stunda nám
utanskóla.
Á þessari önn vom þreytt
69 próf og staðnar einingar
vom 121. Rúmlega90%
nemenda stóðst próf, en að
auki vom þreytt 16 próf í ein-
ingalausum áföngum og stóð-
ust nemendur 13 þeirra.
Að mati fangelsismála-
stofnunar er skólastarfið á
Litla-Hrauni ákaflega mikil-
vægt fyrir þá endurhæfingu
sem til staðar þarf að vera í
slíku fangelsi. Reynsla síð-
ustu ára sýnir að oft leynast
góðir námsmenn á meðal
fanga sem ýmissa hluta vegna
hafa dottið út úr hinu almenna
skólakerfi. Nemendur em á
öllum aldri, sumir illa læsir,
aðrir hafa lokið einhverju
námi, margir em illa famir af
neyslu vímuefna, nokkrir eiga
við andlega erfiðleika að
stríða og svo mætti áfram
telja. Yfirleitt tekst starfsfólki
skólans að finna eitthvað nám
sem hentar þeim sem vilja og
áhuga hafa, en vel er fylgst
með því að fangar stundi
nántið af kostgæfni því ann-
ars em þeim fundin önnur
verkefni.
Nú stendur yfir bygging af-
plánunarfangelsis fyrir 55
fanga að Litla-Hrauni. Gei1 er
ráð fyrir að fangelsið verði
tekið í notkun í maí á næsta