Alþýðublaðið - 28.09.1994, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 28.09.1994, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ GREINARGERÐ GUÐMUNDÁR ARNA Miðvikudagur 28 september 1994 Greinargerð félagsmálaráðherra, Guðmundar Áma Stefánssonar fundi með fréttamönnum í fyrradag lagði Guð- mundur Arni Stefánsson félagsmáiaráðherra fram grein- argerð um störf sín sem bæjar- stjóra í Hafnarfirði og ráðherra Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks Islands. Alþýðu- blaðið birtir í dag greinargerð- ina í heild: Umræða um mig og mín störf hefur verið áberandi í fjölniiðlum síðustu vikur og mánuði. Eg hefi reynt að gera grein fyrir þeim at- riðum sem týnd hafa verið til og ég hef verið spurður um. Það hefi ég gert í blaðagreinum í Morgunblað- inu 8. september og 9. september síðastliðinn og í mörgum viðtölum við prentmiðla og ljósvakamiðla. Svo virðist hins vegar sem írafárið í kringum þessi mál öll hafi verið svo mikið og umbúnaðurinn þeirra verið með þeim hætti, að efnisat- riði þeirrar gagmýni og ekki síður svör mín, hafi með köflum orðið útundan. I því ljósi vil ég því freista að gera grein fyrir sjónar- miðum mínum vegna þeirra mála sem efst hafa verið á baugi í þess- um efnum. Eg vil taka skýrt fram að í mín- um störfúm sem bæjarstjóri og síð- ar ráðherra hef ég ævinlega freist- að þess, að koma á framfæri upp- lýsingum tii almennings um þau störf og þau mál sem ég og mínir samstarfsmenn hafa verið að vinna að. Með öðrum orðum það er mitt grundvallarsjónarmið að stjóm- málamenn vinna fyrir opnum tjöld- um, þeirra stefnumið og aðgerðir hljóta gagnrýni og undirtektir á víxl og að hlutverk fjölmiðla í nú- tímaþjóðfélagi, sé að miðla grein- argóðum upplýsingum til almenn- ings um þau mál. Abyrgð stjóm- málamanna er mikil. Þeir lúta líka ströngum lögmálum umhverfísins, það er opinberri umræðu um þeirra sjónarmið og gerðir. Þeir hafa líka yfir sér dómstól sem engin önnur starfstétt hefur, nefnilega kosning- ar á eigi sjaldnar en fjöguna ára fresti. Abyrgð og vald fjölmiðla er að sama skapi mikið. Með auknu sjálfstæði þeirra og styrk í íslensku samfélagi, eykst ábyrgð þeirra að sama skapi. Margir þeirra hafa fullkomlega staðið undir þeirra ábyrgð. í 3. grein siðareglna blaða- manna segir meðal annars:“ Blaða- maður vandar upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu, svo sem kostur er og sýnir fyllstu úllitssemi í vandasömum málum. Hann forðast allt, sem valdið getur saklausu fólki, eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu." Ég geri þetta að umtalsefni í upphafi þessarar greinargerðar, því ég tel að mikilvægt sé að greina á milli gagnrýnnar umfjöllunnar á málefhalegum grundvelli um störf og stefnumið stjómmálamanna, ellegar fullyrðinga fjölmiðla, sem eiga sér lítt eða enga stoð í raun- veruleikanum og þar sem svo oft er langur vegur frá því, að „upplýs- ingaöflun, úrvinnsla og framsetn- ing“ sé „vönduð" og að sýnd sé „- fyllsta tillitsemi í vandasömum málum". Það er ekki síður mikilvægt í lýðræðisþjóðfélagi, upplýsinga- þjóðfélagi að gagnkvæmur trúnað- ur sé á milli fjölmiðla og almenn- ings, en einnig stjómmálamanna og þjóðarinnar. Eg get ekki neitað því, að í seinni tíð hafa ákveðnir fjölmiðlar gengið þannig fram í al- mennri þjóðfélagsumræðu, meðal annrs ákveðnir fjölmiðlar í um- ræðu um mín mál síðustu vikur og mánuði, að augljóst er að fólk get- ur ekki lengur treyst því, að allt það sem sagt er og prentað sé sannleikanum samkvæmt eða sam- kvæmt bestu vitund þeirra sem ábyrgir em fyrir upplýsingamiðl- uninni. Vissulega lýtur almenn stjóm- málaumræða ákveðnum lögmálum í þessu sambandi og óumdeild hefð er með þeim hætti, að hörð gagnrýni á stjómmálamenn og störf þeirra, til að mynda af hálfu pólitískra andstæðinga, er eitthvað sem enginn kippir sér upp við. Þannig em einfaldlega Ieikreglur stjómmálanna. I þeim ávirðingum sem á mig hafa verið bomar, hefur hins vegar iðullega verið komið fram með fullyrðingar sem em ósannar og heimildarmanna er að engu getið. Einnig hitt að ekki hefur verið leit- að skýringa eða upplýsinga hjá mér um mörg þau mál, ellegar hjá öðmm þeim er gætu varpað ským ljósi á málsatvik. Með öðmm orðum hafa margir tekið undir þau sjónarmið mín, að hávaðasöm umfjöllun um verk mín og síðan mig sem persónu, hafí í vaxandi mæli ekkert átt skylt við málefnalega og sanngjama um- ljöllun á gagnrýnum gmndvelli, heldur meira tekið mið af umbún- aði og aukaatriðum. Hver em í raun kjamaatriði þessarar gagn- rýni? Ég mun í þessari greinargerð skýra ítarlega mín viðhorf til þeirra atriða og mála, sem hvað ofitast virðast nefnd. Stjómmálamenn eru mannlégir og gera sín mistök. Það sama gildir um mig. í opinberum stjómsýslu- störfum mtrium í gegnum árin hafa ýmsar þær ákvarðanir sem ég hefí tekið eða átt þátt í að taka sannar- Iega sannað gildi sitt og em óum- deildar í dag, þótt tekist hafi verið á um mörg þau mál á þeim tíma, sem þessar ákvarðanir vom teknar. Á sama hátt hefur reynslan, sem sannanlega er ólygnust, dæmt aðr- ar ákvarðanir verr. Það er eins og gengur í stjómmálum. Ég hef aldrei og mun aldrei halda því fram, að allar mínar ákvarðanir séu réttar og að mér séu aldrei mis- lagðar hendur. Ég geri mín mistök eins og aðrir dauðlegir menn. Gagnrýni sú sem fram hefur ver- ið sett á mín störf byggir annars vegar á störfum mínum sem bæjar- stjóri í Hafnarfirði um sjö ára skeið, ffájúní 1986 til júní 1993 og hins vegar sem ráðherra heilbrigð- is- og tryggingarmála frá þeim tíma til júnímánaðar yfirstandandi árs. Hafnarfjörður í umræðuhrinu síðustu vikna hafa störf mín og stefnumið í Hafnarfirði verið gerð að umtals- efni. Hefur þar mjög verið hallað réttu máli. Mér er það ljúft og skylt að gera málefni fæðingarbæjar míns, Hafnarfjarðar, að umtalsefni, og einnig þau 12 ár sem ég hlaut traust kjósenda í Hafnarfirði sem bæjarfulltrúi þar í bæ, þar af 7 ár sem bæjarstjóri. Fyrstu 4 ár mín sem bæjarfull- trúi sat ég þar í minnihluta bæjar- stjómar. Alþýðuflokkurinn hlaut í kosningum 1982 um 20% at- kvæða. í kosningunum 1986 brá svo við að við Alþýðuflokksmenn í Hafnarfirði, þar sem ég sat í efsta sæti, fengum stóraukið fylgi eða í kringum 35% atkvæða. I kjölfar þess mynduðu Alþýðuflokksmenn 5 talsins meirihluta samstarf með fulltrúa Alþýðubandalagsins, Magnúsi Jóni Ámasyni, sem er nú- verandi bæjarstjóri f umboði Sjálf- stæðisflokks og Alþýðubandalags. Það var eftir þann kosningasigur sem ég var ráðinn bæjarstjóri þessa nýja meirihluta. Það var í mörg hom að líta í Hafnarfirði á þeim tíma og um það tekinn ákvörðun eins og vilyrði höfðu verið gefin um í kosninga- baráttunni 1986, að taka til hendi. Hófst umfangsmikið uppbygging- arstarf á fjölmörgum sviðum. Má þar nefna skólamál, æskulýðsmál, íþróttamál, menningu og listir og síðast en ekki síst vildi ég freista þess að opna stjómkerfi Hafnar- fjarðarbæjar, hleypa þar ferskum vindum inn og færa svokölluð bæj- aryfirvöld nær íbúum bæjarins. Þróunin varð fljótlega sú að bæjar- búar sóttu mjög á minn fund með sín mál af ýmsum toga, stór og smá og ég reyndi að liðsinna þeim eftir því sem ég best gat og unnt var. Margir vom í húsnæðis- og fjárhagsvandræðum. Sannleikurinn er sá að stjómkerfi ýmissa sveitar- félaga og ríkisins að mínu áliti er stundum flókið og þunglamalegt og einstaklingar eiga stundum erf- itt með að átta sig á réttindum sín- um og hvemig þeir geti komið sín- um óskum á framfæri. Það fór því mikill tími í þessi beinu samskipti við bæjarbúa og naut ég vitaskuld liðsinnis hundmða ágætra hafn- firskra bæjarstarfsmanna og oft var mitt hlutverk fólgið í því að leið- beina þessum ágætu sveitungum rétta leið í kerfinu. Margir fengu á þessum 7 ámm í starfi mínu sem bæjarstjóri, úrlausn sinna mála, aðrir fengu leiðbeiningar og ráð- gjöf, en því miður var það svo í Hafnarfirði, sem alls staðar annars staðar að ekki var hægt að koma til móts við allar ítrustu óskir þeirra sem til mín sóttu. Ég held hins vegar að óhætt sé að fullyrða, og vísa ég til samskipta minna við þúsundir Hafnfirðinga þessi 7 ár sem bæjarstjóri, að ég hafi ævin- lega reynt af bestu getu að liðsinna fólki og það án þess að gera nokk- um mannamun, hvorki draga fólk í dilka eftir stjómmálaskoðunum eða stöðu í lífinu að öðm leyti, heldur hafi ég reynt að þjónusta alla jafht. Þetta em stór orð en ég vísa enn og aftur til þeirra Hafn- firðinga sem ég átti margvísleg samskipti við og til þeirra fjölda starfsmanna bæjarfélagsins, sem ég átti svo gott samstarf við um mörg þessara mikilvægu mála. Þetta vil ég sérstaklega undirstrika í ljósi þeirrar ósönnu umræðu, sem að hafin er, að ég hafi í störfum mínum sem bæjarstjóri farið í manngreinaálit, horft til þröngs hóps sérstakra vina minna, flokks- félaga og ættmenna í störfum mín- um sem bæjarstjóri. Ég vil fullyrða að hér er vemlega réttu máli hallað og þvert á móti hafi öll störf mín helgast af öðmm gmndvallarsjón- armiðum. Mjög hefur verið um það rætt í kjölfar kosningasigurs Reykjav- íkurlistans og margir talað um það opinberlega að nauðsyn væri á hreinsunum á embættismannakerfi borgarinnar eftir langvarandi stjóm Sjálfstæðisflokksins. Þessar raddir komu að sönnu upp þegar Alþýðu- flokkur og Alþýðubandalag tóku við stjómartaumunum f Hafnarfirði árið 1986 eftir langvarandi stjóm Sjálfstæðismanna og óháðra borg- ara. Ég hafnaði þessum sjónarmið- um. Það var enginn einasti starfs- maður bæjarins látinn fara fyrir stjómmálaskoðanir. Það heyrði til undantekninga ef ágreiningur var um ráðningu í mikilvægar stöður. Þær vom þó fjölmargar sem bæjar- stjómin í Hafnarfirði réði í á þess- um 7 ámm. Pólitíkin í Hafnarfirði hefur æv- inlega verið hörð og beinskeytt. Andstæðingar okkar jafnaðar- manna í Hafnarfirði, sjálfstæðis- menn, hafa haldið uppi mjög harðri og háværri andstöðu í bæjar- stjóminni. Fyrir kosningamar 1990 var til að mynda lítið gefið eftir í þeim efnum og var ýmsum brögð- um beitt í því sambandi og mörg þau sjónarmið sem þar vom reifúð í málflutningi Sjálfstæðismanna í þá daga, minna á þá gjömingahríð, sem að mér er beint nú um stundir. Við jafnaðarmenn í þeirri kosn- ingabaráttu héldum ró okkar og höfðum uppi málefnalega kosn- ingabaráttu, vísuðum til verka okk- ar og bæjarbúar kunnu að meta þessi verk mín sem bæjarstjóra og okkar Alþýðuflokksmanna við stjóm bæjarfélagsins og hlaut flokkurinn 48% atkvæða í þeim kosningum og hreinan meirihluta. Ég sat á stóli bæjarstjóra til miðs sumars 1993 þegar kallað var eftir starfskröftum mínum af hálfu fé- laga minna í Alþýðuflokknum til setu í núverandi ríkisstjóm. Sat ég þó síðasta ár kjörtímabils bæjar- stjómarinnar sem óbreyttur bæjar- fulltrúi. Mörg þau mál sem nú hafa verið tínd til og felld inn í þá löngu saka- skrá sem mér er birt í Qölmiðlum og almannaumræðu síðustu viku em meðal annars „gömul mál“ frá Hafnarfirði sem sannarlega fengu þar mjög ítarlega umræðu, þegar ég sat á stóli bæjarstjóra og einnig vom mörg þeirra ú'unduð í mál- gögnum póliú'skra andstæðinga okkar í þeirri kosningabaráttu, sem háð var síðastliðið vor. Fátt er því nýtt í þessum málflutningi og flestu verið svarað. Stærsta svarið er þó fólgið í afstöðu kjósenda í Hafnarfirði í maí síðastliðnum, í bæjarstjómarkosningunum í Hafn- arfirði þar sem Alþýðuflokkurinn fékk 38% atkvæða og er eftir sem áður langstærsti flokkurinn í Hafn- arfirði. Ég hef sagt þetta vera tals- verðan vamarsigur í ljósri örrar fylgisþróunar umliðinna kosninga 1986 og 1990 og þeirrar staðreynd- ar að nýtt framboð, kvennafram- boð, kom fram á sjónarsviðið í kosrúngunum 1994. En úl þess að taka af öll tvímæli og fara yfir nokkur þau atriði sem nú hafa ver- ið endumýjuð og tekin upp aftur vil ég segja þetta: Um fjármál Hafnarfjarðarbæjar hefur verið mikið fjallað um síð- ustu daga, eins og raunar síðustu ár. Þetta hefur verið mál málanna í póliú'skri umræðu í Hafnarfirði um langt árabil. Það er deilt um við- skilnað jafnaðarmanna og þar með mín í Hafnarfirði, eftir átta ára stjóm Alþýðuflokksins þar í bæ. Ég er stoltur af árangri flokksins. Allt allt yfirbragð bæjarins í dag er ólíkt því sem var, þegar Alþýðu- flokkurinn kom til skjalanna 1986. Hafnarfjörður í dag er allt annar bær. Fólk hefur flykkst til bæjar- ins. Fólksfjölgunin verið langt um- fram landsmeðaltal, íbúafjölgun um Qögur þúsund á þessu átta ára ú'mabili. Ég hef sagt um þá dökku mynd sem núverandi meirihiuti hefúr dregið upp af fjárhagsstöðu bæjar- ins, að þar sé ekki allt sem sýnist. Ég á ekkert sökótt við tiltekna end- urskoðunarskrifstofu sem unnið hefur nýlegt yfirlit, en aðeins bent

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.