Alþýðublaðið - 06.09.1994, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 06.09.1994, Qupperneq 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Þriðjudagur 6. september 1994 FRETTIR Allir áskrifendur Stöðvar 2 fá afhentan nýjan myndlykil án nokkurs endurgjalds: Nær 52 þúsund fá lykilinn heim Fjarstýring fylgir nýja lyklinum og notendur geta sett bamalæsingu átilteknar rásir Ú er byijað að dreifa nýjum og betri mynd- lykli til áskrifenda Stöðvar 2, en þeir eru nú rétt liðlega 52 þúsund talsins. Nýi myndlykillinn verður afhentur áskrifendum til afnota án nokk- urs endurgjalds eða greiðslu skilagjalds. Dreifíngin byrjaði á Akranesi í gær og henni verður að fullu lokið um land allt um mitt næsta ár. Fjölmennt starfs- lið á vegum íslenska útvarpsfé- lagsins sér um dreifinguna sem skipt er niður í nokkra áfanga. Tæknibreytingar og framfarir hafa á fáum sviðum orðið jafn örar og miklar og í ljarskiptum og fjölmiðlum. Þegar Stöð 2 hóf útsendingar fyrir átta árum var gamli myndlykillinn af full- komnustu gerð myndlykla sem þá var til. En nú er svo komið að tæknin sem gamli myndlyk- illinn byggir á er orðin úrelt. Framleiðsla á honum hefur ver- ið hætt. Forráðamenn íslenska útvarpsfélagsins hf. ákváðu þess vegna fyrir ári að ráðast í endumýjun allra myndlykla fyrir Stöð 2 og þá með þeim hætti að myndlyklamir yrðu af- hentir áskrifendum til afnota án nokkurs endurgjalds. Nýi myndlykillinn er frá Philips, af gerðinni Tudi NIC- AM. Meðal helstu kosta við hann má nefna að útsendingar- merkið opnar og lokar mynd- lyklinum. Áskrifendur þurfa því ekki sjálfir að slá inn nýtt lykilnúmer heldur er það lesið sjálfkrafa inn í myndlykilinn eftir að áskriftardeild Stöðvar 2 hefur borist staðfesting um greiðslu afnotagjalds. í öðm lagi má nefna að íjarstýring fylgir með nýja myndlyklinum, notandi getur sett bamalæsingu á tilteknar rásir og myndlykill skilar hljóði í NICAM-víðóm þar sem næst í slíka hljóðút- sendingu. Nýi myndlykillinn tekur á móti annars konar útsendingar- merkjum en sá gamli. Utsend- ingarmerkjum verður því að breyta svo að áskrifendur geti tekið á móti útsendingu Stöðv- ar 2 í gegnum nýja myndlykil- inn. Að þessu verður staðið þannig úti á landsbyggðinni að á sunnudegi, viku eftir að heim- dreifmgu nýrra myndlykla hefst í hverjum áfanga og henni á að vera lokið, verður útsendingar- merkinu breytt í viðkomandi áfanga. Eftir að útsendingar- merkinu hefur verið breytt, er ekki hægt að ná læstri dagskrá Stöðvar 2 í gegnum gamla myndlykilinn. Á höfuðborgar- svæðinu verður dagskrá Stöðv- ar 2 send út samtímis á tveimur rásum, með gamla og nýja út- sendingarmerkinu. Ekki þarf nýtt loftnet fyrir nýja myndlyk- ilinn. Áskrifendum verða sendar í pósti allar nánari upplýsingar um tilhögun og tímasetningu afhendingar á hverju svæði. Úttekt Þjóðhagsstofnunar á afkomu fyrirtækja á árinu 1993 í saman- burði vio afkomuna árið 1992 Afkoma bankanna hefur batnað mikið Hagnaður af reglulegri starfsemi sem hlutfall af % heildarrekstrartekjum 1992 og 1993 15 10 5 0 -5 -10 -15 -20 Sjávarútv. Iðnaður án Byggingariðn Verslun Samgöngur Tryggingar Bankarog Þjónustaog Samtals Samtals án stóriðju sparisj. veitingar banka jóðhagsstofnun hefur nú unnið úr ársreikningum 786 fyrirtækja úr flestum atvinnugreinum fyrir árið 1993. Úrvinnslan nær þó ekki til landbúnaðar né orkubúskapar. Stofnunin hefur til samanburð- ar niðurstöður sömu fyrirtækja fyrirárið 1992. Helstu niðurstöður eru þær að bókfærður hagnaður af reglulegri starfsemi sem hlut- fall af tekjum hefur hækkað úr -0.2%árið 1992 í 1.1% árið 1993, eða um 1.3 prósentustig. Hér er átt við hagnað fyrir greiðslu tekju- og eignarskatta og ekki er tekið tillit til óreglu- legra gjalda og tekna. Án banka og sparisjóða er þetta hlutfall óbreytt eða 1.1% bæði árin. Samkvæmt þessu hefur heildarafkoma þessara fyrir- tækja batnað milli áranna. Mestur er afkomubatinn hjá bönkum og sparisjóðum, en þar aukast rekstrartekjur um 6.9 prósent milli ára á sama tíma og rekstrargjöld að meðtalinni lækkun á framlagi í afskriftar- reikning útlána lækkar um 8.7%. Vextir og verðbreyting- arfærsla er nokkuð hár gjalda- liður bæði árin hjá fyrirtækjum ■ 1992 ■ 1993 sem skulda mikið í erlendri mynt og er það vegna gegnis- fellinganna í nóvember 1992 og aftur í júní 1993. Þetta kemur skýrt fram í sjávarútvegi, en þar eru vextir og verðbreytingarfærsla sem hlutfall af tekjum 10.7 prósenl árið 1992 og 12.7 prósent árið 1993. Hólaskóli býður upp á brautarskipt nám á framhalds- og tækniskólastigi og verkleg kennsla stóraukin: Náminú lokið á heilu starfsári Margir útlendingar sækjast árlega eftir námi við skólann Miklar breytingar hafa átt sér stað á námsefni og kennslu við Hólaskóla í Hjaltadal á síðustu árum. Skólinn býður nú brautarskipt nám á framhalds- og tækni- skólastigi og tekur námið nú heilt starfsár, en var áður skipu- lagt sem tveggja ára nám. Þann 26. ágúst síðast liðinn braut- skráðust 15 nýbúfræðingar, þar af fjórir erlendir, en síðast liðið vor voru 23 brautskráðir og hafa aldrei jafn margir verið brautskráðir á einu ári. Hólaskóli hefur aukið við undirbúningskröfur sínar, að því er fram kom í samtali við Jón Bjarnason skólstjóra. Krafist er að minnsta kosti 65 eininga úr framhaldsskóla og flestir nemendur eru með stúd- entspróf eða ígildi þess. Um- sækjendur með mikla starfs- reynslu eiga þó möguleika á skólavist þó vanti á æskilegan bóklegan undirbúning. Verkleg kennsla við skólann hefur verið stóraukin. Sérgreinar skólans eru hrossarækt, fiskeldi í fersku og söltu vatni og ferðamál - græn ferðaþjónusta. Nemendur búa á heimavist og í litlum gesta- og orlofshús- um á staðnum. Möguleiki er á fjölskylduíbúðum og leik- og grunnskóli er á staðnum. Kyn- skipting nemenda er nokkuð jöfn en þó eru stúlkur nú ívið fleiri en piltar. Sem fyrr segir brautskráðust 15 nýbúfræðingar frá Hólum þann 26. ágúst, sjö stúlkur og átta piltar. Fjórir erlendir nemendur brautskráðust að þessu sinni, tvær stúlkur frá Sviss og piltur og stúlka frá Noregi. Erlendir nemendur standa sig yfirleitt mjög vel og skólinn telur það heiður fyrir starf sitt að margir útlendingar skuli árlega sækjast eítir námi við skólann. Námsárangur nemenda var mjög góður. Hæstu einkunn fékk Kristján Óttar Ey- mundsson frá Árgerði, Skaga- firði og fékk hann viðurkenn- ingu frá Búnaðarfélagi íslands. Petra Liggenstorfer frá Sviss var næst hæst yfir skólann og fékk verðlaun fyrir góðan námsárangur Nýútskrifaðir búfrœðingar frá Hólum. Efri röð frá vinstri: Þor- geir Terjeson, Kristján Óttar Eymundsson, Arnar Þór Arnarson, Eysteinn Leifsson, Illugi Guðmar Pálsson, Asgeir K. Asgeirsson og Guðmundur Björnsson. Fremri röð frá vinstri: Asa Margrét Einarsdóttir, Asta Kristín Guðmundsdótúr, Helga Halldóra Ag- ástsdóttir, Hólmfríður Birna Björnsdóttir, Jannike Nörkov, Sylv- ía Rossel og Petra Liggenstorfer. Á myndina vantar Jens Óla Jes- persen. Nokkrir nemendur Hólaskóla á opnum degi síðast liðið vor.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.