Alþýðublaðið - 12.10.1994, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 12.10.1994, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 12. október 1994 TIÐINDI ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Frumvarp til laga um takmörkun á ráðstöfun SÍLDAR til bræðslu senn lagt fram á Alþingi: Silfur hafsins til manneklis Sfld af íslandsmiðum hef- ur lengi þótt hinn mesti herramannsmatur víða um lönd. Eigi að síður hefur silfri hafsins verið mokað í bræðsluofna sfldarverksmiðj- anna heldur ótæpilega. Nú vill Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra að sfldin verði unnin sem mannamatur í meira niæli en verið hefur, en ekki sem skepnufóður. Hann flytur frumvarp til laga um takmörk- un á ráðstöfun sfldar til bræðslu, þar sem honum er heimilt með reglugerð að tak- marka ráðstöfun sfldar til bræðslu. Frumvarp sjávarútvegsráð- herra hefur fengið jákvæða um- íjöllun í þingflokkunum og má nú búast við afgreiðslu þess á Alþingi. Innan Alþýðuflokksins hefur þetta mál fengið mikla athygli á síðustu misserum. Eiríkur Stefánsson, formaður Verka- lýðs- og sjómannafélags Fá- skrúðsfjarðar, hefur flutt tillög- ur um þetta efni innan Alþýðu- flokksins. „Ég er að sjálfsögðu afskap- lega ánægður með þessi tíð- indi“, sagði Eiríkur í gær. „Ég beitti mér talsvert fyrir þessu, á flokksþingi og innan flokks- stjómar og vom tillögur rnínar samþykktar þar. Það vom ntér viss vonbrigði að tvær vertíðir hafa liðið án þess að kippt væri í taumana. Mér sýnist að þessi lög muni skapa fjölmörg störf víða um landið og auka útflutn- ingsverðmæti sfldarinnar", sagði Eiríkur. Sfldarsjómenn hafa staðið á móti því að sfld færi til vinnslu á mannamat. Þeir hafa sagt að verðmunur á sfld til bræðslu og til manneldis sé óvemlegur. Því sé það þeirra hagur að landa síldinni hratt til fiskimjölsverk- smiðjanna, til að komast sem fyrst á miðin að nýju. Nú verð- ur breyting hér á. RáðheiTa mun verða í stakk búinn að beita reglugerð þegar honum sýnist þörf á. í athugasemdum við laga- immvarp sjávarútvegsráðherra segir að vaxandi hluti sfldarafl- ans hafi farið í mjöl- og lýsis- vinnslu á undanförnum ámm. Dæmi er tekið af sfldarvertíð 1985/1986, en þá hafi aðeins 2% aflans verið ráðstafað til bræðslu. Á næstu vertíðum stækkaði þetta hlutfall og náði hámarki á vertíðinni 1992/1993, eða 72%. Á síðustu sfldarvertíð var þetta hlutfall 63%. Raktar eru ýmsar ástæður fyrir þessari þróun. Breytingar hafa orðið á sölumöguleikum sfldar á síðustu ámm, ekki síst vegna hmns markaða í fyrrum ÞORSTEINN PÁLSSON: Nú vill sjávarútvegsráðherra að síldin verði unnin sem mannamatur í meira mœli en verið hefur, en ekki sem skepnufóður. Hann flytur frumvarp til laga um takmörkun á ráðstöfun síldar til brœðslu, þar sem honum er heimilt með reglugerð að takmarka ráðstöfun síldar til brœðslu. Frumvarp ráð- herra hefur fetlgið jákvœða UmjjÖllun. Alþýðublaösmynd/EinarÓlason EIRÍKUR STEFÁNSSON, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðs- fjarðar: „Ég er að sjálfsögðu afskaplega ánœgður meðþessi tíðindi...Það voru mér viss vonbrigði að tvœr vertíðir hafa liðið án þess að kippt vœri í taumana. Mér sýnist að þessi lög muni skapa jjölmörg störf víða um landið og auka útflutnings- verðmœti síldarinnar.“ Aiþýðubiaðsmynd Sovétríkjum. I öðm lagi er bent á að loðnuveiðar á haustvertíð hafa gengið illa á undanförnum ámm og því hefur loðnuflotan- um, sem er að stómm hluta í eigu loðnuverksmiðja, í vax- andi mæli verið beint til sfld- veiða. I þriðja lagi er bent á að sfldin hefur haldið sig langt frá landi og svo djúpt að erfitt hef- ur verið fyrir hefðbundna sfld- arbáta að ná henni. I ljórða lagi gildir sú regla í Evrópusam- bandinu að óheimilt er að ráð- stafa sfld til bræðslu. Vaxandi sfldarafli í Evrópu hefur leitt til mikils framboðs á verkaðri sfld í Evrópu og lækkandi verðs á afurðunum. Af þessari þróun hefur sjáv- arútvegsráðuneytið áhyggjur. Utreikningar Þjóðhagsstofnun- ar sýna að mest vinnsluvirði er af vinnslu sfldar til manneldis, en til muna rninna, sé sfldin brædd. Þá hafa vinnuveitendur og verkalýðsfélög hvatt til þess að sfld sé ráðstafað til manneld- isvinnslu til þess að vinna bug á vaxandi atvinnuleysi. Sjávanítvegsráðuneytið hefur reynt að tryggja að stærri hluti síldaraflans fari til manneldis- vinnslu og haft samráð og fundi með hagsmunaaðilum. Undir lok síðustu sfldarvertíðar var ljóst að ekki mundi takast að standa við gerða samninga á sölu á síld til manneldis. Gripið var til þess ráðs að setja lög sem bönnuðu ráðstöfun sfldar til bræðslu. Þau lög komu hins vegar ekki að gagni, sfldveiðar vom langt komnar og aflinn of smár til söltunar og frystingar. í byrjun september skipaði ráðherra nefnd til að gera til- lögur sem miða að aukinni nýt- ingu sfldar til manneldis og nýta betur þá möguleika til at- vinnusköpunar og gjaldeyris- öflunar sem felast í veiðum og vinnslu síldar. Meðal þess sem nefndin lagði til við Þorstein Pálsson var að hann flytti fmm- varp það sem nú liggur fyrir til- búið til afgreiðslu Alþingis. 4000 „hm.“ af SKJÖLUM Borgarskjalasafnið varð 40 ára fyrir helgi og heimsótti borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, safnið á föstu- daginn og skoðaði sýningu þess og vottaði afmælisbarninu virðingu sína á afmælisdaginn. í Borgarskjalasafni eru varð- veitt skjöl og ýinis gögn sem varðveita upplýsingar uni starf- semi og sögu borgarinnar, stofnana hennar og fyrirtækja. Safnið geymir ennfremur skjöl frá einkaaðilum, fyrirtækjum, félögum og einstaklingum. Safnið er ekkert smáræði, - 4.000 hillumetrar af skjölum. Sal'nið er til húsa að Skúlatúni 2 en flytur senn í Tryggvagötu 15... Ódýrir HÁSKÓLANEMAR „Samanburður við háskóla á Norðurlöndum sýnir að kostn- aður á hvern nemanda er mun lægri við Háskóla íslands en við aðra skóla í nágrannalöndunum. Fyrir þremur árum voru Ijárveitingar til Háskóla Islands engu að síður skornar niður um 100 milljónir. Síðan hefur nemendum tjölgað um 10% en íjárveitingar staðið í stað", segir í ályktun frá stjóm Félags iiáskólakennara. Bcnt er á að Háskólinn verði að skera niður starfsemi sína, fækka námskeiðum, stækka kennsluhópa langt umfram eðlileg mörk og að aðstaða til rannsókna við skóiann sé óviðunandi. Alleiðingin sé sú að Háskóli íslands geti ekki fylgt eðlilegri franiþróun og orðið sú forsenda nýsköpunar í atvinnulfli þjóðarinnar sem af honum er ætlast... ÍSAGA gefur Iðnskólanum lðnskólinn í Reykjavík héll upp á 90 ára afmæli sitt á dög- unum. Meðal gjafa sem skólanum bárust var fullkomið gas- dreitikerfi sem Isaga hf. gaf skólanum, en það góða fyrirtæki álti 75 ára afmæli nú nýlega. Kerlið er af nýjustu gerð frá lyr- irtækinu AGA í Svíþjóð. Gasdreifikertið þýðir að nú geta nemar í gmnndeildum málntiðna geymt súrefnis- og acety- lengashylki í viðbyggingu, en þaðan liggja leiðslur inn í vinnurýmið í úrtök í veggjum kennslustofanna. Þetta er dýr- mæt gjöf fyrir lðnskólann, kostar um 800 þúsund krónur, og kemur sér afar vel við kennsluna. Nýja gasdreifikerfið útrýmir gas- og súrefnishylkjum úr kennslustofum skólans, - eftir standa aðeins veggúrtökin eins og sést lengst til hægri á myndinni... „Útskýringai* GUÐJÓNS Dugnaður Guðjóns Magnússonar, skrifstofustjóra heil- brigðisráðuneytis, við tekjuöflun hefur vakið þjóðarathygli og jafnframt mikinn kurr meðal almennings og lækna. Stjóm Lœknaráðs Landspúalans hefur ályktað um unimæli Guð- jóns í ljölmiðlum. Þykir ráðinu miður að Guðjón hefur koniist svo að orði að aðferð hans til tekjuöflunar sé fremur venjuleg aðferð lækna. Læknaráðið þekkir ekki dæmi þess að iæknar spítalans hali notað dagpeningagreidd námsleyli sín á þann hátt, sein Guðjón gefur í skyn. Skýr ákvæði em í kjarasamn- ingum sjúkrahúslækna að taki læknir önnur laun í nántsleyii komi tilsvarandi fríídráttur á dagpeningagreiðslum. Ummæli Guðjóns em hörmuð, hér sé vakin upp rakalaus og ómakleg tortryggni í garð sjúkraliúslækna... Litlu breytir ÍHALDHD SjálfsUeðisJlokkurinn í Reykjaneskjördœmi heldur pröf- kjör 5. nóvember næstkomandi. Aðeins níu einstaklingar hafa skilað inn framboði, - þingmennimir fimm. Árni Ragnar Árnason, Sigrtður Anna Þórðardóttir, Ólafur Garðar Einarsson, Árni M. Mathiescn og Salonie Þorkelsdóttir. Við þau keppa um sæti á listanum: Stefán Þ. Tómasson, út- gerðarstjóri í Grindavík; Sigurrós Þorgrímsdóttir, stjóm- málafræðingur í Kópavogi; Kristján Pálsson, fyirverandi bæjarstjóri í Njarðvík; og Viktor B. Kjartansson, tölvunar- fræðingur í Keflavík. Þykir mörgum mannval þetta fremur rýrt... Embætti RÍKISSÁTTASEMJARA Tíu hafa sótt um embætti Ríkissáttasemjara til félagsmála- ráðuneytisins. Það eru eftirtalin; Birgir Guðjónsson, Guð- mundur Benediktsson, Guðríður Þorsteinsdóttir, Harald Sigurbjörn Holsvik, Hjalti Steinþórsson, Jón Hjartarson, Jón Gauti Jónsson, Kristín Einarsdóttir, Már Gunnars- son og Þórir Einarsson i

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.