Alþýðublaðið - 18.08.1994, Blaðsíða 1
Verð í lausasölu kr. 140 m/vsk
Undanfarin níu ár hafa nær 2.200 fyrirtæki verið tekin til GJALDÞROTASKIPTA.
Skiptum er ólokið í 438 þrotabúum og þar af eru 74 bú frá því fyrir 1990:
Kröfúr 48 milljarðar
- miðað við verðlag í dag. Yfir 40 milljarðar króna hafa tapast í þessum gjaldþrotum
Aundanfömum níu ámm
hafa samtals 2.177 fé-
lög í atvinnugreinum
verið tekin til gjaldþrotaskipta á
landinu. Kröfur í þessi þrotabú
sem tekin vom til skipta og
skiptum var lokið 1. júní síðast
liðinn nema samtal 48,1 millj-
arði króna á verðlagi í júní
1994. Úr þessunt þrotabúum
hefur verið úthlutað samtals um
sjö milljörðum króna á verðlagi
í júní 1994 á þessum níu ámm
en skiptum er ólokið í 438
þrotabúum. Stærstu gjaldþrotin
áttu sér stað á ámnum 1989 til
1991.
Hagstofan hefur tekið saman
upplýsingar um gjaldþrot fé-
Jaga eftir atvinnugreinum á ár-
unum 1985 til 1993 að báðum
ámm meðtöldum. Efnið er unn-
ið upp úr gögnum fyrirtækja-
skrár sem unnin em eftir til-
kynningum í Lögbirtingablaði.
Sem fyrr segir hafa samtals
2.177 félög verið tekin til gjald-
þrotaskipta á þessu tímabili.
Flest voru þau í fyrra eða sam-
tals 445 en næst flest árið 1990
þegar 372 félög vom tekin til
gjaldþrotaskipta. Staða gjald-
þrotaskipta á fyrmefndu árabili
var þannig þann 1. júní síðast
liðinn, að skiptum var ólokið í
438 gjaldþrotum. Þar af eru
þtjú frá árinu 1985 og ólokið er
skiptum í 15 félögum sem voru
tekin til gjaldþrotaskipta árið
1986. Ólokið er skiptum í sam-
tals 74 þrotabúum á ámnum
1985 til 1989. Flest eru þó búin
frá síðasta ári eða 211.
Kröfur í þrotabú félaga árin
1985 til 1993 nema samtals
48,1 milljarði króna á verðlagi í
júní 1994. Árið 1985 vom
gjaldþrot uppá 6,7 milljarða
miðað við verðlag nú og munar
þar mest um gjaldþrot Haf-
skips.
Kröfur vegna gjaldþrota árið
1988 námu 5,4 milljörðum
króna, árið eftir vom kröfur í
gjaldþrotum liðlega sjö millj-
arðar, árið 1990 vom kröfur 7,6
milljarðar og 1991 námu kröf-
umar 9,4 milljörðum, upp-
reiknaðar til verðlags nú. Árið
1992 voru kröfumar 3,8 millj-
arðar og í fyrra 3,6 milljarðar.
Úthlutanir úr þessum gjald-
þrotum nema samtals um sjö
milljörðum króna miðað við
verðlag í dag. Hins vegar er
mjög erfitt að meta verðmæti
þessara úthlutana fyrir kröfu-
hafa með tilliti til þess að gjald-
þrotaskipti taka oft mörg ár.
Gjaldþrotin em flokkuð eftir
atvinnugreinum. Ef árið 1992
er tekið sem dæmi má nefna að
það ár voru 29 félög í bygging-
arstarfsemi tekin til gjaldþrota-
skipta. Lýstar kröfur námu nær
343 milljónum króna. í fisk-
veiðurn og fiskeldi urðu 13 fé-
lög gjaldþrota og nárnu kröfur
255 milljónum. í iðnaði urðu
65 félög gjaldþrota og námu
kröfur í þau samtals 1.240
milljónum króna. I þjónustu-
starfsemi urðu 48 félög gjald-
þrota og kröfur námu 488
milljónum króna. I verslun og
fjármálaþjónustu urðu 86 félög
gjaldþrota og námu kröfur
1.202 milljónum króna.
Hvemig líst
þéráaðfá
aukahluti
að andvirði
alltað
RENAULT
fer á kostum!
- á nýjan Renault CUo eða Renault 19.
Komdu og
kannaðu máliðl
Við erum
í einstaklega
gjafmildu skapi
þessa dagana.
Bílaumboðið hf.
Krókhálsi 1 • Reykjavík • Sími 876633