Alþýðublaðið - 30.09.1994, Side 7
Föstudagur 30. september 1994
POLITIK
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7
STJÓRNMÁLAÁLYKTUN aðalfundar kjördæmisráðs Alþýðuf lokksins - Jafnaðarmannaflokks
fslands - á Vestuiiandi. Aðalfundurinn var haldinn í Snæfellsbæ 24. september siðastliðinn:
Bjanan tio
jafnaðarmanna
Alþýðuflokkurinn - Jafn-
aðarmannaflokkur ís-
lands - hefur átt aðild
að ríkisstjóm landsins frá árinu
1987. íslenskt efnahagslíf hefur
gengið í gegnum lengsta stöðn-
unarskeið síðastliðinna áratuga
þessi sömu ár, meðal annars
vegna lítils þorskkvóta, minnk-
andi útflutnings og verri við-
skiptakjara á mörkuðum okkar.
Hefur það sett mark á þær að-
gerðir sem orðið hefur að grípa
til af þeim sökum. Landsfram-
leiðsla hefur dregist saman,
kaupmáttur rýmað, atvinnu-
leysi aukist, erlendar skuldir
hækkað og ríkissjóður glímt
við viðvarandi hallarekslur.
Bjartari tíð og
frumkvæði
Alþýðuflokksins
Nú virðist vera að rofa til.
Afkoma ríkissjóðs hefur batnað
og er betri en búist var við, við-
skiptajöfnuður er hagstæður og
þjóðin loks farin að greiða nið-
ur erlendar skuldir. Ymislegt
bendir til að atvinnuleysi hafi
minnkað. Arangur hefur náðst í
lækkun vaxta, verðbólga er
með því lægsta sem gerist í
Evrópu. Brýnt er að lækka fjár-
magnskostnað enn frekar. Af-
koma fyrirtækja í flestum
greinum hefur batnað og at-
vinnurekendur eiga í fyrsta sinn
fmmkvæði að því að bjóða
launahækkanir vegna næstu
kjarasamninga. Þessar nýju að-
stæður hafa skapað sóknarfæri
fyrir íslensk fyrirtæki og launa-
fólk sem mikilvægt er að nýta.
Þennan árangur má ekki síst
rekja til ábyrgrar afstöðu Al-
þýðuflokksins til ríkisfjármála,
forgöngu hans um lækkun
vaxta, fmmkvæði hans til að
bæta almennt viðskiptaum-
hverfi fyrirtækja, forgöngu um
samninga um Evrópska efna-
hagssvæðið og GATT, svo
nokkuð sé nefnt.
Ánægja með umbætur
í velferðarkerfi
Kjördæmisráð fagnar þeim
árangri sem náðst hefur í jöfn-
un húshitunarkostnaðar, en
leggur áherslu á að áfram verði
haldið þar til viðunandi árangri
hefur verið náð. Ávallt hefur
verið órofa samstaða innan Al-
þýðuflokksins um að bæta kjör
og lífsaðstæður þeiiTa sem eiga
undir högg að sækja með öfl-
ugu velferðar- og heilbrigðis-
kerfi. Framlög til þeirra mála í
heild hafa ekki minnkað þrátt
fyrir niðurskurð í ríkisíjármál-
um. Böndum hefur verið kom-
ið á sjálfvirka innbyggða
þenslu og margháttuðum um-
bótum í velferðarkerfinu verið
hrint í framkvæmd.
Hömlulaust brask með
kvóta í sameign
landsmanna
Minnkandi þorskafli og
lækkandi verð sjávarafurða er
meginástæða samdráttar í ís-
lensku efnahagslífi frá árinu
1987. Við þær aðstæður hefur
óréttlæti núverandi fiskveiði-
stjómunarkerfis orðið æ aug-
ljósara. Hömlulaust brask með
kvóta og flutningur fisks frá
einu landsvæði til annars,
vegna kerfisins, gerir það að
verkum að aðlægir landshlutar
góðra fiskimiða fá ekki að njóta
þeirra nema í takmörkuðum
mæli.
Alþýðuflokkurinn beitti sér
fyrir því í núverandi lögum um
fiskveiðistjómun að fiskistofn-
arnir, mikilvægasta auðlind
landsins, væm sameign lands-
manna. Á gmndvelli þess
ákvæðis vill Alþýðuflokkurinn
að tekið verði upp veiðileyfa-
gjald í áföngum. Fyrir for-
göngu Alþýðuflokksins náðist
fram úrbót á veiðiréttindum
krókabáta. En jafnframt telur
kjördæmisráðið að nauðsynlegt
sé að jafna rétt smærri afla-
marksbáta og krókaleyfisbáta
þar sem sýnt er að minni afla-
marksbátar em að hverfa úr
flóm skipastólsins.
Kjördæmisráðinu em ljósir
eiTiðleikar ijölmargra kvóta-
bátaeigenda sem hafa lent í nið-
urskurði um allt að 70% þannig
að rekstrargmndvelli hefur al-
gjörlega verið kippt undan fót-
um þeirra. Það er skilyrðislaus
krafa að réttur þeirra sem ekki
hafa selt frá sér kvóta eða
stundað brask að þeim verði
tryggður rekstrargmndvöllur
fyrir báta sem háðir em sjósókn
á gmnnslóð og búa við tak-
markanir íslensks veðurfars. Þá
hlýtur það að vera krafa að
stuðlað verði að flutningi afla
milli svæða þegar þannig er
ástatt að ekki er unnt að vinna
afla í löndunarhöfn. Slfk krafa
er sett fram fyrir hönd fisk-
vinnslufólks sem misst hefur
atvinnuna, meðal annar vegna
flutnings aflaheimilda sem eyk-
ur hættu á byggðaröskun.
Aðstoð við
sauðfjárhéröðin
nauðsynleg
Kjördæmisráð lýsir þungum
áhyggjum af stöðu bænda. Af
ýmsum ástæðum, meðal annars
breyttum neysluvenjum íslend-
inga, miklum fjárfestingum í
tæknibúnaði og samdrætti, em
margir bændur komnir í þá
stöðu, sem raun ber vitni, að
þeir eiga ekki lengur afkomu-
möguleika á því búmarki sem
þeim er úthlutað. Samdrátmr
vegna minnkandi kindakjöts-
framleiðslu kemur óvíða harðar
niður en í Dalasýslu þar sem
bæði þéttbýli og dreifbýli em
að mestu háð sauðfjárrækt. Það
er nauðsyn að landsvæði, sem
em svo algjörlega háð sauðíjár-
rækt, líkt og einstök svæði á
Vesturlandi, fái sérstaka aðstoð
ríkisvaldsins vegna þeinar
stöðu sem þau em komin í
vegna breyttra aðstæðna.
Kjördæmisráð bindur vonir
við að aðgerðir til sölu á lífrænt
ræktuðum afurðum á erlendum
mörkuðum skili sér og treysti
byggð á Vesturlandi á komandi
árum, en á meðan sú þróun á
sér stað verður að grípa til sér-
tækra ráðstafana til að koma í
veg fyrir hrun sem blasir við at-
vinnufyrirtækjum og fólki sem
lifir af sauðfjárrækt.
Framsýni í sameiningu
sveitarfélaga
Sameining sveitarfélaga á
Vesturlandi varð meiri en í
nokkmm öðmm landshluta á
íslandi. Kjördæmisráð fagnar
þeirri framsýni Vestlendinga
og heitir á forsætisráðherra að
staðið verði við gefin fyrirheit
um að verkefni og fjármunir
með þeim fylgi til sveitarfélag-
anna í samræmi við þau verk-
efni sem þau takast á hendur í
kjölfar sameiningar. Kjördæm-
isráðið bendir á að sérstaklega
þarf að auka fjármagn til sam-
göngumála.
Samgöngur em brýnt hags-
munamál Vestlendinga. Margt
hefur áunnist og með bættum
samgöngum skapast ný tæki-
færi til samstarfs og sameining-
ar sveitarfélaga og fyrirtækja á
Vesturlandi. Kjördæmisráð lýs-
ir yfir smðningi við tillögur
samgöngunefndar Sambands
sveitarfélaga á Vesturlandi,
sem beinist að því að áhersla
verði lögð á að bundnu slitlagi
verið komið á aðalsamgöngu-
leiðir, innan hverrar byggðar á
Vesturlandi og milli þeirra, í
samræmi við fyrirliggjandi til-
lögur.
Úttektar á ástandi
atvinnumála beðið
Mörg fyrirtæki á Vesturlandi
hafa varið halloka í þeim sam-
drætti sem orðið hefur í sjávar-
útvegi, og tjón einstaklinga
vemlegt með gjaldþrotum og
rekstrarstöðvunum þeirra. Það
er krafa kjördæmisráðsfundar-
ins að nú þegar verði Byggða-
stofnun falið að skila úttekt
sem lofað var að gera á ástandi
atvinnumála á Vesturlandi. Öll
fmmgögn em til staðar; þau em
í formi skýrslna atvinnumála-
fulltrúa og upplýsinga sveitar-
félaga á Vesturlandi, sem að-
eins þarf að samræma og meta,
og ætti það að geta legið fyrir á
skömmum tíma.
Samdráttur bitnaði illa
á Vestlendingum
Kjördæmisráðsfundur Al-
þýðuflokksins á Vesturlandi
telur að margháttaður árangur
hafí náðst í tíð núverandi ríkis-
stjómar og því ber að fagna.
Fundurinn leggur áherslu á að
tillit verði tekið til þess að sam-
dráttur liðinna ára hefur bitnað
illa á Vestlendingum sem sjá
má af afkomu sveitarfélaganna
og atvinnuleysistölum sem em
í einstökum sveitarfélögum á
Vesturlandi þær hæstu á öllu
landinu.
Alþýðuflokksfólk á Vestur-
landi mun standa dyggan vörð
um styrkingu byggða á Vestur-
landi með eflingu atvinnulífs.
Sérstaða í atvinnulífi á Vest-
urlandi byggist á gmnnatvinnu-
vegum þjóðarinnar, landbúnaði
og sjávarútvegi.
Kjördæmisráðsfundur styður
þessa sérstöðu og mun, án þess
að vinna gegn eðlilegri byggða-
þróun, standa vörð um hana.
Vesturland á mikla möguleika
á sviðum ferðaþjónustu, iðnað-
ar og aukinnar nýtingar sjávar-
fangs við strendur landsins, til
dæmis kræklingsvinnslu. Mið-
stöð menntunar á ýmsum svið-
um á gullin tækifæri á Vestur-
landi. Til þess að svo geti orðið
verður að tryggja stöðu núver-
andi atvinnufyrirtækja svo að
hér haldist blómlegt byggð og
menningarsköpun sem hefur
ávallt átt sterkar rætur á Vestur-
landi.
Harma úrsögn
Jóhönnu
Kjördæmisráð harmar þann
meintan ágreining sem hefur
verið að sögn Jóhönnu Sigurð-
ardóttir milli hennar og forystu-
liðs Alþýðuflokksins og hefur
nú lyktað með úrsögn hennar.
Millifyrirsagnir: Alþýðublaðið
Alþýðublaðsmynd / Einar Ólason
i-----------------------------1
! Kvenfélag Alþýðuflokksins
í Hafnarfirði:
FUNDUR MED
GUDMUNDIÁRNA
Kvenfélag Alþýðuflokksins
í Hafnarfírði heldur fund
miðvikudaginn 5. október
klukkan 20:30 í Alþýðuhúsinu
við Strandgötu í Hafnarfírði.
Dagskrá:
- Gestur fundarins er Guðmundur Árni
Stefánsson félagsmálaráðherra.
- Tískusýning.
- Önnur mál.
Takið með ykkur gesti!
- Stjómin.