Alþýðublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.08.1994, Blaðsíða 5
Föstudagur 12. ágúst 1994 MOLAR ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 au stórmerkilegu og góðu tíðindi hafa bor- ist ferðaglöðum ökumönnum, að um næstu mánaðarmót verði akstursleiðin milli Akur- eyrar og Reykjavíkur öll með bundnu slitlagi. Að sögn Vegagerðar ríkisins er þama um tvo áfanga að ræða sem klárast um mánaðarmótin og unnið hefur verið við í allt sumar. Þessir kaflar eru hin varasama Öxnadalsheiði og nýi vegurinn við Bólstaðarhlíðarbrekku (SJA MYND). í þeirri bröttu brekku verður um gjörbyltingu að ræða þar sem nýi vegurinn mun liggja beint upp frá Húnaveri og losna ökumenn þá við stóran og hættulegan hlykk sem er á gamla veginum. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Tómasson, sendiherra og ffáfarandi fastafull- trúi fslands hjá Sameinuðu þjóðunum, hafi umsjón með málefnum Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu (RÖSE) innan alþjóða- ski'ifstofu ráðuneytisins ffá og með 15. sept- ember næstkomandi. Ennfremur hefur verið ákveðið að Helgi Agústsson, fráfarandi sendi- herra íslands í London, taki við hafréttarmál- um og málefnum Asíuríkja innan sömu skrif- stofu frá og með 1. janúar næstkomandi. Þessa helgi verður hefðbundin dagskrá í Viðey. A laugardag klukkan 14:15 verður gengið af Viðeyjarhlaði á Austureyna. Þetta er hálfs annars tíma ganga og menn þurfa góða gönguskó. Byijað verður á að skoða ljós- myndasýninguna í Viðeyjarskóla en síðan verður gengið um Sundbakkann og með suð- urströndinni um Kvennagönguhóla heim að Stofu aftur. Þama ber margt fyrir augu og gott að njóta leiðsagnar kunnugra. A sunnudag verður messa klukkan 14 og séra Hjalti Guð- mundsson messar, en Dómkórinn syngur og Marteinn H. Friðriksson verður við orgelið. Sérstök bátsferð með kirkjugesti verður farin klukkan 13:30. Eftir messu klukkan 15:15 verður svo staðarskoðun. Þá er þremur stund- arfjórðungum varið til að skoða kirkjuna, fom- leifauppgröftinn og annað í næsta nágrenni Viðeyjarstofu. Til þess þarf engan sérstakan útbúnað og þetta mun vera öllum auðvelt. Að sjálfsögðu em veitingar á boðstólum í Viðeyj- arstofu alla daga og hestaleigan opin. Ljós- myndasýningin er opin þessa daga ffá klukkan 13:20 til 17:00. Bátsferðir em á heila tímanum í land. Síðasta eftirmiðdagsferðin í land er klukkan 17:30 og kvöldferðir heljast svo klukkan 19:00. Tórrmog Helgi fœra sig Samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðu- neytinu hefur verið ákveðið að Tómas Á. Verslunarráð íslands heldur morgunverð- arfund í dag, föstudaginn 12. ágúst, þar sem fjallað verður um stöðu Islands í heimi sí- vaxandi samstarfs og samskipta þjóða á fjöl- mörgum sviðum. Fundurinn er haldinn undir yfirskriftinni: Hvað á ísland heima? Fmm- mælandi er Jónas H. Haralz, fyrrverandi bankastjóri, sem hefur víðtæka reynslu og þekkingu á þessum málum og hefur búið í Bandaríkjunum um nokkurt skeið. Þeir Styrmir Gunnarsson, ritstjóri Morgunblaðs- ins, og Þórarinn Viðar Þórarinsson, fram- kvæmdastjóri Vinnuveitendasambands ís- lands, munu gefa álit sitt á ræðu Jónasar og taka þátt í pallborðsumræðum. Fundurinn verður haldinn í Skálanum á Hótel Sögu og hefst klukkan 08:00 og lýkur klukkan 10:30. Fundurinn er öllum opinn en þátttöku þarf áð tilkynna til Verslunarráðs, í síma 886 666. Sameiginlegt umferðarátak lögreglunnar í Grindavík, Kejlavík, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Selfossi og Reykjavík verður dagana 15., 16. og 17. ágúst næstkomandi. Athyglinni verður beint sérstaklega að ljósanotkun og ljósabúnaði ökutækja svo og ökuhraða stórra fólks- og vömflutningabifreiða. Nánari upp- lýsingar veitir Sævar Gunnarsson, aðalvarð- stjóri hjá lögreglunni í Reykjavík. SnyrtUegur Garðabœr Bœjarstjórn Garðabœjar hefur ákveðið að fenginni tillögu umhverfismálanefndar bæjarins að fimm aðilar í Garðabæ hljóti við- urkenningu fyrir snyrtilegt umhverfi á árinu 1994.1 fyrsta lagi fengu þrír aðilar viðurkenn- ingu fyrir lóðir íbúðarhúsnæðis: (a) Eigendur Hœðarbyggðar 11 fyrir smekklega hannaða lóð þar sem hæðarmismunur er nýttur mjög hugvitsamlega jafnt í framgarði sem bakgarði. Til dæmis heyrist lækjamiður út frá lóðinni, en þar hefur verið útbúinn lækur með smá fossi. Blómategundir em einnig afar fjölbreyttar í garðinum. (b) Eigendur Goðatúns 12 hlutu viðurkenningu fyrir framúrskarandi endur- gerðan garð í elsta hverfi bæjarins. Garðurinn hefur verið opnaður út á götunni og er þar að finna mikið blómaskrúð. (c) Eigendur Hegra- ness 31 hlutu viðurkenningu fyrir heildarsvip lóðar. Lóðin fellur vel saman í eina heild þrátt fyrir að hún sé mjög stór. Á lóðinni er smekk- legur tijá- og blómagróður. í öðm lagi hlaut Lyfhf að Garðaflöt 16-18 viðurkenningu fyrir lóð atvinnuhúsnæðis. Unnið hefur verið að endurgerð lóðarinnar að hluta. I þriðja og síð- asta lagi var Faxatún valin snyrtilegasta gatan í Garðabæ árið 1994. laus og fer yfir öll mörk í samskiptum sínum við annað fólk. Nicholas Pierce er bandarískur rithöfundur, bóhem, blaðamaður og stjúpfaðir Ramons. Nicholas er fæddur flagari og fyllir inn í það kynlífstómarúm sem skapast hefur hjá Kiku vegna ástandsins sem Ramon er stöðugt í. Ramon veit að sjálfsögðu ekkert um þetta gmnsamlega samband stjúpföður síns og ástkonu; ekki frekar en Kika veit um brostið samband Ramons og Andreu. Juana er þema Kiku og Ramons, hún er ástfangin af húsfrú sinni. Þegar bróðir Juönu, klámmyndaleikar- inn og glæpamaðurinn Pablo, strýkur úr fang- elsi kemur hann heim til Kiku og nauðgar henni. Þetta er hinsvegar ekki það versta sem kemur fyrir Kiku því Andrea Örfés á eftir að sjónvarpa atburðinum. Farsinn breytist í hrylli- legt drama sem sjónvarpið sér um að skemmta ljöldanum með. Greinilega dæmigerð Almo- dóvar mynd; ófullkomið óreiðumeistaraverk og leikstjórinn spyr áhorfendur hvenær sé nóg komið. / Háskólabíó fmmsýnir í dag, föstudaginn 12. ágúst, kvikmyndina KIKA eftir spænska leikstjórann Pedro Almodóvar („Konur á barmi taugaáfalls“, „Bittu mig“ og „Háir hælar“). KIKA er klassísk Almodóvar mynd; litrík, erótísk, ögrandi, írónísk, örvænt- ingarfull og bjartsýn, full af andstæðum, þmngin orðræðu og tónlist, dramatísk, fyndin og óreiðukennd. Sem sagt: Ófullkomið meist- araverk! í KIKA hefur Almodóvar kallað til starfa marga gamla samstarfsmenn til að festa hendur á bóhemalífi hinnar nútímalegu Madr- ídborgar, en í aðalhlutverkum em Victoria Abril, Veronica Forquet og Peter Coyote. Söguþráður myndarinnar hljómar eitthvað á þessa leið: Kika er förðunardama sem býr með Ramon, einrænum ljósmyndara sem sérhæfir Vernharður Linnet, djassgeggjarinn góð- kunni, flytur fyrirlestur um djass fyrir og framyfir stríðsárin í Kornhúsinu á Árbæjar- safni næstkomandi sunnudag, 14. ágúst. Fyrir- lesturinn hefst klukkan 15:30 og að honum loknum mun tríó Tómasar R. Einarssonar leika djass frá klukkan 16:00 til 17:30. Um helgina verður annars að vanda mikið um að vera í Árbæjarsafni. I hinum ýmsu húsum safnsins verður fengist við skógerð, lummu- bakstur og tóvinnu, auk þess sem danski eld- smiðurinn Thomas Nprgaard verður við störf í smiðjunni í Árbæ. Einnig mun sjó- maður riða net við Nýiendu og Karl Jónat- ansson mun leika á harmónikku. Einsog alltaf verða lúffengar veitingar á boðstólum hjá kvenskörungunum í Dillonshúsi. Alþýðublaðsmynd / Einar Óiason sig í að mynda nærfatnað kvenna. Þau em ákaflega ástfangin en skilja í raun- inni ekki hvort annað. Sjálfsmorð föður Ramons hefur haft gífurleg áhrif á hann og því talar Ramon næstum ekkert neitt en tjá- ir sig í staðinn í gegnum myndir sínar. Andrea Ör- fés, erkióvinur Kiku, er kynnir í sjónvarpsþáttum sem heita „Martröð dags- ins“ og byggjast á smekk- lausri umfjöllun um hrylli- legustu atburði dagsins. Andrea er gjörsamlega sið- Ltn« Vinningstölur -------------- miövikudaginn: 10. ágúst 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPH/EÐ Á HVERN VINNING EK — 5 22.702.000 5 af 6 LÆ+bónus 1 1.853.842 pcl 5 af 6 6 79.261 0 4af6 437 1.731 OSj 3 a f 6 t*Jn+honns 1.451 223 Aðaltölur: @®@ BÓNUSTÖLUR Heildarupphæð þessa viku: 116.919.428] á Isl.: 3.409.428 UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91> 6815 11 LUKKULÍNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEÐ FYRIRVARA UM PRENTVILLUR ~mmm............... —--------------------------------- Stm Uinningur 1 í r Noregs (1), Svíþjóðar (2) og Danmerkur >(2)

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.