Alþýðublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 1
Söhisamband íslenskra fískfiramleiðenda í samvinnu við eigendur Coca Cola á Spáni Nýtt söluíyrirtæki stofnað á Spání Sölusamband íslenskra fiskframleiðenda hf. og spænska fyrirtækið Cop- esco & Sefrisa hafa stofnað nýtt öflugt hlutafélag á Spáni til að annast dreifingu og sölu á salt- fiski frá framleiðendum SÍF. Hlutafé hins nýja fyrirtækis, sem tekur til starfa 1. septem- ber, verður 100 milljónir króna og skiptist jafnt milli SIF og Copesco. Stofnsamningur hefur þegar verið undirritaður af beggja hálfu. Tilgangurinn með stofhun hins nýja fyrirtækis er að auka verulega markaðshlutdeild framleiðenda SÍF á Spáni og um leið hækka skilaverð til þeirra þegar til lengri tíma er litið. Með tilkomu hlutafélags- ins verður ekki lengur þörf fyrir milliliði og saltfiskdreifingu verður beint til um fjögur þús- und spænskra viðskiptavina á smásölustigi. Stefnt er að því að fyrirtækið stækki markaðs- svæði sitt í samræmi við mark- aðstækifæri sem kunna að skapast í framtíðinni, Öflugt kerfí Nýja fyrirtækið mun kapp- kosta að kaupa saltfisk ffá- framleiðendum SÍF hér á landi og dótturfyrirtæki SÍF í Tromsö í Noregi. Auk þess mun það eiga viðskipti við Nord Morue, dótturfyrirtæki SÍF í Frakk- landi. Þá mun nýja fýrirtækið njóta góðs af öflugu dreifingarkerfi Copesco & Sefiisa, sem var stofnað árið 1853, eða fyrir tæplega einni og hálfri öld. Það er vel þekkt og öflugt fyrirtæki á Spáni, sem byggir á rótgrón- um viðskiptasamböndum. Daurellaættin Nýja fyrirtækið mun nota vöruheiti sem eigendur þess hafa notað á saltfiskvörur sínar til þessa, en þau eru „Islandia“ og „Copesco“. Gert er ráð fyrir að það bæti jafnframt við eigin vörumerkí í framtíðinni. Stjóm félagsins skipa sex menn, þrír frá Sölusambandi ís- lenskra fiskffamleiðenda hf. og þrír frá Copesco S.A. Ákveðið er að SÍF fari með meirihluta fram til ársloka 1995. Spænska fyrirtækið Copesco & Seffisa er í eigu Daurellaætt- arinnar, sem hefur átt saltfisk- viðskipti við SÍF um langan aldur. Fjölskyldan er þekkt af athafnasemi í heimalandi sínu og á meðal annars Coca Cola fyrirtækið á Spáni. Ein kona úr ættinni, Sol Daurella Comadr- an, er aðalræðismaður íslands í Barcelona. Krmglan heldur upp á sjö ára afinælið - Frá opnun hafa 27 milljónir gesta (!) lagt leið sma í Kringluna. Þangað koma nú um 80 þúsund manns á viku og aðsókn eykst með hverju árinu sem líður stað gert megnið af sínum inn- Amorgun á hin eina og sanna Kringla sjö ára afmæli. Af því tilefni verður þar nokkur hátíðarbrag- ur. í göngugötum hússins hefúr verið sett upp sýning á sam- tímalistaverkum í eigu Lista- safns Reykjavíkur að Kjarvals- stöðum. Á morgun leikur Sím- on H. ívarsson á gítar í Kringl- unni, norskur bamakór syngur og ýmislegt fleira er á dagskrá til hátíðabrigða. Kringlan opnaði dyr sínar fyrir almenningi 13. ágúst 1987, en bygging hússins hófst árið 1985. Kringlan er tæpir 30 þúsund fermetrar að stærð á þremur hæðum. Þar eru undir einu þaki 90 fyrirtæki og starfa liðlega 600 manns í húsinu. Bílastæði verslunarmiðstöðvar- innar eru rúmlega 1.600 og að mestum hluta yfirbyggð. I Kringlunni er miðað við að viðskiptavinimir geti á einum kaupum, farið á veitingahús og fengið helstu þjónustu sem þeir þurfa á að halda, eins og hár- greiðslu og snyrtingu, ferða- þjónustu, banka, fatahreinsun, skóviðgerðir og fleira. Fjöldi fyrirtækja, gott vöruúr- val og hin margþætta þjónusta að ógleymdu góða veðrinu hafa skapað Kringlunni algjöra sér- stöðu í verslun hér á landi. Verslunarmiðstöðin hefur feng- ið mjög góðar móttökur hjá al- menningi og hefur bæði aðsókn og verslun í Kringlunni reynst meiri en áætlanir gerðu ráð fyr- ir þegar ákveðið var að ráðast í byggingu hússins. Á þeim sjö árum sem liðin eru frá opnun hafa tæpar 27 milljónir gesta komið í Kringl- una. Aðsóknin hefúr aukist með hveiju ári og 1992 og 1993 komu hvort árið rúmlega fjórar milljónir viðskiptavina í húsið, en það er að jafnaði tæp- lega 78 þúsund manns á viku. Aðsóknin er enn að aukast því fyrstu sex mánuði þessa árs er hún 1,1% meiri en á sama tíma í fýrra. Breyttir þjóðfélagshættir hafa leitt til þess að fólk verslar nú á öðrum tímum en áður. Kringl- an hefúr verið brautryðjandi í því að hafa opið á laugardögum og nú er í undirbúningi að gera tilraun með að hafa eina „Kringluhelgi" í hveijum mán- uði, en þá verður einnig opið á viðkomandi sunnudegi. Fyrsta Kringluhelgin verður 3. og 4. september næst komandi. Á afmælisdaginn er opið til klukkan 16 í Kringlunni. Ferðalagamyndir EinarsFals Síðdegis í gærdag var Einar Falur Ingólfsson á harðaspani við að setja upp sýningu sína, „Ferða- lagamyndir“, sem opnar í dag í Gallerí 11 (einn einn). Þar sýnir hann á fjórða tug svarthvítra ljósmynda frá ferðum sjö ára; ferðum um ijölfarnar og kunnuglegar slóðir heimsins; myndir af hversdagslegu fólki og raun- vemlegum atburðum. „Ferðalagamyndir“ er fyrsta einka- sýning Einars Fals Ingólfssonar, en áður hefur hann átt verk á samsýningum í Reykjavík, Stokkhólmi og New York. Hann hefur myndað fyrir íslensk dagblöð og tíma- rit, en starfar nú í New York þar sem hann stundaði áður framhaldsnám í ljósmyndun við School of Visual Arts. Sýning Einars Fals er opin frá þriðjudegi til laugardags, frá klukkan 13:00 til 18:00, og stendur til 25. ágúst. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Yfiriýsmg fni Norska ændiráðinu vegna frettur Alþýðublaðsias um eyður seni geta orðið vegna sendiherraskipta II / > HOFUM A ENGAN HATT KRINGLAN: Viðskiptvinir hvíla sig um stundfrá innkaupum og fá sér hressingu á kaffihúsinu Myllunni. Alþýðublaðsmynd/Einarólason Norska sendiráðið segir að Norðmenn hafi á engan hátt móðgað ís- lendinga né íslensk stjómvöld við sendiherraskipti seint á síð- asta ári. Eftirfarandi athuga- semd barst Alþýðublaðinu í gær frá Öyvind Stokke, Chargé d’Affaires a.i„ hjá Norska sendiráðinu í Reykjavík, í tilefni af ffétt blaðsins íyrr í vikunni: „1 Alþýðublaðinu hinn 10. ágúst s.l. birtist í blaði yðar grein með fyrirsögninni: „Vom Bandaríkin og Noregur að móðga okkur?“ í greininni er sagt frá því, að eftir brottför Per Aasens sendi- herra skömmu fyrir árslok 1993 hafi stjómun sendiráðsins verið í höndum hér búsetts sendiráðs- ritara, unz nýr sendiherra kom til landsins s.l. vor. Um þetta málefni óskar sendiráðið að taka eftiifarandi fram: Per Aasen sendiherra lét af störfum í Norska sendiráðinu á íslandi hinn 1. desember 1993 eftir nær 6 ára starf. Hinn 18. janúar kom til starfa hjá sendi- ráðinu Thor Hjorth-Johansen sendiherra, sem stjómaði sendi- ráðinu við starfsheitinu Chargé d’Affaires a.i. til 17. apríl þessa árs.Ofangreindur Thor Hjorth- Johansen sendiherra var sendur til íslands af norska utanríkis- ráðuneytinu til að stjóma sendi- ráðinu nefnt U'mabil. Hinn 18. apríl 1994 kom til íslands núverandi sendiheiTa Noregs, Niels O. Dietz, og tók við stjóm sendiráðsins". Öyvind Stokke segir í bréfi sem fylgir athugasemdinni: ,JEins og fram kemur í með- fylgjandi athugasemd, hefur norska utanríkisþjónustan með þeirri skipan, sem greint er frá, á engan hátt móðgað íslendinga né íslensk yfirvöld, heldur er hér í öllu farið að viðurkennd- um hefðum í samskiptum ríkja“. Við þetta er rétt að bæta að Alþýðublaðið hélt því hreint ekki ffarn í fyrrgreindri frétt sinni að Norðmenn hefðu á nokkum hátt móðgað íslend- inga með tímabundnu sendi- herraleysi. Aðeins var bent á hvemig sendiráð brúa bil, sem getur orðið milli sendiherra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.