Alþýðublaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 17.08.1994, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 17. ágúst 1994 PENINGAMAL ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Aýkorna VIÐSKIPTABANKA og SPARISJÓÐA batnaði verulega ífyrra. Hreinarýjármunatekjur jukust vegna gengishagnaðar og aukins vaxtamunar. Rekstrarkostnaður lœkkaði vegna minni launakostnaðar ogýramlög íafskriftareikning minnkuðu. Stöðugildum hefurfækkað um 523 undanfarin fimrn ár: Hagnaðurfyrir skaíta hœkkaði um 2 miUjarða BANKAEFTIRLIT SEÐLABANKANS: Afkoma viðskiptabanka og sparisjóða í heild batnaði verulega á árinu 1993 samanborið við árið á undan. Heildartap var 168 milljónir króna en árið áður varþað 2.766 milljónir. Arðsemi eigin jjár var neikvœð um 0,9% á síðasta ári en var hins vegar neikvœð um 14% á árinu 1992.1 árslok voru stöðugildi hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum 2.548 og hefur þeim fœkkað um 523 undanfarin fimm ár. Alþýðublaðsmyndir/Einar Ólason Afkoma viðskiptabanka og sparisjóða í heild batnaði verulega á ár- inu 1993 samanborið við árið á undan. Heildartap var 168 milljónir króna en árið áður var það 2.766 milljónir. Arðsemi eigin fjár var neikvæð um 0,9% á síðasta ári en var hins vegar neikvæð um 14% á árinu 1992. I árslok voru stöðugildi hjá við- skiptabönkum og sparisjóðum 2.548 og hefur þeim fækkað um 523 undanfarin fímm ár. Afkoman á árinu 1993 batn- aði einkum af þremur ástæð- um: Hreinar fjármunatekjur jukust vegna gengishagnaðar og aukins vaxtamunar; rekstr- arkostnaður lækkaði, einkum vegna minni launakostnaðar og almenns rekstrarkostnaðar; og framlög vegna útlánaafskrifta minnkuðu. Hagnaður fyrir framlög í afskriftareikning og tekju- og eignarskatt hækkaði um rúmlega 2,1 milljarð króna og gjaldfærð framlög í af- skriftareikning útlána lækkuðu úr 6,8 milljörðum króna í rúm- lega 6 milljarða. Staða af- skriftareiknings í árslok 1993 nam 10,8 milljörðum króna. Hagnaður sparisjóða Þetta kemur fram í ársskýrslu Bankaeftirlits Seðlabankans um viðskiptabanka, sparisjóði, eignarleigufyrirtæki, verðbréfa- fyrirtæki og verðbréfasjóði. Sparisjóðimir í heild sýndu 395 milljóna króna hagnað árið 1993 eða 8,4% arðsemi eigin Qár en 1992 var hagnaður 175 milljónir króna eða arðsemi eigin fjár 4%. Afkoma ein- stakra sparisjóða var þó mis- jöfn á árinu 1993 eða arðsemi eigin fjár allt frá 29% nei- kvæðri arðsemi til 21% já- kvæðrar arðsemi. Af viðskiptabönkunum sýndi Búnaðarbankinn skástu af- komuna, það er 49 milljóna króna hagnað eða 1,4% arð- semi eigin fjár á árinu 1993 samanborið við 32 milljóna króna tap eða -0,9% arðsemi eigin íjár 1992. Laitdsbankinn sýndi 43 milljóna króna hagnað eða 0,9% arðsemi eigin fjár 1993 samanborið við 2.733 milljóna króna tap eða -43% arðsemi eigin fjár árið á undan. Islandsbanki sýndi 654 millj- óna króna tap og var arðsemi eigin fjár neikvæð um 12.3% samanborið við 176 milljóna króna tap og -3,2% arðsemi eigin fjár á árinu 1992. Auknar fjármunatekjur Hreinar ljármunatekjur við- skiptabanka og sparisjóða í heild sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings hækkuðu úr tæplega 4,2% í 4,5% eða um tæplega 0,4% stig milli ára. Ymsar tekjur að frádregnum gjaldeyrisskatti lækkuðu lítil- lega sem hlutfall af niðurstöðu efnahagsreiknings eða um 0,1% stig en rekstrargjöld að frádregnum gjaldeyrisskatti lækkuðu hins vegar úr 5,2% í 4,7% eða um 0,5% stig. Hreint tekjubil, það er hagn- aður fyrir framlag í afskrifta- reikning og tekju- og eignar- skatt, hækkaði þannig um 0,8% stig milli áranna 1992 og 1993 eða úr 1,7% í 2,5% af niður- stöðu efnahagsreiknings. Hér er um að ræða bata að fjárhæð rúmlega2,l milljarð króna, sem skiptist þannig að 1,3 milljarðar er vegna aukningar á hreinum fjármunatekjum og rúmlega 0,8 milljarðar vegna lækkunar á rekstrargjöldum. Gjaldfærð framlög í afskrifta- reikning útlána lækkuðu síðan úr rúmlega 2,8% í 2,4% af nið- urstöðu efnahagsreiknings sem er lækkun um 0,4% stig milli ára eða sem svara tæplega 800 milljónum króna. Afkoma fyrir skatta batnaði þannig um 1,2% stig af niðurstöðu efnahags- reiknings sem samsvarar 2,9 milljörðum króna. Fækkun stöðugilda Lækkun á rekstrargjöldum er fyrst og fremst vegna lækkunar á launakostnaði og almennum rekstrarkostnaði en einnig vegna lækkunar á ýmsum opin- berum gjöldum eins og tíl dæmis landsútsvari og iðgjaldi til Tryggingarsjóðs viðskipta- banka. Lækkun á launakostnaði og almennum rekstrarkostnaði er árangur fækkunar á stöðugild- um og afgreiðslustöðum hjá viðskiptabönkum og sparisjóð- um. f árslok 1993 voru stöðu- gildi í bankastörfum hjá við- skiptabönkum og sparisjóðum 2.548 og hafði fækkað á árinu unt 156 eða um 5,8% og á ár- unum 1992 og 1993 fækkaði um samtals 267 stöðugildi eða 9,5%. A fimm ára tímabili, frá árs- lokum 1988 til ársloka 1993 hefur stöðugildum í bankastörf- unt hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum fækkað um 523 eða 17%. Að meðtalinni Reiknistofu bankanna svo og stofnunum tengdum sparisjóð- unum er heildarfækkun stöðu- gilda lítið eitt lægri tala eða 498 stöðugildi sem samsvarar 15,7% fækkun. Á árinu 1993 fækkaði afgreiðslustöðum við- skiptabanka og sparisjóða um 4 eða úr 178 í 174 en á fimm ára tímabili frá árslokum 1988 til ársloka 1993 hefur afgreiðslu- stöðum fækkað um níu. Sparisjóðir sterkir Fjárhagsstaðan mæld sem eiginijárhlutfall samkvæmt eig- infjárákvæðum laga er best hjá sparisjóðunum í heild þótt stað- an sé mjög misjöfn hjá einstök- um sjóðum eða allt frá því að vera rétt yfir 8% lágmarkinu upp í nálægt 50%. Áf viðskiptabönkunum stendur Islandsbanki best að vígi en þar næst kemur Búnað- arbankinn. Aukning varð á eiginfjárhlut- fallinu hjá íslandsbanka á árinu 1993 þrátt fyrir verulegt tap, sem skýrist af 610 milljóna króna víkjandi lántöku bankans seni reiknast með í eiginfjár- hlutfallinu samkvæmt reglun- um. Aukning á eiginfjárhlutfalli Landsbanka á árinu 1993 skýr- ist af annars vegar 2.000 millj- óna króna nýju eigin fé og hins vegar 1.000 milljóna króna víkjandi lántöku á árinu en í árslok nema víkjandi lán bank- ans samtals tvö þúsund milljón- um króna. Hjá Búnaðarbanka hefur orð- ið lílilsháttar lækkun á eigin- fjárhlutfallinu á árinu 1993 þrátt fyrir jákvæða rekstraraf- komu sem skýrist af aukningu á áhættugrunni, sem eiginfjár- hlutfallið reiknast af, umfram aukningu eigin ljár. Hjá sparisjóðunum í heild hefur orðið aukning í eiginíjár- hlutfallinu á árinu 1993 sem endurspeglar hina tiltölulega góðu rekstrarafkomu þeirra á árinu. Eignarleigufyrirtæki Afkoma eignarleigufyrir- tækja í heild varð lakari á árinu 1993 en á árinu á undan. Arð- semi eigin fjár eignarleigufyrir- tækjanna í heild varð þannig 2,6% samanborið við 5,8% árið á undan. Afkoma Steins hf. var best á árinu 1993 þar sem arðsemi eigin fjár var 10,2% en arðsenti Glitnis hf lökust eða -8,0% arðsemi eigin fjár. Arðsemi eigin fjár Lindar hf var -0,2%, Lýsingar hf 6,2% og Féfangs hf 7,8%. Samkvæmt lögum frá 1993 skal eigið fé eignarleigufyrir- tækis á hverjum tíma eigi nema lægri fjárhæð en sem svarar 8% af áhættugrunni, það er heildar- eignum hlutaðeigandi félags og liðum utan efnahagsreiknings samkvæmt nánari reglum um mat á áhættugrunni til útreikn- ings á eiginfjárhlutfalli sem Seðlabankinn setur. Öll eignar- leigufyrirtækin uppfylltu þessa lagakröfu í árslok 1993. Eiginfjárhlutfall þannig reiknað nam 28,7% hjá Steini hf., 12,6% hjá Lýsingu hf., 9,7% hjá Glitni hf., 14,5% hjá Féfangi hf. og 9% hjá Lind hf. Verðbréfafyrirtæki Arðsemi eigin fjár verðbréfa- fyrirtækja nam 17,3% á árinu 1993 sem er talsvert betri arð- semi en á árinu á undan. Á árinu 1993 varð afkoma Landsbréfa hf. best eða 33% arðsemi eigin fjár. Arðsemi annarra verðbréfa- fyrirtækja varð frá 4,6% hjá Fjárfestingarfélaginu Skandía hf. til 19,1% hjá Kaupþingi hf. en VÍB hf. og Handsal hf. voru með arð- semi eigin íjár 17,6% og 14,6%. Eiginfjárhlutföll verðbréfa- fyrirtækja, það er eigið fé í hlutfalli við niðurstöðutölu efnahagsreiknings, í árslok 1993 voru þessi: Kaupþing hf. 26,6%, VÍB hf. 55,0%, Fjár- festingafélagið Skandía hf. 86,7%, Landsbréf hf. 33,0% og Handsal hf. 53,0%.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.