Alþýðublaðið - 22.09.1994, Síða 1

Alþýðublaðið - 22.09.1994, Síða 1
 ;■ : Yfirbyggð verslunarsamstæða í miðbæ HAFNARFJARÐAR opnar í nóvember og Hafnfirðingar munu án efa gera jólainnkaupin í nýju, glæsilegu og umdeildu húsnæði: Allt húsið er að komast í not - segir VIÐAR HALLDÓRSSON, framkvæmdastjóri Miðbæjar Hafnarfjarðar hf. Hafnfirðingar eignast fyrstu alvöru verslunar- miðstöðina í nóvember og munu án efa gera jólainn- kaup sín í nýju og glæsilegu molli, sem enn sem komið er hefur ekki fengið nafn. Þá mun fyrirtækið Miðbœr Hafnar- fjarðar hf. opna verslunarhluta hinna umdeildu miðbæjarfram- kvæmda, en þar munu fjöl- margar verslanir og þjónustu- fyrirtæki starfa í framtíðinni. „Það hefur gengið alveg bærilega að selja og leigja hús- næði í verslunarhlutanum. Við erum langt komnir að koma öllu húsnæðinu í not. Fyrsta hæðin er fullskipuð, ef samn- ingar við ÁTVR takast, sem við vonum að verði“, sagði Nýja verslunarmiðstöðin ímiðbœ HAFNARFJARÐAR er enn nafnlaus, en þó er áœtlað að opna hana í nóvember - í tœka tíð fyrir jólainnkaupin. Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason Viðar Halldórsson, fram- arfjarðár hf., en hann er einn af kvæmdastjóri Miðbæjar Hafn- fimm eigendum þess fyrirtækis. Viðar sagði að það áraði frernur illa í verslun, þetta væri engin gósentíð. Margir væru spenntir fyrir að komast inn í húsið með rekstur sinn, en vildu bíða átekta og sjá hver framvindan yrði. Byrjað var á framkvæmdun- um í mars 1993 og um þessar mundir er þeim nánast að ljúka. Um er að ræða 11.600 fermetra undir þaki, auk bílageymslu- kjallara. Hafnfirðingar fylgja því kalli tímans í kaupmennsku og eignast yfirbyggðar verslan- ir við innanhúss göngugötur, en sú þróun á sér nú stað víða um heim í svokölluðum vetrar- borgum, þar sem veður og vindar leika útikaupmenn oft grátt. Það þekkja þeir við Laugarveginn. Verslunarsamstæðan, eða mollið eins og slíkt er oft kall- að, er á tveim hæðum. Á þeirri neðri verða 8 verslanir og þjón- ustufyrirtæki - og ÁTVR vænt- anlega að auki. Á efri hæð eru 7 einingar af 14 gengnar út og sagði Viðar að hann væri von- góður um að allt gengi upp áð- ur en opnað verður. Meðal fyrirtækja sem þarna munu setjast að má nefna mat- vörumarkað 10/11, Apótek Hafnaríjarðar, og Búnaðar- bankann, sem nú haslar sér völl í Hafnarfirði. Viðar sagði ljóst að innan veggja nýju verslunar- miðstöðvarinnar yrði boðið upp á góða blöndu af hvers konar sérvöruverslunum. SIGURJÓN PÁLSSON húsgagnahönnuður gerði það gott á Norrænu húsgagnasýningunni í Bella Center fyrr í haust: SIGURJÓN PÁLSSON húsgagnahönnuður ásamt stólnum sem hann seldi ífjöldaframleiðslu ífyrra. Alþýðublaðsmynd/Einarólason Samdi Nýhönnuð sófasena, stóll og sófi sem bæta má við einingum eftir þörfum, sem Sigurjón Pálsson, hús- gagnahönnuður, sýndi á Bella Center í Kaupmannahöfn í haust, fékk prýðis góðar við- tökur framleiðenda, sem skoð- uðu Scandinavian Fumiture Fair. Sigurjón má vera ánægð- ur með árangurinn, því hann fékk samning við stórt þýskt fyrirtæki um ijöldaframleiðslu um sófaseríu á sófasettinu. Hér er um að ræða sófasett sem nýtist einna best á biðstofum og flugstöðv- um og öðrum þeim stöðum þar sem almenningur kemur saman og bjóða þarf góð hægindi. I sófanum er stálgrind, og hægt að bæta við sófann eftir þörf- um, og getur hann orðið allt að 6 sæti. Fyrirtækið Brune Möbelfa- brik GmbH keypti framleiðslu- réttinn, en fyriitækið rekur þrjár verksmiðjur í Þýskalandi og eina í Suður-Ameríku. Þetta sama fyrirtæki keypti hönnun Sigurjóns á seríutengdum stól í fyrra. Fjöldaframleiðsla hans er einmitt að hefjast um þessar mundir. Brune mun sýna hina frum- hönnun Sigurjóns á sófasettinu á Kölnarmessunni svonefndu á næstu dögum og vill hefja framleiðslu ekki síðar en um næstu áramót. Framhalds- stofnfundur Regnbogans, samtaka um Reykjavíkur- listann Framhaldsstofnfundur Regnbogans - samtaka um Reykjavíkurlistann - verður haldinn í kvöld klukkan 20:30 á Komhlöðu- loftinu við Bankastræti. Á fundinum verða borin upp drög að lögum fyrir félagið ásamt því að stjómarkjör fer fram. Rætt verður um starfið framundan, stofnun hverfa- félaga, skipulag málefna- hópa og tengsl félagsins við borgarfulltrúa Reykjavíkur- listans. Að loknum almennum stofnfundarstörfum talar Sig- rún Magnúsdóttir um fyrstu mánuði Reykjavíkurl- istans við stjómtaumana í borginni. Að erindi Sigrúnar loknu verða almennar um- ræður. Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, verður að sjálfsögðu á fúndinum ásamt flestum borgatíulltrúum og varaborgarfulltrúum Reykj- avíkurlistans. Þau munu taka þátt í umræðum og svara fyrirspumum ef óskað er. Allir stuðningsmenn Reykjavíkurlistans eru vel- komnir á fundinn. Þeir sem ekki hafa gerst stofnfélagar geta gert það á fúndinum. Einnig er hægt að skrá sig á skrifstofu Reykjavíkurlistans í síma 16800 alla virka daga fráklukkan 13:00 til 16:00. Á fundinum í kvöld verður ennfremur mögulegt að skrá sig í málefnahópa sem ráð- gert er að hefji störf á næst- unni. INGI- SIGRÚN BJÖRG MAGNÚS- SÓLRÚN. DÓTTIR.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.