Alþýðublaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 1
NORÐMENN eiga mikla viðskiptahagsmuni að verja á íslandi. Viðskiptajöfnuður Noregs og ÍSLANDS erfrændum vorum ótrúlega hagstæður á undanfömum 5 árum: Halliim 31JS milljarðar Innflutningur og útflutningur á fob-verði undanfarin 5 ár hefur annars verið eins og hér segir í viðskiptum Noregs og íslands: Útflutningur Innflutningur 1989 1.742,4 milljarðar 5.295,8 milljarðar 1990 1.348,8 - 4.869,6 - 19911.449,9 - 14.113,8 - 1992 1.956,6 - 5.571,9 - 1993 3.187,3 - 11.298,7 - 9.685,0 milljarðar 41.149,8 mitljarðar Helsti innflutningurinn frá Noregi eru olíuvörur, yfirleitt um það bil helmingur upphæðarinnar, en einnig fiskiskip og ým- is búnaður til þeirra. Norðmenn eiga ótrúlega mikla viðskiptahags- muni á íslandi. Fyrir lítið land eins og Noreg er það ekki lítið og hlýtur það að skipta máli að selja vöru og þjónustu hingað fyrir 41,1 milljarð íslenskra króna á að- eins fímm árum. Það hafa þeir gert, - á sama tíma og þeir. hafa keypt vörur héðan fyrir aðeins 9,6 milljarða króna. Munurinn er því 31,5 millj- arðar Islendingum í óhag. í fyrra tókst íslendingum að selja í Noregi fyrir 3,2 milljarða króna, - en Norðmenn seldu hingað fyrir 11,3 milljarða. Ohagstæðastur var jöfnuðurinn íslendingum 1991 þegarNorð- menn keyptu héðan fyrir rúm- lega 1,4 milljarða, en seldu okkurfyrir 14,1 milljarð. Það ár var innflutningurinn frá Nor- egi 14,6% alls innflutnings til landsins, hvorki meira né minna. Hvað varð um þátt DAGSLJÓSS um Skreiðarannál? Ritskoðun á Ríkissjónvaroi - segir ÓLAFUR BJÖRNSSON, útgerðarmaður Hinn vinsæli fréttaþáttur Dagsljós hugðist gera skil bókinni Skreiðar- annál, sem Alþýðublaðið greindi frá í gær, í mars síðast- liðnum. Af útsendingu varð ekki þrátt fyrir mikla vinnu starfsmanna við sófaviðtal við Ólaf Björnsson, útgerðar- mann, um skreiðarviðskiptin við Nígeríu. Ólafur segir að hann hafi mætt í „sófann" á Ríkissjón- varpinu 14. mars. Þá höfðu þau undur og stórmerki gerst að Markús Örn var hættur sem borgarstjóri, og sófmn ætlaður honum það kvöld. Daginn eftir koin teymi sjónvarpsmanna undir stjóm Fjalars Sigurðs- sonar heim til Ólafs og tók upp mikið efni í hans eigin sófa. Leið nú og beið og alltaf átti viðtalið að birtast og var sagt fullunnið. í júlí ritaði Ólafur út- varpsstjóra, Heimi Steinssyni, bréf og rakti málavöxtu og spurði jafnframt hvort um væri að ræða ritskoðun hjá Ríkisút- varpinu. Sveinbjörn I. Baldvinsson, dagskrárstjóri, var látinn svara fyrir sjónvarpið: „.. .kom í ljós að það (efnið) stóðst ekki kröf- ur umsjónarmanns og ritstjóra [Sigurðar Valgeirssonarj sem dagskrárefni í þáttinn og því hætt fullvinnslu þess“. Svein- bimi finnst þó athugavert að Ólafi skyldi ekki vera tilkynnt um málalok og hann beðinn velvirðingar. Ólafur segir það skrítið að efnið skyldi ekki uppfylla væntingar ritstjóra Dagsljóss. Hann hafi upphaflega mætt í beina útsendingu, sem Markús Örn kom óbeinlínis í veg fyrir með því að hætta starfi sínu sem borgarstjóri. Hefði sú út- sending farið fram hefði rit- stjórinn væntanlega ekki getað lagt neitt „faglegt mat“ á þátt- inn. Ólafur sagði útvarpsstjóra í bréfi sem hann sendi á dögun- um að hann liti á svar hans sem „yfirklór og mgl, fjarri öllum veruleika“. Ólafur segir líka augljóst að hann hafi sína skoð- un á ástæðum þess að ritstjóri Dagsljóss stöðvaði viðtalið, - á Ríkisútvarpinu hafi ritskoðun ráðið för. Li6 i ðci nno ■ ■ ■ Mlnnkun atvinnuleysis, auknar jjárfestingar, vaxandi velta íþjóðfélaginu ogfregnir af góð- um hagnaði jyrirtcekja eru allt vísbendingar um að Islendingar eru að rétta úr kútnum. Stefiia ríkis- stjómarinnar og gœtni ífjármálum hefur skilað ár- angri; kreppan eráförum.“ - Sjá blaðsíðu 2. ATVINNULEYSIÐ í júlí var svipað og á sama tíma í fyrra. Veruleg breyting varð till batnaðar frá því í júní: 4400 án vinnu í júlí Atvinnuleysi er um þessar mundir mun meira meðal kvenna en karla. I júlímánuði vom at- vinnuleysisdagar kvenna 59 þúsund talsins, en hjá körlum 36 þúsund, segir VinnumáJa- skrifstofa Félagsmálaráðu- neytisins. Þetta jafngildir því að 4.400 manns hafi að meðal- tali verið á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þetta þýðir líka að 3,2% mannaflans hafi verið án atvinnu, 2,1% karla og 4,8% hjá konum. Skráðum atvinnuleysisdög- um hefur fækkað frá því í júní um rúmlega 25 þúsund, en em lítið eitt færri en í júlí 1993. Atvinnulausum hefur fækkað í heild að meðaltali um 20,9% frá því í júnímánuði og um 0,2% frá því í júlí í fyrra. „Undanfarin 10 ár hefur at- vinnuleysi ýmist aukist eða minnkað milli júní og júlí en að meðaltali minnkað um 2,7% milli þessara mánaða. Atvinnuástandið batnar því mun meira nú en sem nemur árstíðarbundnum sveiflum og er nú komið á sama stig og í júlímánuði í fyrra“, segir í frétt frá Vinnumálaskrifstofunni. Skýringar á þessum breyt- ingum em meðal annars svip- aður fiskafli og í júlí í fyrra, fleiri átaksverkefni en þá, auk þess sem uppsveifla er nú talin í ýmsum atvinnugreinum, sem meðal annars hefur birst í betri afkomu fyrirtækja. Atvinnuleysið hefur minnk- að alls staðar í landinu í síð- asta mánuði. Hlutfallslega minnkar það mest á Suður- nesjum og á Norðurlandi vestra. Atvinnulausum fækkar þó mest hvað höfðatölu varðar á höfuðborgarsvæðinu. Sé atvinnuleysið skoðað síð- ustu 12 mánuði, kemur í ljós að alls hafa 9.515 rnanns verið án atvinnu samkvæmt skrán- ingum Vinnumálaskrifstofu í janúar síðastliðnum, 4.249 á höfuðborgarsvæðinu en 5.266 á landsbyggðinni. í síðasta mánuði vom samtals 4.400 at- vinnulausir eins og fram hefur komið, þar af 2.907 á höfuð- borgarsvæðinu og 1.493 á landsbyggðinni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.