Alþýðublaðið - 18.08.1994, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 18. ágúst 1994
VIÐTAL
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
Ung að árum kom hún fljúgandi til Islands sem túristi og var gift
garðyrkjubónda þremur mánuðum síðar. Eftir hjónaskilnað tóku við
erfið ár og 14 ára búseta í ísrael. ALÞÝÐUBLAÐH) hitti hana
að máli hér á landi í gærdag:
„Stundum byrði að
vera gyðingur4
- scgir hin lífsreynda LILIANE ZILBERMAN
Ung bóndakona í Bisk-
upstungunum tók sig til
árið 1974 í kjölfar
skilnaðar frá bónda sínum og
fluttist búferlum frá rólegheit-
um íslenskrar sveitar til átaka-
svæðanna fyrir botni Miðjarð-
arhafs, - til Israels. Konan heitir
Liliane Zilberman og er
franskur gyðingur. Saga hennar
vakti athygli á sínum tíma og
var getið í dagblöðum Reykja-
víkur.
Eyðimörkin
blómstrar
á íslandi
Alþýðublaðið hitti Liliane
Zilberman að máli á götum
borgarinnar einn góðviðrisdag-
inn. Hún var með þykkt bókar-
handrit undir höndum og sagð-
ist hafa skrifað um Islandsveru
sína á árunum 1963 til 1974.
Nú væri hún að kynna bókaút-
gefendum handritið, sem er
skrifað á frönsku.
Það er því ekki að vita nema
að ein jólabókanna í ár verði ís-
landsævintýri hinnar ungu
frönsku konu. Vinnuheitið á
bókinni er Og eyðimörkin
blómstrar á Islandi.
„Mér líkaði vel á íslandi við
vinnu í gróðurhúsunum fyrir
austan og eignaðist marga og
góða vini. Alveg frá því að ég
yfirgaf landið fyrir meira en
tuttugu árum hef ég verið í
sambandi við fjölmarga vini og
kunningja hér á landi. Og úti í
París, þar sem ég bý núna, er
Nína Gautadóttir besta vin-
kona mín, og ég hitti Islendinga
reglulega þar í borginni. Ég fer
á samkomur Islendinga, til
dæmis þorrablótin og kann vel
við íslenska matinn sem þar er
á boðstólum“, sagði Liliane.
Túristinn
giftist
garðyrkjubónda
Bókin hennar Liliane fjallar
eins og fyrr segir um íslandsár-
in. Hingað kom hún 25 ára
gömul, og heillaðist af Islandi
og íslenskum garðyrkjubónda,
nærri tuttugu ámm eldri en
hún. Þau vom gift eftir 3 mán-
aða viðkynni.
I kjölfarið fóm þau í heims-
reisu, sem ekki var það venju-
lega í þann tíð, enda vakti ferð
þeirra víða athygli þar sem þau
fóm og lentu þau í blaðaviðtöl-
um. Hjónabandið entist í ára-
tug, allt þar til bóndinn hafði
hvolft sér ofan í jógafræði af
þvílíkum áhuga að ungu kon-
unni stóð ógn af. Þau áttu sam-
an ungan stjúpson sem nú er
fulltíða maður.
Landflótta
rúmenskir
gyðingar
En hver er Liliane Zilber-
man?
Hún er fædd í Frakklandi í
mars 1938. Foreldrar hennar
voru frá Rúmeníu, en þar í
landi áttu sér stað fyrr á öldinni
magnað gyðingahatur og of-
sóknir gegn þeim kynþætti.
Faðir hennar var við nám í
Frakklandi og hitti þar eigin-
konuefni sitt og sneri aldrei aft-
ur til Rúmeníu. Liliane segist
ekki muna mikið úr æsku sinni
á stríðsárunum í Frakklandi. En
foreldrar hennar ákváðu að
flytja frá París til smábæjar í
Suður Frakklandi.
Þar tók faðirinn upp nafnið
Gilbert tímabundið, það breiddi
yfir gyðinglegan uppmnann og
virðist hafa villt um fyrir óðum
nasistunum. Faðir hennar var
læknir og starfaði í andspymu-
hreyfingunni í Frakklandi, hann
er nú látinn, en móðir hennar
býr enn í Suður Frakklandi, há-
öldmð. Bróðir Liliane fetaði í
fótspor föðurins og er hjarta-
læknir. Sjálf var hún við nám í
lyfjafræði þegar hún ílentist á
íslandi um árið.
Að finna
ræturnar...
Liliane segist ekki hafa hug-
mynd um hvers vegna hún hélt
til Islands með Loftleiðaflugvél
sumarið 1963. Hún ferðaðist
um landið - og varð ástfangin,
af íslenskum bónda, og hann að
henni, og landinu og íbúum
þess. Örlögin em óskiljanleg
með öllu.
„Eftir skilnaðinn fann ég fyr-
ir sárri þörf að setjast að í ísra-
el, reyna að finna gyðinglegar
rætur mínar. Þangað hélt ég
héðan 1974 og viðskilnaðurinn
við Island var sár. Ég bjó í ísra-
el til 1986. Þá fór ég aftur heim
til Frakklands til að vera nær
aldraðri móður minni og í
meira öryggi og friði en ísrael
getur boðið upp á“, sagði Lili-
ane. Hún segist vantrúuð á að
varanlegum friði verði náð fyrir
botni Miðjarðarhafsins í næstu
framtíð.
Harðneskjulegt
líf
Hún segir að veran í Landinu
helga í 14 ár hafi verið sér mik-
ils virði og hún sjái sannarlega
ekki eftir þeirri reynslu sem
hún varð fyrir. Hún lærði hebr-
esku og reyndi að setja sig inn í
lífið í landinu. Henni sem Vest-
ur-Evrópubúa fannst lífið tals-
vert harðneskjulegt og öfgamar
á báða bóga meiri en góðu hófi
gegndi milli araba og gyðinga,
sem séu þó náskyldar þjóðir og
líkar um margt.
Liliane festi því ekki rætur,
en fann til samkenndar með
löndum sínum og hafði vissu-
lega fundið rætur sínar að
nokkm. í ísrael segir Liliane að
nú gyðingar sem komið hafa
frá 72 þjóðlöndum og em af
ýmsum litarháttum. Það gefur
auga leið að gyðingar em með
ýmsu móti og hafa ólíkan hugs-
unarhátt og viðhorf.
„Þar sem mikil árásargimi
ríkir reynist fólki með evrópskt
sjónarhom oft erfitt að búa. Ég
viðurkenni að Israelsdvölin var
erfið um margt, ekki síst fyrir
einstæða konu. Og það er líka
erfitt og mikil byrði á tíðum að
vera gyðingur, þótt ég finni
ekki oft fyrir því í Frakklandi.
Ég er frjálslynd og á auðvelt
með að aðlaga mig, það tókst
mér á íslandi, og það hefur mér
tekist að nýju í gamla landinu
mínu, Frakklandi“, sagði Lili-
ane Zilberman að lokum og
sagðist koma aftur til íslands.
Landið hefði einhver tök á sér.
Alþýðublaðsmynd / Elnar Ólason
Allt vitlaust hjá
FLUGLEIÐUM
Flugleiðir hafa aukið farþegaljöldann í millilandaflugi um
hvorki meira né minna en 28% á fyrstu sjö mánuðum þessa
árs. Félagið flutti 431.570 farþega á þessu tímabili. Mest
aukning (og hreint ótnileg) var í Evrópuflugi, 36,6%. Lang-
mest varaukningin á flugleiðinni Kaupmannahöfn- Ham-
borg, en einnig veruleg á leiðunum frá íslandi til Kaup-
mannahafnar, Oslóar, Stokkhólms, Lundúna og Amsterdam.
Fyrstu sjö mánuðina flugu Flugleiðir 1.278 milljónir farþega-
kílómetra, - á sama tíma í fyna 1.093 milljónir. Ánægjuleg
ttðindi...
Samúðarkveðja vegna
WÖRNERS
Jón Baldvin Hannibalsson. utanríkisráðherra, sendi á
mánudag svohljóðandi samúðarkveðju til varaframkvæmda-
stjóra Atlantshafsbandalagsins í tilefni fráfalls doktor
Manfreds Wörners, sem verið hefur aðalframkvæmdastjóri
NATO síðustu 6 árin: „Andlátsfrétt Manfred Wömers snart
mig djúpt persónutega. Mannkostir lmns, andlegur heiðar-
leiki, þrautseigja og kjarkur var samstaifsmönnum hans lýs-
andi fordœmi. Oftaren einu sinni sýndi hann í verki að ís-
lendingar gátu reittsig á vináttu hans þegar á reyndi við úr-
lausn mála, sem vörðuðu lífshagsmuni íslensku þjóðarínnar.
Hann varsannur vinur í raun. Við munum því cetíð heiðra
minningu hans. Ekkju hans og fjölskyldu flytjum við okkar
innilegustu samúðar- og vinarkveðjur, “ skrifar Jón Baldvin.
Nýr formaður
ÞJÓÐMINJARÁÐS
íslenska þjóðin hefur verið uppnumin af fornminjaáhuga í
sumar og stórfréttir fjallað um íomminjar, falsaðar og sannar.
Það skiptir því sköpum að góðir menn veljist í Þjóðminja-
ráð. Menntamálaráðherra hefur nú ákveðið skipan ráðsins
næstu fjögur árin. Ráðið verður svo skipað: Sturla Böðvars-
son, alþingismaður, er fonnaður; Sigurjón Pétursson, fyrr-
verandi borgarfulltriii, tilnefndur tif Sambandi íslenskra sveit-
arfélaga; Sigríður Sigurðardóttir, safnstjóri, tilnefnd af Fé-
lagi íslenskra safnmanna; Helgi Þorláksson, dósent, til-
nefndur af Háskóla íslands; og Ragnar Sigurðsson, fram-
haldsskólakennari, tilnefndur af Hinu íslenska kennarafélagi
og Kennarasambandi íslands sameiginlega...
LOÐNAN bregst
Búið er að veiða næni 150 þúsund tonn af loðnu á einum
og hálfum mánuði. Veiðin undanfarið hefur verið sáratreg og
aðeins slattar borist á land. Menn bíða og vona að úr rætist.
Loðnan er eins og vítamínsprauta úti á landsbyggðinni, -
þegar hún lætur sjá sig...
Tónleikar í
SIGURJÓNSSAFNI
Á tónleikunum í Sigurjónssafni á þriðjudagskvöldið í
næstu viku koma fram Hólmfríður Þóroddsdóttir, óbóleik-
ari frá Akureyri, Darren Stonhani, enskur fagottleikari, og
Sólveig Anna Jónsdóttir, píanóleikari frá Akureyri (★ sjá
mynd af þrenningunnt ★). Tónleikamir hefjast klukkan
20.30. Á efnísskránni eru verk eftir Telemann, Bentzon,
David og Poulenc. Samstarf tónlistarfólksins hófst í fyrra og
hafa þau haldið nokkra tónleika og nú síðast á tónlistarhátíð í
Færeyjum...