Alþýðublaðið - 11.08.1994, Page 1

Alþýðublaðið - 11.08.1994, Page 1
Hákarlabijósk frá Kraft- lýsi hf. er nú til skoðun- ar hjá Bandarísku krabbameinsstofnuninni. Það er doktor Patrick QuiUin, sem stjómar þeirri rannsókn, - en hann er einn fimm ræðumanna á fundi Bœndasamtakanna og Náttúrulœkningafélags Is- lands á almennum, opnum fundi í Súlnasal Hótel Sögu klukkan 20.30 í kvöld. Þar verður fjallað um áhrif mata- ræðis á heilsufar og vellíðan fólks. Frummælendumir fimm em virtir bandarískir læknar, næringarfræðingur og sálíf æð- ingur, sem hér hafa ferðast og kynnt sér meðal annars starf Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði, íslenskt heilsufæði, lífræna ræktun, notkun hvera- vatns og leirbaða svo eitthvað sé nefnt. Ætlunin er að bandaríska krabbameinsstofnunin, Cancer Treatment Centers of America, kaupi hákarlabijóskið beint frá framleiðanda og noti það í efdr- meðferð krabbameinssjúklinga. Er hákarlabijósk þekkt vara á bandarískum heilsuvömmark- aði. í fyrrgreindri rannsókn er meðal annars gerður saman- burður á bijóski hákarla frá ís- landi og ffá Costa Rica. Doktor Quillin hefur auk þess áhuga á að kynna sér ís- lenska heilbrigðisþjónustu með það fyrir augum að senda sjúk- linga hingað til lands í eftir- meðferð. Stofnun hans leggur mikla áherslu á holla fæðu í eft- irmeðferð og þá einkum lífrænt fæði, en það er einmitt slíkt fæði sem nú er á boðstólum hjá Heilsustofnun Náttúmlækn- ingafélags Islands í Hveragerði. Dr. Quillin heldur í kvöld er- indi sem hann nefnir: Rétt matarœði gegn krabbameini. Einn þeiira sem heldur erindi á fundinum í kvöld er A. Gord- on Reynolds, lækningaforstjóri við La Costa Spa, eina virtustu og dýmstu meðferðarstofnun Bandaríkjanna. Hann hefur mikinn áhuga á að skoða möguleika sem hann telur að séu í nýtingu hitaveituvatnsins og leirsins hér á landi. Erindi Reynolds í kvöld fjallar um raunverulegt heilbrigði með hollu lífemi og réttum lífsstíl. Doktor Jonelle Reynolds, sálfræðingur við La Costa Spa, mun fjalla um einbeitingu og hlutverk hugans til að ná yfir- höndinni í baráttunni gegn sjúkdómum. Hún er þekkt á sínu sérsviði, sem íjallar um hlutverk sjúklingsins sjálfs í endurhæfmgu, hlutverk hugar- aflsins við að ná tökum á og vinna gegn sjúkdómum strax í upphafi. Doktor Reynolds er þekkt fyrir ráðgjöf sína og hjálp við þá sem hjálparþurfi em vegna sjúkdóma eins og krabbameins. Hún er eftirsótt í sjónvarpsþáttum vestra sem fjalla um endurhæfingu og sjálfshjálp. Erindi doktor James Logan frá Telemedicine North Amer- ica, fjallar um hátækni, fjar- skipti og læknishjálp. Dr. Log- an starfaði um árabil sem einn af læknum geimfara NASA, geimferðastofnunar Bandaríkj- anna. Telemedicine einbeitir sér að því að nýta aðgerðir geimferðatækninnar í nútíma heilbrigðisþjónustu, bæði hvað varðar kostnað og aðferða- fræði. Fyrirlestrar hans um það hvemig nýta megi þekkingu úr geimferðum til að bæta sam- skipti lækna á alþjóðavettvangi eru kunnir í Bandaríkjunum og víðar. Loks er að geta erindis dokt- or Shari Lieberman, en hún hefúr doktorsgráðu í næringar- fræðum og líkamsæfingum sjúkra. Erindið í kvöld fjallar um hlutverk næringar og fæðu- vals í meðferð hjartasjúkra, gigtveikra og alnæmissjúkra. Lieberman er vel þekkt í heimalandinu fyrir bækur sínar, sjónvarpsframkomu og skrif í tímarit eins og Ladies Home Joumal og Mademoiselle og fleiri. FUOJVINNSLA um bord I vdðydpum: Þorsteinn frestar 60% reglunni Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra hefur ákveðið að fresta um eitt ár gildistöku ákvæðis reglu- gerðar um 60% nýtingu þorsks, ýsu og ufsa hjá eldri full- vinnsluskipum meðan endur- skoðun laga um þetta efni fer fram. í maímánuði 1992 vom á Alþingi samþykkt lög um full- vinnslu botnfiskafla um borð í veiðiskipum, sem tóku gildi 22. júní sama ár. I þessum lögum var mörkuð sú meginstefna, að öll skip, sem fullvinna botnfisk um borð, skyldu koma með all- an afla að landi, þar með talið slóg og fiskúrgang, sem til félli við vinnsluna. Þeim skipum sem höfðu hafið vinnslu fyrir gildistöku laganna eða smíði var hafin á fyrir 22. júní 1992, var veittur ffestur til 1. septem- ber 1996 til að fullnægja þessu ákvæði. Nýjum skipum var ekki veittur neinn frestur í þessu efni. Jafnhliða þessu vom gerðar auknar kröfur til eldri fullvinnsluskipa um nýtingu aukaafla og fiskúrgangs og var meðal annars ákveðið í reglu- gerð, að fyrir fiskveiðiár það sem hæfist 1. september 1994 bæri þeim að hafa náð 60% meðalnýtingu á þorski, ýsu og ufsa. Nokkrar umræður hafa orðið um stefnu þá sem mörk- uð er í lögunum gagnvart eldri fullvinnsluskipunum og hefur sjávarútvegsráðuneytið ákveðið að láta endurskoða ákvæði lag- anna sem að þeim snúa. Jafn- framt hefur ráðuneytið ákveðið að fresta um eitt ár gildistöku ákvæðis reglugerðarinnar um 60% nýtingu þorsks, ýsu og ufsa hjá eldri fullvinnsluskipum meðan endurskoðun fer fram. ÁHRIF MATARÆÐIS á heilsufar og vellíðan í umfjöllun fímm bandarískra sérfræðinga á almennum frmdi í kvöld: Hakarlabrjósk héðan á amerískan heilsumarkað? Jahnsan UTANBORÐSMÓTORAR Abyraiurriei i nrh PJOrillSEL: UMBOÐSSALAN HF. Seljavegi 2 • 101 Reykjavík • Sími: 91-26488 SELJUM EINNIG: • Sjóskíði • Hnébretti • Vatnablöðrur • Kajaka • Kanóa • Seglbretti

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.