Alþýðublaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 23.08.1994, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. ágúst 1994 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Um 300 eriendir gestir sem selja ferðir til Islands, Grænlands og Færeyja koma til landsins 14. september næstkomandi og sækja hér ferðakaupstefnu VESTNORDEN sem haldin verður í Hafnarfirði: Heildarvelta feröaiðnaðar á íslancS er 25 milliarðar íunda ferðakaupstefna Vestnorden verður haldin í íþróttahúsinu í Kaplakrika í Hafnarfirði dag- ana 14. til 17. september. Um erlendir 300 gestir víðs vegar að úr heiminum munu sækja kaupstefnuna, ekki síst fulltrúar fyrirtækja í ferðaþjónustu er- lendis sem lagt hafa áherslu á sölu ferða til Islands, Græn- lands og Færeyja. Að kaupstefnunni stendur Ferðamálaráð Vestnorden, sem er samstarf Islands, Græn- lands og Færeyja á sviði ferða- rnála. Ferðakaupstefnan er þannig uppbyggð að þar verða Íiðlega 240 fulltrúar rúmlega 100 ferðaskrifstofa og ferða- heildsala, sem selja erlendum ferðamönnum ferðir til íslands, Grænlands og Færeyja. Þeir munu hitta yfir 200 manns úr ferðaþjónustu í löndunum þremur. Margir kaupendanna, ferðaskrifstofur og einstakling- ar í ferðaþjónustu, eru að taka þátt í Vestnorden kaupstefn- unni í fyrsta sinn og leggja nú vaxandi áherslu á sölu ferða til þessara landa. Daginn fyrir kaupstefnuna, miðvikudaginn 14. september, verður haldin ráðstefna um uppbyggingu ferðaþjónustu í Grænlandi, Færeyjum og ís- landi og móttöku ferðamanna í löndunum þremur. Tvo næstu daga verður ferðakaupstefnan einungis opin skráðum þátttak- endum en laugardaginn 17. september verður sýningar- svæðið opið almenningi og verður þá boðið upp á margvís- lega skemmtun og kynningu á ferðatilboðum í Vestnorden- löndunum. Hátt í 15 erlendum blaðamönnum frá fagtímaritum og ferðamálablöðum hefur ver- ið boðið til kaupstefnunnar. Vaxandi atvinnugrein Ferðaþjónusta er vaxandi at- vinnugrein í öllum löndunum og hefur Vestnorden samstarfið aukið mjög á ferðamanna- straum milli landanna þriggja. Hér á landi er talið að heildar- velta í greininni sé 23 til 25 milljarðar króna, þar af 16 milljarðar vegna erlendra ferða- manna, sem svai'ar til 11% af heildargjaldeyristekjum þjóðar- innar. Er áætlað að liðlega 6% vinnuaflsins í landinu hafi við- urværi sitt af beinni þjónustu við ferðamenn. I Grænlandi er nú unnið mik- ið starf að uppbyggingu ferða- þjónustunnar. Aætlað er að verja um 700 milljónum ís- lenskra króna til þess verkefnis á árunum 1993 til 1995 og er markmiðið að gera ferðaþjón- ustu að raunverulegri atvinnu- grein í landinu. Mikil aukning hefur orðið á ferðamönnum til Grænlands á síðustu misserum, ekki síst frá íslandi og megin- landi Evrópu. I Færeyjum er ferðaþjónustan vaxandi auka- búgrein sem menn líta til í auknum mæli sem nýrrar at- vinnugreinar. FERÐAIÐNAÐUR á Islandi er vaxandi atvinnugrein. Hér á landi er talið að heildarvelta ígrein inni sé 23 til 25 milljarðar króna, þar af 16 milljarðar vegna erlendra ferðamaitna, sem svarar til 11% af heildargjaldeyristekjum þjóðarinnar. Er áœtlað að liðlega 6% vinnuaflsins í landinu hafi viðurvœri sitt af beinni þjónustu við ferðamenn. Alþýðublaðsmynd/Einar Ólason Kjarval og Asmundur í Danaveldi -1 ► Opnuð hefur verið sam- sýning á verkum Jó- hannesar Sveinssonar Kjarvals og Ásmundar Sveinssonar í Johannes Lar- sen safninu í Kerteminde í Danmörku. Megininntak sýn- ingarinnar er sýn meistaranna á íslenskri náttúru sem báðir listamennimir hrifust mjög að og unnu út frá henni. Sýningin er tilkomin vegna áhuga forstöðumanns Johannes Larsen safnsins, Erland Por- smose, á að halda með verðug- um hætti upp á 50 ára lýðveldi- safmæli Islendinga. Johannes Larsen safnið var opnað árið 1986 og hefur síðan þróast í að verða glæsilegt lista- safn með norrænum sérein- kennum. Safnið er í nýju húsi sem var byggt við heimili og vinnustofur listamannsins Jo- hannesar Larsen (fæddur 1867, dáinn 1961) í Kertem- inde, litlum bæ skammt frá Óð- insvéum á Fjóni. Það er engin tilviljun að Jo- hannes Larsen safnið ákvað að heiðra lýðveldisafmælið með þessum hætti. Johannes Larsen var mikill áhugamaður um ís- lenska náttúru og íslenska myndlist. Kynntist Kjarval Árið 1926 ákváðu þeir Jó- hannes V. Jensen og Gunnar Gunnarsson að gefa út hátíð- arbindi af íslendingasögunum í tilefni af þúsund ára afmæli Al- þingis. Fengu þeir Johannes Larsen til að myndskreyta bók- ina. Á innilegan hátt tókst hon- um að nota náttúruna sem dramatískan bakgrunn fyrir ör- lagaþátt sagnanna og komst þannig hjá því að nota sverð, brynjur og ofsafengin bardaga- atriði í myndgerð sinni. Sumrin 1927 og 1930 ferð- aðist hinn danski málari víða um landið og gerði yfir 500 teikningar og vatnslitamyndir af náttúru landsins, listaverk sem hafa mikla þýðingu bæði fyrir listasögu Dana og Islend- inga. Það var einmitt í tengsl- um við útgáfu þessarar bókar sem Johannes Larsen kynntist Jóhannesi Sveinssyni Kjarval. Hann sérstaklega hrifinn af list hans og er haft eftir honum eft- irfarandi: „Eftirþað sem að ég hefkynnst afíslenskri málara- list, þá finnst mér að hann sem listmálarí gnœfi yfir alla aðra. “ Myndimar á sýningunni em allar í eigu Listasafns Reykja- víkur og er sýningin unnin í samvinnu safnsins og Johannes Larsen safnsins í Kerteminde. Sýningarstjóri er Kristín Guðnadóttir, safnvörður Listasafns Reykjavíkur. Það var Guðrún Jónsdóttir, for- maður menningarmálanefndar Reykjavíkur sem opnaði sýn- inguna síðastliðinn föstudag og stendur sýningin yfir til októ- berloka. íl l'HI 111! lílll II ^ihei tpnekata! KJARVAL og ÁSMUNDUR. Opnuð hefur verið samsýning á verkum Jóhannesar Sveinssonar Kjarvals og Asmundar Sveins- sonar í Johannes Larsen safninu í Kerteminde íDanmörku. Sýn- iitgin er tilkomin vegna áhuga forstöðumanns safnsins á að halda með verðugum hœtti upp á 50 ára lýðveldisafmœli Islendinga. Alþýðublaðsmyndir

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.