Alþýðublaðið - 28.09.1994, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.09.1994, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ UÞIftlMIID Miðvikudagur 28. september 1994 VÖRUSKIPTIN við útlönd fyrstu átta mánuði ársins: Hagstæð um 13,6 milljarða króna - Voru hagstæð um 7,8 milljarða króna á sama tíma í fyrra á föstu gengi Fyrstu átta mánuði þessa árs voru fluttar út vörur fyrir 71,6 milljarða króna en inn fyrir 58 milljarða króna fob. Afgangur var því á vöru- skiptunum við útlönd sem nam 13,6 milljörðum króna en á sama tíma í fyrra voru þau hag- stæð um 7,8 milljarða króna á föstú gengi. I ágústmánuði voru fluttar út vörur fyrir 8,4 milljarða króna og inn fyrir 8,7 milljarða króna fob. Vöruskiptin í ágúst voru því óhagstæð um 300 milljónir króna en í ágúst í fyrra voru þau óhagstæð um 200 milljónir á föstu gengi. Fyrstu átta mánuði þessa árs var verðmæti vöruútflutnings- ins 13% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Sjávaraf- urðir voru 78% alls vöruút- flutningsins og var verðmæti þeirra 9% meira en á sama tíma í fyrra. Þá var verðmæti útflutts áls 39% meira en á síðast liðnu ári og kísiljárns 9% meira. Verðmæti vöruinnflutnings fyrstu átta ntánuði þessa árs var 5% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Innflutn- ingur sérstakrar fjárfestingar- vöru (skip, flugvélar, Lands- virkjun), innflutningur til stór- iðju og olíuinnflutningur er jafnan mjög breytilegur frá einu tímabili til annais. Að þessum liðum frátöldum reyndist annar vöruinnflutningur hafa orðið 4% meiri á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Þar af jókst innflutningur á matvöru og drykkjarvöru um 14%, bfla- innflutningur dróst saman um 10%, innflutningur annarrar neysluvöru var 1 % meiri en á sama tíma í fyrra en innflutn- ingur annarrar vöru jókst um 5%. Ruglið í þjóðarsálinni ríður ekki við einteyming: Jakob Frímann úthrópaður sem alkóhólisti Laufin burt...! Starfsmenn Reykjavíkurborgar munu hafa vaxandi áhyggjur af hinu gífurlega laufafargani sem angrar allt og alla á þessum árstíma. Al- þýðublaðið hefur fregnað að dagskipun yfirmanna borgarinnar til starfsfólks síns sé: Burt með helvítis laufin... Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason - og þáttastjórinn sakaður um nótulaus viðskipti aði tóninn um nokkrar áttundir og vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. Heimtaði hann aftur og aftur yfirlýsingu urn að þetta væri rangt, en viðmælandinn gaf lítið út á það, en viður- kenndi þó undir lokin að þessi ummæli sín væru ekki annað en sprell. Lauk þættinum svo að Hall- grímur var sýknaður af nótu- lausu viðskiptunum, enda áreiðanlega 100% borgari, einn af fáum. En Jakob Frímann Magnússon úti í London er áreiðanlega enn í hugum margra hin argasta fyllibytta, enda þótt hann gangi hljóðlega um gleðinnar dyr. GÚRKU TÍÐ- engin forsíðu- frétt! I andsbyggðarblaðið LwtEystrahorn fitjar upp á nýjung í síðasta tölublaði. A forsíðu segir svo: „Engin forsíðufrétt verður í blaðinu í dag. Það er gúrkutíð. Ekkert að gerast ekkert að frétta. Sfldin er ekki komin að neinu gagni. Smábátamir kroppa sitt vanalega kropp. Nýtt kvótaár nýbyrjað en all- ir að spara kvótann svo þeir drepist ekki úr leiðindum eftir áramótin“. Þannig halda þeir á Eystrahomi áfram - og skrifa í raun skemmtilega forsíðufrétt í gúrkutíð. Síðar í almennu yfirliti um mann- lífið eystra segir: „Það er líka dálítil frétt að Siggi Ein- arsson símamaður fór göngu í Veðurárdal urn daginn. Frétt vegna þess að þetta er mjög erfið ganga, ekki síst fyrir mann sem hefur 230 sentimetra kjörhæð, en er ekki nema 173 sentimetrar. En af því að hann er bróðir minn þá kann ég ekki við að birta það sem frétt þótt hann hafi unnið [retta rnikla afrek, að koma óstuddur til byggða úr Veðurárdal þar sem marg- ir hafa gefist upp og sumir villst“. Þeir hafa húmor fyrir austan... mmmmmmmmmmmmmmmimmímmmmmmmmmmmm ÚTBOÐ Grunnur undir birgðageymslu Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í að gera grunn undir birgðageymslu við Oseyri 9 á Ak- ureyri. Útboðsgögn verða seld fyrir 1.500 krónur ái skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins við Óseyri 9 á Akureyri, frá og með miðvikudeginum 28. septem- ber 1994. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna rfldsins á Akureyri fyrir klukkan 14:00, miðviku- daginn 5. október 1994, og verða þau þá opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda sem þess óska. Þóknun fyrir gerð tilboða er engin. Tilboðin séu í lokuðu umslagi, merktu „Rafmagns- veitumar - 94015 - Akureyri - Grunnbygging". Verkinu á að vera að fullu lokið miðvikudaginn 30. nóvember 1994. RAFMAGNSVEITUR ^ RÍKISINS tcfautcaJC LAUGAVEGI 118 • 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-605500 • BRÉFSÍMI 91-17891 Umræðumar á þjóðarsál- um útvarpsstöðvanna geta farið út í algjöra vitleysu. I þætti Hallgríms Thorsteinssonar á Bylgjunni í fyrradag fór dellan úr öllum böndum og þáttastjómandinn brást illilega í hlutverki sínu. Að margra mati eru skoðanir hans og leiðandi spjall útvarps- stöðinni til hins mesta vansa oft á tíðum, enda hættir honum til að einelta menn og þátturinn ber nokkurt merki ofsóknaræð- is. Gott dæmi um þetta: Kona ein hringdi í þáttinn til að skíta út Jón Baldvin Hannibalsson og verk hans. Sagði hún meðal annars efnis- lega að Jón Baldvin væri nýbú- inn að gera Jakob Frímann Magnússon að diplómat, - rnann sem væri nýkominn af Vogi, og hefði verið þar marg- sinnis! Hallgrímur reyndi í fyrstu lít- illega að sussa á konuna, en hún sat föst við sinn keip og endurtók vitleysuna. Þá fór þáttastjórinn að sperra við eyr- un og var ekki annað að heyra en að honum þætti þetta feitur biti fyrir þátt sinn. Það rétta er að Jakob Frí- mann Magnússon hefur aldrei verið bendlaður við óreglusemi af neinu tagi. „Ég er undrandi að heyra þetta", sagði Jakob Frímann í viðtali við Alþýðublaðið í gær. „Ég hef að vísu komið oftar en einu sinni á Vog, en þá aðeins til að heimsækja vistmenn þar. Sem betur fer hef ég ekki þurft á þjónustu þessa ágæta heimilis að halda og vona að svo verði aldrei“. JAKOB FRÍMANN, - úthróp- aður á þjóðarsál Thorsteins- sotis sem alkóhólisti. Pátta- stjórnandinn gerði lítið annað en ýta undir ummœli þar að lútandi. Alþýðublaðsmynd Annað grátbroslegt atvik kom upp í þessum þætti Hall- gríms. Maður einn, sem sagðist vinna hjá hjólbarðaverkstæði uppi á Höfða minnti Hallgrím á að hann hefði nú keypt fjögur dekk hjá sér og beðið um nótu- laus viðskipti. Þama kom held- ur betur á kappann, sem hækk-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.