Alþýðublaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 19.08.1994, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. ágúst 1994 VILLT ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 S \síðasta sumri hrelldi það helst veiðimenn hversu hryssingsleg tíðin var meira og minna allt fram á haustið. Var jafnvel um það talað, að sumarið hefði bókstaflega aldrei látið sjá sig á Norðurlandinu. Þar var hitastigið oft niður undir frostmarki jafnvel yftr heit- ustu mánuðina. Nú í sumar eru hitabrækjan og stillumar hins vegar að gera út af við veiðimenn. Stafalogn og 20 stiga hiti með tilheyrandi vatnsleysi hafa verið algengar aðstæður veiðimanna víða á landinu. Og er svo sem ekki til að hjálpa uppá sakimar þegar íiskamir em í þokkabót fáir til að eiga við. Hvers vegna léleg veiði? Það veldur stangaveiði- mönnum eðlilega bæði tihyggjum og heilabrotum hvers vegna veiðin er svo af- spymu léleg í mörgum ánum og þá sérstaklega á vestan- verðu Norðurlandi og austur um. í niðursveiflunni miklu á árabilinu 1981 til 1984 lögð- ust nienn í sömu rökræðum- ar. Þá vom áhyggjur rnanna miklar af úthafsveiðum á laxi ásamt netavciði með strönd- um fram. Þá var að auki hið óhemju kalda vor 1979 dreg- ið inn í þá umræðu. Hið gífurlega starf sem unnið hefur verið á því sviði að stöðvar veiðar á laxi í sjó gerir að verkum að vart er þeim utn að kenna hversu veiðin er treg. Hið kalda sumar í fyrra er því sterklega gmnað um að vera aðal sökudólgurinn í tnálinu. Seiðin sem áttu að skila sér á þessu suntari scm cins árs lax í sjó hafi hugsanlega meira og minna misfarist í kuldunum. Þannig sé úti æv- intýri sumarið 1994. Dauft í Aðaldalnum lutxá í Aðaldal ásamt þeim ám sem í hana renna, Reykja- dalxá og Mýrarkvísl hafa verið daufari en til mjög langs u'rna. Einn gamalgróinn Laxár- veiðimaður fullyrðir að við Laxá sé ástandið lakara en hann muni eftir í 30 ár. Þá hafa hinir miklu hitar gert það að verkum að þcssí mesta slýverksmiðja norðan AlpttJjalÍa hefur framleitt meira á köflum í sumar af slýi en oftast áður. Jtifnvel staðföstustu menn hafa verið við það að „gebb- ast“ þegar ekki hefur náðst hreint kast svo klukkudmum skiptir. Þá hendir það að auki að þegar svo fiskur slasast á öngul hleðsl þessi ófögnuður umsvifalaust á línuna og hef- ur fiskana jafnvel af lang- þreyttum veiðimönnum. En kannski er öll þessi framleiðsla á slýinu aðferð náttúrunnar til að vemda þá fáu fiska sem eru á sveimi þessa dagana! Laxá hefúr nú gefið milli 800 og 900 laxa. Eitthvað hefur verið að reytast inn af smálaxi og svo hefur einn og einn stór gefið sig í bland. Þannig vciddist til dæmis 21 punda fiskur á Mjósundinu á sunnudaginn var. Þeir laxar sem vigta yfir 20 pundin eru trúlega komnir á þriðja tuginn, en það hefur ekki gerst í nokkur ár í Aðal- dalnum. Til gamans má geta þess, að sumarið 1974 veidd- ust á svæðum Laxárfélagsins 61 lax, 20 pund og þyngri og þar af einn 20 pundttri. Svo farið sé í tölfræðina, þá veiddist einnig 30 pundari árið 1984, í Harðeyrarstreng í Víðidaká og var það stærsti laxinn það sumarið. „Stórmeistarar“ og „meistarar“ Hér áður fyrr var mönnum sem voru við veiðar í Aðal- dalnum gelhir titlar eftir stærð þcina fiskar sem þeir drógu á land. Þannig var þeim gefinn titillinn „stór- meistari" veiddu þeir 30 pundára eða þyngri, en „meistari" veiddu þeir 25 til 30 pundara. Stónneistaratitlamir em orðnir ærið sjaldgæfir hin síðari ár, en á þessu sumri hafa þó tveir Laxárveiðimenn krækt sér í meistaratitla, með 25 og 26 punda fiskum. Rangárnar að skáka þeim frægustu Enginn vafi er á að Rang- árnar koma mest á óvart allra áa í suniar. Veiðin er nú komin í um 1200 laxa sem er nú þegar næst hæsta tala sem þær hafa gefið. Allt fram til ársins 1990 veiddust þar aðeins á bilinu 10 til 98 laxar, en það árið dúndraðist veiðin alla leið upp í 1622 laxa, í kjölfar óhemju ræktunar og slepp- inga. Árið 1990 skákuðu þær öllum frægu ánum aflur fyrir sig og urðu í fyrsta sæti í lok veiðitímabilsins. Mikill lax er sagður á án- um og vegna þess að opnað var seinna en venjulega gætu þær sem hægast endurtekið lcikinn þetta sumarið. Það er athyglivert, án þess að sú ályktun sé dregin að sam- hengi sé þar á milli, að sumr- in 1990 og 1994 eiga það sameiginlcgt, að á sama tíma og Rangámar gefa svo góða veiði eru flestar ámar í Húna- vatnssýslunum og fyrir norð- an langt fyrir neðan meðal- veiði frá 1974. Suður- og Suðvesturland halda sínu betur Þess hefur verið áður gefið hér í þættinum að ámar á Suðvesturhorninu haldi bet- ur sínu þegar niðursveilla kemur í veiðina. Þannig hefur til að mynda Laxá í Leirársveit gefið vel og er komin í um það bil 700 laxa. Hún mun því að öllum líkindum náyfir mcðaltal sitt, eða yfir 1000 laxar yfir ver- tíðina. Þar er fiskur að ganga og töluveit sést af honum í ánni. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON umhverfisráðherra læturtil síntaka: Ný reglugerð um villidýraveiöar • • ssur Skarphéðinsson umhverfisráðherra hef- ur gefið út reglugerð vegna nýsamþykktra villidýra- laga. í reglugerðinni kemur meðal annars fram að veiðar em aðeins heimilar í þeim til- gangi að nýta verðmæti í kjöti og öðmm afurðum eða til að veijast tjóni. Afiétt er tíma- bundið friðun á einstökum fuglategundum. Samkvæmt reglugerðinni er öllum íslenskum ríkisborgumm sem og erlendum ríkisborgur- um með lögheimili hér á landi heimilar fuglaveiðar í almenn- ingum, á afréttum utan landar- eigna lögbýla og utan netlagna landareigna. I 8. grein reglugerðarinnar segir að allir fuglar, þar með taldir þeir sem koma reglulega UMHVERFISRÁÐHERRA. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason eða flækjast til landsins, séu friðaðir nema annað sé tekið fram í reglugerðinni. Síðan seg- ir að friðun sé aflétt á eftirtöld- um tegundum fugla: Allt árið: Svartbakur, sílamáfur, silfur- máfur, hrafn. Frá 20. ágúst til 15. mars: Grágæs, heiðagæs. Frá 1. septembertil 15. mars: Fýll, dflaskarfur, toppskarfur, blesgæs, helsingi, stokkönd, ur- tönd, rauðhöfðaönd, duggönd, skúfönd, hávella, toppönd, hvítmáfur, hettumáfur, rita. Frá 1. september til 10. maí: Álka, langvía, stuttneíja, teista, lundi. Frá 15. apríl til M.júní: Heimilt er að veiða kjóa í og við friðlýst æðarvarp á tímabil- inu. Ákvörðun um veiðitíma rjúpu verður birt síðar. Samkvæmt reglugerðinni getur umhverfisráðherra nú heimilað mynda- og kvik- myndatöku af ömum, fálkum, snæuglum og haftyrðlum við hreiður og er þá jafnframt fellt úr gildi bann við myndatökur af þessum fuglum. Tíðindi úr MYNDUSTAR- HEIMI íslands og Hollands: Nýlista- menní Haag Laugardaginn 6. ágúst opnaði sýning á verkum þriggja íslenskra mynd- listarmanna, þeirra Ragnheiðar Ragnarsdóttur, Lindar Vö- lundardóttur og Hannesar Lárussonar í Quartair Galerie í hollensku borginni Haag. Sýn- ing þessi er liður í samstarfi Ný- listasafnsins í Reykjavík og umrædds gallerís. Fyrir skömmu sýndu þrír hollenskir myndlistarmenn í húsakynnum Nýlistasalhsins. Töluverður Ijöldi úr ýmsum lögum hollenska myndlistar- heimsins var viðstaddur opnun sýningar Islendinganna þann 6. ágúst og gæddu sér á grilluðum fiski í margvíslegri mynd og ís- lenskum drykkjarfongum. Nokkur íslensk útflutningsfyrir- tæki styrktu sýninguna með þessum hætti. Auk þess styrktu ffamkvæmdina Menntamála- ráðuneytið og Menningarmála- nefnd Reykjavíkur. Sýningin í Quartair Galerie stendur fram til 27. ágúst og telja kunnugir að þama sé ein- ungis um fyrsta skrefið að ræða í átt að mun víðtækara samstarfi íslenskra og hollenskra mynd- listarmanna og safna. FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ Húsnæði óskast Svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra í Reykjavík leitar eftir kaupum á 450-500 fermetra iðnaðar- eða verslun- arhúsnæði í Reykjavík. Nauðsynlegt er að húsnæðið sé á jarðhæð og allt að- gengi í góðu lagi með tilliti til fatlaðra. Tilboð, er tilgreini staðsetningu, stærð, byggingarár og - efni, brunabóta- og fasteignamat, afhendingartíma og söluverð, sendist eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arn- arhvoli, 150 Reykjavík, fyrir 1. september 1994. Fjármálaráðuneytið, 18. ágúst 1994. FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Starfsmenntastyrkir félagsmálaráöuneytisins Félagsmálaráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992. Styrkir eru veittir til aðila, sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu. Miðað er við að styrkir séu veittir vegna viðfangsefna á árinu 1994. Umsóknir berist Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðu- neytisins á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og skal þeim skilað þangað eigi síðar en 15. september 1994. Félagsmálaráðuneytið, 10. ágúst 1994.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.