Alþýðublaðið - 22.09.1994, Síða 4
VIÐTA.LIÐ
JÓN BALDVIN HANNIBALSSON, utanríkisráðherra og formaður Jafnaðanvannaflokks
íslands, áttimjög vinsamlegan og gagnlegan einkafund með ANDREJ KOZYREV,
utanríkisráðherra Rússlands, á fundi Barentsráðsins í Tromsö. Jón Baidvin segirað
föðutland Kozyrevsé nú að feta sig fram til lýðræðislegra stjómarhátta:
„Samskipti okkar [Kozyrev] á fundinum voru alveg sérstaklega vinsamleg. Ég geri mérþví vonir
um að af hans hálfu sé skilningur á því að það geti verið gagnkvæmur hagur Rússa og
íslendinga að byggja upp samstarfog þá ekki síst ísjávarútvegi...Það er dálítið merkilegt og
raunar alveg nýtt fyrir Vesturlandamenn að uppgötva það, að við erum nú að eiga samskipti við
nýtt Rússland sem er að feta sig fram til lýðræðislegra stjórnarhátta. “
gangsefnum í hafið. Mengunar-
vandinn er hrikalegur.“
- Hver var ástæða þess
að Barentsráðið varstofn-
að?
„Það var þáverandi utanríkis-
ráðherra Norðmanna, Thor-
vald Stoltenberg, sem er höf-
undur þeirrar hugmyndar að
stofna til þessa svæðissam-
starfs. Þó að samstarfið sé ekki
orðið tveggja ára gamalt þá
held ég að það sé komið á dag-
inn að þetta var mjög framsýnt
af Stoltenberg. Hann gerði
þetta í framhaldi af því að
Eystrarsaltslöndin voru búin að
mynda Eystrarsaltsráðið. Að
því stóðu Svíþjóð, Finnland,
Pétursborgarsvæðið í Rúss-
landi, Eystrarsaltsríkin þijú,
Pólland, Þýskaland og Dan-
mörk. íslendingar sóttu um að-
ild en var hafnað á landfræði-
legri forsendu. Thorvald Stol-
tenberg beitti sér þá sérstaklega
fyrir því þegar hann efndi til
Barentshafssamstarfsins, að ís-
lendingum var boðið að vera
með á þeirri forsendu að sem
Atlantshafsríki og fiskveiðiþjóð
ættu þeir erindi í slíkt norður-
slóðasamstarf.
Það var sérkennileg og
skemmtileg lífsreynsla að sitja
svona dagsfundi þar sem við
borðið sitja sendinefndir frá
rússneskum héraðsstjómum
inni í norrænu samstarfi. Það
var auðfúndið að þeir héraðs-
stjómarmenn rússneskir meta
þetta samstarf mikið og eiga
miklar væntingar um það.“
- Hvaða mál eru helst á
döfinni innan ráðsins?
„Formlega séð er þetta þann-
ig að það er lítil miðstjóm fyrir
þetta samstarf í Kirkenes sem
er nyrsti bærinn í Noregi. For-
mennska skiptist milli landa.
Norðmenn vom að skila af sér
núna og Finnar að taka við.
Samstarfið er að verða nokkuð
skipulagt. Utanríkisráðherrar
hittast einu sinni á ári og þar að
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
auki hafa þegar verið haldnir
innan þessa samstarfsramma
ráðherrafundir á sérsviðum.
Umhverfisráðherramir hafa að
sjálfsögðu hist og sett upp áætl-
un um aðgerðir gegn mengun.
Þá hafa samgönguráðherramir
hist, fjarskiptaráðherrar hafa
hist og menningarmálaráðherr-
ar hafa hist.
Samgönguáætlun miðar að
því að byggja upp samgöngu-
net, sem var áður Rússlands-
megin norður-suður alla leið til
Moskvu en nú er ætlunin að
byggja samgöngunet í vest-
ur-austur. Það em uppi áform
um meiriháttar hafnargerð
Rússlandsmegin. Þá hafa verið
myndaðir sjóðir með umtals-
verðum framlögum og má
nefna sem dæmi, að Norðmenn
leggja fram 40 milljónir
norskra króna til umhverfis-
mála á ijárlögum þessa árs
gegn mótframlögum frá öðmm.
Ef Norðurlöndin þrjú ganga
inn í Evrópusambandið verður
orðin söguleg breyting. Evr-
ópusambandið á þá landamæri
að Rússlandi og Evrópusam-
bandið hefur gefið fyrirheit um
mótffamlög og meira að segja
Bandaríkin líka, að því er varð-
ar kjamorkuúrganginn og um-
hverfísspjöllin. Norðurlöndin
sjá fram á að ef þau gerast aðil-
ar að Evrópusambandinu fá
þau veruleg framlög úr þróun-
arsjóðum til uppbyggingar á
þessu svæði.“
- En er eitthvað annað
sem tengir þessi svæði
annað en landfræðiieg
lega?
„Það er sagan. Fyrir daga
kommúnisma, kalda stríðsins
og hinnar rússnesku byltingar
þá vom landamæri þama mjög
óljós og samskipti mikil.
Hammerfest var á sextándu og
sautjándu öld mikilsverð hafn-
arborg fyrir viðskipti á þessu
svæði sem var fyrst og ffemst
svæði veiðimanna
Samgöngur vom fxjálsar um
landamæri. Samar vom þá eig-
inlega bara ein þjóð þvert á öll
lándamæri, norsk, fmnst og
rússnesk. Við emm því að upp-
lifa það að sagan er að endur-
taka sig og við emm að hverfa
aftur til hinna gömlu góðu daga
undir nafni framfara og breyt-
inga.
Svæðissamstarf í Evrópu er
partur af sammmaferlinum og
er farið að setja mjög svip á
þessa spumingu um Norður-
lönd í Evrópu. Við höfum Bar-
entsráðssamstarfið, við höfum
Eystrarsaltsráðið, við höfum
sex landasamstarfið í Austur
Evrópu, við höfum samstarf
Alpaþjóðanna og síðan er
svæðasamstarf þjóða Suður
Dagana 14. til
15. september
var haldinn í
Tromsö annar
ráðsfundur
Barentsráðsins
með þátttöku utanríkisráðherra
íslands, Finnlands, Noregs,
Svíþjóðar og Rússlands auk
fulltrúa Danmerkur og Evrópu-
sambandsins. Fulltrúar Banda-
ríkjanna, Kanada, Bretlands,
Frakklands, Hollands, Pól-
lands, Þýskalands og Japan
sátu einnig fundinn sem
áheymarfulltrúar. Alþýðublað-
ið ræddi í gær við Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráð-
herra um þennan fund, en
koma Jóns Baldvins til Tromsö
vakti mikla athygli sökum
Smugudeilunnar sem brennur
hvað heitast á mönnum í Norð-
ur-Noregi. Einnig ræðir Jón
Baldvin í viðtalinu um vinsam-
legan og gagnlegan einkafund
sem hann átti með Andrej
Kozyrev, utanríkisráðherra
Rússlands.
- Fyrst var utanríkis-
ráðherra spurður um
Barentsráðið og tilgang
þess:
„Þetta er samstarf þriggja
nyrstu héraða Noregs, nyrsta
héraðsins í Svíþjóð, nyrsta hér-
aðsins í Finnlandi og þriggja
héraða í Rússlandi. Þar eru það
Murmansk, Karelian og Ar-
changelsk Oblast. Þetta lands-
svæði er tvisvar sinnum stærri
en Frakkland og auðlinda-
grunnurinn er gríðarlegur.
Þama er nánast allt nema gull
og demantar. Það er olía, gas,
málmar, skógar og einhver
auðugustu fiskimið í heimi.
Jafnframt er þama austan meg-
in lýsandi dæmi um hvers kon-
ar umhverfisslys kommúnism-
inn var. Fyrir austan norsku
landamæri er til dæmis mikil
nikkelfabrikka sem er skelfilegt
umhverfisslys. A Kólaskaga,
Novaya Zemlya, er eitt mesta
víghreiður Rússa og þama hafa
þeir fleygt geislavirkum úr-