Alþýðublaðið - 06.09.1994, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 06.09.1994, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ LISTIR Þriðjudagur 6. september 1994 Leikarar og aðrir starfsmenn Þjóðleikhússins við upphaf leikársins. Fjölbreytt verkefnaval Þjóðleikhússins á nýju leikári þar sem er að finna óperu, bamaleikrit, söngleik og íslensk og erlend leikrit Tíu vevk frumsýnd á leikárinu Áskriftarkort með nýju sniði eru nú í boði og hafa þau mælst mjög vel fyrir ann 1. september fór fram setning þessa leik- árs í Þjóðleikhúsinu. Framundan er fjölbreytt verk- efnaval á þremur leiksviðum. Alls verða 10 verk frumsýnd á leikárinu; ópera, bamaleikrit, söngleikur, íslensk leikrit og er- lend, nútímaverk og sígild. Fyrsta frumsýning leikársins er 17. september á óperunni Vald örlaganna. Sala áskriftarkorta er hafm og eru kortin nú með nýju sniði þar sem korthafa hafa fleiri val- möguleika en áður auk þess sem mikill spamaður felst í því að kaupa kortin. Þessi nýjung hefur mælst mjög vel fyrir. Hér á eftir verður greint ffá verk- efnum Þjóðleikhússins á þessu leikári. Vald örlaganna eftir Giuseppe Verdi er hádramtísk saga um ástir og örlög, stríð og frið. Að mati margra er Vald örlaganna ein besta ópera Verdis, og aðalhlutverkin ekki nema á færi bestu söngvara. Leikstjóri er Sveinn Einarsson en með helstu hlutverk fara Krist- ján Jóhannsson, Elín Ósk Ósk- arsdóttir, Trond Halstein Moe, Keith Reed, Viðar Gunnarsson, Magnús Baldvinsson. Hljómsveit- arstjóri er Maurizio Barbacini. Sannar sögur I september er frumsýning á Smíðaverkstæðinu á leikritinu Sannar sögur af sálarlífi systra eftir Guðberg Bergsson í leikgerð Viðars Eggertsson- ar sem jafnframt er leikstjóri. Efni þessa makalausa leik- verks byggir á sögum Guð- bergs Bergssonar af fólkinu á Tanga sem á sínum tíma vökm heiftarleg viðbrögð. Þetta er meinfyndin, raunsönn en ekki síst lygileg lýsing á svokölluð- um íslenskum vemleika í öllum sínum grodda og slori. Með helstu hlutverk fara Guðrún S. Gísladóttir, Ingrid Jónsdóttir, Þóra Friðriks- dóttir, Kristbjörg Kjeld, Valdimar Örn Flygering, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, Herdís Þorvaldsdóttir. Dóttir Lúsífers Leikritið Dóttir Lústfers er eftir William Luce. Þetta er einstaklega ljúfur og skemmti- legur einleikur um dönsku skáldkonuna Karen Blixen á lokaskeiði ævinnar. Leikritið miðlar okkur ofurlitlu af þeim óþijótandi sagnabmnni sem Blixen var. Leikstjóri er Hávar Sigurjónsson en með hlutverk Blixen fer Bríet Héðinsdóttir. Leikritið verður fmmsýnt í október á Litla sviðinu. Snædrottningin Bamaleikrit leikársins er Snædrottningin eftir Evgeni Schwarts en það er byggt á samnefndu ævintýri eftir H.C. Andersen. Hér er um að ræða sannkallað ævintýri með tón- list, söng, dansi og gleði. Leik- ritið verður sýnt á Stóra sviðinu og verður fmmsýning í októ- ber. Leikstjóri er Andrés Sig- urvinsson. Meðal leikenda em Hilmir Snær Guðnason, Alf- rún Örnólfsdóttir, Gunnlaug- ur Fgilsson, Bryndís Péturs- dóttir, Fdda Arnljótsdóttir, Jóhann Sigurðsson. Fávitinn Jólaleikrit Þjóðleikhússins verður Fávitinn eftir Do- stojevski sem fmmsýnt verður 26. desember. Leikgerð er eftir Simon Grey en þýðingu gerði Ingibjörg Haraldsdóttir. Hér er um að ræða grípandi og magnað spennuverk um ástríður, svik og undirferli. Söguhetjan, sakleysinginn og góðmennið Myshkin fursti, hlýtur viðumefnið fávitinn vegna síns takmarkalausa græskuleysis. Þessi eftirminni- lega manngerð og samband hans við gleðikonuna fögm, Nastösju, hefúr heillað les- endur Dostojevskis í gegn- um tíðina. Þjóðleikhúsið hefur feng- ið til liðs við sig þrjá af fremstu leikhúsmönnum Finna til að koma verkinu á svið, en leikstjóri er Kaisa Korhonen. Meðal leikara em Baltasar Kormákur, Helgi Skúlason, Halldóra Björnsdóttir, Helga Back- mann, Hilmir Snær Guðnason, Gunnar Eyj- ólfsson. Taktu lagið, Lóa í janúar verður fmmsýnt á Smíðaverkstæðinu leikritið Taktu lagið, Lóa eftir hinn kunna breska höfund Jim Cartwright. Lóa er uppburðar- lítil og óframfærin ung stúlka sem býr við heldur ömurlegar aðstæður. Það eina sem hún á til minningar um látinn föður sinn er gamalt plötusafn með tónlist frægra söngkvenna. Þar finnur Lóa sinn draumaheim og hún nær ótrúlegri leikni í að herma eftir söngkonunum. Góðvinur móður hennar eygir gróðavon í sönghæfileikum Lóu og ákveður að koma henni á framfæri. Þetta er meinfyndið gaman- leikriti sem var nýlega verð- launað sem besta breska gam- anleikritið. Leikstjóri er Hávar Sigurjónsson en með helstu hlutverk fara Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Kristbjörg Kjeld, Pálmi Gestsson. Oleanna Á Litla sviðinu verður nýtt bandarískt leikrit frumsýnt í janúar sem nefnist Oleanna og er eftir David Mamet. Þetta er umdeilt nútímaverk um sam- skipti kynjanna og hefur farið sigurför um vesturlönd að und- anfömu. Ung stúlka í háskóla- námi leitar ásjár kennara síns þegar hún sér fram á að falla á mikilvægu prófi. Hann tekur erindi hennar vel og býðst til að aðstoða hana. Smátt og smátt fara samskipti þeirra að taka á sig óvænta mynd og fyrr en varir standa áhorfendur frammi fyrir stórum siðferðilegum spumingum. Leikstjóri er Þórhallur Sig- urðsson en leikendur em þau Elva Ósk Ólafsdóttir og Jó- hann Sigurðsson. West side story Þjóðleikhúsið ræðst í að taka hinn fræga bandaríska söngleik f/i * Vinningstölur 3. sept. 1994 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING U 5af5 0 2.123.558 p»j|+4af5 1 369.122 0| 4af 5 60 10.612 H 3af 5 3.024 491 Aðaltöiur: 8 27 37 BÓNUSTALA: ® Heildarupphæð þessa viku: kr. 4.614.184 UPPLÝSINOAR, SlMSVARI Sf- 681511 LUKKULÍNA 89 10 00 - TEXTAVARP 451 West side story eða Sögu úr vesturbænum, eins og leikurinn nefnist í íslenskri þýðingu, til sýningar í vetur og er þetta frumflutningur á Islandi. Þýð- inguna gerði Karl Ágúst Ulfs- son sem jafnframt er leikstjóri. I söngleiknum beijast klíkur um yfirráð á götum stórborgar- innar en sagan um Rómeó og Júlíu endurtekur sig enn á ný. I helstu hlutverkum era Marta Halldórsdóttir, Felix Bergsson, Valgerður G. Guðnadóttir, Garðar Thór Cortes, Steinunn Ólína Þor- steinsdóttir. Hljómsveitarstjóri er Jóhann G. Jóhannsson og danshöfundur er Kenn Oldfi- eld. Stakkaskipti í aprfl verður leikritið Stakkaskipti eftir Guðmund Steinsson framsýnt á Stóra sviðinu. Hér kynnumst við á ný fjölskyldunni í Stundarfriði, fimmtán áram eftir að hún birt- ist fyrst á sviði Þjóðleikhússins. Það hafa orðið stakkaskipti í lífi fjölskyldunnar, hvemig bregst þetta fólk við breyting- unum sem orðið hafa? Sögu- sviðið er nútímasamfélagið í skugga atvinnuleysis og sam- dráttar. Leikstjóri er Stefán Bald- ursson en með helstu hlutverk fara Helgi Skúlason, Krist- björg Kjeld, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Guðrún S. Gísladóttir, Sigurður Sigur- jónsson, Randver Þorláksson. Fernando Krapp sendi mér bréf Á Litla sviðinu verður fram- sýnt leikritið Fernando Krapp sendi mér bréf í apríl. Þetta er nýtt leikverk eftir eitt fremsta nútímaleikskáld Þýskalands, Tankred Dorst. Bragðið er upp mynd af hinum ótal andlit- um ástarinnar, afbrýðisemi, auðmýkt, togstreita, gimd og valdatafli elskenda. Leikstjóri er María Kristjánsdóttiren með hlutverk stúlkunnar fer Halldóra Björnsdóttir. Galakvöld dansflokksins Starfsemi Islenska dans- flokksins verður óvenju fjöl- breytt í vetur. Um miðjan nóv- ember verða tvær hátíðarsýn- ingar til styrktar Islenska dans- flokknum í Þjóðleikhúsinu. Boðið er upp á mjög spennandi dagskrá þar sem bæði áhorf- endur hins háklassíska- og nú- tíma balletts fá eitthvað við sitt hæfi. Á síðasta leikári var boð- ið upp á Galasýningu sem sló í gegn og komust færri að en vildu. Því hefur verið ákveðið að bjóða upp á slíka sýningu tvö kvöld í röð. Dansflokkurinn tekur þátt í ýmsum sýningum í vetur og í september frumsýna þrír dans- arar verk sín á spennandi Dans- höfundakvöldi í Tjamarbíói. Höfundamir era Lára Stefáns- dóttir, Hany Hadaya, David Greenall. Aðrar sýningar Aðrar sýningar Þjóðleikhúss- ins á þessu leikári era Loft- hræddi örninn hann Örvar sem er stórskemmtilegt sænskt bamaleikrit. Þetta er tilvalin skólasýning í flutningi Björns Inga Hilmarssonar. Leikstjóri er Peter EngkvisL Þá mun Þjóðleikhúsið taka þátt í samnorrænu samstarfs- verkefni sem nefnist Órar. Loks má nefna að aftur verða teknar upp sýningar á Ástar- bréfí sem auðvelt er að sýna nánast hvar sem er, Gaura- gangi og svo Gaukshreiðrinu sem var aðeins búið að sýna átta sinnum á síðasta leikári, en þetta verk hlaut frábæra dóma.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.